Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Blaðsíða 10
10 Fréttir Vikublað 7.–9. júlí 2015 Komdu til oKKar ...Eða leigðu lyftu og gErðu við bílinn sjálf/ur auðbrEkku 25 (DalbrEkku mEgin) - s. 445-5562 Við gerum Við bílinn faglegar Viðgerðir Röðin á pylsuvagninn kom á óvart n DV tók nokkra ferðamenn í Reykjavík tali n Hrifnastir af íslenskri náttúru  Himinninn svo blár Lucia 24 ára, Kína „Ég kom til landsins 19. júní og ætla að vera hér næstu tvær vikurnar. Ætlunin er að njóta sumarleyfisins og ferðast,“ segir Lucia. „Mér þykir Ísland mjög fallegt land og Reykjavík töff borg. Það er gaman að bera Ísland saman við Kína því löndin eru mjög ólík. Náttúran er allt önnur ásamt veðrinu, fólkinu, stærðinni. Íslendingar eru vingjarnlegir og ekkert svo feimnir. Ég hef tekið margar myndir á ferðalaginu og það sem kemur mér alltaf jafn mikið á óvart er himinninn; hann er svo blár. Síðan eru Íslendingar með mjög falleg bros.“ Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is  Íslenskt vatn ótrúlega gott Lakshmi 52 ára, Indland „Mér finnst eins og ég hafi komið áðan en ég kom í gærkvöldi, maður verður ruglaður í ríminu þegar nóttin er svona björt. Við förum frá Íslandi eftir fjóra daga,“ segir Lakshmi en hún er við Reykjavíkurhöfn, á leið í hvalaskoðun, þegar blaðamaður tekur hana tali. „Á morgun ætlum við að ganga á jökul og síðan fara í Bláa lónið. Annars þykir mér áhugavert hve allt er hreint hérna – loftið og vatnið. Íslenskt vatn er ótrúlega gott.“ Hún segir jafnframt að Íslendingar séu mjög vingjarnlegir: „Ég hef ekki mætt neinum dónaskap né leiðindum, allir eru svo góðir; leigubíl- stjórinn, hóteleig- andinn, allir.“ Lakshmi bætir því við að sér komi á óvart hve glaðir Íslendingar eru: „Þrátt fyrir að veðráttan geti verið erfið.“  Kyrrðin mikil Lindberg-hjónin á níræðisaldri, Danmörk „Við komum 15. júní síðastliðinn. Við vorum í Hveragerði í viku og fórum þaðan að skoða Gullfoss og Geysi. Síðan skoðuðum við Þingvelli og höfum nú verið í Reykjavík í rúma viku og farið á Reykjanes, í siglingar og annað,“ segir frú Lindberg. „Áhugaverðust er náttúran en þetta er reyndar í fjórða skiptið sem við komum hingað. Kyrrðin er mikil á Íslandi. Þó ekki í Reykvík,“ segir herra Lindberg og hlær. „Annars á ég alltaf jafn erfitt með að reikna út íslenskan gjaldeyri. Öll þessi núll flækjast alltaf fyrir mér.“  Röðin á pylsuvagninn kom á óvart Kalisa 22 ára, Kanada „Ég hef nú ekki verið hér lengi, ég kom í morgun en mér finnst Ísland æðislegt enn sem komið er. Í Reykjavík er allt hreint og miðbærinn er greinilega vel skipulagður. Síðan finnst mér náttúran í kringum borgina alveg brjálæðislega flott. Þetta er ekki líkt því sem ég er vön. Veðrið er heldur ekki amalegt en einhverjir vöruðuð mig við því að hér væri veðrið ekkert sérstakt – annað sýnist mér. Við fórum áðan og fengum okkur pylsu á Bæjarins bestu. Það kom mér mikið á óvart hve margir biðu í röðinni. Raðirnar í pylsuvagnana í Toronto eru ekki svona langar. Pylsurnar voru svaka góðar og sérstaklega það sem hægt var að setja ofan á þær til bragðbætis,“ segir Kalisa og hlær.  Íslenska lambið gott Reinhard 62 ára, Sviss „Ég kom þann 20. júní. Maður er bara að njóta sumarfrísins og fara í alls kyns ferðir. Við ætlum að skoða hella, fossa, klífa fjöll og borða íslenskan mat. Ég hef heyrt að íslenska lambið sé mjög gott, við ætlum að smakka það. Við höfum nú þegar borðað íslenskan fisk og hann var mjög ferskur og bragðgóður. Annars þykir mér landslagið á Íslandi fallegast, öll þessi orka sem maður finnur fyrir er engu lík. Ég verð að viðurkenna að helst hefur það komið mér á óvart hve góðu lífi er hægt að lifa hérna, á eyju langt norður í hafi,“ segir hann og brosir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.