Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Side 3
Vikublað 11.–13. ágúst 2015 Fréttir 3
Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18
Hágæða parketplankar
á góðu verði
V A R M A D Æ L U R
19 dBA
*Við ábyrgjumst lægsta eða sama verð og sambærileg
varmadæla frá öðrum söluaðilum. Smiðjuvegur 70 - gulgata - 200 Kópavogur
Gæði, þjónusta og gott verð.
Hámarks orkusparnaður.
sen
dum
frÍ
tt
Út
Á l
and
*
Stefnir í met í Hólsá
Svæðið komið með 400 laxa á sex stangir
M
okveiði er nú dag eftir dag
í stóru ánum á Suðurlandi.
Hólsá, sem er svæðið þar
sem Eystri-Rangá og Þverá
mætast og niður til sjávar, er sex
stanga svæði á austurbakkanum.
Þar veiðast nú flesta daga á bilinu
20 til 30 laxar. Nýlega komst tveggja
daga holl í 60 laxa. Hólsá er að verða
komin í 400 laxa, en allt sumarið í
fyrra skilaði svæðið um 300 löxum.
Besta veiði sem skráð hefur verið í
Hólsá var sumarið 2011 þegar 700
laxar voru bókaðir.
Staðkunnugir segja að veiðin hafi
farið mjög hægt af stað og verið al-
veg einum straumi seinna en vana-
legt gæti talist. Nú eru kraftmikl-
ar göngur á svæðinu og hefur vaxið
hratt síðustu vikur. Miðað við þær
tölur sem DV hefur fengið fregnir af,
er dagstöngin að fá á bilinu þrjá til
fimm laxa. Veitt er á allt hefðbundið
agn og enginn kvóti er á fjölda fiska.
Þá er ágætis veiði af sjóbirtingi og er
sá stærsti í sumar hvorki meira né
minna en 16 pund.
Efsti hlutinn í Hólsá hefur verið
að gefa mestu veiðina en það helg-
ast fyrst og fremst af því að flestir
veiðimenn reyna þar lengstan hluta
tímans. Veiðisvæðið er samtals um
20 kílómetra langt. Afar góð að-
staða er fyrir veiðimenn í Hólsá. Sex
tveggja manna herbergi eru í nýlegu
veiðihúsi og er hvert herbergi með
sér baði. Heitur pottur er við hús-
ið. Stórt sameiginlegt rými er í veiði-
húsinu þar sem hópar geta snætt
eða haldið kvöldvökur. Allar nánari
upplýsingar er að finna á www.
holsa.is n eggert@dv.is
Óhagstæður leigumarkaður
Hlutfall milli ársleigu og kaupverðs lægra í Reykjavík en öðrum norrænum borgum
Ó
hagstætt er að leigja íbúðar-
húsnæði í Reykjavík miðað
við að kaupa og þarf leigu-
verðið að lækka um þriðj-
ung til að hagstætt verði að
leigja. Þetta kemur fram í Hagsjá
Landsbankans.
Þar segir að leiguverð íbúðar-
húsnæðis hafi fylgt þróun sölu-
verðs náið eftir síðustu fjögur árin,
eða frá því að farið var að mæla
vísitölu leiguverðs. Sé litið á svo-
kallað „price to rent ratio“ sem er
hlutfall á milli kaupverðs og leigu-
verðs sjáist að það sé mjög lágt í
Reykjavík.
„Hlutfallið milli ársleigu og
kaupverðs þarf að breytast mik-
ið til þess að það sé beinlín-
is hagstætt að leigja. Leiguverðið
þyrfti þannig að lækka um þriðj-
ung til þess að það sé hagstætt að
leigja. Sé þetta hlutfall skoðað yfir
lengri tíma í Reykjavík sést að það
er mun óhagstæðara að leigja nú
en löngum áður. Eina tímabilið þar
sem hlutfallslega var hagstæðara
að leigja var frá 2005–2008. Á þeim
tíma hugsuðu flestir þó meira um
að kaupa en leigja,“ segir á vef Hag-
sjár.
Þá hafi Reykjavík mikla sér-
stöðu þegar litið er á samanburð
við aðrar norrænar borgir. Hlut-
fallið milli ársleigu og kaupverðs
sé miklu lægra hér á landi sem
þýðir að leiguverð sé hlutfallslega
hátt miðað við verð, annaðhvort sé
leigan hlutfallslega hærri eða sölu-
verðið hlutfallslega lægra. Hér er til
að mynda hægt að kaupa eign með
upphæð sem nemur 13 ársleigum
en í Stokkhólmi þarf næstum 40
ársleigur til. n
einar@dv.is
Boltahængur
í Hólsá Jón Ingvar
Pálsson með 7,6
kílóa hæng úr
Hólsá. Laxinn tók
fluguna Skógá með
kúluhaus. Lengdin
92 sentimetrar.
Fasteignir Leigumarkaðurinn í Reykjavík hefur verið óhag-
stæður fyrir leigjendur allt frá árinu 2008. Mynd 123rF.coM
Er góðkunningi lögreglunnar
Gekk berserksgang á Kirkjuvöllum
K
arlmaður á fimmtugsaldri, sem
var handtekinn í aðgerðum
sérsveitar ríkislögreglustjóra í
Hafnarfirði á sunnudagskvöld,
hefur endurtekið komist í kast við lög-
in.
Það var um klukkan tíu á sunnu-
dagskvöld sem óskað var eftir aðstoð
lögreglu vegna hávaða frá heimili í
Vallahverfi í Hafnarfirði. Þegar lögregla
mætti á vettvang reyndist þar vera fyr-
ir maður á fimmtugsaldri sem á sér
sögu um ofbeldi. Hann veittist að lög-
reglumönnum, en þegar handtaka átti
manninn náði hann að komast inn í
íbúðina og loka á eftir sér. Sagðist mað-
urinn vera með skotvopn. Sérsveitin
handtók manninn á fyrsta tímanum
aðfaranótt mánudags.
Maðurinn hlaut síðast dóm í mars á
þessu ári og var hann þá dæmdur fyrir
hótanir í garð lögreglumanna.
DV fjallaði um manninn árið 2004
þegar hann hafði gengið berserksgang
á Reykhólum vopnaður hagla byssu.
Heimamenn hringdu á lögregluna
þegar maðurinn, sem var sonur prests-
ins á staðnum, hóf að skjóta á hús. Lög-
reglan fékk tilkynningu um skothríðina
klukkan ellefu um morguninn en var
ekki mætt fyrr en um klukkan sex en
þá var maðurinn á bak og burt. Hann
var síðar handtekinn í Reykjavík en þá
fundust einnig 170 kannabisplöntur á
heimili hans og eitthvað af þýfi. n
Góðkunningi lögreglunnar Maðurinn
hefur áður verið handtekinn af sérsveit rík-
islögreglustjóra en hann gekk berserksgang
á Reykhólum fyrir ellefu árum. Mynd dV/2004