Morgunblaðið - 29.11.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum 29. nóvember 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 112.39 112.93 112.66 Sterlingspund 139.69 140.37 140.03 Kanadadalur 83.38 83.86 83.62 Dönsk króna 16.061 16.155 16.108 Norsk króna 13.126 13.204 13.165 Sænsk króna 12.206 12.278 12.242 Svissn. franki 111.17 111.79 111.48 Japanskt jen 1.0014 1.0072 1.0043 SDR 152.09 152.99 152.54 Evra 119.49 120.15 119.82 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.282 Hrávöruverð Gull 1189.1 ($/únsa) Ál 1765.5 ($/tonn) LME Hráolía 48.96 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Orkuveita Reykjavíkur hagnaðist um ríf- lega 4,3 millj- arða króna á þriðja ársfjórð- ungi og felur það í sér mikinn rekstrarbata frá sama tímabili í fyrra, þegar hagnaður fyrirtækisins nam ríflega 830 milljónum króna. Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur hagnaður OR tæpum 9,4 milljörðum króna. Þannig er hagnaður fyrstu þriggja fjórðunga þessa árs ríflega þre- falt meiri en á sama tímabili í fyrra þeg- ar hann nam tæpum 3,1 milljarði. Á fyrstu níu mánuðum ársins lækk- uðu skuldir fyrirtækisins um 17,8 millj- arða. Þar af hafði styrking krónunnar áhrif til lækkunar um 3,8 milljarða. Skuldir fyrirtækisins námu í lok þriðja ársfjórðungs ríflega 180 milljörðum króna. Hagnaður Orkuveitunnar margfaldast milli ára STUTT BAKSVIÐ Ólafur Fáfnir Sigurgeirsson olafur@mbl.is Skattar sem hlutfall af landsfram- leiðslu á Íslandi hafa farið lækkandi samkvæmt tölum sem að Hagstofa Evrópu, Eurostat, gaf út á dögunum. Þrátt fyrir það eru skattbyrði á Ís- landi sú þriðja hæsta í Evrópu. Ef tekið er tillit til mismunandi fyrirkomulags á lífeyrisskerfum og leiðrétt fyrir því, þá nam þetta hlut- fall 33,1% á árinu 2015 samkvæmt útreikningum frá Samtökum at- vinnulífsins. Skattbyrði hefur almennt verið að aukast í Evrópu, en frá árinu 2005 til ársins 2015 hefur hlutfall skatta af landsframleiðslu hækkað úr 38,7% í 40%, samkvæmt tölum Eurostat. Mikil skattbyrði einstaklinga Tekjuskattar á einstaklinga og fyrirtæki hér á landi eru þeir þriðju hæstu í Evrópu samkvæmt tölum Eurostat og námu 17,8% af lands- framleiðslu á síðasta ári. Þar lendir mest á einstaklingum en skattbyrði þeirra var 13,8% af landsframleiðslu. Skattar á fyrirtæki námu 2,4% af vergri landsframleiðslu og er það rétt við meðaltal í Evrópu. Þegar horft er til Norðurlandanna þá eru fyrirtækjaskattar á Íslandi næst- lægstir, en hæstir í Noregi þar sem þeir nema 4,9% af vergri landsfram- leiðslu. Óbeinir skattar eru einnig háir hér á landi, en skattar á vörur og innflutning námu 15,1% af vergri landsframleiðslu og lendir Ísland þar í 10. sæti Evrópuríkja. Þegar litið er til heildarskatt- greiðslna þarf að taka tillit til mis- munandi lífeyriskerfa. „Fyrirkomu- lag lífeyrissjóðakerfisins á Íslandi skekkir samanburð Eurostat tals- vert,“ segir Ólafur Garðar Halldórs- son, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins. „Skattbyrði á Íslandi er mikil samanborið við aðrar þjóð- ir, þegar þú leiðréttir fyrir því að á Íslandi er sjóðsöfnunarkerfi en ekki gegnumstreymiskerfi eins og í flest- um löndum í kringum okkur.“ Gegnumstreymiskerfið krefst hærri skatta þar sem lífeyris- greiðslur fara í gegnum skattkerfið en ekki í gegnum sjóði, segir Ólafur. Ísland með 3. hæstu skattana Þegar búið er að leiðrétta fyrir þessum mismuni þá er Ísland í 3. sæti í Evrópu þegar kemur að skattbyrði, eins og sjá má á með- fylgjandi stöplariti. Ísland er einnig í 3. sæti þegar bornar eru saman tölur frá Norðurlöndunum en ein- ungis Danmörk og Svíþjóð erum með meiri skattbyrði en Ísland. Lægstu skattbyrðina bera lönd í Austur-Evrópu en þar á meðal eru Litháen, Slóvakía, Tékkland og Pól- land. „Það er ljóst þegar litið er á töl- urnar að skattbyrði er einna hæst á Íslandi á meðal ríkja EES og lítið svigrúm er til skattahækkana. Ríkisstjórnin sem tekst vonandi að mynda á næstunni ætti að einbeita sér að því að draga úr skattbyrði og gæta aðhalds á útgjaldahliðinni,“ segir Ólafur að lokum. Skattbyrði á Íslandi sú þriðja hæsta í Evrópu Heildarskatttekjur árið 2015, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu -leiðrétt fyrir greiðslum til almannatrygginga D an m ör k Sv íþ jó ð Ís la nd Fi nn la nd B el gí a Íta lía Au st ur rík i Fr ak kl an d N or eg ur M al ta B re tla nd Lú xe m bo rg U ng ve rja l. Kr óa tía G rik kl an d Po rt úg al Ký pu r H ol la nd Þý sk al an d Ei st la nd Sp án n Sl óv en ía Sv is s B úl ga ría Le tt la nd Ír la nd Rú m en ía Pó lla nd Té kk la nd Sl óv ak ía Li th áe n 50% 40% 30% 20% 10% 0% Skattbyrði í Evrópu » Erum í þriðja sæti yfir skatt- byrði í Evrópu » Hæsta skattbyrðin er í Dan- mörku en hún er 46,6% af vergri landsframleiðslu þegar leiðrétt er fyrir fyrirkomulagi lífeyrisgreiðslna. » Lægsta skattbyrðin er í Litháen en hún er 17,5% af vergri landsframleiðslu. » Noregur er með lægstu skattbyrðina af Norðurlönd- unum en hún er 28,3% af vergri landsframleiðslu.  Skattar einungis hærri í Danmörku og Svíþjóð sem hlutfall af landsframleiðslu Stjórnir fjármálafyrirtækjanna Kviku og Virðingar hafa undirritað viljayfirlýsingu um formlegan undir- búning fyrir samruna félaganna undir nafni Kviku. Eins og fyrr hef- ur verið greint frá höfðu stjórnend- ur Virðingar frumkvæði að því í haust að falast eftir hlutum í Kviku með samruna fjármálafyrirtækj- anna í huga. Hafa þreifingar um hugsanlegan samruna átt sér stað síðan. Í yfirlýsingu frá fyrirtækjunum kemur fram að á næstu vikum verði unnið að samkomulagi sem fela mun í sér helstu skilmála fyrir samrun- anum og að þar verði meðal annars að finna forsendur fyrir honum, gerð áreiðanleikakannana, endan- lega samningsgerð og aðgerða- og tímaáætlun. Stefna stjórnirnar að því að niðurstaða þessarar vinnu, og þar með hvort af sameiningu verður, muni liggja fyrir um mitt næsta ár. Í aðdraganda sameiningar félag- anna verður eigið fé Kviku lækkað um 600 milljónir króna og lækkunin greidd til hluthafa bankans. Verði af samrunanum munu hluthafar Kviku eignast 70% hlut í sameinuðu félagi og hluthafar Virðingar 30%. Í fyrrnefndri yfirlýsingu stjórn- anna kemur fram að með samein- ingu fyrirtækjanna verði til öflugt fjármálafyrirtæki sem verði leiðandi á fjárfestingabankamarkaði og að það verði einn stærsti aðili í eigna- stýringu á Íslandi með um 220 millj- arða króna í stýringu. Stærsti hluthafi Kviku er Lífeyrissjóður verslunarmanna með 9,9% hlut. Sjóðurinn er jafnframt næststærsti hluthafi Virðingar með 8,31% hlut í fyrirtækinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sameining Viðræður Kviku og Virðingar hafa staðið yfir um tíma. Stefna að samein- ingu á næsta ári  Kvika og Virð- ing ná saman um útlínur að samruna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.