Morgunblaðið - 24.11.2016, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 24.11.2016, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2016 Það er ekki jafn frægt og málverk hans af Mónu Lísu, en málverk Leonardos da Vinci af Jóhannesi skírara (málað 1513-16) hangir skammt frá henni í Denon-álmu Louvre-safnsins og er ekki síður óviðjafnanlegt. Málverkið af skír- aranum er nú aftur á sínum stað, milli tveggja meistaraverka da Vinci til – Jómfrúarinnar á klett- inum og Heilagrar Önnu – eftir að hafa verið í afar nákvæmri tíu mán- aða hreinsun. Í tilkynningu frá Louvre segir að fjölmiðlar hafi fylgst grannt með hreinsun verksins og hversu langt yrði gengið við að fjarlægja óhrein- indi sem hafa safnast á verkið. Sumum fannst of langt gengið við hreinsun Heilagrar Önnu, þar sem bjartir og bláir litir, sem smám saman höfðu dofnað og horfið, njóta sín nú vel. Fullyrt er að líklega hafi ekkert málverk í safninu verið með jafn mörg lög af fernisolíu og myndin af skíraranum. Málverkið var síðast hreinsað 1802 en síðan hefur fernis- olía verið borið fimmtán sinnum á það – þau lög voru fjarlægð og hef- ur fyrir vikið birt mikið yfir unga manninum í verkinu, sem áður sást sem í gulri móðu. Þá nýtur krullað hár hans sín betur og sjá má feld sem sveipað er um hann að hluta. Bjartara yfir Jóhannesi skírara eftir da Vinci Dularfullur Hluti málverks da Vinci af Jóhannesi skírara.  Fimmtán lög af fernisolíu fjarlægð Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Hugmyndin að þessari sýningu varð til hjá Önnu Hallin og Guð- nýju Kristmannsdóttur. Mér fannst þetta áhugavert efni og ljóst að þetta gæti orðið mikil sýning og marglaga. Guðný kemur að norðan og Anna héðan að sunnan, svo mér fannst kjörið að vinna sýninguna í samvinnu við Listasafnið á Ak- ureyri,“ segir Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga, um sýninguna Nautn / Conspiracy of Pleasure sem opnuð verður í safninu laugardaginn 26. nóvember kl. 14. Inga og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, eru sýningarstjórar sýningarinnar. „Sýningin var sýnd norðan heið- ar í sumar og verður nú opnuð hér fyrir sunnan. Í grunninn er þetta sama sýningin, en auðvitað verður alltaf blæbrigðamunur þegar verk eru sýnd í öðrum húsakynnum og ný verk hafa bæst við.“ Listamenn- irnir sem verk eiga á sýningunni eru auk Önnu og Guðnýjar þau Birgir Sigurðs- son, Eygló Harð- ardóttir, Helgi Hjaltalín Eyjólfs- son og Jóhann Ludwig Torfason. „Tímasetning opnunarinnar núna er ágæt. Því í aðdraganda mikillar neysluhyggju er gott að staldra við og íhuga t.d. spurn- inguna: Hvar liggja mörkin á milli þess að leggja eðlilega og mann- eskjulega rækt við unað og ánægju annars vegar og hins vegar þess að gangast þessum eiginleikum hömlulaust á vald?“ segir Inga og bendir á að hin ýmsu lögmál og birtingarmyndir nautnar séu út- gangspunktur sýningarinnar. „Listamennirnir fjalla um hug- takið hver frá sínu sjónarhorni og forsendum. Þeir efna til orðræðu um hlutverk nautnar í heim- spekilegu, listrænu og veraldlegu samhengi. Í verkunum má sjá þrá- hyggjukenndar birtingarmyndir neysluhyggju og kynlífs í samtím- anum, holdið í myndlistinni, manns- líkamann sem táknrænt fyrirbæri og innblástur eða einfaldlega hina frumstæðu nautn sem oft fylgir listsköpun, glímunni við efni og áferð, áráttu og blæti,“ segir Inga. Spurð hvort ástæða hafi þótt til að hafa sýninguna bannaða börnum svarar Inga því neitandi. „Hingað eru allir velkomnir. Af því að myndlistin gefur oft tækifæri til að nálgast hlutina óformlega þá er þetta kjörinn vettvangur til að taka á ýmsum álitamálum. Sýningin veitir t.d. foreldrum og unglingum tækifæri til að ræða ýmis mál. Svo gefst börnum kostur á að prófa spilið „Kúkur og piss“ eftir Jó- hann,“ segir Inga og bendir á að á sýningartímanum verði fyrsta sunnudag í mánuði boðið upp á fjölskyldustund með vinnusmiðju sem byggist á umræðum út frá einu verki, en sú fyrsta er 4. des- ember. Þess má að lokum geta að við opnunina á laugardag flytur Birgir Sigurðsson gjörning. Sýningin stendur til og með 11. desember þegar safnið fer í jólafrí og verður áfram til sýnis 12. janúar til 26. mars 2017. Á nýju ári er stefnt að bæði vinnusmiðjum og sýning- arspjalli um sýninguna, en það verður auglýst þegar nær dregur. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listafólkið Jóhann Ludwig, Helgi Hjaltalín, Birgir, Anna Hallin, Eygló og Guðný við opnun Nautnar í sumar. „Hvar liggja mörkin“  Nautn opnuð í Listasafni Árnes- inga á laugardag Inga Jónsdóttir Breski myndlistarmaðurinn David Hockney, sem er orðinn 79 ára gam- all og er einn vinsælasti listamaður Breta, hefur tekið að sér að hanna steindan glugga í Westminster Abbey-kirkjunni til heiðurs El- ísabetu II. Bretadrottningu. Hockney segist ætla að gera landslagsmynd fulla af blómum, mynd sem verði hátíðleg árið um kring. Samkvæmt tilkynningu frá kirkjunni munu yfirvöld þar á bæ fá að hafa hönd í bagga með hönnun verksins. Steindi glugginn á að vera tilbúinn um mitt ár 2018 þegar opn- aðir verða sýningarsalir í kirkjunni, helgaðir drottningunni en hún gekk í hjónaband í Westminster Abbey ár- ið 1947 og var krýnd þar fimm árum síðar. Fyrir fimm árum var Hockney boðið að mála portrettmynd af Elísabetu en hafnaði því þá, með þeim skýringum að hann væri um þær mundir upptekinn við að mála myndir ef bresku landslagi, „landinu hennar“. Ári síðan málaði hann síðan mynd af henni á iPad. AFP Málarinn David Hockney blaðar í flennistórri yfirlitsbók frá Taschen um feril hans sem nýverið kom á markað og er seld með sérstöku borði. Gluggi fyrir drottningu  David Hockney gerir kirkjuglugga Jólaskeið ERNU 2016 og servíettuhringur ársins Íslensk hönnun og smíði síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is Skeiðin er hönnuð af Ragnhildi Sif Reynisdóttur, gullsmið og hönnuði GULL- OG SILFURSMIÐJA Verð 21.500,- Verð 12.500,- LEYNIVOPN.IS HVERNEINASTADAG FRÁÞVÍ AÐÉG MANEFTIRMÉR „ ALFREÐ FINNBOGASON LANDSLIÐSMAÐUR Í KNATTSPYRNU LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR “

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.