Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Page 4
Vikublað 5.–6. ágúst 20154 Fréttir GÓLFMOTTUR Við leigjum út gólfmottur í anddyri. Haltu fyrirtækinu hreinu og minnkaðu ræstingakostnað. Við sækjum og sendum. Fáðu verðtilboð! 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is S í m i: 567 4 8 4 0 • Fu n a h ö fð i 1 • 110 R v k . bilo@bilo. is • w w w. b i l o. i s Skoðaðu heimasíðuna okkar ww w. bi lo .is Ef þú er t í b ílahugleiðingum? ... með okkur! FRÁ KR. 48.900 Stórar björgunaræfingar fátíðar í íslenskum göngum n Tveir brunar í Noregi n Erfitt að ráða við reykinn í eldsvoða n Engar eftirlitsmyndavélar S tórar björgunaræfingar í jarðgöngum á Íslandi hafa verið mjög stopular í gegn- um árin. „Þetta hefur ver- ið gert en því miður ekki al- veg nógu oft,“ segir Gísli Eiríksson, sem hefur umsjón með jarðgöngum Vegagerðarinnar, spurður út í tíðni björgunaræfinga. „Það hafa ekki ver- ið stórar æfingar haldnar síðustu árin en slökkviliðsmenn hafa farið einu sinni á ári og æft sig í stjórnkerf- unum við göngin. Ég tel það mjög mikilvægt að menn fari og æfi sig í þeim. En menn geta ekki alltaf verið í stórum æfingum, það er ekki raun- hæft.“ Í reglugerð umhverfisráðu- neytisins um brunavarnir í sam- göngumannvirkjum frá árinu 2004 er kveðið á um að slökkviliðsstjóri skuli reglulega halda æfingar með eiganda samgöngumannvirkis og lögreglu í samræmi við fyrirmæli viðbragðs áætlunar. Gísli segir það útbreiddan misskilning að þegar talað er um björgunaræfingu þurfi hún að vera stór, með mörgum bílum og miklum mannskap. Oftast nær sé nóg að hafa litlar æfingar þar sem menn skoða hvort ákveðnir hlutir séu í lagi. Ekki nógu margar æfingar Vegagerðin hefur eftirlit með öllum jarðgöngum á Íslandi nema Hval- fjarðargöngunum, sem eru einkarek- in. Þar hefur engin stór björgunaræf- ing verið haldin í áratug, eins og kom fram í DV fyrir skömmu. Slökkviliðs- stjóri höfuðborgarsvæðisins og fram- kvæmdastjóri Spalar sögðu báðir að tími væri kominn á slíka æfingu. Að sögn Gísla stendur til að halda stóra æfingu í Fáskrúðsfjarðargöng- um, auk þess sem æfing var haldin í Héðinsfjarðargöngum 13. desember síðastliðinn. Hann segir að slökkvi- liðsstjórar í viðkomandi sveitarfé- lögum eigi að stjórna æfingunum en frumkvæðið að þeim geti komið frá mörgum aðilum, þar á meðal Vega- gerðinni. Reykurinn stærsta vandamálið Í grein DV kom einnig fram að slökkvilið eigi mjög erfitt með að ráða við það ef mikill eldsvoði eða sprenging yrði í Hvalfjarðargöngum. Gísli segir aðalvandamálið ef elds- voði eða sprenging verður í göngum, eins og hefur gerst í Noregi, vera reyk- inn sem myndast. Erfitt sé að slökkva sjálfan eldinn. „Það sem skiptir máli er rýming, að koma fólki út. Þó að bíldrusla brenni þá gerir það ekkert til. Vandamálið er reykurinn. Hann fer bara í aðra áttina, þannig að öðrum megin eru menn í reyk en hinum megin er allt í lagi. Það er voðalega lítið hægt að gera í því,“ útskýrir hann en slökkviliðið þarf alltaf að fara inn með vindinum til að eiga möguleika á að slökkva eldinn. „Þetta er ekki einfalt og það eru engar lausnir á þessu,“ bætir hann við en tekur fram að verið sé að vinna í þess- um málum. „Í Noregi eru í kringum 1.000 göng og þar eru um það bil tveir brun- ar í mánuði. Það hefur enginn farist í bruna í norskum göngum.“ Engar eftirlitsmyndavélar Einu eftirlitsmyndavélarnar í íslensk- um göngum eru í Hvalfjarðargöng- um. Spurður hvort slíkar vélar þurfi ekki í hin göngin ef eitthvað myndi koma upp á segir Gísli að staðlarn- ir sem farið er eftir miðist við umferð og hún hafi ekki verið nógu mikil til að myndavélar hafi talist nauðsynlegar. Einnig þurfi þá að ráða mannskap til að fylgjast með. Hann telur að smám saman þurfi þó að auka eftirlitið, sér- staklega þegar göngum fjölgar hér á landi. Engir brunahanar eru heldur í göngum á vegum Vegagerðarinnar. Gísli segir engar reglur kveða á um að brunahana þurfi. Þess í stað þurfa slökkviliðsbílar með vatnstanki að vera til staðar til að slökkva eld. Slysatíðni helmingi lægri „Menn tala um hættu í göngum en það má ekki gleymast að jarðgöng eru öruggustu hlutar vegakerfisins. Slysa- tíðni í göngum er helmingi lægri en úti á vegum, samkvæmt norskum tölum. Það er hægt að hugsa sér að það verði stórslys en það hefur þó ekki gerst, þó svo að það hafi legið nærri því í Noregi nokkrum sinnum,“ segir hann. n Freyr Bjarnason freyr@dv.is Oddskarðsgöng Björgunaræfingar í Oddskarðsgöngum hafa verið af skornum skammti. Mynd VEgagERðin Skatestraum-göngin Olíuflutningabíll með 16.500 lítra af eldsneyti innanborðs varð fyrir umferðaróhappi í Skatestraum-göngunum í Bremanger í Noregi. Sex slösuðust og mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr þann 15. júlí sl.„Það sem skiptir máli er rýming, að koma fólki út. Þó að bíldrusla brenni þá gerir það ekkert til. Vandamál- ið er reykurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.