Morgunblaðið - 24.11.2016, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 24.11.2016, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016 Guðbjörg Björgvinsdóttir, sem rekur Ballettskóla GuðbjargarBjörgvins, á 70 ára afmæli í dag. „Við munum fagna 35 ára af-mæli skólans á næsta ári, en ég stofnaði hann árið 1982. Við erum með nemendur á öllum aldri, þeir yngstu eru þriggja ára og svo eru fullorðnir nemendur sem hafa hætt en sakna ballettsins og vilja koma aftur. Það eru konur á öllum aldri.“ Guðbjörg byrjaði í ballett sex ára gömul og var í Balletskóla Sigríð- ar Ármann. „Ég fór síðan í Ballettskóla Þjóðleikhússins og þar kvikn- aði áhuginn fyrir alvöru og þá varð ekki aftur snúið. Ég varð að- stoðarkennari í Þjóðleikhúsinu innan við tvítugt og kenndi hjá Sigríði Ármann og Eddu Scheving þangað til ég stofnaði minn eigin ballett- skóla. Við erum alltaf með sýningar tvisvar á ári, eina stóra á vorin þar sem allir taka þátt og er í Borgarleikhúsinu og jólasýningu. Í ár verð- ur jólasýningin 3. desember og þar verðum við með dansa fyrir sjö ára og eldri og spilum jólalög. Núna erum við að máta búninga og það er alltaf skemmtilegur tími og afmælisdeginum verður eytt í þannig vinnu með nemendunum. Síðan fagna ég afmælinu með fjölskyldu og vinum um helgina. Veturinn snýst allur um ballettinn en á sumrin för- um við hjónin á húsbílnum okkar um landið.“ Eiginmaður Guðbjargar er Ómar Jónsson, sem vinnur hjá Reykja- víkurborg, og börn hennar eru Björgvin Sigurðsson, sérfræðingur í tæknideild lögreglunnar, og Sigríður María Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Arena dansverslun. Ásamt nemendum Guðbjörg að kenna ballett síðasta laugardag. Lífið hefur snúist í kringum ballettinn Guðbjörg Björgvinsdóttir er sjötug í dag Á srún Davíðsdóttir fædd- ist 24. nóvember 1946 í Bár í Neskaupstað en var alin upp í Miðstræti 18. Snemma kom í ljós mikill tónlistaráhugi og sönggleði og fimm eða sex ára fór hún að syngja opinberlega við ýmsar athafnir í Neskaupstað, t.d. á sumardaginn fyrsta og 17. júní, með Guðnýju Ósk- arsdóttur, sem er ári yngri og upp- alin í sama húsi. „Ég gekk í barnastúkuna Vorperlu og þar var mikið sungið, mamma var í kirkjukórnum, ég fór með henni á æfingar og í messur, söng með og lærði sálma, öll erindi og öll lög og bý að því enn. Pabbi var líka í tónlist- inni, hann stjórnaði kór í Gagnfræða- skóla Norðfjarðar, þar sem hann kenndi, og var einn af þeim sem stóðu að stofnun Tónlistarskóla Neskaupstaðar og þar byrjaði ég að læra á orgel hjá Jóni Ásgeirssyni tónskáldi. Við fluttum suður þegar ég var komin á 11. ár og sigldum suður með Goðafossi í byrjun nóvember. Í Kópavoginum hef ég búið síðan (utan eins árs í Hafnarfirði), gekk í Kárs- nesskóla og Kópavogsskóla, síðan Gagnfræðaskóla Austurbæjar og lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg í Hafnarfirði. Ég var lengi að stefna á að fara í kennaranám, en frestaði því, var upptekin upp fyrir haus í skáta- starfi, þar sem ég kynntist eig- inmannsefninu, Haraldi og tengda- foreldrum mínum, Steinu og Friðrik. Ég var farin að vinna, fyrst í mjólk- urbúð, meðfram námi, síðan hjá Sýslumanni í Hafnarfirði, við versl- unarstörf í Tíbrá og á lögfræðiskrif- stofu, en ekki ákveðin í hvað ég vildi fyrr en auglýsing birtist í fjölmiðlum, haustið 1973; Garðar Cortes var að stofna Söngskólann í Reykjavík – þar með voru örlög mín ráðin, ég vissi ná- kvæmlega hvað ég vildi. Ég lauk almennu söngnámi, hélt áfram í háskóladeild og tók bæði ein- söngvarapróf og söngkennarapróf og fór utan í framhaldsnám, var gesta- nemandi við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Ég fór að vinna hluta- starf við Söngskólann meðfram nám- inu og síðan fullt starf við söng- kennslu og varð síðar aðstoðar- skólastjóri.“ Sungið víða um heim Á þessum árum stofnaði Garðar Kór Söngskólans, sem síðan þróaðist yfir í að verða Kór Íslensku óp- erunnar, þegar hann stofnaði óperuna. Ásrún kom að stofnun Ásrún Davíðsdóttir aðstoðarskólastjóri – 70 ára Á góðri stundu Ásrún, í miðið, ásamt systrum, mági og eiginmanni á sólpallinum heima í Kópavogi. Örlögin ráðin við stofnun Söngskólans Reykjavík Írena Líf og Dögun Líf Antonsdætur fæddust 24. nóvember 2015 á Landspítalanum við Hringbraut. Írena vó 2.130 g og var 45 cm og var fædd klukk- an 03.28. Dögun vó 2.740 g og var 46 cm og var fædd klukkan 03.50 Foreldrar þeirra eru Rebekka Ósk Friðriksdóttir og Anton Kristinn Guðmundsson. Þær eru 1 árs gamlar í dag. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.