Morgunblaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.11.2016, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016 ✝ Guðmundur A.Jónsson eða Gummi eins og hann var alltaf kallaður, fæddist á Hverfisgötu 4, Hafnarfirði, 10. apríl 1946. Hann lést á líknardeild Landspítalans 21. júní 2016. Foreldrar hans voru Sigríður Guð- mundsdóttir húsmóðir, f. 31. október 1919 í Hafnarfirði, d. 25. mars 1997, og Gordon Alan Young rafvirki, f. 31. mars 1920 í Darlington Englandi, d. 6. september 1973. Móðurfor- eldrar Gumma voru Ólafia Þor- láksdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1888 í Hafnarfirði, d. 28. febr- úar 1959, og Guð- mundur Sig- urjónsson skipstjóri, f. 26. maí 1891 í Hafn- arfirði, d. 18. febr- úar 1965. Föðurfor- eldrar Gumma voru Margaret Elizabeth Simpson húsmóðir, f. 23. júní 1882 í Rich- mond Englandi, d. 4. ágúst 1968, og George Allison Young bílstjóri, f. 27. janúar 1882 í Darlington Englandi, d 23. janúar 1939. Bræður Gumma eru Pétur Jónsson, f. 15. janúar 1949, og Jón Ingi Yo- ung, f. 1. ágúst 1953. Útför Guðmundar fór fram í kyrrþey. Fram að fermingu var Gummi meira og minna alinn upp af móð- urforeldrum sínum Ólafíu og Guð- mundi á Hverfisgötu 4 í Hafnar- firði. Á því heimili var ennfremur ráðskona sem hét Jónína Ingi- björg Eggertsdóttir, kölluð Ninna, f. 28. júní 1908, d. 26. ágúst 1978. Án þess að halla á aðra er óhætt er að segja að Ninna hafi verið dýrkuð af okkur strákunum. Fyrir utan það hvað hún var yndisleg manneskja þá verður hennar ávallt minnst fyrir hennar frábæru eldamennsku. Skóla- ganga Gumma í Hafnarfirði gekk ekki sem best þar sem að hann átti við lesblindu að stríða og svo fór að lokum að hann hætti skóla- göngu. Gummi var vel á 13. ári þegar Ólafía amma lést og þá tók við nýr kafli í lífi hans. Hann fór þá í sveit að Ólafsvöllum á Skeiðum til frænku sinnar Sigríðar Péturs- dóttur og Kjartans Georgssonar bónda. Þar undi hann sér vel og ílengdist. Alkominn kom hann svo til byggða 19 ára sterkur sem naut og reynslunni ríkari. Þar með var fjölskyldan að Arnarvogi 1, Garðabæ, loks sameinuð, öll undir sama þaki. Útlegðinni lokið! Gummi vann hjá Garðahreppi næstu árin og var þar uns hann tók meiraprófið og fékk vinnu hjá Esso í Hafnarfirði. Hjá Esso, eða N1 eins og félagið heitir nú, starf- aði hann í næstum fjóra áratugi við útkeyrslu á olíu í skip og al- menn lagerstörf. Hjá Esso komst hann á bragðið með að ferðast til útlanda. Hann fór margar ferðir utan með vinnu- félögum. Þegar dofnaði yfir ferð- um hjá Esso snéri hann sér til Bændaferða og ferðaðist með þeim í mörg ár. Þýskaland var vin- sælt en hann fór líka til Bandaríkj- anna og Rússlands svo eitthvað sé nefnt. Óhætt er að fullyrða að ferðalögin hafi verið hans gæða- tími í lífinu. Fyrir utan það að ferðast þá voru áhugamál Gumma ljósmyndun en hann var mjög hæfileikaríkur á því sviði og segja má að sú iðja hafi átt hug hans all- an mestan hluta ævinnar. Fyrri hluta ævinnar var hann líka dug- legur við bíóferðir en síðustu árin kom svo youtube í tölvunni sterkt inn. Hjálpsemi Gumma var við- brugðið. Hann var alltaf boðinn og búinn í að aðstoða okkur bræður. Má segja að við höfum allir notið þessara samverustunda. Gummi greindist með illkynja krabba- mein 2012 sem var meðhöndlað og átti hann nokkuð góðan tíma fram á mitt ár 2015 en þá fór aftur að halla undan fæti uns hann lést í júní 2016. Þessi tími var honum erfiður og í reynd allt of langur. Það er ekki alltaf sanngjarnt að draga stutta stráið í lífinu. Við bræður munum ávallt sakna hans en minningin um góðan dreng mun ávallt hlýja okkur um hjarta- rætur. Jón Ingi og Pétur. Guðmundur A. Jónsson Mig langar í fáum orðum að minnast hennar Magneu Magnúsdóttur, eða Möggu Magg, eins og hún var venjulega kölluð. Við vorum bræðrabörn og bæði fædd á Eskifirði. Vel man ég hversu mikill og góður sam- gangur var á milli bræðranna föður míns Eiríks og Magnúsar föðurbróður míns á Eskifirði og þá hitti ég frænku mína oft og kynntist henni vel, þó hún væri eldri en ég, en þegar ég var sjö ára þá fluttu foreldrar mínir suð- ur og þá var hún ellefu ára. Þrátt fyrir fjarlægðina á milli hélzt ávallt hin góða frændsemi okkar og Magga var í miklu uppáhaldi hjá mér, enda skemmtileg og glöð í lund. Aldrei kom hún svo suður að hún ekki heimsækti for- eldra mína og þá urðu fagnað- arfundir. Magga frænka mín var mikil Guðný Magnea Magnúsdóttir ✝ Guðný MagneaMagnúsdóttir fæddist 28. ágúst 1928. Hún lést 24. október 2016. Útför Magneu var gerð 28. október 2016. myndarkona í sjón og raun og átti sér- staklega ágætt heimili enda afar góð húsmóðir og vandvirk í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Þessu fékk ég vel að kynnast í heimsóknum mínum á heimili hennar og Ísleifs manns henn- ar. Þar fékk ég hin- ar höfðinglegustu móttökur sem gott er að minnast. Hún Magga frænka mín hafði sínar ákveðnu skoðanir og m.a. var hún ung í forystu í Kvenréttindafélagi Eskifjarðar og þannig á undan sinni samtíð. Nú verður tómlegra að koma á Eskifjörð en áður, en enginn ræður sínum tíma hér á jörð og nú er mín kæra frænka kvödd, minningin um hana er ljúf í huga mér. Ég votta börnum hennar og þeirra fólki einlæga samúð mína. Minningin góð ylji þeim um hjartarætur. Ég kveð í þökk fyrir okkar góðu kynni alla tíð. Bless- uð sé minning Magneu Magnús- dóttur. Björn G. Eiríksson. Síðbúin kveðja til látins samferða- manns sem ég á mik- ið að þakka, Aðalsteins Haralds- sonar, sjómanns frá Akranesi, mikils heiðursmanns, sem nú er ekki lengur á meðal vor, en minn- ing hans lifir á meðal okkar sem umgengust hann og störfuðum á sama vettvangi og hann, við fisk- veiðar, sjómennsku og útgerð okkar eigin báta frá Akranesi. Þar var hann fremstur meðal jafn- ingja, farsæll, og fengsæll, skilaði góðu dagsverki. Við hjónin eigum honum mikið að þakka, og er þakklæti okkar til hans meira en orð fá lýst. Sonur okkar réri um árabil með Aðalsteini á báti hans, Særúnu, sóttu þeir fast og aflinn var oft mikill og góður og hvergi gefið eft- ir, þó tíðarfar væri misjafnt. Þá ber það til einn dimman morgun Aðalsteinn Haraldsson ✝ AðalsteinnHaraldsson fæddist 5. nóv- ember 1933. Hann andaðist 21. októ- ber 2016 Útför Aðalsteins fór fram 28. októ- ber 2016. að þeir félagar eru að vitja þorskaneta úti í Faxaflóa og eru að hefja drátt net- anna, að slokknar á vinnuljósi og þeir fara að huga að lag- færingu, annar inni og hinn úti, að sonur okkar hrekkur fyrir borð í náttmyrkri og veltingi, án þess að hinn verði þess var. Fór á bólakaf, en skaut svo upp og náði taki á borðstokki bátsins, en á næstu veltu missti hann takið. Í þriðju tilraun fann hann kraftana þverra, en á síðasta augnabliki greip styrk hönd Aðalsteins helj- artaki í hann og náði honum inn fyrir, aftur til lífsins. Það er þetta handtak á ögurstundu, sem við getum aldrei fullþakkað. Aðal- steinn var ekki maður margra orða og þegar ég þakkaði honum á bryggjunni fyrir björgun sonar míns sagði hann með sinni al- kunnu rósemi: „Já það stóð tæpt, en mikið djöfull brá mér þegar ég sá að hann var farinn.“ Þetta var ekki rætt meir. Hafðu ævarandi þökk og hlýhug okkar hjónanna sem þú færðir okkur soninn aftur. Stefán Lárus Pálsson. Kveðja frá sam- starfsmönnum við Iðnskólann í Reykjavík Enginn stöðvar tímans þunga nið. Sannindin í þessari ljóðlínu þjóðskáldsins frá Fagraskógi verða okkur vinum og samstarfs- mönnum Stefáns Stefánssonar æ ljósari, eftir því sem fleiri úr sam- hentum hópi fyrrum Iðnskóla- kennara falla frá. Það er eins og tímahjólið snúist sífellt hraðar eft- ir því sem líður á ævina. Stórtenórinn Stefán Íslandi, faðir Stefáns, flutti ljóð Davíðs á Stefán Stefánsson ✝ Stefán Stef-ánsson fæddist 9. janúar 1936. Hann lést 4. nóv- ember 2016. Útför Stefáns fór fram 9. nóvember 2016. sinn einstaka og ógleymanlega hátt og þá náðargáfu erfðu sonur hans og sumir aðrir niðjar í ríkum mæli, sönn- uðu þannig löngu fyrir daga deCODE að í erfðamengi mannsins eru flestir eiginleikar faldir. Stefán kom til starfa við Iðnskólann í Reykjavík 1977 á miklu vaxtarskeiði skólans, þegar allmargar framhaldsdeildir í málm- og rafiðnum voru stofn- aðar á grunni Verknámsskóla iðn- aðarins í málmiðnum. Fjöldi nem- enda, flestir ungir menn, fékk þar tækifæri til að stunda nám í iðn- greinum sem hugur þeirra stóð til, óháð því hvort þeir fengju náms- samning eða ekki. Fljótlega tók hann að sér að byggja upp og stýra verklegu námi í bifreiðasmíði í náinni sam- vinnu við vin og starfsfélaga, Þór- arin B. Gunnarsson. Báðir voru þeir þrautreyndir meistarar í iðn- inni en bifreiðasmíðin reynir á fjölda verkþátta, svo sem í vélum, málmum, gerviefnum og tré, raf- magni, dúklögnum og bólstrun auk fagurfræðilegrar kunnáttu við útfærslu og hönnun. Það er því aðeins á færi einstakra hagleiks- manna að hafa fulla yfirsýn og þekkingu á öllum hliðum iðngrein- arinnar. Stefán var afbragðskennari, vel liðinn af nemendum og samstarfs- fólki, lipur í allri umgengni og vildi hvers manns vanda leysa. Ófáar beyglur og hnjaskskemmdir hurfu í nærveru hans. Fastur fyrir en tók vel gildum rökum. Í stuttu máli hress, skemmtilegur og lif- andi maður. Í fjölmörgum ferðalögum vinnufélaga voru Stefán og hans góða kona ómissandi. Þar sem annars staðar var nærvera hans traustvekjandi og hann leysti ýmsan vanda. Ekki spillti fyrir að í góðra vina hóp tók hann stundum lagið með sinni sterku og fallegu tenórrödd. Hann var öflugur félagsmála- maður og tók að sér um hríð for- mennsku í Sambandi sérskóla, þar sem kennarar hinna ýmsu skóla, svo sem iðnskóla, vélskóla, stýri- mannaskóla og fleiri menntastofn- ana réðu ráðum sínum og véluðu um ýmsa hluti. Það starf, eins og önnur sem Stefán tók að sér, leysti hann með prýði. Það er athygli- vert að nú starfa flestir þessir skólar saman undir nafni Tækni- skólans, skóla atvinnulífsins. Sá samruni hefur gengið ágætlega og leiða má að því rök að það sé að hluta því að þakka að þessir aðilar hafi unnið saman áður undir merki Sambands sérskóla. Þegar Stefán lét af störfum vegna aldurs fækkaði samveru- stundunum eins og við mátti búast en sterkur þráður hélst milli vina og fyrrverandi samstarfsmanna. Ólöf, kona hans, lést í sumar og þá var eins og eitthvað brysti hjá þessum sterka manni og andláts- fregnin kom okkur ekki á óvart. Vertu sæll, kæri Stefán, og hafðu þökk fyrir vináttuna og samstarfið. Við vottum eftirlifandi börnum hans og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Frímann I. Helgason. Elsku mamma. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú sért farin. Við systkinin vorum svo heppin að alast upp með fullt af skyld- mennum í kringum okkur að Lindargötu 30 í Reykjavík. Afi og amma á neðri hæðinni og tvær systur ömmu bjuggu líka í húsinu. Þannig að það var ætíð einhver fullorðinn í nálægð okk- ar barna. Mamma var mjög dugleg til verka og handfljót. Það var eins og ekkert vefðist fyrir henni. Hún prjónaði mikið á tímabili, lopapeysur sem sendar voru til Þýskalands. Sagt var að heilt þorp þar væri í peysum eftir hana. Það var svo sem ekkert skrítið þar sem pabbi okkar Reinhold heitinn var hálfur Þjóðverji og þess vegna gott samband við þýska ættingja okkar. Það var alltaf svo góður ilm- urinn í eldhúsinu hjá okkur, þar sem mamma útbjó alls kyns kræsingar af einstakri list. Ég gleymi aldrei kæfunni sem hún gerði og ég hreinlega stóð yfir pottinum hjá henni til að fá að smakka. Eða þá vatnsdeigsboll- unum fyrir bolludaginn. Það voru bakaðar yfir 500 bollur og fór ég létt með að torga 30 ljúf- fengum bollum og ekki var ég ein um það. Heimilið okkar á „Lindó“, eins og við kölluðum það, var eins og kaffihús. Skyldfólki og vinum var ætíð vel fagnað og mamma fór létt með að bera fram heimagerðar kræsingar. Enda var vinsælt að kíkja inn Sonja Valdemarsdóttir ✝ Sonja Valde-marsdóttir fæddist 28. ágúst 1938. Hún lést 14. nóvember 2016. Sonja var jarð- sungin 23. nóvem- ber 2016. hjá okkur. Þar sem mamma var heima- vinnandi húsmóðir fyrstu búskaparárin sín og pabbi vann sem blikksmiður með verkstæði á lóðinni okkar átti hann auðvelt með að stinga inn nefinu þegar gesti bar að garði. Foreldrar okkar voru iðnir við að fara með okkur systkinin í útilegur á sumrin, nánast hverja helgi. Fyrstu árin var tjaldað í Þjórsárdalnum. Þar áttum við okkar stað. Við krakk- arnir bjuggum til sveitabæi í brekkunni og notuðum kjamma og bein fyrir dýr og fólk. Þar fékk ímyndunaraflið að ráða ríkjum. Þjórsárdalslaug var í miklu uppáhaldi okkar allra, á þessum tíma var sundlaugin úti í miðri náttúrunni. Ferðalögin urðu mörg um allt Ísland og oft slógust fleiri fjölskyldur í hóp- inn. Tjaldþorpið reist, búið til bál og sungið mikið. Ætíð glatt á hjalla. Eftir andlát föður míns, 2011, hefur mamma heimsótt mig til Danmerkur á hverju ári, dvalið fleiri mánuði í senn. Hún elskaði að vera umvafin fjölda fólks. Það var ferðast mikið um Evr- ópu og m.a. heimsóttum við ætt- ingjana föðurmegin í Þýska- landi. Mamma talaði alltaf svo mikið um Þýskaland, enda ekki nema furða þar sem myndir frá ferðalögum þeirra hjóna lýsa miklum fögnuði og gleði. Það besta af öllu er að ég á yndisleg systkin sem mér þykir ákaflega vænt um, og er í góðu sambandi við. Það er svo erfitt að skrifa langa sögu stutta, svo nú kveð ég að sinni. Þar til við sjáumst næst. Þín dóttir, Guðríður Dagný Erlingsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FREYJA KOLBRÚN ÞORVALDSDÓTTIR, Jaðarsbraut 33, Akranesi, áður til heimilis að Hólabergi 68, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir vill fjölskyldan senda til starfsfólks 11G LSH fyrir góða umönnun, nærgætni og alúð. Minning þín er ljós í lífi okkar. . Hörður Sigþórsson, Birgitta Harðardóttir, Hrafnhildur Harðardóttir, Guðmundur A. Sigurðsson, Ásta Pála Harðardóttir, Albert Sveinsson, Árni Jón Harðarson, Kolbrún Hrönn Harðardóttir, Ólafur Eyberg Rósantsson, ömmu- og langömmubörnin. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN JÓNASDÓTTIR, sem lést föstudaginn 18. nóvember, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 28. nóvember klukkan 13. . Erla Snorradóttir, Guðjón Weihe, Sigmundur Snorrason, Hrafnhildur Snorradóttir, Gísli Hauksson, Bára Snorradóttir, Viðar M. Jóhannsson, Bryndís Snorradóttir, Eiríkur Rafnsson, Ásdís Snorradóttir, Guðlaugur Þ. Böðvarsson, Birna Snorradóttir, Jón Halldórsson, Snorri Birgir Snorrason, Petra Dís Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.