Morgunblaðið - 29.11.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.11.2016, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 334. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Fegurstu flugfreyjur landsins … 2. Hún prófar ekki … 3. Leitað að konu vegna … 4. Telur Brúnegg hafa blekkt … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tómas R. Einarsson fagnar ásamt fríðu föruneyti hljómdiskinum Bongó í Kaldalóni Hörpu í kvöld kl. 20.30. Um söng sjá Sigríður Thorlacius og Bógó- míl Font, en auk þeirra troða m.a. upp Ómar Guðjónsson, Davíð Þór Jónsson, Einar Valur Scheving, Samúel Jón Samúelsson og Tómas sjálfur. Útgáfutónleikar í Kaldalóni í kvöld  Myndlist á Akureyri: Horft um öxl og fram á veginn er yf- irskrift erindis sem Lárus H. List, formaður Myndlistar- félagsins, flytur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, í dag kl. 17. Í fyrirlestrinum fjallar hann um Myndlistarfélagið, fortíð þess og framtíð, hvað hefur áunnist síðan fé- lagið var stofnað og verkefnin sem framundan eru. Aðgangur er ókeypis. Horft um öxl og fram á veginn á Akureyri  Hilda Örvars fagnar hljómdiskinum Hátíð með útgáfutónleikum í Fríkirkj- unni í Reykjavík fimmtudaginn 1. desember og Ak- ureyrarkirkju sunnu- daginn 4. desember kl. 20 bæði kvöld. Atli Örvarsson útsetur ís- lensk og norræn jóla- lög þar sem sameinast hljóðheimur kvik- mynda- og þjóð- lagatónlistar. Hátíð fagnað í tveimur kirkjum Á miðvikudag Suðvestan 3-10, dálítil rigning eða slydda og hiti 1 til 6 stig. Austlægari norðantil á landinu, él og hiti um frostmark. Á fimmtudag Austan 5-13 m/s. Hægari norðan- og austanlands. VEÐUR „Það sem heillaði mig einna mest var hvernig fólkið á svæðinu talaði um klúbbinn. Þetta er um sex þúsund manna bær og kvennafót- boltinn er þeim mikilvægur og þar með er lagður mikill metnaður í hann, enda hefur kvennaliðið lent í efri hluta deildarinnar undanfarin ár,“ segir knattspyrnukonan Sandra María Jessen sem nú æfir með Kolbotn í Noregi. »2 Mikill metnaður hjá liði Kolbotn „Það komu bara tvö lið til greina að fara í, Selfoss og Haukar. Ég tók ákvörðun frekar seint um að koma heim. Flest liðin hér heima voru eig- inlega tilbúin með lið sín. Selfyssing- arnir voru komnir með þann mann- skap sem þeir vildu svo það fóru ekkert af stað neinar viðræður að ráði við þá og það lá þá beinast við að fara aftur til Haukanna,“ segir handknattleiks- maðurinn Guð- mundur Árni Ólafsson. »3 Ekki pláss á Selfossi og fór þá í Haukana ,,Mér fannst skrítið til að byrja með að spila á móti KR, vera ekki í sama klefanum og hita upp á hinar körf- urnar,“ segir Björn Kristjánsson í samtali við Morgunblaðið en hann er tekinn sérstaklega til umfjöllunar eftir 8. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Björn var stigahæstur með 24 stig þegar Njarðvík vann úti- sigur á Íslandsmeisturunum. »4 Skrítið að mæta KR til að byrja með ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Erla Rún Guðmundsdóttir erlarun@mbl.is Iðn- og verkgreinakeppnin EuroSkills fer fram í Gautaborg nú í vikulok. Sjö fulltrúar Ís- lands keppa á mótinu sem tekur þrjá daga. „Það verða um 500 keppendur frá 28 Evr- ópulöndum,“ segir Björn Ágúst Sigurjónsson, formaður Verkiðnar, samtaka um keppnir í iðn- og verkgreinum á Íslandi. Björn Ágúst starfar hjá Rafiðnaðar- sambandinu en hann hefur verið formaður Verkiðnar frá stofnun árið 2010. Samtökin standa fyrir Íslandsmótinu í iðn- og verk- greinum en eiga auk þess aðild að EuroSkills- og WorldSkills-samtökunum sem standa fyrir alþjóðlegum mótum. Aldurstakmark EuroSkills-leikanna miðast við 25. aldursár en aldursviðmið er í raun eina þátttökureglan. Ekki er sagt til um hversu langt viðkomandi megi eða eigi að hafa náð í námi. „Maður getur verið að byrja [í námi] eða jafnvel löngu búinn með sveinspróf og far- inn að vinna.“ Fulltrúar Íslands í ár keppa sem fyrr segir í sjö iðngreinum. Anton Örn Gunnarsson keppir í húsasmíði, Axel Fannar Friðriksson í graf- ískri miðlun, Bjarki Rúnar Steinsson í málm- suðu, Bjarni Freyr Þórðarson í rafvirkjun, Ið- unn Sigurðardóttir í matreiðslu, Reynir Óskarsson í pípulagningum og Sara Anita Scime í hárgreiðslu. Liðsstjóri er Svanborg Hilmarsdóttir rafmagnstæknifræðingur. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu EuroSk- ills 2016 verða keppnisgreinarnar rúmlega 40 í ár. Björn Ágúst segir það misjafnt eftir grein- um hvernig keppnin fer fram. „Í rafvirkjuninni vinna keppendur verkefni á bás eins og þegar þeir taka sveinsprófið hér heima. Í matreiðslu eru þeir auðvitað að elda og í hárgreiðslunni eru það allskonar hár- greiðslur en ég er nú ekki mikill sérfræðingur á því sviði.“ Hann segir það þó sammerkt með öllum greinum að keppendur fái upplýsingar um verkefnin áður en út er haldið. „Svo fara dómarar yfir verkefnið en þeir hafa leyfi til að breyta því um allt að 30%. Þannig kemur ekkert raunverulega á óvart en á sama tíma geta keppendur ekki lært allt með bundið fyrir augun. Þar sem það er búið að breyta einhverju þurfa þeir líka að hugsa á staðnum,“ segir Björn Ágúst. Keppa í iðn- og verkgreinum  Sjö fulltrúar Íslands keppa á EuroSkills 2016 Morgunblaðið/Freyja Gylfa Keppni Frá vinstri: Reynir Óskarsson, Bjarki Rúnar Steinsson, Iðunn Sigurðardóttir, Anton Örn Gunnarsson, Bjarni Freyr Þórðarson og Sara Anita Scime. Meginmarkmið Verkiðnar og annarra samtaka um keppnir í iðn- og verkgreinum er að vekja athygli á möguleikum í námi og störfum í greinunum. Björn Ágúst segir að búist sé við hátt í 40 þúsund gestum á EuroSkills í Gautaborg. „Stór hluti af gestum eru grunnskólanem- endur þar sem það er nú verið að reyna að kynna þetta.“ Að sögn Björns Ágústs voru um átta þúsund gestir á síðasta Ís- landsmóti, sem haldið var í Kórnum í Kópavogi árið 2014. „Við keyrðum grunnskólakrakka í Kórinn úr nánast öllum grunnskólum á höfuðborgar- svæðinu og svo komu líka einhverjir frá Akureyri og Egilsstöðum.“ Næsta Íslandsmót verður hald- ið dagana 16.-18. mars 2017. Vekja athygli á námi og störfum HORFA TIL GRUNNSKÓLANNA Björn Ágúst Sigurjónsson SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlægari og víða dálítil él, en bjartviðri austanlands. Frostlaust við suður- og suðvesturströndina, annars 0 til 8 stiga frost. Rigning eða slydda suðvestantil í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.