Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Síða 10
Vikublað 5.–6. ágúst 201510 Fréttir FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ ekki gera upp a mil li, al lir eiga skilid Baby Foot! , FÆST Í V E RS LUNUM UM LAND A L LT Dæmdur í fangelsi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rúmlega tvítugan Sómala í eins mánaðar fangelsi fyrir að framvísa öðru vegabréfi en sínu eigin við komuna til landsins þann 20. júlí síðastliðinn. Maðurinn var á leið til Kanada þegar hann framvísaði sænsku vegabréfi. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Auk þess að sæta fangelsi í einn mánuð var manninum gert að greiða 150 þúsund krónur í sakarkostnað. Frábærar móttökur Íslensku keppendurnir, sem tóku þátt í Alþjóðasumarleikum Speci- al Olympics, komu til landsins á þriðjudag og var tekið höfðing- lega á móti hópnum. Alls voru 41 keppandi frá Íslandi á leikunum og náðist frábær árangur; 4 gull- verðlaun, 3 silfurverðlaun og 6 bronsverðlaun. Starfsmenn Isavia á Keflavíkur- flugvelli tóku á móti hópnum á þriðjudag. Eftir að hafa fengið heiðursvatnsboga yfir flugvélina frá slökkvibifreiðum Keflavíkur- flugvallar var tekið á móti þeim í flugstöðinni með lúðraþyt, blóm- um og veitingum eftir langt ferða- lag frá Los Angeles. „Má ég þá safna milljón?“ n Reykjavíkurmaraþonið á næsta leiti n Fjölmargir hlaupa til styrktar góðum málefnum S enn líður að Reykjavíkur- maraþoni Íslandsbanka en það fer fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. Hægt er að heita á hina ýmsu hlaupara og hlaupahópa sem skráðir eru þátttakendur í hlaupinu og safna áheitum fyrir góðgerðarfé- lög. Hver sem er getur heitið á skráða hlaupara og hafa nú þegar safnast yfir fimmtán milljónir króna í áheit. DV ræddi við nokkra einstaklinga sem hlaupa til styrktar góðgerða- málum. Hver sem er getur verið með geðsjúkdóm Birgir Örn Breiðfjörð ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þar sem hann hyggst safna 150.000 krónum til styrkt- ar Geðhjálp en Birgir greindist með geðhvarfasýki fyrir stuttu síðan. „Ég greindist með geðhvarfasýki í vor. Fréttirnar voru ákveðið sjokk fyrir mig og mína,“ segir Birgir sem þegar hefur safnað 112.000 krónum þegar þó nokkur tími er í hlaupið. Hann segir það hafa verið mik- inn létti að fá greininguna og í henni hafi falist ákveðin fagnaðartíðindi enda gat hann þá loks brugðist við ýmsum hlutum í eigin fari sem áður voru óþekktir. Birgir segist ætla að hlaupa hálf- maraþonið til að vinna bug á for- dómum og fáfræði gagnvart geð- sjúkdómum. „Hugmyndin er sú að sýna fram á að það sést ekki alltaf utan á fólki hverjir eru með geðsjúk- dóma og hverjir ekki. Hver sem er getur verið með geðsjúkdóm.“ Hann segir fordóma gagnvart geðsjúkdómum þó hafa minnkað töluvert í samfélaginu en alltaf megi gera betur. Til styrktar Útmeð‘a Helga Helgadóttir hefur safnað 43.500 krónum til styrktar Útmeð‘a, átaks á vegum Geðhjálpar og Rauða krossins, gegn sjálfsvígum ungra karlmanna. Á áheitasíðu sinni hvet- ur Helga vini og vandamenn til að styrkja hið þarfa málefni og hlaup- ið líka. Fyrrverandi unnusti Helgu, lífs- glaður maður með bjarta framtíðar- sýn, veiktist á nokkrum dögum og sá enga leið aðra en að enda líf sitt. Helga hleypur því Reykjavíkur- maraþonið til að styðja við verkefni Útmeð‘a-hópsins sem fór af stað í sumar. Söngvari DIMMU hleypur 42 kílómetra Styrktarsjóður gigtveikra barna skor- aði á hljómsveitina DIMMU að hlaupa 10 kílómetra á mann í Reykja- víkurmaraþoninu. Stefán Jakobsson, söngvari hljómsveitarinnar, svaraði fyrir hönd hennar: Ekkert mál. Þegar hann sagði hljómsveitarfélögum sín- um frá stöðu mála sögðu þeir, að sögn Stefáns: Tekur þú þetta ekki bara? Því fór að Stefán hleypur 42 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og niður- staðan sú að DIMMA hlaupi til styrkt- ar Styrktarsjóði gigtveikra barna. Þegar hafa safnast 106.000 krónur. Ætlaði fyrst að safna billjón, svo milljón Baldvin Týr Sifjarson, fimm ára, greindist með Duchenne-vöðvarýrn- un þriggja ára gamall. Hann hyggst taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu eins og foreldrar hans hafa alltaf gert en hann samdi við móður sína um að taka þátt og fer því 3 kílómetra í flotta hjólastólnum sínum. Allur ágóði af hlaupi Baldvins rennur til Duchenne- amtakanna á Íslandi. „Hann sagðist ætla að safna billjón en ég sagði honum að það væri ekki alveg hægt,“ segir Sif Hauksdóttir, móðir Baldvins. „Þá spurði hann: má ég þá safna millj- ón? Já, sagði ég. Já, þá geri ég það, sagði hann.“ Útlit er fyrir að Baldvini takist ætlunarverk sitt en hann hef- ur þegar safnað meira en hálfri milljón króna. „Þetta verður í fyrsta skipti sem hann fer í Reykjavíkurmaraþonið,“ segir Sif en Baldvin hefur greini- lega verið duglegur við að taka þátt í hinum ýmsu hlaupum og tók með- al annars þátt í Latabæjarhlaupinu í fyrra. „Hann er mjög spenntur fyrir hlaupinu,“ segir Sif að lokum. Til styrktar krabbameinssjúkum börnum Olga Færseth hleypur 10 kílómetra til styrktar krabbameinssjúkum börnum en í júní fengu hún og fjölskylda hennar þær fréttir að tveggja ára dóttir þeirra, Kolfinna Rán, væri með krabbamein. Fréttirnar voru fjölskyldunni að vonum afar erfiðar en fimm dögum síðar fór hún í lyfjameðferð. Við tekur 6 mánaða meðferðartími og því ljóst að komandi mánuðir verði þeir erfiðustu sem fjölskyldan hefur upplifað en auk Kolfinnu eiga Olga og kona hennar tvö önnur börn. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna kynnti starfsemi sína fyrir fjöl- skyldunni og þann stuðning sem þær gætu fengið hjá þeim. Þeim var und- ir eins ljóst að þær myndu leita mik- ið til félagsins og vilja því leggja sitt af mörkum til þess. Olga hefur safnað 241.500 krón- um. Hleypur með hjálp vinkvennanna Ósk Jóhannesdóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþon- inu og hyggst safna 250.000 fyrir Hr- inginn, en hún hneig niður í fót- boltaleik í nóvember 2013 og greindist í kjölfarið með hjartaóreglu. Við tóku erfiðir tímar, mikil óvissa og margar heimsóknir á Barnaspítala Hringsins og í nóvember 2014 fór Ósk í aðgerð til Boston en síðar kom í ljós að hún þyrfti að fara í enn aðra til, sem gerð verður hérlendis í haust. Ósk hefur verið á kafi í íþróttum en henni hef- ur verið ómögulegt að stunda þær af fullum krafti síðan hún greindist með hjartaóreglu. Með hjálp vinkvenna sinna ætlar hún að ráðast í hið krefj- andi verkefni og hlaupa í maraþon- inu. Þegar hafa safnast 160.000 krónur. Fyrir pabba Ólöf Jóna Ævarsdóttir hefur að mark- miði að safna 150.000 krónum fyrir MND-félagið á Íslandi en faðir henn- ar greindist með MND-sjúkdóm- inn fyrir nokkru síðan. Hún ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkur- maraþoni Íslandsbanka. „Pabbi minn greindist með MND í maí í fyrra en það er taugahrörnunar- sjúkdómur. Allir vöðvar líkamans lamast,“ segir Ólöf. „Hann er með verstu útgáfuna af þessu þannig að þetta hefur verið fljótt að gerast. Það er misjafnt hvern- ig það er, sumir lifa með þessu í 10– 15 ár.“ Ólöf er ófrísk og þegar hún mun hlaupa maraþonið verður hún kom- in 20 vikur á leið. „Ég er bara spennt Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is Stefán Jakobsson Söngvari Dimmu hleypur fyrir gigtveik börn. Birgir Örn Breiðfjörð Hleypur til styrktar Geðhjálp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.