Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Side 12
Vikublað 11.–13. ágúst 201512 Fólk Viðtal
JEPPADEKK
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is
Aðlögunin reyndist mjög erfið
n Allt mjög framandi n Fékk ekki formlegt tilboð frá Bolton n Erfiðast að vera fjarri fjölskyldunni
Þ
egar Eiður Smári Guðjohn-
sen lék í Belgíu með liðinu
Club Brugge, leiktíðina
2013–2014, var einn liðsfé-
lagi hans frá Kína. Umboðs-
maður hans kom að máli við Eið og
spurði hvort hann mætti hafa sam-
band ef áhugi yrði á honum hjá liði
í Kína. Eiður gaf honum upp síma-
númerið sitt og hugsaði ekki meira
um það mál. „Það hefur gerst oft
að umboðsmenn hafa haft sam-
band og telja sig vera með alls kon-
ar tengsl sem verður svo ekkert úr.
Þannig að ég hugsaði ekki meira um
þetta,“ sagði Eiður í samtali við DV.
Eiður er nú leikmaður kínverska
úrvalsdeildarliðsins Shijiazhuang
Ever Bright. „Þetta gerðist ótrúlega
hratt. Kínverski umboðsmaður-
inn hafði samband við mig í júní,
eða rúmlega ári eftir að hann fékk
númerið mitt, og tilkynnti mér að
hann væri með lið í Kína sem hefði
áhuga á að fá mig. Ég spurði hvort
hann vildi ekki senda mér samn-
ingstilboð og það kom bara um hæl.
Þannig var málið komið á alvarlegt
stig. Samningstilboðið var mjög
áhugavert og ég stökk á þetta.“
Kom ekkert formlegt frá Bolton
Flestir áttu von á að Eiður
myndi framlengja við enska 1.
deildarfélagið Bolton, þar sem
hann hafði spilað síðasta tímabil
við góðan orðstír. „Það var bara
þannig að það kom aldrei neitt
samningstilboð um framlengingu
frá Bolton. Það kom ekkert formlegt.
Það voru allir á því að ég myndi
semja aftur og ég bjóst ekki við
öðru. Mér skilst að fjárhagsstaðan
hjá Bolton hafi verið þannig að
þeir gátu í raun ekki séð hvaða
fjármuni þeir hefðu milli handa
fyrir leikmannahópinn. Ég ætlaði
ekki að fara að mæta út til Bretlands
samningslaus og taka þá áhættu
að meiðast. Ég hefði þá líka þurft
að sjá um mig sjálfur í Bretlandi.
Ég var búinn að skila öllu af mér,
íbúð og fleiru.“ Hvernig gekk þér að
aðlagast nýju landi og umhverfi svo
langt í burtu? „Þetta var erfitt – mjög
erfitt fyrst. Auðvitað líka spennandi
og hálf óraunverulegt. Það er allt
öðruvísi hér. Mataræði er öðruvísi
og nýtt lið, ný æfingaaðstaða og
liðsfélagar. Hér tala ekki margir
ensku, þannig að túlkur fylgir okkur
erlendu leikmönnunum. En erfiðast
var með líkamann að aðlagast því
að vera hinum megin á hnettinum.
Ég var kannski búinn að ná tveimur
góðum dögum, þá allt í einu gat
ég ekki sofnað og vakti megnið af
nóttinni. En svo er þetta algerlega
komið og ég er að finna mig vel.“
Eiður segist ekki hafa áhyggjur af
tímamuninum þegar hann kemur
til móts við landsliðið. Hann er laus
viku fyrir leikdag og flug stendur vel
af sér.
Hrísgrjónanúðlur og
evrópskir veitingastaðir
Hvað borðarðu þá helst? „Ég er nú
frekar auðveldur hvað það varðar.
Ég er ekki matvandur en ég gat ekki
farið á hefðbundið kínverskt matar-
æði. Það er svo gjörólíkt því sem er
í Evrópu. Ég borða mikið eggjahrís-
grjón og svo reynir maður að finna
evrópska veitingastaði hér, sem
er ekkert alltaf auðvelt.“ Ertu byrj-
aður að tala kínversku? Eiður hlær.
„Nei – ég held reyndar að þeir segi
meio.“ Hvað þýðir það? „Nei, held
ég.“ Hann hlær. „Ég veit ekki hvar
ég ætti að byrja.“ Tilfinningin að
vera á hóteli í Kína og eiga nýfædda
stelpu heima? „Það er ótrúlega
erfitt. Sem betur fer er hægt að tala
saman á skype, facetime og mörgu
slíku. En auðvitað er það erfiðast að
vera langt í burtu frá fjölskyldunni.
Það er einfalt mál.“ Verður það erf-
iðara þegar þú eldist? „Já. Það verð-
ur það.“
Mjög gott form en
annar leikskilningur
Hvernig er kínverski fótboltinn
samanborið við það sem þú þekkir í
Evrópu? „Kínverska deildin er öðru-
vísi. Hún er alls ekki auðveld. Það er
eins og alls staðar í fótbolta. Mað-
ur þarf bara að vera upp á sitt besta.
Það kemur enginn hingað og slær
í gegn nema vera í toppformi og
leggja sig allan fram. Kínverskir leik-
menn er mjög vel á sig komnir lík-
amlega en hafa kannski aðeins ann-
an leikskilning miðað við evrópskan
fótbolta.“ Deildin var á fullu þegar
ég kom hingað í júní. Ég þurfti nokk-
uð langan tíma til að aðlagast öllum
hlutum. Þetta hefur farið rólega af
stað hjá mér eins og við var að bú-
ast, þar sem ég var að koma úr sum-
arfríi. Það er fínt tempo á æfingum.
Ég er búinn að ná upp góðu formi
og koma mér inn í hluti hér í Kína.“
Eiður Smári er samningsbund-
inn Shijiazhuang Ever Bright til 1.
janúar 2016. Sérðu fyrir þér fram-
hald? „Já, ég sé það fyrir mér en ég
veit ekki hvort það verður hér í Kína
eða í öðru landi. Ég held að aðalat-
riðið sé að ég nái að spila meira. Og
FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
Ísland 6 5 0 1 14 - 3 11 15
Tékkland 6 4 1 1 11 - 7 4 13
Holland 6 3 1 2 12 - 5 7 10
Tyrkland 6 2 2 2 7 - 8 -1 8
Lettland 6 0 3 3 2 - 13 -11 3
Kasakstan 6 0 1 5 4 - 14 -10 1
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
„Aðalatriðið er að
við sem hópur
áttum okkur á því að við
erum í bestu stöðu sem
nokkurt landslið hef-
ur verið. Við verðum að
koma okkur yfir strikið og
komast á EM í Frakklandi.
Það gerum við sem hópur.
Staða í A-riðli í riðlakeppni EM 2016
Ísland er efst. 3. sept-
ember mætir Ísland
Hollandi ytra og þann
6. september verður
leikið við Kazakstan á
Laugardalsvelli.
EM 2016 Eiður
Smári segir að það
verði söguleg stund
ef Ísland kemst á
EM 2016. „Við gerum
það sem hópur.“
Svakalegir leikir fram undan
Eiður Smári er spenntur fyrir leikj-
unum sem fram undan eru með
landsliðinu. Mynd Sigtryggur Ari