Morgunblaðið - 29.11.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.11.2016, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016 Reykjavíkurhöfn Þegar litið er yfir höfnina í Reykjavík í átt að Esjunni eru íslensku fánalitirnir áberandi í samspili mannanna verka og náttúrunnar en guli liturinn minnir á blíðuna. Ómar Fyrr á þessu ári var ég í sendinefnd, undir forystu forseta Alþing- is, sem heimsótti breska þingið í Lund- únum og hið velska í Cardiff. Þetta var afar fróð- leg ferð enda hittum við fulltrúa ólíkra flokka og sjónarmiða. Eitt áttu gestgjafar okkar sameiginlegt, nefnilega að telja að Íslendingar standi samein- aðir að baki óskum um að fá sæ- streng lagðan til Bretlands til að flytja um íslenskt raf- magn. Ég hafði á til- finningunni að þegar gestgjafar okkar – og það átti við um fulltrúa allra flokka – vildu gleðja okkur, þá sögðu þeir að mikilvægt væri að skoða með jákvæðu hugarfari lagningu slíks strengs. Nú fáum við fréttir af því að breskir fjár- festar biðja ríkisstjórn sína um stuðning við slík áform. Í kjölfar Brexit þurfi að horfa til nýrra uppspretta verðmæt- anna. Ég tók það að mér í Bretlands- ferðinni – og létu ferðafélagar mínir það óátalið – að benda á að þetta væri síður en svo óumdeilt á Íslandi. Þannig væru margir þessu mjög andvígir og væri ég þeirra á meðal. Tal um græna orku í þessu sam- bandi væri ekki bara hvimleitt held- ur hreint tilræði við íslenska nátt- úru. Enginn vafi léki á því að með sæstreng myndi magnast til mikilla muna þrýstingur á frekari stórvirkj- anir á Íslandi. Grænustu orkulindir landsins könnuðust margir við, Gull- foss væri þannig mjög grænn enda myndi hann framleiða endurnýj- anlega orku. Það ætti líka við um Dettifoss og Goðafoss. Land- mannalaugar væru einnig án efa eft- irsóknarverður kostur. Ég nefndi engin dæmi þótt ég vilji í þessu greinarkorni minna lesendur á hve villandi þessi græna bábilja er. Þegar inn í þennan kokteil kæmu síðan stjórnarskrárákvæði, sem margir kalla eftir, að allar auðlindir, ekki bara sjávarútvegurinn, heldur allar auðlindir Íslands, orkan og vatnið þar með talið, verði látnar gefa af sér þann arð sem að hámarki mætti ná á markaði, þá væri ekki að sökum að spyrja. Þegar þrengdi að ríkissjóði, þá yrði háværari krafan um meiri virkjanir svo fá mætti meiri arð. Þetta liggur í augum uppi. En í ljósi þess hve umdeilt málið er og hve afvegaleidd bresk stjórn- völd hafa verið í þessu máli, leyfi ég mér að óska eftir því að sendiherra Bretlands á Íslandi upplýsi stjórn- völd heima fyrir um hve umdeild þessi framkvæmd yrði hér á Íslandi. Og að óskir um sæstreng til Bret- lands hefðu engan veginn verið sett- ar fram í nafni okkar allra. Eftir Ögmund Jónasson »Enginn vafi léki á því að með sæstreng myndi magnast til mikilla muna þrýstingur á frekari stórvirkjanir á Íslandi. Ögmundur Jónasson Höfundur er fv. alþingismaður. Orðsending til sendiherra Breta á Íslandi Ég tel mig svona al- mennt bera mikla virð- ingu fyrir skoðunum fólks og vonandi trúar- skoðunum þar með tal- ið. Alla vega svo fram- arlega sem mannúð og mildi, umburðarlyndi en þó fyrst og fremst virðing fyrir náungan- um og samhjálp er í há- vegum höfð. Ég viðurkenni þó að öfgar finnast mér ekki bara varasamar heldur óá- sættanlegar. Þar sem fólk er kúgað til skoðana eða hrætt til hlýðni við einhvern meintan málstað sem eru túlkunaratriði og vafasamar seinni tíma kenningar manna. Sagan kennir okkur og dæmin sanna að vissulega sé hægt og það afar auðvelt að mis- nota trúarbrögð sér í hag og/eða til þess að drottna yfir náung- anum eða tilteknum hópum fólks. Slík framkoma finnst mér óeðlileg með öllu og hugnast mér engan veginn. Í fylgd frelsarans Ég tek það hins- vegar mjög alvarlega að fá að velja það að vera kristinnar trúar. Eða öllu held- ur að hafa frelsi til þess daglega að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs míns. Ég fékk samfélagið við Jesú beint í æð, sem þakkarverðan trúararf. Arf sem ég hef leitast við að rækta með mér daglega og ávaxta með því að horfa umkomulaus og smár en með þakklæti í augun á Jesú. Og leitast við í mínum veika mætti að sjá samferðafólk með hjartanu. Kynni mín af Jesú, hans skilyrð- islausi kærleikur og hin djúpa og varanlega vinátta sem ég hef fundið í honum eru mér jafn dýrmæt og líf- ið sjálft. Hann dó ekki aðeins í minn stað heldur reis upp frá dauðum og til- einkaði mér og öllum þeim sem þiggja vilja sigur lífsins. Líf um eilífð. Líf utan efnis, tíma og rúms. Líf þar sem tárin verða þerruð og spurningunum svarað. Þar sem við fáum að njóta fegurðar kærleikans og lífsins í friði. Vinur sem ekki yfirgefur Þótt ég hafi valið það að vera kristinnar trúar þýðir það ekki að ég telji mig hafa einhverja yfirburði yfir aðra eða telji mig vita eða skilja eitthvað betur en aðrir. Í raun og veru kann ég fátt, veit lítið og skil í rauninni ekki neitt. En ég veit þó að mér finnst gott að eiga vin sem gefst ekki upp á mér og yfirgefur mig ekki. Sama hvað. Jafnvel þótt ég bregðist, kunni að villast af vegi eða reika frá honum um tíma. Eilífan vin, þótt ósýnilegur sé og ósnertanlegur á mannlegan mæli- kvarða. Þá finn ég samt að hann heldur í höndina á mér og leiðir mig um torfæra móa og grýtta mela. Og ég trúi því og treysti að hann muni taka mig sér í faðm þegar kraftar mínir þrjóta og beri mig inn til sinnar himnesku eilífu dýrðar þeg- ar sá tími rennur upp. Aðventa og svo koma jólin Á aðventunni finnst mér svo gott að mega þiggja kærleikann, fyr- irgefninguna, friðinn og lífið sem frelsarinn býður mér og ég má hvíla í og njóta. Nokkuð sem æðra er mínum mannlega skilningi og enginn getur sjálfkrafa tekið sér. Jesús Kristur er í mínum huga og hjarta svarið sem ég þarf á að halda og má náðarsamlegast þiggja. Njótum aðventunnar. Það er eitthvað gott alveg að fara að ger- ast. Það er líf í vændum. Með friðar og kærleikskveðju! Lifi lífið! Friður, líf og framtíð Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Kynni mín af skilyrð- islausum kærleika Jesú Krists og hans djúpu og varanlegu vináttu eru mér jafn dýrmæt og lífið sjálft. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.