Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Blaðsíða 4
Vikublað 11.–13. ágúst 20154 Fréttir
Dalshrauni 13
220 Hafnarfirði
Sími 565 2292
Settu fókusinn á
Þýsk gæði í gegn
Sumarútsalan
hafin í Hjólaspretti
20 - 50% afsláttur af völdum hjólum
Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í
svo einfalt
er það!
súðarvoGur 3-5, reykjavík
GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is
s: 5666630 / GluGGaGerdin.is
»
Best væri að hætta núna
n Ólafur segir útilokað að Vaðlaheiðargöng standi undir sér n 700 milljónir tapast fyrsta árið
Ó
lafur Guðmundsson, tækni-
stjóri EuroRap á Íslandi, segir
útilokað að Vaðlaheiðargöng
muni standa undir sér í fram-
tíðinni. EuroRap, eða Europe-
an Road Assessment Program, eru
alþjóðleg samtök sem stuðla að
bættu umferðaröryggi.
Ólafur telur að ríkið gæti tap-
að í kringum 20 milljörðum króna á
göngunum á næstu 27 árum.
„Miðað við meðalverð í göngin
og þann bílafjölda sem maður sér
fram á að muni fara í gegnum þau þá
hrökkva rekstrartekjurnar ekki einu
sinni fyrir vöxtunum fyrsta árið, hvað
þá fyrir afborgunum og rekstri. Og
munar þar verulega,“ segir Ólafur og
telur að tapið á fyrsta árinu verði um
700 milljónir króna og að sá pening-
ur sem ríkið hefur lánað vegna gang-
anna fáist aldrei til baka. Nú þegar
hefur ríkið lánað um það bil fimm
milljarða króna vegna ganganna.
Hann gefur sér að vegatollur í
göngin verði að meðaltali 700 krónur
og að fjöldi bíla á dag sem fari þang-
að í gegn verði 1.300 og fjölgi svo
um tvö prósent á ári. Þannig verði
árstekjur um 434 milljónir króna. Á
móti kemur að meðalkostnaður á
ári vegna afborgana lána og reksturs
ganganna verður um 1,1 milljarð-
ur króna. Mismunurinn er um 700
milljónir króna.
3.400 bílar eða 1.900 krónur
Til að dæmið gæti gengið upp þyrftu
um 3.400 bílar að fara í gegnum
Vaðlaheiðargöng á hverjum degi á
fyrsta árinu, eða þá að vegatollurinn
væri 1.900 krónur að meðaltali, en til
samanburðar er hann 650 krónur að
meðaltali í Hvalfjarðargöngunum.
Hann segir báðar leiðir óraunhæfar.
„Það er alveg sama hvernig maður
reynir að fá þetta til að standa und-
ir sér, það er ekki nokkur leið,“ seg-
ir Ólafur.
Lendir á skattgreiðendum
„Þetta lendir allt á skattgreiðendum
og ríkissjóði. Eitt af skilyrðunum fyr-
ir því þegar þetta verkefni var sett
í gang var að þetta yrði einkafram-
kvæmd og ríkið myndi ekki bera af
þessu neinn kostnað og að þetta
myndi ekki verða tekið af samgöngu-
fé þjóðarinnar. Mér sýnist það samt
vera að gerast vegna þess að það er
enginn að lána í þetta annar en rík-
issjóður og það er útilokað að ein-
hverjir fjárfestar fari að leggja í þetta
dæmi á þessum forsendum,“ segir
Ólafur.
„Pólitíkusarnir töluðu um að ef
þetta gengi ekki upp yrði bara lengt
í láninu en ég get ekki séð að þetta
gangi upp þótt við lengjum það út í
hið óendanlega.“
Í lok júlí var búið að bora rúm-
lega 60 prósent Vaðlaheiðarganga en
mikill vatnsleki hefur verið í þeim,
sem hefur tafið framkvæmdirnar og
aukið kostnaðinn. Óvíst er hvenær
göngin verða tilbúin en upphaf-
lega áttu þau að klárast í desember á
næsta ári. Það gæti dregist til ársins
2018.
Göngin verða 7,5 km löng á milli
Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Þau
munu stytta vegalengdina milli Ak-
ureyrar og Húsavíkur um 16 km og
ekki þarf lengur að fara um Víkur-
skarð sem er fjallvegur þar sem færð
spillist gjarnan að vetri til.
Ódýrara að hætta núna
Árið 2013 var lagt upp með að göngin
myndu kosta 11,5 milljarða króna og
samþykkti Alþingi þá að samtals yrðu
8,7 milljarðar lánaðir í verkefnið á 3, 7
prósenta vöxtum.
Stjórn Vaðlaheiðarganga sagði í júní
síðastliðnum að hún teldi að kostnað-
urinn við framkvæmdina muni nema
12.450 milljónum króna með vsk. á
verðlagi í árslok 2011. Þar með fer hún
1,5 milljarða króna fram úr þeirri áætl-
un sem lá fyrir í árslok 2011.
Sjálfur hefur Ólafur reiknað út
að eins og staðan er núna er lág-
markskostnaðurinn vegna ganganna
orðinn 13,7 milljarðar króna og að
fjárþörfin nemi 3,6 milljörðum króna
til viðbótar, að meðtöldu 600 millj-
óna króna hlutafjárloforði.
„Ég væri ekki hissa þó að það
kæmu tveir til þrír milljarðar í við-
bót og að þetta endi í 15 til 17 millj-
örðum,“ segir Ólafur og telur að nú sé
réttur tímapunktur til að staldra við
og skoða hvaða kostir eru í stöðunni.
„Eitt af ráðunum er að hætta núna,
lofa þessu að leka og sjá hvort lekinn
minnki ekki og að þetta verði viðráð-
anlegra síðar. Miðað við tölurnar sem
eru í þessu væri sennilega ódýrara
fyrir ríkissjóð að hætta bara núna.“
Bjartsýnisskýrslur pantaðar
Sjálfur segist hann hafa bent á að
dæmið myndi ekki ganga upp áður
en ráðist var í gerð ganganna. Einnig
hafi margir sérfræðingar verið á sömu
skoðun, bæði hagfræðingar og verk-
fræðingar. Meðal annars hafi áhætt-
an verið of mikil. „Menn hlustuðu
bara á bjartsýnisskýrslurnar sem voru
pantaðar af þeim sem vildu göngin
til sín. Af Háskólanum á Akureyri og
IFS, sem gerði skýrslu fyrir fjármála-
ráðuneytið. Fjármálaráðherra þá var
þingmaður þessa kjördæmis og hann
lagði mikla áherslu á að þetta yrði
gert,“ segir hann og á þar við Stein-
grím J. Sigfússon.
Til stendur að gefa út endurbætta
rekstraráætlun vegna ganganna í
haust. „Ég er mjög spenntur að sjá
hana. Ég hef engar væntingar um að
hún sýni að þetta dæmi gangi upp,
því miður.“ n
Ólafur Guðmundsson Segir að dæmið
gangi einfaldlega ekki upp. Mynd SiGtryGGur Ari
Útilokað að stöðva
framkvæmdir
Segir Ólaf alltaf hafa talað gegn göngunum
Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri
Vaðlaheiðarganga hf., segir að enn sem kom-
ið er sé miðað við upphaflega rekstraráætlun um
hvernig göngin eiga að standa undir sér. Áætlunin
verði uppfærð í haust þegar betur er komið í ljós
hvernig gangagröfturinn gengur. „En þetta hefur ekki gengið alveg eins
og við vorum að vonast til. Með svona verklegar framkvæmdir þá er ekki
hægt að sjá fyrirfram hvernig fjallið hagar sér.“
Valgeir segir að Ólafur hafi verið talsmaður gegn göngunum alla tíð.
„Ég hef ekki séð útreikninga Ólafs en ég get ekki ímyndað mér að hann sé
að nota einhverjar forsendur nema þær sem henta málflutningi hans.“
Hann tekur fram að í rekstraráætluninni þurfi að uppfæra hluti sem
tengjast umferðinni á svæðinu. Hún hafi samt verið meiri en gert var ráð
fyrir í upphafi, bæði vegna aukins fjölda ferðamanna á landinu og vegna
uppbyggingar á Bakka. „Það hefur alls konar umræða verið uppi um
göngin og menn bent á að kostnaðurinn væri vanáætlaður en jarðfræðin
hefur ekki verið okkur hliðholl. Það hefur verið meiri kostnaður við berg-
þéttingar en við reiknuðum með.“
Valgeir segir ekki koma til greina að stöðva framkvæmdirnar. „Nei, svo
lengi sem menn geta komist þarna í gegn tæknilega séð þá höldum við
ótrauðir áfram. Þetta er þolinmæðisvinna en við sjáum ennþá fyrir end-
ann á þessu þó að þetta taki lengri tíma en áætlað var.“
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is
„Það er alveg sama
hvernig maður
reynir að fá þetta til að
standa undir sér, það er
ekki nokkur leið
Vaðlaheiðargöng
Um 60 prósentum af
gangagreftinum er lokið.
Mynd VALGeir BerGMAnn