Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Side 19
Vikublað 11.–13. ágúst 2015 Umræða 15 Myndin S umarið er yfirleitt gúrku- tíð í fréttamennsku. Þingstörf liggja niðri að mestu og þing- menn þeytast út um hvippinn og hvappinn. Sumir nýta tímann til að hitta fólk um land allt og taka púlsinn á ýmsum málum. Aðrir nota tímann með fjölskyldunni, slaka á heima fyrir, dytta að heimilinu og skella sér jafnvel í útilegu eða utanlandsferð. Batteríin eru hlaðin, bæði málefnalega fyrir kom- andi þingvetur sem og líkami og sál. Kleinuhringjaklikkunin Sjálf hef ég nýtt tímann vel í sumar og gert allt ofantalið. Hef varla horft á sjónvarp en heyri útvarpsfréttir mátu- lega oft. Það sem hæst hefur borið í umræðunni, að mínu mati í sumar eru nokkur afar áhugaverð en þó ólík mál. Má þar nefna yfirvofandi við- skiptabann af hálfu Rússa gagnvart Ís- lendingum, afar sterk umræða um kyn- ferðisbrot og kleinuhringjaæði. Hvað er þetta annars með Íslendinga og er- lendar keðjur sem hingað koma? Það er eins og fólk hafi aldrei áður komist til þess að versla. Hvernig ætli höfundar áramótaskaupsins í ár tækli þetta allt, af nógu er að taka. Ferðamannahægðir Fjölgun erlendra ferðamanna, slys á ferðamönnum og ferðamannahægðir hafa til dæmis fengið all nokkra umfjöll- un í sumar. Of fá klósett, ófullnægjandi merkingar, lélegir vegir, ökumenn oft illar upplýstir um færð og vegi og jafn- vel á vanútbúnum bílum frá bílaleig- um, fáir hjólastígar fyrir allt reiðhjóla- fólkið sem skapar verulega slysahættu, og svo framvegis. Þetta eru allt verkefni sem við verðum að taka föstum tök- um og fjármagnið þarf að sjálfsögðu að fylgja. Út frá umræðum í þingsal í vet- ur heyrðist mér að flestir væru á þeirri skoðun að best væri að fara svokallaða blandaða leið til fjármögnunar en þau mál skýrast væntanlega á haustdögum. Í lífshættu á reiðhjóli Aðeins meira um hjólreiðafólkið. Við höfum mörg lent í því ítrekað, á þjóð- vegum landsins, að þurfa nánast að hemla þegar maður lendir skyndi- lega fyrir aftan hjólreiðamann. Sumir hjóla hlið við hlið og aðrir eru með svo miklar pinkla að þeir taka heila akrein. Stundum er mögulegt að sveigja fram- hjá þeim en stundum ekki. Vegaxlir eru víða mjög lélegar og því eiga hjól- reiðamennirnir heldur ekki möguleika á að víkja lengra út í kant. Maður bíð- ur hreinlega eftir að dauðaslys verði við slíkar aðstæður. En hvað skal gjöra? Vegakerfinu hefur verið illa viðhaldið í mörg ár. Hjólreiðastígar eru að sjálf- sögðu ekki í forgangi. Að mínu mati er tvennt í stöðunni, þ.e. að þegar vegir eru lagaðir að vegkantar séu hafðir ívið breiðari en venja er og myndu þannig nýtast hjólreiðafólki. Hin leiðin er að koma þeim skilaboðum til ferðafólks að ekki sé óhætt að hjóla á þjóðvegum. Við getum ekki boðið upp á þessa tegund ferðamennsku ef öryggi ferðamanna er ekki tryggara en raun ber vitni. Fleiri gáttir til landsins Þjónusta og umgjörð er eitt og náttúru- verndin annað. Þar sem íslensk nátt- úra er einstaklega viðkvæm þá hefur lengi verið tala um að fjölga hliðum inn til landsins með það að markmiði að dreifa ferðamönnum betur um landið. Ríkisstjórnin hefur að tillögu forsætis- ráðherra samþykkt að skipa starfshóp sem fær það hlutverk að kanna hvern- ig koma megi á reglulegu millilanda- flugi um flugvellina á Akureyri og Eg- ilsstöðum. Starfshópurinn skal greina framkvæmdaratriði, kostnað, þátt- töku einstakra ríkisstofnana/fyrirtækja, landshluta og fyrirtækja í viðkomandi landshluta og markaðssetningu. Starfs- hópurinn á að skila af sér tillögum í formi aðgerða- og kostnaðaráætlunar. Áhugavert verður að sjá hverjar niður- stöður starfshópsins verða. Gæði umfram magn Fjölgun innkomustaða myndi án efa styrkja byggðir landsins og inn- viði þeirra, og umfram allt, gefa ferða- manninum enn betri upplifun. Rann- sóknir sýna að flestir ferðamenn sem hingað koma vilja njóta náttúrunnar. Náttúran stendur auðvitað alltaf fyrir sínu en fjölmennið á vinsælustu stöð- unum getur dregið verulega úr gæðum upplifunarinnar. Bláa lónið hefur verið til mikillar fyrirmyndar á þessu sviði og lagt ofuráherslu á upplifun gesta. Nú er verið að stækka lónið en stjórnendur lónsins munu samt sem áður ekki selja fleiri aðgangsmiða sem því nemur. Þar er aðgangur að lóninu takmarkaður við ákveðinn fjölda hverju sinni. Mér finnst að aðrir vinsælir ferðamanna- staðir ættu að taka Bláa lónið sér til fyr- irmyndar og skoða það t.d. að hleypa bara visst mörgum hópferðabílum/ einstaklingum inn á svæðið í einu, þá á ég til dæmis við staði eins og Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Íslensk náttúra rokkar En svona að lokum þá hef ég virkilega notið þess að ferðast um landið í sumar. Ég hef notað tjaldsvæðin grimmt, vítt og breitt um landið og verið afar ánægð með þá þjónustu sem ég hef fengið. Það hefur einnig verið gaman að sjá hversu mikinn metnað ferðaþjónustu- aðilar hafa til að standa sig sem best gagnvart sínum viðskiptavinum. Þeir erlendu ferðamenn sem ég hef hitt á tjaldstæðunum hafa allir verið mjög ánægðir með ferðalagið en það sem toppar sumarið algjörlega er að sjálf- sögðu sjálf móðir náttúra; mikilfengleg, stórbrotin og algerlega einstök. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokksins n Opnar skóla í Kenía Paul Ramses hyggst opna grunnskóla í Kenía nú síðsumars fyrir fé sem hann og kona hans, Rosemary, hafa safnað með sölu á munum frá heimalandinu. Paul fékk hæli á Íslandi árið 2010 eftir að hafa verið sendur úr landi. mynd siGtryGGur ari Sími 568-5556 www.skeifan.is Föst sölulaun Sölulaun eigna yfir 60 milljónum aðeins 1% með vsk upp að 60 milljónum 299.900.- með vsk VantaR – VantaR Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá. Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Sími 568- 5556 www .skeifan.is silja dögg Gunnarsdóttir Þingmaður Framsóknarflokksins Kjallari „Ég fer í fríið“ „Það er eins og fólk hafi aldrei áður komist til þess að versla Mest lesið 1 Maðurinn handtekinn Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók karlmann í fjölbýlishúsi í Vallahverfinu í Hafnarfirði eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. Lögregla var með mikinn viðbúnað í hverfinu og lokaði meðal annars fyrir umferð um hverfið auk þess sem íbúar voru hvattir til að halda sig innandyra. Lesið: 41.453 2 Annar maðurinn látinn Eins hreyfils vél með tvo innanborðs brotlenti á Tröllaskaga á sunnudag. Flugmaðurinn, Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og stofnandi Atlanta, komst lífs af en farþegi í vélinni, kanadískur karlmaður, var látinn þegar við- bragðsaðilar komu á vettvang. Aðstæður á slysstað voru nokkuð erfiðar. Lesið: 13.119 3 Blái herinn fær ekki að-stoð við förgun Blái herinn stóð fyrir tveimur fjöruhreinsunum í maí og fyllti ruslið tuttugu og fjögur fiskikör og var um 3.500 kíló. Stofnandi Bláa hersins og sá sem skipulagði hreinsunina, Tómas J. Knútsson, situr nú hins vegar uppi með allt ruslið því hann fær ekki aðstoð við förgun en greiða þarf fyrir slíkt í dag. Lesið: 8.876 Vonumst til að þetta fari af stað fyrr en síðar Björn Blöndal, formaður borgarráðs, um uppbyggingu á Landsbankareitnum. - Visir Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag Guðmundur steingrímsson sem íhugar sína pólitísku framtíð. - DV Það er saga á bak við hvert einasta símtal sigrún Ósk Kristjánsdóttir, sem vinnur nú að þriðju þáttaröð Neyðarlínunnar fyrir Stöð 2. - DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.