Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Blaðsíða 12
Helgarblað 18.–21. desember 201512 Fréttir „Fann allt smella saman í sálinni“ n Þrjátíu árum eftir að Brynja var ættleidd frá Srí Lanka leitar hún nú upprunans n Tilfinninga þrungin stund að fá fæðingarvottorðið Á miðvikudaginn, þrjátíu árum eftir að Brynja Valdi- marsdóttir var ættleidd til Íslands frá Srí Lanka, fékk hún loks svör við spurning- um sem brunnið höfðu á henni um árabil varðandi uppruna sinn. Hún hafði í höndunum umslag frá inn- anríkisráðuneytinu sem hún hafði óskað eftir rúmri viku áður. Í um- slaginu var fæðingarvottorð hennar og önnur skjöl sem hún hafði loks- ins, eftir áralanga forvitni, ákveðið að kalla eftir upp á von og óvon um að þau væru til. Þrjátíu árum eftir að móðir hennar hér á landi sótti hana sex vikna gamla og veikburða frá Srí Lanka þann 14. desember 1985 til ættleiðingar og bjó henni öruggara og betra líf var hún loks komin með ítarlegar upplýsingar um nafn sitt, nafn móður sinnar, fæðingarstað og tíma. Fyrir átti hún aðeins eina mynd af síðustu samverustundinni með móður sinni. Það var tilfinn- ingaþrungin stund þegar hún opn- aði loks umslagið og Brynja segir að fyrsta púsluspilið í leit hennar að uppruna sínum sé fundið. Hún á sér þá von að geta haft upp á líffræðilegri móður sinni á Srí Lanka til að faðma hana að sér og þakka henni fyrir líf- ið sem hún gaf henni. DV ræddi við Brynju um þetta stóra skref í lífi hvers ættleidds barns, sem er leitin að uppruna sínum. Vildi ekki sjá eftir neinu „Þessi forvitni hefur blundað í mér síðan ég man eftir mér og ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði aldrei hugsað um að leita einhvern tím- ann að upprunanum og rótunum. Ég held að það liggi djúpt í öllum að ein- hverju leyti. En ég fékk þessa flugu í höfuðið á dögunum. Nú þegar ég er komin með barn líka fannst mér ég skulda því eitthvað sömuleiðis. Að hann eigi rétt á að þekkja sínar rætur. Þannig að mér fannst tíminn núna vera réttur. Ég er á góðum aldri, er við góða heilsu og af hverju ekki að kýla á þetta? Því ég veit að þegar ég verð eldri og fer að líta til baka myndi ég alltaf iðrast þess að hafa allavega ekki reynt,“ segir Brynja, sem er upp- alin á Akranesi þar sem hún býr nú ásamt tveggja ára syni sínum, Erni Loga. Hún kveðst hafa farið að lesa sér til um hvar hún gæti fundið fæðingarvottorð sitt sem fylgir öll- um ættleiddum börnum. Þannig að hún hafði samband við Íslenska ættleiðingu sem sá um ættleiðingu hennar á sínum tíma. Þá las hún að öll skjöl varðandi ættleidd börn hefðu verið send til innanríkisráðu- neytisins, svo hún hafði samband við það líka. Þar hafði hjálplegur starfs- maður samband við hana um hæl og tjáði henni að þessi gögn væru til þarna og að hún gæti fengið þau send. Á eina mynd af síðustu sam- verustundinni „Ég átti ekkert von á því endilega að það væru einhverjir pappírar þarna en þetta tók mjög skjótan tíma að finna þá. Það var líka ákveðið sjokk og ég fór aðeins að bakka í hugan- um. Því að þá vissi ég að það væru þarna einhver skjöl með ákveðnum upplýsingum. En ég kom alveg tóm inni í þetta, vissi ekki neitt. Eina sem ég á er mynd af mömmu minni sem pabbi gaf mér í 25 ára afmælisgjöf fyrir fimm árum. Og það var mik- ið sjokk að sjá hana í fyrsta skipti. Ég man að ég horfði á myndina í 20 mínútur og spurði aftur og aft- ur hvort þetta væri mamma mín? Á myndinni sést þar sem hún heldur á mér í síðasta skipti áður en hún gefur mig til ættleiðingar.“ En þrátt fyrir áfallið ákvað Brynja að halda ótrauð áfram. Hún fékk skjölin send og fékk þau í hendur á miðvikudaginn. Það kom henni á óvart hversu hratt þetta gerðist. Einni og hálfri viku eftir að hún hafði byrj- að að forvitnast um fæðingarvottorð sitt var umslagið komið til hennar. Tilfinningaþrungin stund Hún segir að hún hafi þurft á aðstoð góðrar vinkonu að halda við að opna umslagið, þar sem tilfinningarnar hafi verið miklar. „Ég hefði ekki getað gert þetta án vinkonu minnar. Ég skalf á beinun- um. Mér datt ekki í hug að viðbrögð mín yrðu svona. Hugsaði bara já, já, ég get alveg opnað þetta. En um leið og ég fékk umslagið í hendurn- ar sagði ég við sjálfa mig: „Nú verður ekki aftur snúið.“ Ég skalf bara og gat eiginlega ekki opnað það. Ég var svo stressuð en samt svo spennt á sama tíma, ég veit ekki hvort það sé til eitt- hvert orð sem fangar þessa tilfinn- ingu. Þetta framkallaði tilfinningar sem ég hef aldrei upplifað á ævinni.“ Og gögnin sviku hana ekki „Þar eru allar helstu upplýsingar. Nafnið sem mér var gefið við fæðingu, nafn móður minnar, stað- urinn sem ég fæddist á, hvaðan móðir mín er og ítarlegar upplýs- ingar sem ég hafði aldrei vitað nokk- uð um. Ég fann allt smella saman í sálinni. Það er skrýtið að útskýra þetta en mér finnst eins og ég hafi verið einhver allt önnur manneskja, einhver sem ég hefði getað verið, önnur en ég er núna. Það er mögnuð og sérstök tilfinning.“ Gætu haft upp á fjölskyldunni En eftir að ljóst varð að Brynja myndi fá þessar upplýsingar frá ráðu- neytinu hafði framkvæmdastjóri Ís- lenskrar ættleiðingar samband við hana og sagði henni frá nýju ferli sem fyrirtækið væri að byrja með. Upprunaleit. „Ég ætlaði að byrja með að fá skjölin fyrst og þetta átti ekki að vinda svona upp á sig, en það gerði það. Hann sagði að ég þyrfti bara að gefa grænt ljós og þá yrði sent erindi til miðstjórnarvaldsins á Srí Lanka um að fá skjöl þaðan líka. Um fólk- ið mitt og allar upplýsingar sem til eru þar. Í kjölfarið er hægt að hefja þessa upprunaleit. Það er fólk sem er að byrja aðeins að forvitnast. Yfirleitt fólkið sem vill fá að vita meira. Eina sem ég þarf að gera núna er að gefa grænt ljós og þá hefst ferlið.“ En í hverju myndi slíkt ferli felast? Yrði þá reynt að hafa uppi á móður þinni og koma á samskiptum? „Já, þá er verið að reyna að tengja okkur. Ef hún finnst og ef ég á einhver systkini líka þá er leitað að þeim og Þekki uppruna sinn Brynja ásamt Erni Loga, syni sínum. Henni finnst að sonur hennar eigi rétt á að þekkja uppruna sinn og rætur. Hún dáist að þeim styrk sem líffræðileg móðir hennar hefur þurft að sýna til að gefa hana frá sér til ættleiðingar á sínum tíma, nú þegar hún er sjálf orðin móðir. Mynd Úr einkasafni sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is eina myndin Þarna má sjá móður Brynju með hana nýfædda í fanginu á síðustu sam- verustund þeirra á Srí Lanka fyrir 30 árum. Myndina fékk Brynja í 25 ára afmælisgjöf frá föður sínum og var hún þar til nýlega eina heimild hennar um móður sína. Mynd Úr einkasafni „Þetta framkallaði tilfinn- ingar sem ég hef aldrei upplifað á ævinni. svör við brennandi spurningum Þar til á miðvikudag átti Brynja Valdimarsdóttir aðeins eina mynd af móður sinni, frá þeirra síðustu samverstund á Srí Lanka fyrir ættleiðinguna. Nú hefur hún stigið fyrstu skrefin í leit að uppruna sínum, 30 árum eftir að hún var ættleidd. Mynd Marella sTeinsdóTTir H E I L S U R Ú M A R G H !!! 2 51 11 5 Stærð: 90x200cm Verð: 83.709 kr.- Tilboð: 66.967 kr. Stærð: 120x200cm Verð: 98.036 kr. Tilboð: 78.429 kr. Stærð: 153x200cm Verð: 124.620 kr. Tilboð: 99.696 kr. ROYAL CORINNA ÞAÐ LÍÐUR AÐ JÓLUM Þægileg millistíf dýna með fimm-svæðaskiptu poka-gorma kerfi og góðann mjúkan topp ásamt hörðum PU-leðurklæddum botni á stál löppum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.