Morgunblaðið - 29.11.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2016 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Ættfræðiþjónustan ORG hefur tekið saman upplýsingar sem sýna skyld- leika Íslendinga við Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Tekið er dæmi af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem er tengdur Obama í 32. og 24. lið. Lykillinn að ættrakningunni er Gottskálk „grimmi“ Nikulásson Hólabiskup og eiga flestir Íslendingar að geta tengt sig við Bandaríkjaforseta í gegnum hann. Tenging Íslendinga við Donald Trump, sem kjörinn hefur verið for- seti Bandaríkjanna, vakti athygli og kom meðal annars fram í fjölda fyr- irspurna til Ættfræðiþjónustunnar. Oddur F. Helgason æviskrárritari og starfsmenn Ættfræðiþjónustunn- ar telja að heimildirnar fyrir teng- ingu eða skyldleika Íslendinga við Obama séu áreiðanlegri. Ættrakn- ingin er unnin upp úr upplýsingum frá ýmsum aðilum og telur Oddur að ekki sé völ á betri upplýsingum. Obama er af skoskum ættum en tengist Íslendingum í gegnum Eng- landskonung og höfðingjaættir í Frakklandi og Flæmingjalandi. Samkvæmisleikur Íslendingar geta notað þær upp- lýsingar sem fram koma á meðfylgj- andi grafi til að tengja sig við Obama. Með því að rekja ættir sínar frá hinum norska Hólabiskupi, Gott- skálki Nikulássyni, f. 1469, og skipta út ættrakningu Guðna Th. má sjá skyldleikann við Bandaríkjaforseta. Þetta getur orðið ágætis samkvæm- isleikur en Oddur segir að áhugafólk sé einnig velkomið í kaffi til sín í Ættfræðiþjónustuna í Skeljanesi. Hann vinni alla daga. helgi@mbl.is Geta tengt sig við Bandaríkjaforseta Skotar Bandaríkjamenn Baldvin V, greifi af Flanders Ættir forseta Adéle af Frakklandi Róbert I, greifi af Flæmingjalandi Adela af Flæmingjalandi Ingigerður Knútsdóttir af Danmörku Bengt Snivil Magnus Minnesköld Kristína Hafrid Magnúsdóttir Frú Sigtryggsdóttir, eigink. Knúts Magnús Knútsson Knútur Magnússon Birgitta Knútsdóttir Hákon Jónsson Sudrheim í Noregi Frú Hákonardóttir Rögnvaldur Keniksson Nikulás Rögnvaldsson Gottskálk „grimmi“ Nikulásson Kristín Gottskálksdóttir Ólafur Jónsson Teitur Sighvatsson Guðrún Ólafsdóttir Helga Teitsdóttir Jórunn Hannesdóttir Steinunn Sigurðardóttir Árni Gíslason Teitur Halldórsson Bogi Sigurðsson Steinólfur Árnason Bergur Teitsson Þórdís Bogadóttir Þóra Steinólfsdóttir Signý Bergsdóttir Margrét Ólafsdóttir Thorlacius Margrét Thorlacius Guðni Th. Jóhannesson Mathilda af Flæmingjalandi Henry I Englandskonungur Eiginkona Fergus af Galloway Bethóc MacFergus af Galloway Thomas I FitzRoy af Moray Thomas II af Moray Thomas Randolph Thomas Randolph Bernard Randolph Edmund Randolph Mercy Fleming Charles Fleming Ann Martha Payne George Payne Jesse Payne Francis Payne Benjamin Payne Charles Payne Rolla Payne Madelyn Lee Dunham Stanley Ann Dunham Barack Obama  Forsetinn og Obama af 32. og 24. lið Lyfjastofnun hefur þurft að hafa af- skipti af sölu dýralyfja í gæludýra- verslunum, en sala og dreifing slíkra lyfja fellur undir lyfjalög og er ein- ungis heimil þeim sem uppfylla til- tekin skilyrði og hafa leyfi til lyf- sölu frá stofnun- inni. Sigríður Ólafsdóttir, sviðs- stjóri eftirlits- sviðs Lyfjastofn- unar, segir að engin gæludýra- verslun hafi slíkt leyfi og að stofn- uninni berist ábendingar um slíka sölu af og til. Hún segist telja að þetta athæfi spretti fremur af vangá en einbeittum brotavilja, en það að selja lyf án þess að hafa til þess heimild felur í sér brot gegn ákvæð- um lyfjalaga. „Við fengum ábendingu um dag- inn um að gæludýraverslun væri að selja sýkla- og sveppalyf í fiskabúr. Við leggjum áherslu á að dýralækn- ar stýri lyfjameðferð hjá dýrum og ráðleggi um notkun dýralyfja,“ segir Sigríður. Lyfjastofnun hefur enga eftirlits- skyldu með gæludýraverslunum, en þar sem stofnuninni er falið að hafa eftirlit með því að ákvæðum lyfja- laga sé fylgt er fyrsta úrræðið sem stofnunin grípur jafnan til að beina þeim tilmælum til gæludýraverslana að þeim sé ekki heimilt að selja lyf. Að sögn Sigríðar fær stofnunin af og til ábendingar um lyfjasölu í gæludýraverslunum. Til dæmis hafi borist ábending í fyrra um að verið væri að selja lyf til að losa hunda og ketti við sníkjudýr á húð. Hún segir það mat Lyfjastofnunar að þær verslanir sem selji dýralyf án leyfis geri það fyrst og fremst í góðri trú, ekki sé ætlunin að brjóta lög. „Í sum- um löndum á EES-svæðinu er heim- ilt að selja lyf fyrir smærri gæludýr í gæludýraverslunum. Það gæti valdið einhverjum misskilningi hérlendis. Lyfjastofnun bregst við með því að senda tilmæli um að hætta sölu þess- ara lyfja og við höfum aldrei upplifað annað en að það hafi verið tekið vel í það.“ annalilja@mbl.is Dýralyf eru seld án leyfis í gæludýrabúðum  Lyfjastofnun berast af og til ábendingar um slíka sölu Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæludýr Sala dýralyfja fellur undir lyfjalög eins og önnur lyfjasala. Sigríður Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.