Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Side 6
Vikublað 5.–6. ágúst 20156 Fréttir
Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.www.provision.is
Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með
sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað
við aldursbundinni augnbotnahrörnun.
Nú er vítamínið með endurbættri formúlu
sem gerir það enn betra en áður.
Viteyes í nýju umbúðunum er komið í
dreifingu og er fáanlegt á sömu stöðum
og áður, um allt land.
NÝTT OG ENDURBÆTT
AUGNVÍTAMÍN
Í NÝJUM UMBÚÐUM!
Nýjar
umbúðir
Augnheilbrigði
Selkópurinn
gefinn refunum
Selkópurinn sem slapp úr Hús-
dýragarðinum aðfaranótt mánu-
dags og fannst á tjaldsvæðinu í
Laugardal hefur mögulega vitað
af örlögum sínum og þess vegna
reynt þessa fræknu flóttatilraun.
Þeim selkópum, sem fæðast
rétt fyrir sumarið, er nefnilega
slátrað á haustin og þeir nýttir í
fóður fyrir refina sem Húsdýra-
garðurinn heldur.
DV hefur áður
fjallað um örlög
selkópanna en
greint var frá því
sumarið 2013 að
þeir fái að lifa út
sumarið með mæðrum sínum en
er síðan slátrað. Rætt var við að-
stoðarforstöðumann Fjölskyldu-
og húsdýragarðsins, Sigrúnu
Thorlacius, sem sagði þá að kjötið
af kópunum færi ekki til spillis.
„Við höfum notað kjötið í fóður
hérna, refirnir hafa étið það. Við
höfum nýtt það svona innanhúss
handa hinum dýrunum.“
Aðspurð hvort ekki væri hægt
að sleppa kópunum lausum að
hausti segir hún það ekki vera
hægt þar sem selir sem aldir eru á
þennan hátt kunni ekki að bjarga
sér sjálfir í þannig aðstæðum.
„Nei, svona selir kunna ekki að
bjarga sér í náttúrunni.“
Þá var einnig rætt við Árna
Stefán Árnason, lögfræðing og
dýraverndunarsinna, sem sagði
mikinn blekkingarleik eiga sér
stað í Húsdýragarðinum á hverju
ári og þá sérstaklega í garð barna:
„Mér finnst ömurlegt
að það sé verið að
gera út á það á
vorin að það séu
að fæðast lömb,
kálfar, geitur og
selkópar en það er
síðan ekkert sagt um
framhaldið. Þau enda öll í slátur-
húsi um haustið.“
S
litabú Glitnis mun ekki
framselja eign að fjárhæð um
37 milljarðar, sem er and-
virði samtölu innlána Glitnis
í krónum hjá Íslandsbanka, til
íslenskra stjórnvalda í formi reiðufjár,
eins og stærstu kröfuhafar slitabús-
ins höfðu áður samþykkt sem hluta
af stöðugleikaframlagi Glitnis. Þess í
stað fá stjórnvöld afhent skuldabréf í
íslenskum krónum til tíu ára.
Þessi breyting á því samkomulagi
sem gert hafði verið við helstu kröf-
uhafa Glitnis, og fjármálaráðuneytið
tilkynnti um samhliða því að áætl-
un um losun fjármagnshafta var op-
inberuð 8. júní síðastliðinn, var gerð
að beiðni Íslandsbanka í því skyni að
verja lausafjárstöðu bankans. Með
öðrum orðum taldi Íslandsbanki að
það væri of mikil áhætta fólgin í því
fyrir lausafjárstöðu bankans ef Glitnir
tæki út samstundis 37 milljarða inn-
lán sín í krónum.
Fram kemur í svari Íslandsbanka
við skriflegri fyrirspurn DV að
bankinn hafi „talið mikilvægt að
viðhalda sterkri lausafjárstöðu
bankans í gegnum afnám
gjaldeyrishafta og lagði því til að
umræddar greiðslur væru í formi
skuldabréfs“. Þá bendir bankinn á að
laust fé hans hafi verið 214 milljarðar
króna í lok fyrsta ársfjórðungs á þessu
ári og að „með samkomulaginu [sé]
tryggt að lausafjárstaðan verður
áfram afar sterk“.
Undirrituðu rammasamkomulag
Íslandsbanki og Glitnir undirrituðu
rammasamkomulag 16. júlí um þær
aðgerðir sem Íslandsbanki myndi
grípa til svo slitameðferð Glitnis
næði fram að ganga í samræmi við
þær tillögur sem kröfuhafar hafa lagt
fram og „stýrinefnd um losun fjár-
magnshafta hefur staðfest“ að taki á
„greiðslujafnaðarvanda vegna inn-
lendra eigna í eigu gömlu bankanna,“
eins og sagði í tilkynningu. Hið rétta
er hins vegar að framkvæmdahóp-
ur um losun hafta hefur gefið það út
að tillögur kröfuhafa Glitnis uppfylli
stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og
þar með forsendur fyrir undanþágu
frá höftum. Stýrinefndin hefur aftur
á móti enga afstöðu enn tekið til til-
lagna kröfuhafa en í henni eiga með-
al annars sæti fjármálaráðherra og
seðlabankastjóri.
Í tilkynningu sem Íslandsbanki
sendi frá sér um miðjan síðasta
mánuð sagði að „Glitnir fái afhent
skuldabréf í íslenskum krónum frá Ís-
landsbanka að andvirði samtölu inn-
lána Glitnis í íslenskum krónum hjá
bankanum. Skuldabréfið verður á
markaðskjörum til 10 ára.“
Enginn virkur markaður
Ef stjórnvöld fá afhent skuldabréf í
krónum til tíu ára að fjárhæð 37 millj-
arða – í stað reiðufjár – þá mun það
hafa áhrif á yfirlýst áform um að stöð-
ugleikaframlag gömlu bankanna
verði nýtt til að greiða niður skuld-
ir hins opinbera. Til stóð að Glitn-
ir myndi afhenda stjórnvöldum 58
milljarða greiðslu í reiðufé í krónum
en heimilt væri að draga fallt að 5
milljarða frá þeirri fjárhæð vegna inn-
lends rekstrarkostnaðar slitabúsins.
Nú er hins vegar ljóst að sú upphæð
sem stjórnvöld fá í formi reiðufjár frá
Glitni verður umtalsvert lægri enda
var stærstur hluti slíkra eigna slita-
búsins í formi innlána í krónum hjá
Íslandsbanka. Talsverð óvissa er um
endanlegt verðmæti þeirra innlendu
eigna sem stærstu kröfuhafar Glitnis
hafa samþykkt að gefa eftir til að ljúka
skuldaskilum með nauðasamningum
en þær eru líklega metnar á bilinu 250
milljarðar til 400 milljarðar.
Íslenska ríkið, eða félag á vegum
Seðlabankans, gæti hugsanlega selt
slíkt skuldabréf útgefið af Íslands-
banka í stað þess að geyma það á
efnahagsreikningi sínum. Óvíst er
hins vegar hvaða verð gæti fengist fyr-
ir bréfið. Enginn virkur markaður er
með tíu ára skuldabréf í krónum út-
gefnu af íslenskum banka. n
Í ritum Seðlabanka Íslands um fjár-
málastöðugleika hefur verið ítrekað að
lausafjárstaða stóru viðskiptabankanna
sé sterk sem birtist meðal annars í því
að lausafjárhlutfall þeirra í heild og
í erlendum myntum sé vel yfir
lágmarkskröfum. Nýjar og
stífari lausafjárreglur tóku
gildi undir lok ársins 2013
– mun fyrr en í flestum
öðrum Evrópuríkjum – sem
byggjast á alþjóðlegu
viðmiði Basel-nefndarinnar
um bankaeftirlit. Fyrir þetta
ár má heildarhlutfallið ekki fara
undir 80% en krafan mun hækka upp í
100% á næstu tveimur árum. Heildar-
lausafjárhlutfall Íslandsbanka var 134% í
lok fyrsta ársfjórðungs.
Viðskiptabankarnir þrír eru allir að
mestu fjármagnaðir með innlánum og í
nýjasta riti Seðlabankans um fjármála-
stöðugleika, er bent á að tæp 73% af
þeim sé laus innan mánaðar, um 85%
innan þriggja mánaða og rúmlega 90%
laus innan sex mánaða. Samkvæmt nýju
lausafjárreglunum skulu bankarnir eiga
lausar eignir sem nema um 45%
innlána sem eru laus innan
mánaðar eða um 18% af efna-
hagsreikningi sínum. Þrátt
fyrir að Seðlabankinn nefni
að innlán séu „almennt talin
vera stöðug fjármögnun“ þá
telur hann að bankarnir þurfi
að halda áfram á þeirri braut
að auka fjölbreytni í markaðsfjár-
mögnun sinni.
Samtals námu innlán viðskiptavina
Íslandsbanka 521 milljarði króna í lok
fyrsta fjórðungs 2015. Var hlutfall
innlána á móti útlánum 80,3% og hafði
lækkað um 2,6 prósent frá því á sama
tíma fyrir ári.
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
Einsleit fjármögnun
viðskiptabankanna
Hætta við að
afhenda ríkinu 37
milljarða í reiðufé
n Innlán Glitnis í krónum afhent í formi 10 ára skuldabréfs
n Gert að beiðni Íslandsbanka sem vildi „viðhalda sterkri lausafjárstöðu“
Íslandsbanki
Vildi tryggja að
lausafjárstaða bank-
ans yrði áfram sterk.
Mynd Bragi Þór JósEfsson