Morgunblaðið - 29.11.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016
)553 1620
Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
laugaas@laugaas.is • laugaas.is
Veisluþjónusta
Lauga-ás
Afmæli
Árshátíð
Gifting
Ferming
Hvataferðir
Kvikmyndir
Íþróttafélög
Við tökum að okkur að skipuleggja
smáar sem stórar veislur.
Lauga-ás rekur farandeldhús í hæsta
gæðaflokki og getur komið hvert sem
er á landinu og sett upp gæða veislu.
Er veisla framundan hjá þér?
Hafðu samband við okkur og við
gerum þér tilboð.
Lögreglumaður sem ákærður er fyr-
ir spillingu og óeðlileg samskipti við
brotamenn neitaði öllum sökum þeg-
ar mál gegn honum og tveimur öðr-
um var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gærmorgun. Hinir
sakborningarnir neituðu einnig sök.
Saksóknari fór fram á að þinghaldið
yrði lokað að einhverju eða öllu leyti.
Ákæran gegn lögreglumanninum
var í fjórum liðum og neitaði hann
sök í þeim öllum. Hann er ákærður
fyrir spillingu, brot á þagnarskyldu í
starfi sínu sem lögreglumaður og
brot í opinberu starfi. Hann er sak-
aður um að hafa veitt brotamann-
inum upplýsingar um störf og rann-
sóknir lögreglunnar.
Brotamaðurinn var ákærður fyrir
hlutdeild í spillingarákæru gegn lög-
reglumanninum og brotum hans á
þagnarskyldu ásamt fíkniefna- og
vopnalagabroti. Hann neitaði sök í
öllum ákæruliðum.
Þriðji sakborningurinn er fram-
kvæmdastjóri fyrirtækis, sem er
ákærður fyrir spillingu. Hann er
sagður hafa boðið lögreglumannin-
um fé og flugmiða sem hann fór
fram á gegn því að lögreglumaður-
inn útvegaði honum skýrslu um
Kaupþing. Framkvæmdastjórinn
neitaði sök.
Helgi Magnús Gunnarsson vara-
ríkissaksóknari fór fram á það við
dómara að aðalmeðferð málsins færi
að hluta til eða að öllu leyti fram fyr-
ir luktum dyrum vegna trúnaðar-
upplýsinga úr störfum lögreglu sem
þar muni koma fram. Verjandi
brotamannsins tók undir þá ósk,
segir í frétt um málið á mbl.is.
Verjendur þremenninganna ósk-
uðu allir eftir fresti til þess að skila
greinargerðum í málinu og að fá að
hlusta á upptökur af símhlerunum.
Stefnt er að því að aðalmeðferð
málsins hefjist 6. janúar nk.
Lögreglumaður-
inn neitar sökum
Tveir aðrir sak-
borningar í málinu
neituðu einnig sök
Morgunblaðið/Þorkell
Dómur Málið var þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gærmorgun.
Ríkisendurskoðun segir erfitt að
meta árangur embættis sérstaks
saksóknara þegar litið sé til máls-
meðferðar, nýtingar fjármuna og
skilvirkni á starfstíma þess árin
2009-15. Fyrir því séu ýmsar
ástæður, m.a. sú að hvorki sé kveð-
ið á um árangursviðmið í lögum um
meðferð sakamála né lögreglu-
lögum.
Þá sé ógerlegt að meta hve
mörgum vinnustundum embættið
varði í einstök mál og kostnaðinn
sem féll til vegna þeirra þar sem
tímaskráning þess var ófullnægj-
andi.
Fram kemur í nýrri skýrslu Rík-
isendurskoðunar um embætti sér-
staks saksóknara, að samkvæmt
málaskrárkerfi lögreglunnar hafi
embættið tekið við 806 málum á
starfstíma sínum og alls afgreitt
672 mál fyrir árslok 2015. Máls-
meðferð þeirra 134 mála sem þá
stóðu eftir fluttist til nýstofnaðs
embættis héraðssaksóknara.
6 milljarða útgjöld
Meðferð hrunmála reyndist bæði
tímafrek og kostnaðarsöm. Alls
voru 94 mál í vinnslu í meira en tvö
ár, þar af 45 í lengri tíma en fjögur
ár. Lengsti rannsóknartími eins
máls var 2.344 dagar, þ.e. 6,4 ár.
Ríkisendurskoðun tekur fram að
þótt málsmeðferð sérstaks sak-
sóknara á rannsóknar- og ákæru-
stigi hafi oft tekið mun lengri tíma
en viðmið ríkissaksóknara kveði á
um, þ.e. tvö ár, hafi dómstólar ekki
skilorðsbundið refsingu af þeim
sökum.
Heildarútgjöld embættisins árin
2009-15 voru tæpir 6 milljarðar
króna, miðað við verðlag hvers árs.
Laun voru langstærsti útgjaldalið-
urinn eða 4,1 milljarður. Segir Rík-
isendurskoðun að fjárhagslegur
stuðningur stjórnvalda við emb-
ættið hafi verið fullnægjandi.
Eitt mál var í rann-
sókn í 2.344 daga
Embætti Húsnæði embættis sérstaks
saksóknara við Skúlagötu í Reykjavík.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Fyrirhugað er að byggja vatnsátöpp-
unarverksmiðju á landi Geitlands í
Borgarfirði eystra. Stofnað hefur ver-
ið fyrirtækið Vatnworks Iceland ehf.
um verkefnið. Unnið hefur verið að
verkefninu síðastliðna 18 mánuði og
eru menn bjartsýnir á að það gangi
upp, segir Arngrímur Viðar Ásgeirs-
son, verkefnisstjóri og eigandi fyrir-
tækisins ásamt Pawan Mulkikar frá
Indlandi. Pawan kom á Borgarfjörð
fyrir þrem árum sem ferðamaður í 5
daga gönguferð og hreifst af nátt-
úrunni og samfélaginu. Síðan hefur
hann í samvinnu við heimamenn unnið
að framþróun verkefnisins og komið
reglulega til Íslands.
„Það má segja að þetta sé í grunn-
inn byggðaverkefni sem að sjálfsögðu
mun í náinni framtíð sýna arðsemi.
Það er mikil þörf á því að skapa heils-
ársstörf hérna hjá okkur því ferða-
þjónustan og sjávarútvegurinn er of
árstíðabundið til að hægt sé að lifa af
því,“ segir Arngrímur.
Gætu orðið 6-10 heilsársstörf
Ef áætlanir ganga eftir gætu í upp-
hafi orðið til 6-10 heilsársstörf í litlu
samfélagi sem Borgarfjarðarhreppur
er. Íbúar eru skráðir 124 en 80-90
manns hafa þar vetursetu. „Þetta yrði
mikil búbót fyrir samfélagið. Fjölgun
starfa og þá íbúa krefst einnig frekari
uppbyggingar í íbúðarhúsnæði og inn-
viðum. Við þörfnumst fleiri íbúa sem
eru tilbúnir að taka þátt í dreifbýlislífi
í fögrum fjallahring,“ segir Arn-
grímur.
Gera þarf breytingu á aðalskipulagi
Borgarfjarðarhrepps og hefur hún
verið auglýst. Áætlað er að byggja að
hámarki 2.000 fermetra vatnsátöpp-
unarverksmiðju á einni hæð. Vatns-
öflun verður í landi í eigu Borgarfjarð-
arhrepps sunnan landamerkja við
Geitland 2. Að sögn Arngríms verður
líklega byrjað að byggja 1.000 fer-
metra hús þar sem átöppun fer fram.
Þar verða einnig skrifstofa og birgða-
geymslur. Búið er að gera teikningar
og leita tilboða í húsnæði og búnað.
Vatnið verður flutt til útskipunar á
Reyðarfirði, sem er rúmlega 100 kíló-
metra leið. Flutningaskip geta ekki
lagt að bryggju í Borgarfirði.
Vegagerðin þjónustar Borgarfjörð
sex daga í viku yfir veturinn og því
verða væntanlega fáir dagar á vetr-
um sem leiðin yrði ófær vegna snjóa.
„Það má hins vegar alveg klára að
malbika þessa 28 km sem eru malar-
vegir til okkar og vonandi stendur
það til bóta á næstu tveim árum,“
segir Arngrímur. Að hans sögn
stendur til að framleiða hágæða vöru
sem ætluð er á dýrari markað. „Við
ætlum að byrja rólega, einn gámur í
einu til að byrja með. Það stendur
ekki til að metta heiminn.“
Hreifst af Borgarfirði og vill
byggja átöppunarverksmiðju
Indverjinn Pawan Mulkikar kemur að verkefninu ásamt heimamönnum
Ljósmynd/Landmótun
Borgarfjörður eystri Mynd tekin til austurs frá landi Geitlands 2. Staðsetning iðnaðarsvæðis er merkt með rauðu.
Sveitarfélagið hefur skipað öfluga verkefnisstjórn
ungra Borgfirðinga um samfélagsþróun á Borgarfirði
eystra. Þau starfa út frá sóknaráætlun er sveitarfélag-
ið nefnir „að vera valkostur,“ með það að markmiði að
gera Borgarfjarðarhrepp að vænlegum búsetukosti,
auka lífsgæði íbúa og fjölga fólki í sveitarfélaginu.
Heimasíða um verkefnið hefur verið opnuð,
www.borgarfjordureystri.com. „Vinnan er þegar farin
að skila sér í auknum áhuga á svæðinu, sem gerir okk-
ur einnig auðveldara fyrir að fá hingað nýjar fjöl-
skyldur til að vinna með okkur í þessu verkefni,“ segir
Arngrímur Viðar Ásgeirsson.
Þá býður sveitarfélagið upp á gjaldfrían leikskóla,
tónlistarskóla og grunnskóla og einnig fríar lóðir. „Við erum því tilbúin að
taka vel á móti nýjum atvinnutækifærum og fá til okkar hæft fólk,“ segir
Arngrímur Viðar.
Vænlegur búsetukostur
VINNA SÓKNARÁÆTLUN FYRIR BORGARFJÖRÐ EYSTRI
Arngrímur Viðar
Ásgeirsson