Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Blaðsíða 26
Vikublað 7.–9. júlí 201522 Menning
GleðileGt sumar
12” til 24” barnareiðhjól, verð frá kr. 25.900,-
Frábært úrval reiðhjóla og aukahluta • Mikið úrval af reiðhjólahjálmum
Focus Whistler 4.0
29“ ál stell-Tektro Auriga
Vökvabremsur- Shimano Deore
Afturskiptir- 27 gíra. Kr.119.000
Focus raVeN rooKie DoNNa 1.0
26“ ál stell-Promax V-Bremsur-Shimano 21 gíra Focus raVeN rooKie 1.026“ ál stell-Promax V-Bremsur-
Shimano 21 gíra
Kr.69.900Kr.69.900
Dalshraun 13 220 Hafnarfjörður Sími:565 2292
Óður til Eyjanna
Tvær sýningar á verkum Júlíönu Sveinsdóttur á Kjarvalsstöðum
Í
heimabyggðum þeirra beggja var
mikið talað um þessar konur sem
stóðu meirihluta dagsins og horfðu
út í loftið. Þótt þær væru með trön-
ur fyrir framan sig var talað um að
þessar konur væru bara skrýtnar,“ segir
Hrafnhildur Schram, sem er sýningar-
stjóri Tveggja sterkra kvenna, sýningar
á verkum Júlíönu Sveinsdóttur og fær-
eysku myndlistarkonunnar Ruthar
Smith á Kjarvalsstöðum. Í vestursal
safnsins stendur einnig yfir sýningin
Lóðrétt/ Lárétt þar sem veflistaverk
Júlíönu eru sýnd samhliða verkum
þýska Bauahasvefarans Anni Alberts.
Lífsnæring frá Vestmannaeyjum
Júlíana Sveinsdóttir var önnur af tveim-
ur fyrstu íslensku konunum sem gerði
myndlistina að ævistarfi. Hún var fædd
í Vestmannaeyjum árið 1889, næstelst
fimm systkina, en flutti til Reykjavíkur
15 ára til að stunda nám við Kvenna-
skólann. Þar lærði hún teikningu og tók
þá djörfu ákvörðun að gerast myndlist-
arkona. Með fjárhagslegum stuðningi
föður síns, sem var byggingameistari,
sigldi hún til Kaupmannahafnar til að
nema við Listaakademíuna. Upp frá
því bjó hún í Danmörku og öðlaðist
þar bæði viðurkenningu og virðingu
fyrir verk sín.
Bróðurpartur verkanna á sýn-
ingunni eru landslagsmálverk af ís-
lenskri náttúru. „Hún var alla tíð af-
skaplega tengd fæðingarstað sínum
og má segja að lífsverk hennar sé óður
til Eyjanna. Hún reyndi að koma heim
til Vestmannaeyja hvert einasta sum-
ar, en hún lokaðist inni í seinni heims-
styrjöldinni og komst ekki í níu ár. Ég
held að það hafi verið erfitt fyrir hana
því hún sótti svo mikla lífsnæringu
hingað,“ segir Hrafnhildur.
Færeyskur frumkvöðull
Ruth Smith fæddist árið 1913 á Vágur á
Suðurey, syðstu eyjunni í Færeyjaklas-
anum, en þar er nú að finna safn til-
einkað listakonunni. Hún á það sam-
eiginlegt með Júlíönu að hafa alist upp
í fámennu og einangruðu eysamfé-
lagi fiskimanna á norðurhjara verald-
ar. Ruth flutti til Danmerkur til að læra
hjúkrun en sótti einnig teikninámskeið
og sótti í kjölfarið um í Listaakademí-
una í Kaupmannahöfn.
Eins og Júlíana er hún ein allra
fyrsta kona sinnar þjóðar til að gera
myndlistina að ævistarfi. Um tíma
bjuggu þær báðar í Kaupmannahöfn
og segir Hrafnhildur ekki ósennilegt að
þær hafi hist, þó ekki séu til heimild-
ir um slíkan fund. Ólíkt Júlíönu fluttist
Ruth heim til Færeyja, með dönskum
eiginmanni sínum, en þar drukknaði
hún aðeins 45 ára gömul. „Ég fór til
Færeyja fyrir tveimur árum og sá þá í
fyrsta sinn frummyndir eftir Ruth. Mér
fannst strax eitthvað tengja þær tvær,
ekki bara þessi uppruni og staðsetn-
ing í upphafi lífsins, heldur líka hversu
næmar þær eru á liti – það sem mað-
ur kallar kólóristar. Þær eru mjög með-
vitaðar um liti og hafa mjög djúpa og
fína tilfinningu fyrir þeim. Svo líka það
hversu háðar þær voru hinu sjónræna í
náttúrunni,“ segir Hrafnhildur.
Veflistaverkin þekktari í Dan-
mörku
Að lifa af sem listamaður í evrópskri
stórborg á fyrri hluta 20. aldarinnar var
ekki sjálfgefið og kenndi fjárhagsleg
neyð Júlíönu henni að vefa – hagnýt
kunnátta sem átti eftir að hafa umtals-
verð áhrif á listsköpun hennar. „Árið
1920 var hún hræðilega blönk, en þá
áskotnaðist henni vefstóll og hún byrj-
aði að vefa. Þær Anni Alberts eiga það
sameiginlegt að vera báðar algjörlega
ólærðar í vefnaðariðnaðinum. Þær
fikruðu sig sjálfar áfram og fyrir bragð-
ið urðu verk þeirra svolítið tilrauna-
kennd,“ segir Hrafnhildur.
„Í Danmörku er Júlíana í raun
þekktari sem vefari en málari. Framan
af höfðu Íslendingar hins vegar afar lít-
inn áhuga á vefnaði hennar og það var
mjög seint sem að Listasafn Íslands fór
að kaupa vefnaðarverk eftir hana. Hún
„Hún var alla tíð
afskaplega tengd
fæðingarstað sínum
og má segja að lífsverk
hennar sé óður til Eyj-
anna.
Hrafnhildur Schram
ræðir um Júlíönu Sveins-
dóttur og Ruth Smith á
sýningarstjóraspjalli á Kjar-
valsstöðum næstkomandi
sunnudag.
MynD ÞorMar Vignir gunnarSSon
Sjálfsmynd (1956) Júlíana Sveinsdóttir sóttist frekar eftir
því að fanga innri mann fólks frekar en ytra útlit í portrett-
verkum sínum.
MynD ÞorMar Vignir gunnarSSon
röggvateppi (1962) Júlíana er þekktari í Danmörku fyrir veflistaverk sín en málverk.
Þetta röggvateppi er í eigu Hæstaréttar Danmerkur.
MynD ÞorMar Vignir gunnarSSon
Kristján guðjónsson
kristjan@dv.is
Að stara inn í myrkrið
Bandaríska rokksveitin Swans á ATP Iceland
E
inn áhugaverðasti hluti All
Tomorrow Parties – Iceland
tónlistarhátíðinnar á Ásbrú
um síðastliðna helgi voru tón-
leikar bandarísku rokksveit-
arinnar Swans, sem lét loksins sjá sig
á íslensku sviði. Sveitin spratt upp
úr No Wave-tónlistarsenunni í New
York á fyrri hluta níunda áratugarins
og starfaði til ársins 1997. Eftir þrett-
án ára hlé sneri sveitin aftur og hefur
þrumað út gæðaplötu eftir gæðaplötu
á undanförnum árum. Swans hafa
tvisvar boðað komu sína til lands-
ins, á Iceland Airwaves 2012 og ATP í
fyrra, en þurft að afboða sig á síðustu
stundu í bæði skiptin.
Fólk virtist því vantrúa alveg
þangað til sex miðaldra menn stigu
á sviðið og myrkir hljómarnir óm-
uðu úr mögnurunum. Michael Gira
stóð fremstur í flokki með grásprengt
vatnsgreitt hár sleikt aftur fyrir eyru og
svartan Gibson-gítar. Tónlistin er há-
vært og myrkt iðnaðarrokk, hamrað á
sömu hljómunum ítrekað og þannig
skapaður mónótónískur stöðugur
taktur. Dósahljóð flugskýlisins, sem
hafði gert Public Enemy lífið svo leitt
tveimur kvöldum áður, passaði núna
fullkomlega í hljóðheiminn. Hljómur-
inn eins og illska á færibandi eða sál-
arlaus iðnaðarvél.
Ef maður hins vegar lygndi aftur
augunum og leyfði díabólískum hug-
víkkandi hljómunum að draga sig með
fór maður að skynja dýnamíkina, eins
og öldur í hafi sem skella á steinilagðri
strönd. Og Gira lyftir báðum hönd-
um á loft og stýrir flæðinu eins og
myrkrahöfðingi, tónandi Póseidon,
eða vondur iðnjöfur sem handstýrir