Morgunblaðið - 24.11.2016, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.11.2016, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016 ✝ KristbjörgMargot Oline Jónsdóttir fæddist í Álasundi í Noregi 11. febrúar 1918. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hrafnistu í Reykja- vík 12. nóvember 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Bergþór Jónsson smiður, f. á Melum, Kjal- arneshreppi, Kjós, 23.2. 1889, d. 22.8. 1981, og Elise Sevrine Jónsson, fædd Eriksen í Noregi, 12.7. 1884, d. 20.5. 1969. Jón faðir Kristbjargar ferðað- ist til Noregs þar sem hann kynntist Elise, sem þá var ekkja með eina dóttur, Laurense Jo- hanne Helgason, f. 1908, d. 1993, maki Jóhann Helgason, f. 1911, d. 1985. Kristbjörg átti fjögur al- systkini, þau eru: 1) Sigurður Jón Jónsson klæðskeri, f. 1916, stundaði nám í Barnaskólanum við Tjörnina og tók síðan sveins- próf í hárgreiðslu við Iðnskól- ann í Reykjavík árið 1938 og síð- an meistarapróf í þeirri iðn. Hún rak sína eigin hárgreiðslustofu í Aðalstræti til fjölda ára. Hún fluttist til Noregs um miðjan sjötta áratuginn og vann sem hárgreiðslukona í Osló í nokkur ár. Í Noregi kynntist hún Páli Jörundssyni skósmíðameistara, f. 5.12. 1918, d. 23.12. 1992, og gengu þau í hjónaband 1. febr- úar 1958. Þau áttu sitt heimili í Reykjavík. Þau eignuðust einn son, Gunnar Bergþór, f. 1958, hans maki er Sigrún Helga Jóns- dóttir, f. 1957, og eiga þau tvær dætur, Kristbjörgu Láru, f. 1990, og Helgu Rún, f. 1979, maki hennar er Freyr Her- mannsson, f. 1978, þeirra börn eru Hlynur, f. 2006, og Sóley, f. 2014. Kristbjörg hóf störf á miðjum áttunda áratugnum á Hótel Loftleiðum sem herbergisþerna og vann þar til hún lét af störf- um fyrir aldurssakir. Útför Kristbjargar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 24. október 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. d. 2009. 2) Paula Andrea Jónsdóttir, f. 1920, d. 2013, maki Páll Guðna- son, f. 1920, d. 2000, þau eignuðust sex börn, Guðna Berg- þór, Hilmar, Pál Hilmar, Þór Elís, Lísu og Rannveigu. 3) Elise Kristine Larsen, f. 1922, d. 2011, búsett í Nor- egi, maki Sverre Larsen, f. 1915, d. 1964, þau eignuðust tvö börn, John Birger og Sissel. 4) Jón Jónsson, f. 1924, maki Hjördís Guðmundsdóttir, f. 1927, d. 2016, þau eiga þrjú börn Valdi- mar, Sverri Helga og Hildi. Kristbjörg fæddist í Noregi árið 1918 og fluttist til Íslands árið 1929 með fjölskyldu sinni. Þegar til Íslands kom byggði faðir hennar hús við Kapla- skjólsveg í Reykjavík þar sem fjölskyldan settist að. Kristbjörg Í dag kveð ég tengdamóður mína til rúmlega þrjátíu ára hinstu kveðju. Margs er að minn- ast, samband okkar var meira eins og samband milli mæðgna en á milli tengdadóttur og tengdamóð- ur. Það lýsir Kristbjörgu vel hvernig hún tók á móti mér og eldri dóttur minni þegar við kom- um inn í fjölskylduna eitt sinn þegar við vorum einhvers staðar niðri í bæ að stússast. Þar hittum við kunningjakonu hennar. Krist- björg kynnti mig fyrst sem tengdadóttur sína en svo sagði hún: „En hún er nú bara eins og dóttir mín sem ég eignaðist aldr- ei.“ Þetta þótti mér afskaplega vænt um og var alla tíð afskaplega stolt af því að vera „dóttir“ hennar Kristbjargar. Ég minnist gleðinn- ar þegar við Gunnar eignuðumst dóttur okkar og sögðum henni að hún yrði látin bera nafn hennar og þegar að skírninni kæmi ætti hún að halda á henni undir skírn. Nafnið hljómaði hátt og skýrt í litlu kapellunni og það var mikið stolt amma sem stóð fyrir framan prestinn með nöfnu sína í fanginu. Kristbjörg hélt heimili fyrir sig þar til í byrjun febrúar á þessu ári en þá fluttist hún á Hrafnistu í Laugarási og undi hún hag sínum vel þar. Þar heillaði hún alla upp úr skónum og var kölluð dans- drottningin. Alla tíð hafði hún mjög gaman af því að dansa og þegar haldin voru böll á Hrafnistu mætti mín með kerruna sína, eins og göngugrindin var kölluð, og skundaði inn í miðjan hópinn sem var kominn á gólfið og dansaði þar. Að sitja og fylgjast með hin- um dansa var henni hreint ekki að skapi. Kristbjörg missti mikið þegar hún missti hann Palla sinn, en hann lést 1992, og trúi ég að það hafi orðið fagnaðarfundir þegar Palli kom og tók hana til sín 12. nóvember síðastliðinn. Eitt af því sem við gerðum saman á með- an hún gat var að fara vor og haust í kirkjugarðinn og setja fal- leg blóm og stofulyng hjá Palla og Hönnu systur hennar. Eftir að hún hætti að treysta sér með mér í þessa leiðangra hélt ég þessu áfram og mun gera full þakklætis fyrir allt sem þau gerðu fyrir okk- ur og fyrir allar samverustundirn- ar sem við fengum með henni. Takk fyrir allt og allt Kristbjörg mín, ég bið að heilsa öllum sem ég þekki hinum megin. Við sjáumst svo þegar minn tími kemur. Þín tengdadóttir, Sigrún Helga. Elsku amma mín. Þegar ég hugsa til baka sé ég fyrir mér stofuna í Möðrufellinu. Á stofuborðinu eru þó nokkrar litabækur og vaxlitir og tússlitir úti um allt. Við sátum oft saman í gráa sófasettinu og lituðum heilu bæk- urnar. Þær voru geymdar í skúff- unni fyrir ofan nammiskápinn, sem var auðvitað besta samsetn- ing í öllum heiminum. Jólin komu snemma þegar ný litabók var komin í skúffuna, auk límmiðanna sem ég safnaði saman og á meira að segja enn. Í hádeginu var yfirleitt heima- gerð blómkálssúpa sem er erfitt að herma eftir enda var maturinn þinn amma mín alltaf gerður af mikilli ástúð (meira að segja fiski- bollur í dós smökkuðust helmingi betur þegar þú eldaðir þær) og þegar maður var svangur og mat- urinn ekki enn til vippaðir þú í bolla haframjöli, sykri og rjóma (og samt tókst þér ekki að fita mig), og þegar ég reyni að blanda þessu saman þá smakkast þetta ekki eins og þú gerðir það. Amma, þú hefur alltaf verið besta fyrirmyndin, alltaf fín til fara og hringarnir sem þú barst á fingrum þér voru eins og úr æv- intýri. Rúbín og safír sem glöns- uðu eins og fegurstu stjörnurnar á himnum. Enda þótti þér ekki leiðinlegt þegar við skreyttum Tedda bangsa með nánast öllum skart- gripunum þínum þangað til að hann leit eins og hann gæti hitt ríkasta olíufurstann í Arabíu. Jafnvel þótt við viljum ekki játa það, amma, þá erum við innst inn við beinið svolítið glysgjarnar. Mesta sportið var að sitja tímun- um saman og horfa á kristals- ljósakrónuna og pota í kristalinn og sjá ljósin dansa á veggnum. Kannski eyddi maður allt of miklum tíma fyrir framan imbann en ég dáist samt að því hvað þú varst dugleg að taka upp barna- efnið í gríð og erg af Stöð 2 vegna þess að mamma og pabbi keyptu ekki Stöð tvö. Það var algjör lúxus að geta komið til þín og horfa með þér á heilu myndirnar sem þú tókst upp, sérstaklega um jólin. Ylurinn verður aldrei eins, kertaljósin verða aldrei eins, ilm- urinn verður aldrei eins og sítrónufrómasinn verður aldrei eins. Það er ekki auðvelt að reyna að feta í þín fótspor amma (jafnvel þótt við notum sömu skóstærð) en hrósið frá þér var eins og gull, þú sagðir aldrei við mig að eitthvað væri ljótt sem ég var í (nema þeg- ar það átti að vera ljótt, maður fer svo oft í múnderingu sjáðu til) heldur sagðir alltaf „mikið er þetta smart“ eða „oooh, hvað þetta er fallegt“, pikkaðir og pot- aðir í mig, brostir út að eyrum og hlóst svo skemmtilega. Skoðaðir gaumgæfilega efnið, hárið og varalitinn og fannst þetta alltaf jafn flott. Amma, var ekki englasöngur- inn fallegur? Því það var tekið á móti þér með honum. Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir. Elsku amma Kristbjörg kvaddi þennan heim 12. nóvember síðast- liðinn. Hún var mjög heilsuhraust alla sína ævi og bjó heima án að- stoðar til 97 ára aldurs. Sjónin var hins vegar farin að bregðast henni og flutti hún á Hrafnistu í Reykja- vík, þar sem henni leið vel. Hún var ætíð skýr í kollinum, mikil fé- lagsvera og það var gaman að bjóða henni í mat eða kaffiboð. Hún var ekki há í loftinu en hún hafði sterk áhrif á þá sem hana hittu og hafa ótal margir í gegn- um tíðina og núna síðustu viku eftir andlát hennar minnst hennar með hlýjum orðum. Þau orð sem eru mér efst í huga þegar ég hugsa til baka eru gleði og hlátur. Amma var með alveg sérstaklega smitandi hlátur og húmorinn í lagi og voru þau mörg skiptin sem við hlógum þar til tárin byrjuðu að renna. Það var alltaf hægt að treysta á að hún myndi sjá það góða og jákvæða, jafnvel þegar aðstæður kölluðu á annað. Hóf- semi, hógværð, kurteisi og fágun einkenndu hana allt hennar líf. Ég dáðist að eldamennsku hennar, fallega heimilinu og hvernig hún var ætíð vel til höfð og með óað- finnanlega vel lagt hár. Það var ekki að sjá aldurinn á andliti hennar og var hún sterk fram á síðasta dag. Síðastliðnar vikur dró hins veg- ar mjög hratt af henni og smá- vaxni sterki kroppurinn byrjaði að gefa sig. Ég get vel trúað því að hún hafi verið búin að ákveða að núna væri kominn tími til að halda til englanna þar sem Palli afi beið eftir henni. Amma Kristbjörg, eins og ég ákvað að kalla hana fljótlega eftir að ég kynntist henni ung að aldri, þrátt fyrir að við værum ekki blóðskyldar, var amma mín í öllum skilningi þess orðs. Hún og Palli afi tóku mér sem sinni eigin ömmu- og afas- telpu mjög fljótt og leið mér alltaf vel í návist þeirra. Ég var velkom- in og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Amma Kristbjörg lifði löngu, góðu, heilbrigðu og inni- haldsríku lífi og fékk síðan að sofna umvafin hlýju og umhyggju. Þessi smávaxna kona skilur eftir sig stórt rými í heiminum og lífi sinna nánustu. Missirinn er mikill en minningin um ákveðna, lífs- glaða og jákvæða konu með hjart- að á réttum stað lifir um ókomna tíð. Blessuð sé minning ömmu Kristbjargar. Helga Rún Runólfsdóttir. Nú er móðursystir mín hún Kristbjörg fallin frá 98 ára gömul. Kristbjörg Margot Oline var ein- staklega skapgóð kona og ávallt gaman þegar hún og Palli Jör, eiginmaður hennar, komu í heim- sókn eða við fórum saman í ferða- lög. Nokkuð er umliðið síðan Páll Jörundsson, skósmiður og fyrrum Íslandsmeistari á skíðum, féll frá, en þau hjónin voru einstaklega samrýnd. Það er skondið að Krist- björg og Palli kynntust í Noregi, en ekki hér heima, því Noregur kemur talsvert við sögu í okkar fjölskyldu. Þannig gerðist það að eftir mikla ævintýraför afa Jóns um heimsins höf lauk leiðangrin- um í Álasundi í Noregi. Þar kynn- ist hann Elísu ömmu og fella þau hugi saman og nú var afi tilbúinn að söðla um og eignast fjölskyldu. Það var ekki auðvelt að sjá fyrir stórri fjölskyldu á þessum tíma í Noregi því kreppan lék samfélag- ið illa. Þau ákveða því að flytja til Íslands með sex börn og varð Vesturbærinn í Reykjavík fyrir valinu. Þau eignuðust öll sín börn í Noregi og var Kristbjörg næst- elst fimm barna ömmu og afa, El- ísu Siverine Erikson og Jóns B. Jónssonar, en amma var ekkja og átti eina dóttur fyrir, hana Hönnu Laurense. Móðir mín Paula og Kristbjörg voru nálægt í aldri og samrýndar systur. Þegar þær uxu úr grasi menntuðu þær sig til starfa að hætti kvenna á þeim tíma, móðir mín nam saumaskap og Kristbjörg hárgreiðslu. Má nærri geta að þær systur hafi nýtt sér kunnáttu sína til að fylgja nýj- ustu tískustraumunum. Á skemmtunum báru þær oft af hvað varðaði nýtísku kjóla og hár- greiðslur. Pabbi sagði okkur skemmti- lega sögu af fyrstu kynnum sínum af þeim systrum. Hann hafði hitt móður mína í eitt skipti og hafði hug á að ná fundum hennar á ný. Þau mæltu sér mót á dansleik á Borginni. Þegar faðir minn mætir á Borgina og dansleikurinn hafinn rekur hann augun í Paulu, gengur rakleiðis til hennar og býður upp í dans. Þau hefja dansinn, en brátt verður hann þess áskynja að dam- an kannast ekkert við hann. Halda þau þó áfram dansinum en þá rekur hann augun í aðra Paulu utan dansgólfsins. Hann hafði boðið Kristbjörgu upp í dans. Það var oft hlegið að þessari sögu þeg- ar fjölskyldurnar hittust. Þegar Kristbjörg flytur heim eftir hár- greiðslustörf í Noregi, reynslunni ríkari og orðin ástfangin, var hjónaband samt ekki efst á listan- um, heldur fagið. Hún stofnar stofu í Fjalakettinum við Aðal- stræti í miðbæ Reykjavíkur með vinkonu úr sömu iðn. Þegar þau Palli Jör gifta sig hættir hún rekstrinum og nokkru síðar kom einkasonur þeirra Gunnar í heim- inn. Það var sterkt samband á milli fjölskyldna okkar og oft fór- um við saman í skíðaferðir og úti- legur á sumrin. Þau hjónin voru barngóð og auðvitað var Palli frá- bær skíðakennari. Ég fór m.a. nokkrum sinnum með þeim um páska í ÍR-skálann. Í öllum þess- um ferðum stóð aldrei á þeim systrum að hugsa vel um alla, hafa til góðan mat og sinna ung- viðinu. Þessar ferðir með Krist- björgu og Palla líða mér aldrei úr minni, svo gefandi voru þær ung- um gutta sem naut þess að bruna á skíðum um fannhvítar hlíðar eða krækja í lax með svo skemmtilegu og elskulegu fólki. Það er nú með söknuði sem ég kveð móðursystur mína eftir ánægjulega samveru. Kristbjörg var ávallt gleðigjafi, skapgóð og einlæg, kattþrifin og góð húsmóð- ir. Við Jóhanna vottum Gunnari og fjölskyldu hans og Jóni bróður Kristbjargar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Þór Elís Pálsson. Kristbjörg M.O. Jónsdóttir Elsku Sigga frænka. Mikið sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Fengið að nánast alast upp hjá þér nokkur sumur á uppvaxtarárunum mín- um. Þú varst svo góð manneskja, svo hjartahlý og glaðleg. Það var alltaf yndislegt að hitta þig, sem því miður var allt of sjaldan í seinni tíð. Ég man svo vel þegar ég kom í fyrsta skiptið í sveitina til þín í Ás- garð og ætlaði að vera hjá þér um sumarið. Ég var sennilega um átta ára. Það var heyskapur og nóg að gera. Verkefni mitt þennan fyrsta dag var að finna til kaffið handa heimilisfólkinu, sem ég gerði en var síðan farin heim áður en heim- Sigríður Eiríksdóttir ✝ Sigríður Ei-ríksdóttir fæddist 11. október 1930. Hún lést 15. nóvember 2016. Sigríður var jarðsungin 23. nóv- ember 2016. ilisfólkið kom inn í kaffið. Þessi fyrsta heimsókn stóð ekki lengi, þar sem litla hjartað var bara ekki alveg tilbúið. En ég gerði aðra til- raun sumarið þar á eftir og var hjá ykk- ur hvert sumar þar til ég var 13 ára. Ég á margar góðar minningar frá dvöl minni hjá ykkur í Ásgarði. Hjá þér lærði ég að baka kleinur og flat- kökur, hjálpaði þér við matseld- ina, fékk að vefa mér mottur í vef- stólnum þínum og svo voru það skemmtilegu stundirnar við fjósa- störfin. Það var svo gaman að vera í kringum þig, hlusta á þig fara með vísur eða raula lög, heyra þig tala við blómin og dýrin, finna fyr- ir umhyggju þinni fyrir fólkinu þínu og öllu í kringum þig. Þú varst góð fyrirmynd, elsku Sigga. Takk fyrir allt og hvíl þú í friði. Elsku Lilja, Gunnar, Eiríkur, Guðmundur, Margrét, Áslaug og Kjartan, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur sendi ég ykkur og fjölskyldum ykkar. Sigrún Sighvatsdóttir. Ekki man ég hvernig það kom til að við Sigga í Ásgarði og Karen á Ormsstöðum fórum að troða upp á þorrablótum í Grímsnesinu, enda rúm 40 ár síðan. Við kölluð- um okkur „Los varð á Mósa“ og fluttum aðallega frumsamdar gamanvísur um menn og málefni í sveitinni. Karen spilaði á gítarinn og stjórnaði æfingum, ég samdi textana og Sigga kryddaði með leikrænum tilburðum og leiftrandi brosi. Við urðum pínulítið frægar, sungum á landbúnaðarsýningum, Framsóknarþingum og Fáks- kvennakvöldum og víðar. Þetta var voða skemmtilegt og alltaf var Sigga til í tuskið, enda félagslega virk alla tíð. Væri einhver sam- koma á vegum kvenfélagsins eða ungmennafélags var Sigga ómiss- andi, með upplestur, leikþátt eða gamanvísur. Sumt af því hefur varðveist á myndböndum sem betur fer. Um þrjátíu ára skeið hafa „Söngdúfurnar“ hist árlega og sungið saman eina nótt og þar var Sigga aldeilis á heimavelli. Þessi hópur er skipaður mæðgum og frænkum á öllum aldri og svo vor- um við Sigga ættleiddar í hópinn. Við hittumst yfirleitt um kaffi- leytið og byrjuðum strax að syngja, en aldrei mátti syngja sama lagið tvisvar, nema það væri nýtt lag sem allar urðu að læra. Reyndar mátti endurtaka „Mér um hug og hjarta nú“ í röddum. Sigga kunni ógrynni af ljóðum og textum, gömlu dægurlögin, Álafossvísurnar, revíutexta og fal- leg náttúruljóð. Hún var lítið fyrir að trana sér fram, en dillaði sér glaðlega með kankvíst brosið og við vorum svo glaðar og ríkar að eiga hana að. Fyrr á árum höfðum við mikið úthald og gátum sungið fram á morgun, þá passaði jafnvel að enda á: „Senn er klukkan orðin átta, er því mál að klæða sig.“ Við vorum lukkulegar að Sigga skyldi vera með okkur á Söng- dúfukvöldi í Grafarholtinu fyrir tveimur árum og þá sungum við hátt og snjallt „Ástarbréf“ Sigurð- ar Þórarinssonar, „Sigga, mín elsku Sigga, æ, segðu já.“ Þegar heilsan fór að bila fékk Sigga vist á Sólvangi og við Söng- dúfurnar heimsóttum hana nokkr- um sinnum með gítara og tókum lagið með henni og íbúunum þar. Þótt hún ætti orðið erfitt með mál var söngurinn enn í brjóstinu og bjarti glampinn í augunum. Það verður tómlegra í Söng- dúfuhópnum nú þegar Sigga er horfin á braut. Það lifnar örugg- lega yfir englaskaranum á himn- um að fá hana í kórinn og Stella okkar, æðstadúfan, tekur vel á móti henni. Við sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur og trúum því að þau ávaxti dyggilega söng- arfinn hennar mömmu sinnar. Söngdúfurnar, Edda, Drífa, Karen, Ragn- hildur, Margrét, Vilborg, Kristín, Anna og Unnur. Bless elskan, það var það síð- asta sem hún sagði við mig er ég var hjá henni á Sólvangi í Hafn- arfirði hinn 9. nóvember, er ég tók utan um hana og faðmaði og kyssti bless, þetta var kveðjustundin. Sigga var sterk og dugleg og yndisleg kona í alla staði, hún var söngelsk og alltaf hress svo þetta tók á, að sjá hvernig henni hrak- aði, aðallega líkamlega. Ég fór stundum suður til henn- ar á Sólvang, en kannski ekki nógu oft, maður gerir aldrei nógu mikið af því sem maður ætti að sinna. Sigga missti manninn sinn allt of snemma, það var mikill missir fyrir hana og afkomendur þeirra. En lífið er ekki alltaf eins og maður vill hafa það, því miður. Árum áður er hún bjó í Ásgarði í Grímsnesinu, og skruppum við þangað stundum. Einu sinni fór ég með danskar mæðgur til Siggu upp í Ásgarð og það fannst Siggu gaman, og tók vel á móti okkur eins og henni var lagið. Hún tók þátt í félagsstarfi í sveitinni sinni, lék hún mikið í leikritum og söng, hér árum áður, hún hafði samt mikið að gera með fullt hús af börnum og líka börn frá öðrum. Er hún flutti suður, fyrst á Kjart- ansgötu, komum við oft til hennar. Sigga var yndisleg heim að sækja. Hún vann lengi við afgreiðslustörf hjá Sundlaug Vesturbæjar. Hún tók þátt í kórastarfi, hún var vina- mörg því hún var alltaf svo hress og kát, bara dásamleg manneskja. Ekki gleymi ég er hún og systir hennar komu til okkar í heimsókn til Spánar, þar var mikið hlegið, sungið og spilað fram á nætur. En nú er komið að kveðjustund, bless elskan, ég mun seint gleyma þess- um orðum. Megi góður Guð styrkja afkomendur hennar og fjölskyldur. Hvíl í friði. Hörpu þinnar, ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Sólrún Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.