Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Blaðsíða 21
Vikublað 11.–13. ágúst 2015 Lífsstíll 17 T il þess að svara spurningunni sem ég varpa fram í fyrirsögn, þá er svarið algjörlega NEI. Þið verðið ekki eins og Hulk við það að byrja að lyfta lóðum og heldur ekki við að byrja að drekka fæðubótarefni eins og próteinduft. Ég hef margoft fengið þessa spurningu, bæði í þjálfuninni og frá konum sem eru að forvitnast um æfingar. Það eru ekki einungis lyftingar sem stuðla að uppbyggingu vöðvamassa, heldur samspil erfða, mataræðis og æfinga, sem mikilvægt er að sinna með stöðugleika. Til að styðja mál mitt tek ég sjálfa mig sem dæmi. Ég hef núna stundað lyftingar í fimm ár samfleytt, en held enn í mínar kvenlegu línur. Ræktardurgur í fæðingu Í september fyrir fimm árum tók ég eina af betri ákvörðunum lífs míns. Það var ákvörðunin um að skrá mig í fjar- þjálfun hjá Betri árangri. Einungis ári seinna var ég sest í þjálfarastólinn sam- hliða Katrínu Evu, þjálfara mínum og einni af mínum bestu vinkonum í dag. Það má því eiginlega svo að orði kom- ast að ég eigi fimm ára Ræktardurgs-af- mæli í komandi mánuði. Frá því ég tók þessa ákvörðun hef- ur líf mitt breyst svo um munar, á svo margan máta. Ekki bara það að ég vinn við ótrúlega gefandi og skemmtilegt starf, heldur hef ég öðlast mikla þekk- ingu og lært heilmikið sem við kemur hollum og góðum lífsstíl. Samhliða því hef ég lært ýmislegt sem tengist sjálfri mér eins og aukið sjálfstraust og bættri líðan. Ávinningurinn af því er síðan gott líkamlegt form, sem hefur bæst töluvert frá því fyrir fimm árum síðan. Fyrstu skref Ræktardurgsins Á þeim tíma sem ég byrjaði að lyfta, var ekki eins algengt að stelpur og kon- ur stunduðu lyftingar eins og það er í dag. Mér finnst alveg hreint magnað að sjá að breyting hefur orðið á því og það verður sífellt algengara. Það voru því þung skref tekin inn í lyftingarsalinn á sínum tíma, sem var stútfullur af gaur- um. Ég reif mig af brennslutækjunum sem ég stundaði stíft áður fyrr og reif þess í stað grimmt í lóðin. Það voru margir undrandi að ég væri að skrá mig í þjálfun, af því ég væri grönn fyrir. En mig langaði að læra betri lífsstíl og byggja mig upp. Það sem hvatti mig helst var að fá flottari rass, eftir að hafa gert minn að pönnuköku með eintómum brennsluæfingum. Síðan þá hef ég gengið í gegn- um flest það sem við aðstoðum kon- ur við í okkar þjálfun: létt mig, þyngt mig, styrkt mig og tónað, til þess að ná bætingum með líkamlegt form fyrir mitt áhugamál, sem er fitness. Þannig hefur mikil vinna farið í þær framfarir sem ég hef náð. „STRONG IS THE NEW SKINNY” Þessi setning er svo ótrúlega skemmti- leg og á svo vel við þær framfarir sem ég hef sjálf náð. Mér finnst svo gaman að fleiri stelpur sækist nú í að byggja sig upp og það sé ekki einungis verið að tala um að grennast. Svo er líka lúmskt gaman að lyfta og þannig hægt að móta líkamann eins og leir samhliða réttu mataræði, hvort sem að markmiðið er að grennast eða byggja sig upp. Að líða vel í eigin skinni Ég tel mikilvægast af öllu að hverjum og einum líði vel í eigin skinni, and- lega og líkamlega. Einnig finnst mér mikilvægt að þú gerir þetta fyrir þig og engan annan. Það er alltof algengt að við séum að sækjast í að vera eins og einhver annar vill að við séum. En nú er bara svo að smekkur manna er misjafn og því mikilvægt að gleyma sér ekki í allri gleðinni. Það er ekkert endilega fyrir alla að vera með vöðva, að hafa eitthvað utan á sér eða vera grannir. Ég hef núna prófað flest og líð- ur vel eins og ég er í dag. Eins og ég nefndi áður hef ég prófað að vera grönn, þyngri, tónuð og annað til. Í gegnum öll þessi tímabil hef ég fengið ábendingar um vaxtarlagið mitt á þeim tímapunktum. Heimurinn væri svo mikið betri staður ef við myndum gefa okkur að- eins meiri tíma í að spá í sjálf okkur og njóta augnabliksins, í stað þess að vera stöðugt að spá í aðra. n Þangað til næst, Ræktardurgurinn H ar ðp ar ke tÞýsk gæði! Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Verð ég eins og Hulk ef ég lyfti lóðum? n Gaman að lyfta n Að líða vel í eigin skinni Fyrir og eftir Myndin til vinstri er frá jólunum 2009 þegar ég var upp á mitt léttasta, enda mikið stress sem fylgdi því að vera að útskrifast, sjá um dimmiteringu og vinna fulla vinnu. Ég borðaði nokkurn veginn það sem mig langaði í sem var oft mjög næringarsnauð fæða eins og pitsa, nammi, hvítt brauð og drakk þrjá Magic-orkudrykki á dag. Samhliða því fór ég í ræktina að brenna svona 4–5 sinnum í viku. Á nýjustu myndinni, sem var tekin í sumar, er ég um átta kíló- um þyngri en á fyrri myndinni. Í dag lifi ég mun heilbrigðara lífi. Ég lyfti um 5–6 sinnum í viku í bland við brennsluæfingar eftir tilfinningu og borða mun hollari og næringarríkari fæðu. Einnig hef ég bætt líkamsstöðuna mína svo um munar, en ég vil meina að það sé að hluta til komið vegna þess að mér líður mun betur í eigin skinni. Hinn ógurlegi Hulk Frekar massaður náungi! Alexandra Sif Nikulásdóttir ale_sif@hotmail.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.