Morgunblaðið - 24.11.2016, Page 44

Morgunblaðið - 24.11.2016, Page 44
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 329. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Búið að slíta stjórnarviðræðum 2. Bar ekki þunga bílsins 3. Staðan tugum milljarða þrengri 4. Frítekjumark lækkar um 84 þúsund »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveiting Andakt flytur þjóð- lög og sveitatónlist í bland á hádeg- istónleikum í tónleikaröðinni Á ljúf- um nótum í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 12. Andakt skipa Ágústa Sig- rún Ágústsdótir, Haraldur V. Svein- björnsson og Sváfnir Sigurðarson. Morgunblaðið/Styrmir Kári Andakt í Fríkirkjunni  Kristín Ómars- dóttir tekur á móti Auði Övu Ólafsdóttur og Sigurbjörgu Þrastardóttur í Gunnarshúsi í dag kl. 17.30. Auður og Sigurbjörg lesa úr bókunum Ör og Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur. Þess á milli mun Kristín spyrja þær spurninga sem einungis dýra- læknar kunna rétt svör við. Sjálf mun Kristín lesa brot úr bókmenntum framtíðarinnar. Dagskráin tekur um klukkustund og er aðgangur ókeypis. Stríð og friður í Gunnarshúsi  Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur um gerendur í pólit- ísku rými Sturlungaaldar í Lögbergi í HÍ í dag klukkan 16.30. Þar beinir hann sjón- um sínum að því hvernig ástir og ættartengsl blönd- uðust inn í pólitíska refskák og blóðs- úthellingar. Aðgangur er ókeypis. Gerendur í pólitísku rými Sturlungaaldar Á föstudag Vestlæg átt 10-18 m/s um landið austanvert, mun hægari vindur vestantil. Dálítil él norðanlands. Stöku skúrir eða él á Vesturlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi sunnan- og suðvestanátt með rign- ingu, 10-18 m/s um hádegi og talsverð rigning. Úrkomuminna NA- og A-lands. VEÐUR Aron Jóhannsson, lands- liðsmaður Bandaríkjanna í knattspyrnu, kveðst sakna Jürgens Klinsmann, sem var rekinn úr starfi sem landsliðsþjálfari, enda hafi Klinsmann haft trú á honum og fengið hann til að spila fyrir Bandaríkin. Aron kveðst fullviss um að fá tækifæri hjá nýjum þjálfara, Bruce Arena, ef hann verði nægilega góður til að eiga skilið að vera valinn. »1 Aron saknar Jürg- ens Klinsmann „Ég spilaði líka fyrir sænska lands- liðið en þar var ekki sama stemning og í íslenska landsliðinu. Það var mikið skemmtilegra að spila fyrir Ís- land, því hér voru allir eins og eitt lið. Menn hlógu, borðuðu og skemmtu sér saman. Ég kann mjög vel við það,“ segir Andrée Michelsson, sænsk/íslenskur táningur sem sló í gegn með körfubolta- liði Snæfells á dög- unum. »4 Miklu skemmtilegra að spila fyrir Ísland Kvennalandsliðið í körfuknattleik tryggði sér þriðja sætið í riðli sínum í undankeppni Evrópumótsins þegar það hafði betur gegn Portúgal, 65:54, í lokaleik sínum í riðlakeppninni, en leikurinn fór fram í Laugardalshöll- inni í gærkvöld þar sem Ísland gerði út um leikinn í fjórða leikhluta. Ís- lenska liðið vann tvo leiki í riðlinum en tapaði fjórum leikjum. »3 Kvennalandsliðið varð í þriðja sæti ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Það er minna um að eldri kettirnir fái heimili og það er alltaf gleðilegt þegar köttur sem við höldum að eigi minna tækifæri en aðrir fær heimili. Stundum kemur fólk inn og segir „ég ætla að fá þann kött sem hefur verið hérna lengst“ og þá erum við hvað ánægðust,“ segir Halldóra Björk Ragnarsdóttir, rekstarstjóri Kattholts, sem heldur árlegan jóla- basar á laugardag til styrktar starf- seminni. ,,Nú síðast kom hingað strákur sem valdi kött sem hafði haldið sig til hlés. Ég hafði hugsað mér að þetta yrði fínn hesthúsa- köttur en svo eftir að ég lýsti hon- um sagði strákurinn að þetta væri nákvæmlega kötturinn sem hann væri að leita að,“ segir Halldóra. Þetta sé lýsandi dæmi um það hvernig sumir eigendur og kettir eigi vel saman. Flestir fá heimili Hún segir að kettir teljist gamlir frá sex ára aldri. ,,Þeir eru kannski ekki hér í mörg ár. Þetta eru kettir sem finnast á vergangi. Þeir eru kannski í þrjá mánuði hér í ein- hverjum tilvikum,“ segir hún. Alla jafna er hafist handa við að finna köttum nýtt heimili eftir viku- dvöl í Kattholti. „Sumir eru sóttir og aðrir ekki og ef ekki þá förum við í heimilisleitina. Það finnst heimili fyrir flestalla. Algengast er að kett- ir komi til okkar á sumrin og þá er fólk uppteknara en á veturna og óhjákvæmilega þurfa einhverjir kettir að fara,“ segir Halldóra. Hún segir dæmi um að kettir hitti eig- endur sína mörgum árum eftir að þeir týnist. Dæmi séu um að kettir hafi komist til eigenda sinna fjórum og sjö árum eftir að þeir týndust. „Það getur verið ótrúlegt að sjá við- brögðin í dýrunum, sem þekkja jafnvel rödd eigandans löngu síðar. Í þeim tilvikum er jafnvel önnur fjölskylda búin að taka köttinn að sér en svo týnist hann aftur og end- ar hér og upprunalegi eigandinn finnst eftir að örmerkið er skann- að,“ segir Halldóra. Bjóða frekar gjafabréf Hún segir að dæmi séu þess að fólk komi í Kattholt með það fyrir sjónum að gefa ketti í jólagjöf. Hall- dóra segir þó þvertekið fyrir það. „Við bjóðum frekar gjafabréf. Svo kemur viðkomandi í rólegheitum á nýju ári þegar allt jólastússið er yfirstaðið og kisan velur sér eiganda frekar en öfugt. Þannig virkar þetta,“ segir Halldóra. Engar kisur í jólapakkann  Kattholt heldur árlegan jólabasar sinn um helgina Morgunblaðið/Ófeigur Hver vill eiga mig? Kattholt heldur basar á laugardag sem er liður í fjáröflun starfseminnar. Basarinn fer fram á laugardaginn og stendur frá 11-16. Á basarnum verða til sölu jólakort, jólapappír og merkimiðar, bolir, handverk, innkaupapokar, jólabakkelsi og jólaskraut, ásamt glæsilegu dagatali fyrir árið 2017 og mörgu fleiru. Allur ágóði fer til styrktar óskilakisunum og í Sjúkrasjóðinn Nótt. Sex starfsmenn eru hjá Kattholti í hlutastarfi, en opið er alla daga vik- unnar frá 8-17 í miðri viku og hluta úr degi um helgar. Halldóra segir að hún hafi tengst köttum alla ævi og því hafi hún „þvælst“ inn í þennan starfsvett- vang. „Við gefum þeim að borða alla daga, líka á jóladag og gamlársdag. Þá þarf að sinna þeim líka. Maður vill bara köttum vel,“ segir Halldóra. Vill bara köttum vel JÓLABASAR KATTHOLTS Á LAUGARDAG 11-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.