Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2015, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2015, Qupperneq 4
Vikublað 15. desember 20154 Fréttir D anska verkfræðistofan COWI neitar að hafa unnið útreikninga um loftmeng­ un kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík, þvert á fullyrðingar íslenska fyrir­ tækisins. Í bréfi sem COWI sendi Skipulagsstofnun í febrúar, og DV hefur undir höndum, var farið fram á að nafn og merki danska fyrirtæk­ isins yrðu fjarlægð úr minnisblaði United Silicon um loftdreifiútreikn­ inga verksmiðjunnar. Skipulags­ stofnun féllst á það en dregur niðurstöðurnar ekki í efa. Magnús Garðarsson, stjórnarmaður og einn eigenda United Sili con, fullyrðir að útreikningarnir komi frá COWI. „Við skiljum ekki af hverju COWI sendi þetta bréf enda gerði fyrrver­ andi starfsmaður þess útreikning­ ana,“ segir Magnús. Tvö ár liðu United Silicon skilaði minnis­ blaðinu inn til Skipulagsstofnun­ ar í febrúar 2013. Í því var fullyrt að COWI hefði unnið mengunarspána og minnisblaðið auðkennt með merki dönsku verkfræðistofunnar. Niðurstöður útreikninganna sýna dreifingu helstu mengunar­ efna sem koma til með að mynd­ ast við framleiðslu United Silicon. Samkvæmt þeim á styrkur efn­ anna, eins og brennisteinsdíoxíðs og nituroxíðs, að vera undir leyfi­ legum mörkum. Þremur mánuð­ um síðar, þann 10. maí 2013, gaf Skipulagsstofnun út álit sitt um mat á umhverfisáhrifum 100.000 tonna framleiðslu United Silicon á kísil­ málmi. Umhverfisstofnun gaf síðan út starfsleyfi fyrir rekstrinum í júlí 2014. Þann 18. febrúar 2015, tveim­ ur árum eftir að minnisblaðinu var skilað inn, barst Skipulagsstofnun bréfið frá Julie Ramhøj Meisner, aðstoðarforstjóra COWI. Julie segir þar að athygli fyrirtækisins hafi verið vakin á að skjalið sé auðkennt með merki COWI. Ekkert bendi þó til þess að útreikningarnir hafi verið unnir af starfsmönnum fyrir­ tækisins og bætir hún við að vinn­ an sé ekki í samræmi við gæðavott­ unarkerfi þess. Í ljósi þess krafðist hún að minnisblaðið yrði fjarlægt af vefsíðu Skipulagsstofnunar eða nafn og merki fyrirtækisins afmáð úr skjalinu. Skipulagsstofnun tók minnis­ blaðið í kjölfarið út af síðunni og setti í þess stað aðra útgáfu af því sem innihélt ekki nafn COWI. Skjalið sem nú er aðgengilegt á vef stofnunarinnar er að öðru leyti ná­ kvæmlega eins, með sömu niður­ stöðum, og er enn dagsett 14. febr­ úar 2013. Vann hjá COWI Daginn eftir að starfsmenn Skipulagsstofnunar fengu bréf COWI barst þeim skýrsla frá danska ráðgjafarfyrirtækinu Force Technology. Sú skýrsla innihélt meðal annars sannprófanir á út­ reikningum United Silicon frá 2013 og var unnin að beiðni íslenska fyrir tækisins. Samkvæmt henni eru útreikningarnir í minnisblaðinu byggðir á réttum forsendum og fela í sér allar nauðsynlegar breytur. „Það var aldrei nokkur sem ef­ aðist um að þeir útreikningar sem voru settir fram væru réttir en COWI sagði að þeir væru ekki frá fyrirtæk­ inu komnir og gengst eingöngu við skýrslu sem United lagði fram um hávaðaútreikninga verksmiðjunnar,“ segir Sigurður Ásbjörnsson, sér­ fræðingur hjá Skipulagsstofnun. Samkvæmt Sigurði taldi stofnunin mestu máli skipta að staðfest væri að umhverfismat verksmiðjunn­ ar byggði á áreiðanlegum líkönum og að þeim hefði verið beitt á réttan hátt. Því skipti ekki máli hvort upp­ hafleg umfjöllun og mengunarspáin væru með eða án merkis COWI. Sigurður vísar máli sínu til stuðnings í sérfræðiálit Sig­ urðar Magnúsar Garðarsson­ ar, prófessors við umhverfis­ og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Prófessorinn var fenginn til að vinna álit sitt þegar United Silicon gerði athugasemdir við loft­ dreifiútreikninga Thorsil ehf., sem stefnir einnig að byggingu kísil­ málmverksmiðju í Helguvík. Sér­ fræðiálitið byggði á skýrslum sem lágu til grundvallar umhverfismati vegna álvers Norður áls í Helguvík, Thorsil og United Silicon og skilaði Sigurður því 11. febrúar 2015. „Meginniðurstaðan var sú að það væru engin gögn sem bentu til þess að menn væru að vanreikna mengunarspár sem er það sem mestu máli skipti fyrir okkur,“ seg­ ir Sigurður, starfsmaður Skipulags­ stofnunar. Magnús Garðarsson tekur undir með Sigurði, segir skýrslu Force Techonology hafa staðfest fyrri út­ reikninga, en vill að öðru leyti ekki tjá sig um bréf COWI. Magnús er fyrrverandi starfsmaður dönsku verkfræðistofunnar og vann hjá henni til ársins 2009. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Kongens Lyngby, rétt norður af Kaupmannahöfn, og hjá því starfa sex þúsund manns. n Sver af sér mengunarspá fyrir kísilver í Helguvík n COWI kannast ekki við útreikninga United Silicon n Minnisblaði breytt Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Skóflustungan Framkvæmdir við fyrsta áfanga kísilverksmiðju United Silicon standa nú yfir. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tóku fyrstu skóflustungu að verksmiðjunni í ágúst 2014. „Við skiljum ekki af hverju COWI sendi þetta bréf enda gerði fyrrverandi starfsmaður þess útreikningana. Helguvík Framleiðsla United Silicon á að hefjast næsta vor en eigendur fyrirtækisins stefna að stærstu kísilmálmverksmiðju í heimi. Mynd SIGTryGGur ArI Hluthafi Magnús Garðarsson, starfandi stjórnarmaður og einn eigenda United Silicon hf., er fyrrverandi starfsmaður COWI. Plankaparket Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Þýsk gæði!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.