Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Blaðsíða 13
Vikublað 7.–9. júlí 2015 Fréttir 13 Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.isEF LI R a lm an na te ng s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í sk h ön nu n Staðurinn - Ræktin Hringdu í síma 581 3730 Nánari upplýsingar á jsb.is Sumarkort 9.900 kr! Æfðu með okkur í sumar, frábærir tímar í opna kerfinu Boðar hækkun á elli- og örorkulífeyri Segir marga spyrja um hækkun almannatrygginga í kjölfar kjarasamninga B jarni Benediktsson fjármála- ráðherra boðar tæplega níu prósenta hækkun á elli- og örorkulífeyri fyrir árið 2016. Frá þessu greindi Bjarni á Face- book-síðu sinni, en þar segist hann hafa orðið var við að margir spyrji hve mikið bætur almannatrygginga, einkum elli- og örorkulífeyrir, muni hækka í kjölfar kjarasamninga sem gerðir hafa verið á þessu ári. „Í 69. gr. laga um almanna- tryggingar segir að bætur al- mannatrygginga (og tilteknar aðrar greiðslur og fjárhæðir) skuli breyt- ast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verð- lag,“ segir Bjarni á Facebook. Hann bætir við að samkvæmt þessu sé ljóst að ákvörðun um næstu hækkun bóta verði tekin með fjárlögum, en frumvarp til þeirra verður lagt fram í september. „Á grundvelli þeirrar launaþró- unar sem verið hefur á árinu og vænst er á næsta ári má gera ráð fyr- ir að hækkunin verði 8,9% fyrir árið 2016.“ n johannskuli@dv.is Bjarni Benediktsson Boðar hækkun á elli- og örorkulífeyri.Segir gjaldtöku án heimildar vera „þjófnað“ n Ferðamenn rukkaðir án heimildar n Ögmundur segir það ólöglegt M ín skoðun er sú að það ber að fara að lands- lögum í þessum efnum og staðreyndin er sú að landeigendum er óheim- ilt að taka gjald af fólki sem fer um landið,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Nýverið greindi DV frá því að Ómar Antonsson, bóndi á Horni í Hornafirði og eigandi Víking Café, innheimti 600 króna gjald af ferðamönnum er þeir aka veg sem liggur í gegnum jörð hans að strönd við fjallið Vesturhorn. Ómar hefur síðastliðin ár fengið inn á hlað til sín þúsundir ferðamanna og til að þurfa ekki að loka veginum, sem að hans sögn er fimm kílómetra lang- ur, ákvað hann að hefja uppbyggingu ferðaþjónustu og innheimta aðgangs- eyri að landi sínu. Byggja upp eða loka Ómar byrjaði að innheimta gjaldið fyrir tveimur árum en það gerir hann til að geta viðhaldið veginum og að- stöðunni. Hann segir 12 til 13 þúsund bíla renna inn á hlað hjá honum á ári og átroðningurinn hafi orðið svo mikill að hann hafi þurft að leggjast í fram- kvæmdir sem kostuðu tugi milljóna króna til að geta tekið á móti öllum fjöldanum en annars hefði hann þurft að loka veginum. Ferðamenn eru skilningsríkir og greiða Ómar segir gjaldið notað til að viðhalda þjónustunni og að nær allir gestir svæðis- ins séu erlendir ferðamenn. Þeir greiði gjaldið nær undantekningar- laust. Hann segir gesti fá fyrir gjaldið upplýsingar um svæðið. Ekki sé rukkað fyrir að leggja bílum eða nota sal- ernisaðstöðu við kaffistof- una en gjaldið sé einungis innheimt ef gest- ir hyggjast halda áfram og nota leið- ir sem liggja í gegn- um land hans og að ströndinni. Gjaldtaka án heimildar annað nafn á þjófnaði „Landeigendum er þetta óheimilt,“ segir Ögmundur. „Ætli menn að rukka ferða- menn um gjald þarf að gera slíkt samkvæmt sérstökum samning- um, stimpluðum af umhverfisstofn- un. Kveðið er á um í lögum hvernig staðið skuli að því. Annað er bann- að.“ Ögmundur segir miður að brot af þessu tagi séu látin viðgangast og það kunnasta hafi varðað Kerið í Grímsnesi: „Samkvæmt hinni al- mennu lagareglu þá er þetta sam- kvæmt mínum skilningi algerlega ólöglegt.“ Aðspurður segist hann halda að lögreglan sjái um þessi mál: „Ég hefði haldið á lögreglan eigi að sjá um að farið sé að lögum. Ef ég fer út úr Alþingishúsinu og tek peninga af manni kemur lögreglan væntanlega á vettvang og handtekur mig, mað- urinn fær peningana sína aftur og úr geta orðið málaferli. Þetta er ná- kvæmlega það sama: hér fer fram gjaldtaka af fólki án heimildar í lög- um og það er annað nafn á þjófnaði. Þjófnaður er ekki liðinn sam- kvæmt íslenskum lögum.“ Lögreglan hefur vitað um málið Lögreglan á Höfn segir erfitt að fullyrða hvort gjald- taka sé ólögleg en hún hafi vitað af málinu í nokkurn tíma. Oddur Árnason, yfir- lögreglu- þjónn á Suðurlandi, segir mál- ið ekki hafa komið inn á borð til sín og segist ekki hafa heyrt um mál- ið áður: „Ég get engu svarað nema eitt- hvað komi inn á borð til okkar. Það fær þá faglega með- ferð ef og þegar það gerist.“ n Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is „Þetta er nákvæm-lega það sama: hér fer fram gjaldtaka af fólki án heimildar í lögum og það er annað nafn á þjófnaði. Mynd af svæðinu Séð frá Víking Café.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.