Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Blaðsíða 26
6 Hátíðarmatur - Kynningarblað Helgarblað 18–21. desember 2015 „Gæðin galdra fram vinsældirnar“ Í Hafinu er að finna eitt mesta úr­ val landsins af ferskum fiski, fisk­ réttum ásamt öllu því sjávarfangi sem hægt er að bera á borð um jólin. Fyrirtækið rekur þrjár stór­ glæsilegar fiskverslanir á höfuð­ borgarsvæðinu. Þær eru staðsettar í Hlíðasmára Kópavogi, Spönginni Grafarvogi og nú fyrir skemmstu var þriðja verslunin opnuð í Skip­ holti þar sem hin sögufræga fiskbúð Hafrún var áður til húsa. Ástríða og metnaður fyrir fiski Steinar Bjarki Magnússon, verslunar stjóri í Hlíðasmára og gæðastjóri fyrirtækisins, leggur höfuð áherslu á gæði fiskafurðanna og hefur mikla ástríðu fyrir vöru­ þróun af þessum toga enda mat­ reiðslumeistari að mennt. „Hér er mikið lagt upp úr að allt sé girnilegt og gott,“ segir Steinar. Í framhaldinu nefnir hann laxinn, skötuna og humarinn sem dæmi. „Við erum búin að prófa ýmsar aðferðir með reykta laxinn og erum búin að negla niður aðferð sem ger­ ir hann stórfenglegan,“ segir Steinar. Gott orðspor leiddi til fleiri verslana Eigendurnir Eyjólfur Júlíus Pálsson og Halldór Halldórsson stofnuðu verslunina í janúar 2006 og var fyrsta búðin í Hlíðasmára. „Því má segja Hlíðasmára vera krúnudjásnið í búðasafninu okkar. Enda vel staðsett og umsvifamest,“ segir Steinar. Eftirspurnin eftir góð­ um fiskverslunum leiddi svo til þess að eigendurnir opnuðu fleiri búðir eins og nefnt hefur verið. „Vinsældir búðanna hafa aukist töluvert. Við höfum ekki endilega mikið fyrir markaðssetningu heldur eru það gæðin og orðsporið sem galdra fram vinsældirnar,“ segir Steinar. Litlu jólin 19. desember og jóla- leikur fyrir viðskiptavini „Við verðum með jólaopnun laugar­ daginn 19. desember og þá verða allar vörur í búðinni á 15% afslætti. Það eru margir sem nýta sér þetta tækifæri til að græja allt fyrir jólin,“ segir Steinar enda um að gera þar sem fólk er gjarnan með marga í mat yfir hátíðarnar og þá munar miklu um afsláttinn. Það verður opið frá kl. 10.00 til 16.00. Allir við­ skiptavinir verslana Hafsins geta svo tekið þátt í jólaleik þar sem aðal­ vinningurinn er 100 þúsund króna gjafabréf hjá WOW air. „Einnig eru vinningar á borð við humaröskjur, gjafabréf á veitingastaði og inneign í verslunum okkar,“ segir Steinar. Dregið verður út 22. desember. Heimalöguð humarsúpa og sósur fyrir jólin Í framhaldinu nefnir Steinar að hann hafi meðal annars verið að gera humarsúpur og ýmsar sósur fyrir jólin sem fólk getur nálgast hjá þeim. „Við erum með sérvalinn humar sem við völdum í sumar fyr­ ir hátíðarnar. Hann er extra stór og flottur: hreinlega gerist ekki flottari,“ segir hann. Að lokum bætir Steinar við: „Orð ná bara visst langt og því mælum við með að fólk komi heim­ sókn til að sjá og prófa fyrir sjálft sig. Sjón er sögu ríkari.“ n Mynd KarL Petersson Mynd KarL Petersson 2014

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.