Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2015, Blaðsíða 17
Vikublað 11.–13. ágúst 2015 Kynningarblað - Skólar & námskeið 3 Kláraðu skólainnkaupin á nokkrum mínútum Losnaðu við röðina og fáðu vörurnar sendar heim samdægurs H eimkaup.is hefur tekið þátt í skólavertíðinni undanfarin ár, nú eru æ fleiri sem nýta sér íslenska netverslun og Heimkaup.is sendir vörur frítt heim að dyrum ef keypt er fyr- ir 4.000 kr eða meira – samdægurs á höfuðborgarsvæðinu og þeir sem búa á landsbyggðinni fá vörurnar í langflestum tilvikum daginn eftir að pantað er. Mörgum þykir afar þægi- legt að get keypt ritföngin, skóla- bækurnar og fartölvurnar í róleg- heitum heima á netinu og fá allt á sama stað. Þá sleppur fólk við að bíða í röð og leita að stæðum og þess háttar sem fylgir verslunarferð- um á annatímum, sem skólavertíð- in vissulega er. Þegar við sendum út á land, nýtum við okkur þjónustu Póstsins og í 90% tilvika er pakkinn kominn í hendur viðskiptavinarins daginn eftir,“ segir Friðrik Kristjáns- son, markaðsstjóri hjá Heimkaup.is, í samtali við DV. Hann segir að við- skiptavinirnir á landsbyggðinni séu fjölmargir og það sé helst vöruúrval- ið og þjónustan sem þeir sækist eftir. Skiptibækur fyrir framhalds- skólanemendur Heimkaup.is kaupir notaðar skóla- bækur. Hægt er að fletta upp titli bókarinnar sem nemandi vill selja í „leitinni“. Nemendur fá svo inneign á Heimkaup.is, langflestir nota hana til að kaupa þær bækur sem þá vant- ar, en er auðvitað frjálst að nota inn- eignina í eitthvað annað, úr nógu er að velja en nú eru yfir 16.000 vör- ur í boði á Heimkaup.is, hægt er að kaupa í gegnum netið, eða bara með því að hringja í síma 550 2700. Þegar líður á ágústmánuð fyllist svo allt af notuðum bókum sem nemend- ur geta keypt fyrir inneignina – eða fengið nýtt eintak. Þeir sem hafa nýtt sér þjónustuna einu sinni gera það aftur og aftur enda kem- ur starfsmaður frá Heimkaup. is heim til nemenda og nær í gömlu bækurnar. Gæti varla ver- ið þægilegra. Á síðunni er hægt að fá flestar ef ekki allar þær bæk- ur sem kenndar eru í framhalds- skólunum næsta vetur. Skólalistar Grunnskólar landsins birta skóla- lista á heimasíðum sínum, foreldr- um og nemendum til þæginda. Alla listana er hægt að finna á Heimkaup. is um leið og skólarnir birta þá og kaupa ritföngin í rólegheitum og fá send heim samdægurs eða daginn eftir. Heimkaup.is býður fólki að kaupa listana eins og skólarnir birta þá en einnig er hægt að taka vör- ur út, ef nóg er til af t.d. strokleðr- um á heimilinu og bæta einhverju við sem vantar. Heimkaup.is leggur mikið upp úr að vera með vandaðar vör- ur og góð merki. Skólatöskur Það er gaman að skoða úrvalið af skólatöskum á síðu Heimkaup.is. Mikið af fallegum og litríkum tösk- um fyrir yngstu nemendurna, nest- isbox og pennaveski, en einnig bak- poka fyrir eldri nemendur og framhalds- skólanema. Þar er helst að nefna Adidas, en Heimkaup.is er með mikið úrval af Adidas-tösk- um. Nýju tösk- urnar frá Adi- das hljóta að slá í gegn, ótrúlega svalar og þægi- legar. Í barnatöskum má nefna Bix- bee-töskur. Þær hafa þá sérstöðu að Bixbee gefur eina skólatösku fyr- ir hverja selda tösku til barna sem þurfa á aðstoð að halda vegna fá- tæktar. Þannig er hægt að styðja aðra um leið og barnið fær flotta tösku. Þetta eru vandaðar töskur sem eru ólíkar hefðbundnum tösk- um í laginu, þær eru á „lengdina“, bækurnar fara þversum ofan í og henta því mjög vel yngstu börnun- um – sem eru líka oft æði glysgjörn! Fartölvur Heimkaup.is hefur verið með mik- ið af raftækjum, stórum og smáum og þar eru fartölvur fyrirferðarmikl- ar. Hjá Heimkaup.is er hægt að fá far- tölvur frá 89.990 kr. og upp úr. Taka má sem dæmi Acer, Lenovo, HP og Dell. Fartölvusíðurnar eru flottar og allar upplýsingar um vöruna er hægt að finna á þeim. Mikið fjör Starfsfólk hjá Heimkaup.is kemst í mikið stuð í ágúst við að undirbúa skólavertíðina og sinna henni, það er mikið fjör á lagernum og ekki síst í útkeyrslunni en fyrirtækið tekur inn talsvert af aukafólki til að anna fjörinu sem fylgir skólabyrjun. All- ir leggja sitt af mörkum við að koma vörunum eins fljótt og mögulegt er til skólafólksins. n Mynd hallurkarlS.coM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.