Morgunblaðið - 24.11.2016, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016
Ég er ábyggilega
ekki sá eini sem hélt
að Páll Steingríms-
son væri eilífur. Al-
veg fram á síðustu ár var hann á
sífelldum ferðalögum um heim-
inn að kvikmynda fugla og merki-
leg náttúrufyrirbæri, alltaf jafn
unglegur, og ekki bara unglegur
heldur ungur í anda. Hann kom
hlæjandi og fór hlæjandi. Hann
er einhver magnaðasti sögumað-
ur sem um getur, það var hvergi
eyða, hvergi þögn, og hverri sögu
fylgdi smitandi hlátur. Einhver
nóta er þögnuð, eitthvað bjart er
horfið, en þetta er allt svo lifandi í
Páll Steingrímsson
✝ Páll Stein-grímsson fædd-
ist 25. júlí 1930.
Hann lést 11. nóv-
ember 2016.
Útför Páls fór
fram 23. nóvember
2016.
minningunni að ei-
lífðin er þarna ein-
hvers staðar.
Oftast var hleg-
ið. En þó ekki alltaf
því að þetta gátu
líka verið djúpar
sögur og sorglegar
sögur, meira að
segja afar sorgleg-
ar. Þannig vó Páll
Steingrímsson salt
í sígildri frásagnar-
list að oft fór þetta saman, hlátur
og grátur, gleði og sorg. Sem
unglingur tók ég eftir Páli á göt-
um borgarinnar. Hann var þann-
ig persónuleiki.
En svo var það einn dag, lík-
lega 1983, að hann birtist á heim-
ili mínu. Á þeim tíma bjó ég í
Kaupmannahöfn. Páll Stein-
grímsson kom með æskuvini mín-
um Friðriki Þór Friðrikssyni og
tveimur öðrum. Þeir voru í er-
indagerðum varðandi kvikmynd-
ir og kíktu inn. Nú var það oft í
slíkum hópi að bæði ég og Friðrik
Þór þóttum frekir til orðsins.
En ekki í þetta skiptið. Við
hlustuðum á Pál Steingrímsson
og reyndum ekki að grípa fram í.
Það gerði enginn og sögurnar
svifu um loftið í marga daga. Þær
gerðust víða. Svipbrigðin sem
fylgdu þeim, handahreyfingarn-
ar, allt þetta mundi ég, þetta sett-
ist að í sálinni, og ég var oft að
hugsa um þennan dag, þessa
stund, þessa samverustund, og
enn liðu tíu ár og þá hringir sím-
inn og Páll Steingrímsson hafði
samband og vildi kynna fyrir mér
efnivið, engan smá efnivið, sem
við síðan unnum upp úr kvik-
myndahandrit.
Ég sat við fótskör meistarans
og skráði sögur og atvik og fékk
óendanlegan áhuga á heimaslóð-
um Páls, Vestmannaeyjum, las
allt sem ég komst yfir, ræddi við
ótal manns og fór með Páli til
Eyja. Það var eins og að vera í
fylgd með þjóðhöfðingja að
ganga þar um götur með Páli
Steingrímssyni. Allir stoppuðu
hann og vildu tala við hann. Allir
vildu segja frá og ekki bara á
götuhornum, í kaffiskúrum eða
inni á kontórum. Okkur var boðið
heim í stórbrotnar veislur og það
var eins og annar hver maður
ynni við að varðveita söguna.
Hún var til á skráðum blöðum,
hún var til á vídeóspólum og vel
geymd í minningunum.
Við unnum svo handritið með
hléum, og það er enn til og stend-
ur fyrir sínu, en sagan var svo
stórbrotin að á þeim tíma virtist
ómögulegt að gera myndina. Sú
endursköpun á tíð og tíma var
víst allt of kostnaðarsöm, en þessi
samvinna varð upphaf mikillar og
góðrar vináttu, og alltaf fylgdist
Páll með mér og við hvor með
öðrum. Ég hef ekki tölu á öllum
heimildamyndunum sem ég hef
séð og eftir lestur bóka minna lét
Páll mig oftast vita hvað honum
fannst og var hann mér mikill
styrkur og góður mælikvarði á
orð og athafnir.
Ég sendi mínar innilegustu
samúðarkveðjur til allra aðstand-
enda Páls Steingrímssonar.
Einar Már Guðmundsson.
Ég var svo lánsamur að kynn-
ast Páli Steingrímssyni vel árið
1994, en þá vorum við félagarnir,
ég og Eiríkur Sigurðsson, með
vinnustofu við hliðina á Palla að
Suðurlandsbraut 12 og deildum
með honum kaffiaðstöðu. Palli
var alltaf léttur í spori og lund,
kíminn til augnanna, hló dillandi
smitandi hlátri og sagði gjarnan
við okkur félagana „strákarnir
mínir“. Palli hafði einstaka út-
geislun og gríðarlega frásagnar-
gáfu. Þegar hann kíkti inn til okk-
ar sögðum við gjarnan: „Jæja
Palli, komdu nú með góða sögu“.
Ekki stóð á Páli og langar sögur,
sem voru meira í ætt við leikrit,
ultu upp úr honum; sögur frá
Vestmannaeyjum, af ævintýra-
ferðum þvert og endilangt yfir
Kanada, veiði- og ferðasögur, frá-
sagnir af einstöku fólki sem hann
hafði komist í kynni við. Sögurn-
ar voru gjarnan þannig sagðar að
hann virtist muna öll samtöl nán-
ast orðrétt: „Ég segi við hann …“
og þá segir hann …, þá segi ég …
o.s.frv.“ Hann hafði frásagnar-
gáfu sem mjög fáum er gefin og
því hrókur alls fagnaðar hvar
sem hann kom. Það var gríðar-
lega gaman og gefandi að fá að
hafa kynnst og umgengist Pál
Steingrímsson. Hann var orðinn
talsvert fullorðinn þegar ég
kynntist honum og maður furðaði
sig oft á líkamlegu atgervi hans
og orkunni sem hann bjó yfir.
Maður hreinlega velti því fyrir
sér hvort tímalestin hefði nokkuð
gleymt að pikka hann upp af
brautarpallinum. Nú hefur hins
vegar tíminn sem öllu ræður og
engum gleymir numið þennan
meistara á brott með sér inn í ei-
lífðina. Um leið og ég þakka Páli
fyrir frábær kynni sendi ég öllum
hans nánustu aðstandendum
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning Páls
Steingrímssonar.
Þorfinnur Sigurgeirsson.
Það sem gerir
mann að manni er
að hitta betri mann
en maður sjálfur er. Það má með
sanni segja um hana ástkæru
tengdamóður mína sem kvaddi
södd lífdaga.
Það er gæfa sérhvers manns
að eiga lífsförunaut og honum
fylgja foreldrar og ættingjar.
Þessi kona var fyrirvinna og fyr-
irmynd.
Svo spyr maður sjálfan sig að
því hver hafi verið bakgrunnur
þessarar konu? Þeir voru Sunn-
lendingar foreldrarnir, Ingibjörg
Ásgeirsdóttir og Óskar Gissurar-
son.
Við hjónin nutum þess í byrjun
okkar búskapar að búa á Loka-
stíg 23. Þetta voru samhent hjón,
Ingibjörg listhneigð, spilaði á pí-
anó, las nótur, var sjálfmenntuð
og mikil hannyrðakona.
Óskar var vinnuþjarkur sem
hætti hjá Hitaveitunni 67 ára
gamall eins og lög gera ráð fyrir.
Eftir það hóf hann vinnu hjá
Málningarverksmiðjunni Hörpu
og þegar við fluttum inn á Loka-
stíginn þá þurfti að mála og Ingi-
björg Ósk spurði afa sinn hvort
hann ætti ekki hvíta málningu?
Afi fór út í skúr og kom með
innansleikjur úr ýmsum dósum.
Ingibjörg Helga
Óskarsdóttir
✝ IngibjörgHelga Ósk-
arsdóttir fæddist
15. janúar 1931.
Hún andaðist 8.
nóvember 2016.
Útför Helgu fór
fram 16. nóvember
2016.
Liturinn var allt frá
moldarbrúnum yfir
í himinblátt. Í hans
augum var þetta
hvítt, þ.e. Loka-
stígshvítt.
Í þessum fallega
bakgrunni ólst
Helga upp. Seinna
þegar ég kom á Álf-
hólsveginn í matar-
boð kynntist ég
ýmsu fólki. Oftar en
ekki voru þetta einstaklingar
sem voru skyldir, fjarskyldir eða
einstæðingar. Sumir gengu ekki í
takt en faðmur tengdamóður
minnar var ávallt opinn.
Stundum spurði maður hana:
er þessi manneskja ekki svolítið
skrítin? Hún svaraði að auga-
bragði, það er nú bara svona:
„Sérhver verður með sjálfum sér
að ganga.“
Börnunum okkar, Olgu Lilju
og Jóni Gunnari, var hún yndis-
leg amma sem þau nutu vel og
var henni mjög umhugað um
þeirra hag og farsæld.
Þegar kona mín Ingibjörg Ósk
veikist af krabbameini þá spurði
Helga mig ávallt hvernig hún
gæti hjálpað.
Þá var hún orðin öldruð og
veikburða og gekk með göngu-
grind frá Lindargötunni yfir á
Vatnsstíg.
Hún var ekki í rónni fyrr en
sett var upp strauborð og hún gat
farið að strauja. Hugurinn og elj-
an voru ávallt til staðar.
Þessu fallega ferðalagi er lokið
og fyrir samveruna ber að þakka,
elsku Helga mín.
Ólafur Gunnarsson.
Það er dýrmætt að kynnast
góðu og heiðarlegu fólki á lífsleið-
inni, sem auðgar líf manns og er
fyrirmynd þess hvað felst í því að
vera góð manneskja. Þannig var
Helga sem nú kveður í dag eftir
langa og erilsama ævi en full
þakklætis fyrir allt sem lífið gaf
henni.
Helga var móðir kærrar vin-
konu minnar, Ingibjargar Óskar.
Ég kynntist allri fjölskyldunni og
hef átt með henni margar
ánægjustundir gegnum lífið. Það
var gaman og eftirminnilegt að
koma á Álfhólsveginn til Helgu
og Jóns. Heimilið var fallegt og
listrænt enda Jón myndlistar-
maður og átti heiðurinn af fjölda-
mörgum listaverkum sem
prýddu heimilið. Þau hjónin voru
glaðvær, gestrisin og skemmtileg
heim að sækja. Eftirminnilegt er
útskriftarteiti sem við vinkonurn-
ar fengum að halda fyrir allan
bekkinn á heimili þeirra hjóna
þegar við útskrifuðumst sem
kennarar.
Helga var alltaf hlý og elsku-
leg og vildi allt fyrir alla gera.
Hún var á undan sinni samtíð í
svo mörgu. Það var nútímalegt
yfirbragð á heimilinu því Helga
vann sem yfirhjúkrunarkona en
Jón starfaði að hluta til á heim-
ilinu. Fyrir utan annasamt starf
og stórt heimili var Helga alltaf
reiðubúin til að aðstoða alla. Ég
veit að hún var dýrkuð og dáð í
starfi sínu og oft líkt við Florence
Nightingale. Helga sinnti af
sömu ástríðu bæði ungum og
öldnum. Hún skildi unga fólkið
vel og breytta tíma og fordómar
voru ekki til í hennar huga.
Lífið breyttist þegar Jón féll
frá en hún hélt styrk sínum og
gleði og naut þess að sinna börn-
um sínum og barnabörnum sem
kunnu að meta elsku hennar.
Helga var lífsglöð og hafði gaman
af svo mörgu, hún elskaði að
dansa og ferðast en ég held að
hún hafi notið þess mest af öllu að
geta liðsinnt öðrum. Hún var
sannkallaður mannvinur. Ég hitti
Helgu oft heima hjá vinkonu
minni þar sem hún var komin og
vildi helst fá að gera eitthvað til
að létta undir með dóttur sinni.
Samband þeirra Helgu, Ingi-
bjargar og Óla tengdasonar
hennar var einstakt. Ingibjörg,
elskuleg vinkona mín, getur nú
kvatt móður sína sátt við það
hvernig hún hugsaði um hana
þegar ævikvöldið færðist yfir og
mamma hennar gat ekki lengur
gert alla hluti sjálf eins og hún
var vön að gera. Hún tók hana til
sín eða heimsótti hana nær dag-
lega og sá til þess að hún hefði
það alltaf sem allra best. Ég veit
líka að synir Helgu, systkini og
fjölskyldan öll gerðu allt til að
henni liði vel.
Helga var óendanlega stolt af
börnum sínum og afkomendum
öllum. Ég sendi þeim mínar inni-
legustu samúðarkveðjur og kveð
hana með ljóðinu Ferðalag úr
bókinni Innsævi sem sonur henn-
ar tileinkaði henni.
vatn
blóm
og hvítur himinn
fjarlægir
tónar
tréflautunnar
eins og í upphafi
þegar regnið
fellur
verður aftur
friður
á ferð
minni
inn í grænan
óendanleikann
(Ferdinand Jónsson)
Hildur Einarsdóttir.
Ingibjörg Har-
aldsdóttir er ein
skemmtilegasta og
djúpvitrasta manneskja sem ég
fengið að kynnast. Þegar við
Stína urðum vinkonur á ung-
lingsaldri varð heimili þeirra
mæðgna, Ingibjargar og Stínu,
í Drápuhlíðinni mjög mikilvæg-
ur og kær hluti af minni tilveru.
Þær eru ótal margar og mér
einstaklega ljúfar, stundirnar
sem ég átti í eldhúskróknum í
Drápuhlíðinni. Þar var boðið
var upp á kaffi, chili con carne
eða moussaka en fyrst og
fremst nærandi spjall og gott
grín. Síðasta skiptið sem ég
heimsótti þennan góða krók var
með dóttur minni þá tveggja
ára sem bað oft um að heim-
sækja „Ingebrokk“. Ingibjörg
sem var kona margra heima
kunni svo vel að ná til barna og
bjó til þannig töfraveröld með
dóttur minni að það var ekki
séns fyrir mig, fullorðna mann-
eskju, að skilja þennan heim
sem Ingibjörg þó steig svo
léttilega inn í. Og ég veit að
þennan heim átti hún með
börnunum sínum og síðar
barnabörnum. Af þeim var hún
einlæglega stolt og hún sýndi
manni oft teikningar og mál-
verk eftir ömmustelpurnar sín-
ar, Maríu og Ingibjörgu, og ég
gleymi því aldrei hvernig hún
ljómaði með Kolbjörn litla í
fanginu. Ingibjörg hafði ein-
staklega góða nærveru og
djúpa fallega rödd og eitt sem
situr svo sterkt í minningunni
er hvernig hún svaraði í sím-
ann. Hún sagði bara „halló“ en
á einhvern alveg sérstakan
máta, svona eins og í senn svar
og spurning við óvissunni.
Fyrir samveruna með Ingi-
björgu, ráðin hennar góðu,
húmorinn, þýðingarnar hennar
og ljóðin sem lækna er ég
þakklát. Hugur minn er hjá
fjölskyldu Ingibjargar.
Kari Ósk Grétudóttir.
Þegar ég var í bókmennta-
námi í París um miðjan níunda
áratuginn rétti íslenskur vinur
minn sem var mér samtíða þar
mér eitt sinn nokkuð þykka,
rússneska skáldsögu sem þá
var nýkomin út á íslensku og
sagði mér að þetta yrði ég að
lesa. Ég tók þessu fálega í
fyrstu en þar sem ég treysti
viðkomandi vel og komst á
þessum tíma sjaldan yfir lesefni
á íslensku fór ég að ráði hans.
Og það er skemmst frá því að
segja að ég varð þá fyrir einni
mögnuðustu lestrarreynslu sem
ég hef upplifað fyrr eða síðar.
Þarna opnaðist mér framandi
og heillandi heimur og ég
kynntist skrautlegri persónum
en ég hafði áður kynnst, allt á
kliðmjúkri og fágaðri íslensku.
Þetta var þýðing Ingibjargar
Haraldsdóttur á skáldsögunni
Glæpur og refsing eftir Dostoj-
evskí.
Ingibjörg var eitt stærsta
ljóðskáld okkar og þýðandi, hún
íslenskaði snilldarlega mörg
helstu verk rússnesku skáld-
jöfranna og spænskumælandi
löndum og auðgaði íslenskt
bókmenntalandslag til frambúð-
ar með þýðingum sínum. Ég
var svo lánsamur að kynnast
henni vel þegar við ritstýrðum
Tímariti Máls og menningar
saman frá 1993 til 2000 og svo
Ingibjörg
Haraldsdóttir
✝ Ingibjörg Har-aldsdóttir
fæddist í Reykjavík
21. október 1942.
Hún lést 7. nóv-
ember 2016. Ingi-
björg var jarð-
sungin 17.
nóvember 2016.
hittumst við oft
eftir það við ýmis
tækifæri eða bara
á röltinu í Hlíðun-
um. Hógværari,
elskulegri, sam-
viskusamari og
orðsnjallari mann-
eskju hef ég sjald-
an kynnst. Öllum
aðstandendum færi
ég mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ingibjargar
Haraldsdóttur.
Friðrik Rafnsson.
Ég hef verið aðdáandi Ingi-
bjargar Haraldsdóttur allt frá
því hún kvaddi sér hljóðs sem
skáld á síðum skólablaðs
Menntaskólans í Reykjavík um
eða eftir 1960. Það var ekki al-
gengt á þeim tíma að stelp-
urnar í skólanum væru yfirleitt
að skrifa í skólablaðið, hvað þá
að birta ljóð eftir sig. Á tímum
Ingibjargar í MR vissu allir
hver hún var. Hún var skóla-
skáld. Við vissum vel hvor af
annarri á þeim árum en það var
ekki fyrr en seinna að ég eign-
aðist vináttu hennar. Einhvern
veginn var það svo að ég fylgd-
ist með henni þegar hún fór til
náms í Kvikmyndaskóla ríkisins
í Moskvu og síðar þegar hún
átti heima á Kúbu. Auðvitað var
það svo að það var ekki venju-
legt að stúlkur færu í nám í
kvikmyndagerðarlist, hvað þá
að Íslendingur settist að á
Kúbu. Svo kom hún heim til Ís-
lands.
Ingibjörg var ekki einasta
mikill listamaður, skáld, rithöf-
undur og þýðandi heldur og var
hún einstaklega skemmtileg
kona.
Vinátta okkar varð til í St.
James’s Park í London en svo
vildi til að við vorum báðar
staddar í borginni einhvern
tíma á áttunda ártugnum. Dag
nokkurn ákváðum við að fara
saman í leikhús um kvöldið en
hittast í miðborginni strax eftir
hádegið. Það fyrsta sem við
gerðum var að kaupa fjóra
bjóra á kippu í litlum vöru-
markaði sem varð á vegi okkar.
Sólin skein og yndislegur
Lundúnailmur þess tíma sat í
nefinu á okkur.
Við settumst alsælar á bekk í
hinum undurfagra í St. James’s
Park, drukkum bjórinn okkar
og spjölluðum um menn og mál-
efni. Hlógum mikið og skemmt-
um okkur. Fundum virkilega
vel á okkur og vorum orðnar
vel hífaðar þarna á bekknum
okkar í „parkinum“.
Þá gerist ekki nema það, að
þegar við ætluðum að drífa í
seinni bjórnum verður Ingi-
björgu óvart litið á innihalds-
lýsinguna og sér þá að þar
stendur skýrum stöfum á
enskri tungu að þessi bjór sé
algjörlega laus við alkóhól.
Þetta fannst okkur fyndnast af
öllu. Létum ekki deigan síga,
drukkum seinni bjórinn og það
var ekki minna skrafað,
skemmt sér og skeggrætt.
Hlátur okkar hélt áfram að óma
um allan „parkinn“ þennan sól-
skinsfagra dag. Þetta var virki-
lega góður bjór því þarna varð
vinátta okkar til.
Við bjuggum síðar í mörg ár
í sömu götunni í Reykjavík og
áttum margar stundir á heim-
ilum hvor annarrar, að ótöldum
öllum gönguferðunum og leik-
húsferðunum. Það eru forrétt-
indi og mikil gæði að hafa átt
slíkan vinkonu.
Ég votta börnum Ingibjarg-
ar, barnabörnum og öllum að-
standendum mína dýpstu sam-
úð.
Ásdís Skúladóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar