Morgunblaðið - 29.11.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.11.2016, Blaðsíða 31
MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fim 1/12 kl. 20:00 125.s Fös 9/12 kl. 20:00 130. s Lau 17/12 kl. 20:00 135. s Fös 2/12 kl. 20:00 126.s Lau 10/12 kl. 20:00 131. s Sun 18/12 kl. 20:00 136. s Lau 3/12 kl. 20:00 127.s Sun 11/12 kl. 20:00 132. s Mán 26/12 kl. 20:00 137. s Sun 4/12 kl. 20:00 128. s Fim 15/12 kl. 20:00 133. s Fös 6/1 kl. 20:00 138. s Fim 8/12 kl. 20:00 129. s Fös 16/12 kl. 20:00 134. s Sun 8/1 kl. 20:00 139. s Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 3/12 kl. 13:00 18.sýn Sun 11/12 kl. 13:00 21.sýn Mán 26/12 kl. 13:00 24.sýn Sun 4/12 kl. 13:00 19.sýn Lau 17/12 kl. 13:00 22.sýn Sun 8/1 kl. 13:00 25. sýn Lau 10/12 kl. 13:00 20.sýn Sun 18/12 kl. 13:00 23.sýn Lau 14/1 kl. 13:00 26. sýn Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Njála (Stóra sviðið) Mið 7/12 kl. 20:00 Lau 7/1 kl. 20:00 Síðasta sýn. Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðustu sýningar. Jólaflækja (Litli salur) Lau 3/12 kl. 13:00 3. sýn Sun 4/12 kl. 15:00 Aukas. Lau 17/12 kl. 13:00 Aukas. Lau 3/12 kl. 15:00 Aukas. Lau 10/12 kl. 13:00 5. sýn Sun 18/12 kl. 13:00 Aukas. Sun 4/12 kl. 13:00 4. sýn Sun 11/12 kl. 13:00 6. sýn Bráðfyndin jólasýning fyrir börn Brot úr hjónabandi (Litli salur) Mið 30/11 kl. 20:00 aukas. Sun 4/12 kl. 20:00 aukas. Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn Aðeins þessar sýningar. Ósóttir miðar seldir samdægurs. Jesús litli (Litli salur) Fim 1/12 kl. 20:00 2. sýn Fös 9/12 kl. 20:00 5. sýn Fim 15/12 kl. 20:00 7. sýn Fös 2/12 kl. 20:00 3. sýn Lau 10/12 kl. 20:00 aukas. Lau 17/12 kl. 20:00 8. sýn Fim 8/12 kl. 20:00 4. sýn Sun 11/12 kl. 20:00 6. sýn Sun 18/12 kl. 20:00 9. sýn Margverðlaunuð jólasýning Salka Valka (Stóra svið) Fös 30/12 kl. 20:00 Frums. Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross Mávurinn (Stóra svið) Mið 4/1 kl. 20:00 Aðeins þessi eina sýning Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið) Sun 4/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 13:00 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Einfari heitir skáldsaga eftir Hildi Sif Thorarensen, ungan verkfræðing og læknanema, sem stalst til að skrifa skáldsögu í stað þess að læra norsku áður en hún hélt utan til náms í Ósló. Hildur segist hafa verið að skrifa sögur frá því hún var lítil og rifjar upp að þegar hún var smástelpa skrifaði hún sögur í hverfisblað sem hún gaf út með vinkonu sinni og þær gengu með í hús og seldu og keyptu sér nammi fyrir peninginn. Seinna vann hún svo sem blaðamaður á Fréttum í Vestmannaeyjum í eitt ár þegar hún bjó þar og hefur lært rit- list við Háskóla Íslands. Hvað Einfara varðar þá segist hún hafa skráð sig í læknisfræði í Ósló en áður en undirbúningur hófst fyrir námið datt hún niður á hug- mynd sem lét hana ekki í friði. „Ég óskaði eftir því að fá að byrja námið um vorið frekar en haustið svo ég hefði tíma til að læra norsku. Svo þegar ég var að undirbúa mig, lesa og bæta við mig orðaforða, tók ég mér pásu og fór að spjalla við vin minn. Einhverrra hluta vegna leidd- ist talið að ástarmálum hans og þeim stelpum sem hann hafði verið með á árum áður. Hann sagði mér frá því að ein þeirra hefði verið bardagakona, með svarta beltið í einni bardagaíþrótt og brúna beltið í annarri og hún hefði gerði sér það til leiks að svæfa hann, taka hann hálstaki svo að það leið yf- ir hann,“ segir hún og hlær við, „mér fannst þetta mjög skrýtið. Næsta kærasta hans var nunna, eða verðandi nunna, sem mér fannst líka mjög skrýtið því ég vissi ekki að nunnur mættu vera í ástarsambandi. Svo kom að þeirri þriðju sem hélt hún væri vampíra og hafði látið smíða í sig viðbót við augntennurnar þannig að þær væru lengri, bjó í dýflissu í Frakklandi þar sem búið var að klæða allt með dökku flaueli og var með dúkkuhöfuð í nokkurs- konar formalínkrukkum. Til að toppa herlegheitin var hún með gælusnáka í rúminu. Ég fór að hugsa um það hvað þessi vampíra væri frábær persóna í bók og þurfti þá að velja á milli hvort ég ætlaði að halda áfram að læra norsku eða athuga hvort ég gæti skrifað skáldsögu. Auðvitað valdi ég að fara að skrifa og það varð því lítið úr norskunáminu í bili. Fyrst kærastan var komin í bók- ina fannst mér síðan ósanngjarnt að leyfa vini mínum ekki að vera með líka, því þetta er skemmtilegur strákur, svo ég drap hann í fyrsta kafla og svo byrjar bókin.“ Hildur segir að bókin hafi eig- inlega skrifað sig sjálf þegar hún var komin af stað. „Ég var búin að ákveða hvernig rannsóknarlög- reglufólkið væri og þá kom þetta af- skaplega hratt og vel. Ég byrjaði að skrifa haustið 2015 og svo þegar ég kom til Noregs eftir áramót sat ég og las norsku öll kvöld í janúar þeg- ar skólinn var byrjaður,“ segir hún og hlær. – Og hvernig tilfinning er það svo að bókin sé komin út? „Ég finn ekki neitt, mér finnst ekki eins og ég hafi verið að gefa út bók, ég held ég sé ekki búin að fatta það,“ segir Hildur og bætir við að hún sé byrjuð á nýrri bók með sömu aðalpersónum. „Þó ég sé að skrifa meira ætla ég samt að reyna að halda áfram í læknisfræðinni og sem forritari í hlutastarfi – við sjáum hvernig það gengur.“ – Dreymir þig um að verða rithöf- undur? „Ég veit það ekki, þetta er svo stór spurning að ég get ekki svarað henni núna. Ég vil að minnsta kosti ekki láta læknisfræðina frá mér,“ svarar hún. Bardagakona, nunna og vampíra  Tók skáldskapinn fram yfir norskuna  Kærustur vinar urðu kveikjan að reyfara  Í læknisfræði og forritar líka Reyfari Hildur Sif Thorarensen tók sér frí frá norskunámi til að skrifa skáldsögu. Hún segist byrjuð á nýrri bók með sömu persónum. Gagnrýnandi helgarútgáfu breska dagblaðsins The Times velur enska þýðingu glæpasögu Yrsu Sigurðar- dóttur, Lygi, sem eina þeirra átta glæasagna sem hann mælir með í jólapakkann. Hann segir söguna staðfesta að Yrsa sé einn fremsti rithöfundur Norðurlanda í dag. Í tilkynningu frá útgefanda Yrsu segir að Lygi, sem kom út á Íslandi 2013, hafi fengið afar lofsamlega dóma ytra. Í Sunday Times hafi bókin verið sögð snilldarverk, rýnir Sunday Ex- press sagði í umsögn að lesandinn nyti hinnar þekktu blöndu Yrsu af hroll- vekjandi andrúmslofti og kaldhæðni og skrifar: „Yrsa er hrein dásemd.“ Hrósa Lygi eftir Yrsu Yrsa Sigurðardóttir Í brotinu milli svefns og vöku gríp ég í tómt Þá lýsa engir vitar halda engir garðar hrífa engin rök Þannig lýsir Eyþór Árnason í ljóð- inu „Í brotinu“ augnablikinu þegar stigið er úr veröld svefnsins og draumarnir hverfa um leið, ljóðmælandinn grípur í tómt og eins og lesendur ljóða hans þekkja grípur skáldið oft til myndmáls sem byggir á búskap og sveitastörfum; hér halda garð- arnir engu og draumarnir sjálfsagt hlaupnir aftur á fjöll. Ljóðin hafa flætt frá Eyþóri síðan hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar fyrir fyrstu bókina, Hundgá úr annarri sveit, árið 2009. Ég sef ekki í draumheldum nátt- fötum er fjórða ljóðabókin og ekki nema ár síðan Norður kom út. Bæk- urnar mynda áhugaverða heild og þessi nýja kallast að mörgu leiti á við Norður; að uppistöðu voru í henni nokkrir kjarnar ljóða sem steypt var saman og svipað má segja um þessa nýju; hér eru nokkrir meginþættir fléttaðir saman, af enn meira öryggi en áður. Útkoman er vel lukkað og persónulegt verk, bók sem án efa kætir unnendur ljóða Eyþórs en rödd hans verður sífellt persónulegri og betur unnið úr því sem gerir hana sérstaka, eins og ljúfsárum stemn- ingum, endurliti og næmri tilfinn- ingu fyrir umhverfi og náttúru. Bókin hefst á öðru ljóði um drauma, „Í kvöldhúminu“, þar sem ljóðmælandi segist hengja upp hlekkina, losa fótjárnin og sökkva inn í húmið áður en ég hringa „mig saman í horninu / breiði sæng yfir sólarlagið / hristi rykfallnar stjörnur / og dreg frá ský„ (7). Og lesendum er opnuð leið inn í heima bókarinnar og leiðin sett upp eins og nætur- ferðalag með ljóðunum, ferðalag þar sem af og til er fjallað um drauma eins og í „Viðsjárverðir tímar“, sem titill bókarinnar er sóttur í, en ljóð- mælandinn er „alltaf hræddur um að missa / heitu næturdraumana frá mér / sef því ekki í draumheldum náttfötum“. Bókinni lýkur síðan „Í morgunskímunni“, þar sem ljóðmæl- andinn biður vin um að búa vel um drauma sína, sveipa þá með fán- anum og leggja varlega á fjölina, og ekki er verra „að þú farir með falleg orð / um leið og þú lyftir“ segir þar og vísað í þá aftökuleið sjóræningja að láta menn „ganga plankann“, steypa þeim í hafið – hér á að fyr- irfara lesnum draumum. Í nokkrum ljóðanna er farið milli útilistaverka í Reykjavík og ort um þau, eða út frá þeim, oft á talsverðu flugi. Í ljóði um Sólfarið tekur það vind í seglið eftir að ljóðmælandinn hefur hoggið á festarnar þegar draugaskip sveima inn flóann „og bankamennirnir hlaða fallstykkin / í Borgartúninu“. Í ljóðinu „Tómas“ er hins vegar stafalogn yfir bænum þar sem Tómas skáld Guðmundsson sit- ur „grafkyrr á bekknum / horfir á ís- aldarurriðana / hreinsa sig upp út Tjörninni / og heilsa Fríkirkjunni / áður en þeir brjóta spegilinn“; Tóm- as leggur síðan „vorstjörnunetið á miðnætti“ og fyrir vikið er alltaf „glænýr og spriklandi urriði / í Mela- búðinni við sólarupprás“. Ort er meðal annars út frá stytt- unum af Hannesi Hafstein, Þorsteini Erlingssyni, Óþekkta embættis- manninum, og þeim af Ingólfi Arn- arsyni og Leifi heppna sem í breytt- um heimi „upptendrast af goritexlífinu í borginni, draga að sér sjávarlyktina / og hvítlauksilminn, huga að reipum og draumum og / senda þrælana til að kaupa kost, gervihnattasíma og / neyðarblys, ákveðnir í að leggja í hann snemma næsta vor.“ Fín þrenna prósaljóða hverfist um Vatnsdal, þar sem í fyrsta segir að óvenju vel hafi gengið að draga sundur safnið við Undirfellsrétt þar sem um sumarið voru laxarnir brennimerktir þegar þeir gengu upp ána, og í öðru er magnaður atgangur við brúna yfir Hnausakvísl, öðru nafni Vatnsdalsá, þegar á að brenna mörkin á dökku skrímslabökin sem koma siglandi, „eldrákir á himni, funheit járnin sjóða í hylnum og gus- urnar ganga yfir hólana“. Sögusvið nokkurra ljóða er heima- slóðir skáldins í Skagafirði; eitt fjallar á fallegan hátt um Kletta- fjallaskáldið, klippt sem í kvikmynd af Stephani G. við Klettafjöllin aftur í æsku þar sem glaðlegt krunk berg- málar um fjöllin en hann leggst nið- ur og grætur; og í öðru er því lýst hvar Konráð Gísason snýr heim í samtíma okkar, hlustandi á Álfta- gerðisbræður og með Fjölni undir hendinni. Sagan, liðinn tími og skáldskapur annarra lifna oft á ljúfsáran hátt í ljóðum Eyþórs, með undirtóni úr greinilegri væntumþykju. Falleg mynd er til að mynda dregin upp í „Skáldið í kirkjunni“ af því þegar Þorsteinn frá Hamri les upp í Þing- vallakirkju, „svo hægt og fallega / les hann ljóð inn í mig“, og fyrir utan nemur glæsimennið stóra – Einar Benediktsson sem þar er grafinn – „hlýtt bergmálið / frá Hamrinum // undir óseldum himni“. Garðar sem halda engum draumum Morgunblaðið/Ófeigur Eyþór „Útkoman er vel lukkað og persónulegt verk, bók sem án efa kætir unnendur ljóða Eyþórs en rödd hans verður sífellt persónulegri…“ Ljóð Ég sef ekki í draumheldum náttfötum bbbbn Eftir Eyþór Árnason. Veröld, 2016. 73 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.