Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Blaðsíða 23
Helgarblað 18–21. desember 2015 Kynningarblað - Hátíðarmatur 3 Hamborgarhryggurinn og hangikjötið vinsælast Þ að er nóg að gera fyrir jólin,“ segir Ólafur Már Þórisson, markaðsstjóri Kjarnafæðis. Aðspurður hvað sé vinsælast hjá þeim í desembermánuði segir hann: „Við erum alltaf með hangikjöt og hamborgarhrygginn sem er einna helst vinsælast í des- ember.“ Ólafur segir frá því hvernig hangilæri með beini var alltaf vin- sælla en úrbeinað en nú hafi það snúist við og vill fólk helst úrbeinað hangikjöt í dag. „Við seljum nú aðeins brot af hangikjöti með beini en ham- borgarhryggurinn með beini er hins vegar vinsælli en úrbeinaður. Svo er spurning hvort það breytist eins og hangikjötið en vinsældir úrbeinaða hryggjarins hjá okkur hafa aukist töluvert á undanförnum tveimur til þremur árum.“ Áhersla lögð á vöruvöndun og gæði Kjarnafæði framleiðir flestar þær af- urðir úr íslensku gæða kjöti sem í boði eru á íslenskum neytendamark- aði. Höfuðáherslur Kjarnafæðis eru á vöruvöndun og gæði framleiðsl- unnar og því er markvisst stefnt að aukinni hollustu, unnið að fækkun óæskilegra aukefna og ofnæmis- valda. Fyrirtækið hefur á að skipa mjög hæfu starfsfólki og góðum tækjakosti. Nú starfa um 130 manns hjá Kjarnafæði og hafa margir þeirra starfað allt frá fyrstu árum fyrirtæk- isins. Hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga Kjötiðnaðarmeistarar Kjarnafæðis hafa hlotið fjölda verðlauna og viður- kenninga fyrir færni sína. Kjarna- fæði hefur hlotið A-vottun Sam- taka iðnaðarins sem þýðir betri og öruggari vinnubrögð og aðstæður, ásamt því að meiri kröfur eru gerð- ar í eftirliti með starfsemi fyrirtækis- ins sem tryggir gæði til neytandans. Kjarnafæði var fyrsta og eina mat- vælafyrirtækið sem hlotið hafði A- vottun Samtaka iðnaðarins. Alþjóðleg vottun eykur öryggi Í kjölfar þess sótti fyrirtækið um ISO-9001 vottunina sem er alþjóð- leg vottun og nær frá vali á birgjum til könnunar á ánægju viðskiptavina. Ólafur segir það hafa verið mikið gæfuspor fyrir fyrirtækið. „Við erum eina fyrirtækið með áherslu á sölu kjötafurða sem er með ISO-9001 vottunina. Eftir að hafa fengið A-vott- unina frá SI lá beinast við að útvíkka og ganga lengra í okkar gæðamálum, sem hefur tekist mjög vel. Alþjóðleg vottun sem þessi eykur öryggi og hjálpar okkur einnig á erlendum mörkuðum.“ Fjölskyldufyrirtæki í 30 ár Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunn- laugssynir stofnuðu Kjarnafæði þann 19. mars 1985. Frá stofnun hefur verið um að ræða fjölskyldu- fyrirtæki sem fyrstu árin lagði áherslu á að framleiða pítsur og hrásalat. Mikið vatn hefur því runnið til sjávar á þessum 30 árum. n Mynd Auðunn níelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.