Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Qupperneq 14
Vikublað 5.–6. ágúst 2015
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
14 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Samþykkti lög sem
hann segir lýðskrum
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, fór mikinn í
grein sem birtist í Morgunblað
inu fyrir helgi þar sem hann sagði
meðal annars skuldaleiðréttingu
ríkisstjórnarinnar lýðskrum og
sömuleiðis nýlega samþykkt lög
um stöðugleikaskatt á fjármála
fyrirtæki í slitameðferð. Telur Vil
hjálmur að vandinn við stöðug
leikaskattinn – 39% skattur á
eignir slitabúa takist þeim ekki að
ljúka nauðasamningum fyrir árs
lok – sé að hann er ekki almennur
og kunni því að vera andstæður
stjórnarskrá.
Gagnrýni Vilhjálms á stöðug
leikaskattinn vekur vægast sagt
furðu þegar litið er til þess hvaða
þingmenn samþykktu frumvarp
ið þann 3. júlí síðastliðinn. Að
undanskildum einum þingmanni
Pírata, sem kaus að sitja hjá, var
frumvarp fjármálaráðherra sam
þykkt samhljóða með 55 atkvæð
um. Í þeim hópi var Vilhjálmur
Bjarnason.
Vík milli vina
Margir hafa undr
ast skeytasendingar
millum Ólafs
Stephensen, fram
kvæmdastjóra Félags atvinnurek
enda, og Ara Edwald, nýráðsins
forstjóra Mjólkursamsölunnar, á
opinberum vettvangi síðustu daga.
Hér hafa tekist á aldavinir sem
hafa unnið oft saman, til dæmis á
vettvangi Samtaka atvinnulífsins,
Sjálfstæðisflokksins og innan fjöl
miðlafyrirtækisins. Ýmsir hafa velt
fyrir sér hvort eitthvað annað og
meira liggi að baki.
Þú ætlar alltaf
að vinna
Þórunn Elva Sveinsdóttir, sem stal og eyddi 26 milljónum í netpóker. - DV
Í
sland ákvað að styðja viðskipta
þvinganir Vesturveldanna gegn
Rússlandi vegna hins ógeðfellda
stríðsreksturs Rússa í Úkraínu.
Þegar svo stór ákvörðun er tekin hlýt
ur að vera ljóst að hún getur haft af
leiðingar og þær miður heppilegar.
Íslensk stjórnvöld geta ekki verið svo
einföld að þau hafi ekki gert sér grein
fyrir því. Það er alkunna að rússnesk
stjórnvöld eru ekki þau umburðar
lyndustu í heimi og Pútín forseti er
sannarlega enginn Nelson Mandela.
Þegar þetta er haft í huga má kannski
furðu sæta að Rússar hafi ekki sam
stundis sett viðskiptabann á Ísland
eftir hina djörfu ákvörðun. Það gerðu
þeir ekki heldur sýndu af sér óvænta
gæsku því Íslendingar eru í hópi sjö
þjóða sem undanþegnar eru inn
flutningsbanni sem Rússar settu á
matvæli frá Evrópusambandinu,
Bandaríkjunum og fleiri löndum.
Einhverjir hafa haft orð á því að góð
samskipti Pútíns Rússlandsforseta og
Ólafs Ragnars Grímssonar Íslands
forseta eigi sinn þátt í því að Rússar
hafi ekki beitt sér gegn Íslandi. Sumir
myndu kannski segja að þarna sýndi
það sig að stundum borgaði sig að
hjala við einræðisherra.
En skjótt skipast veður í lofti og
borist hafa boð frá Kreml þess efnis
að vel komi til greina að beita Ísland
viðskiptaþvingunum vegna stuðn
ingsins við aðgerðir Evrópusam
bandsins. Þessi hótun Rússa ætti alls
ekki að koma á óvart, en um leið og
fréttir af henni bárust hóf grátkór á
Íslandi upp raust sína. Þar var þing
maður Sjálfstæðisflokksins, Ásmund
ur Friðriksson, forsöngvari. Með
al þeirra sem hafa tekið hressilega
undir hinn dramatíska söng eru hinn
landskunni fjandmaður Evrópusam
bandsins, Jón Bjarnason, og forsvars
menn stórútgerðarinnar sem eru
orðnir ansi vanir því að græða og sjá
fram á mikið tjón standi Íslendingar
við viðskiptaþvinganirnar.
Það er nokkuð síðan Ísland ákvað
að styðja viðskiptaþvinganir gegn
Rússlandi. Nú, ári seinna, rísa upp
einstaklingar sem vilja að ákvörðun
in verði dregin til baka vegna þess að
viðskiptahagsmunir eru í húfi. Það er
svosem stefna út af fyrir sig að vilja
einungis styðja aðgerðir sem hægt
er að græða á. En það er lítill sómi
að því fyrir Íslendinga að segja sig úr
bandalagi við siðaðar þjóðir vegna
þess að rússneski björninn hótar að
sýna krumlurnar. Það er einkennilegt
að þingmaður Sjálfstæðisflokksins
skuli vilja brotthvarf frá þeirri stefnu
sem flokkur hans hefur ætíð fylgt og
snýst um vestræna samvinnu.
Stjórnvöld eiga að standa í lapp
irnar en ekki gera sig að athlægi með
því að hverfa frá ákvörðun sem all
ar helstu vinaþjóðir Íslendinga taka
þátt í. Undirlægjuháttur gagnvart
hótunum Rússa væri þjóðinni ekki til
sóma. n
Hjalað við einræðisherra
REGAL hunda- og kattafóður
- góð næring fyrir dýrin þín
Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is
Inniheldur EKKI
• Hveiti, soja eða maís
• Aukaefni
• Erfðabreytt matvæli
• Sykur eða mjólkurafurðir
N
ú er líklega ekki á okkar
nýsiðgæðistímum lengur
sungið hið áður vinsæla lag:
Komir þú til Vestmanna
eyja, þar á kletti situr meyja.
Eftir hverju er hún að bíða? Allir vita
hún lætur ... búmsarabassa ...
Eftir hið svokallaða hrun banka,
hamingju, peninga og bjart
sýni hér á landi hafa komið mikl
ir hreinsunartímar hvað varðar sið
gæði. Í þeirri viðleitni er ekki komið
að tómum kofunum. Svo virðist sem
Ísland í sinni réttu fortíðarmynd sé
að koma út úr kofaskápnum með
ljós og framtak þeirra sem eru sjálf
valdir handhafar birtu og hirðusem
in í heimi andans og líkamans. Oft
vill samt vera hjá postulunum svip
að og hendir í lögmálinu um eðli
óbrotna mannsins, að siðsemi vek
ur siðleysi og höft vekja hömluleysi.
Þótt þessar mótsagnir blasi hvar
vetna við í sögu heimsins og mann
kynsins virðast lítilmenni valdsins
aldrei geta skilið það. Þeir þjösnast
áfram með boðorðin fyrir aðra en
brjóta þau sjálfir á bak við tjöldin.
Eins mun þetta verða í atlögunni
gegn Vestmannaeyjum og gjálífinu í
dalnum á þjóðhátíð. Það virðist ekki
nægja þær forvarnir, að femínista
strákar og ámóta stúlkur fari í upp
ljómun sinni um ferðaskrifstofur
með spjöld sem á er letrað: Segið
nei. Nei merkir nei. Þetta varnarlið
gegn sinnuleysinu virðist ekki vita
að í íslensku hugarfari er nei ekki til.
Í sálarlífi fyrrum nýlendubúans
merkir neitun í mesta lagi: „Ég hef
ekki hugmynd um það.“ Siðfræðin
og heimspekin geta ekki verið mót
aðri í mórauða kollinum. Á siðgæði
speki hugmyndaleysisins hefur líf
okkar byggst um aldir og líklega
mun ekkert breytast þótt fram á
sviðið komi ungur mannauður sem
hefur menntað sig í fræðunum við
Ríkisháskólann í Idaho í Bandaríkj
unum þar sem siðgæðið er númer
eitt tvö og þrjú og nei sem merkir nei
haft í hávegum.
Að vísu er til ráð úr íslenskri
bændamenningu sem mundi ef
laust duga jafnt í Vestmannaeyj
um og áður á bújörðum ef bændur
vildu ekki hafa óreglu í fjárhúsum
og hindra að rollur og hrútar færu
út fyrir hinn afmarkaða fengi
tíma. Ef hætta var á ferðurm saum
uðu bændur fyrir rollurnar en ekki
hrútana. Takið eftir því ofbeldi í
kynjafræðum! Sem barn var maður
látinn sníða mátulega bót úr ónýtum
strigapoka og mæla hana við aftur
endann á rollunni. Bóndinn saum
aði sjálfur fyrir.
Kæra fólk, í hvaða skóla sem þið
lærið, þið hefðuð orðið fróðari um
hvatalífið og ósigur karlrembunn
ar við að sjá upplitið á hrútunum
þegar þeir kumruðu hátt og hopp
uðu upp á rollurnar en ráku hann
beinharðan í strigapokabótina. Af
þessu hafði bóndinn illgirnisislega
íslenska ánægju. Hann hrelldi roll
una. Takið eftir því, femínistar! Síð
an var bóndinn glaður og reifur við
stelpurnar á bænum, kallaði þær
kindurnar sínar og kom kumrandi
við gimbrina á þeim.
Annað ráð er það að konur úr
Konukoti dreifi skírlífisbuxum til
stúlkna þegar þær stíga um borð í
Herjólf. Það væri síst verra fyrir þær
að ganga í þannig buxum en Halldór
Laxness, að sögn, þegar hann var á
þjóðhátíðaraldri álíka kaþólskur og
meyjar eru fráhverfar í Herjólfsdal.
Buxnahaldið yrði varla til þess að
þær fengju Nóbelsverðlaun í hrein
lífi, en erfitt að spá um það. Allt kem
ur í ljós hjá lögreglunni og á neyðar
móttökunni við heimkomuna úr
hinum hreðjaglaða Herjólfsdal. n
Komir þú til Vestmannaeyja
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
Kjallari
„Annað ráð er það
að konur úr Konu-
koti dreifi skírlífisbux-
um til stúlkna þegar þær
stíga um borð í Herjólf.
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„Þessi hótun Rússa
ætti alls ekki að
koma á óvart, en um leið
og fréttir af henni bárust
hóf grátkór á Íslandi upp
raust sína.
Þjóð sem þjáist af sameiginlegri
geðhrifapersónuleikaröskun
Anna Andersen, um tilhneigingu íslenskra fjölmiðla til að segja frá umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland. - DV
Hjá Fangelsismálastofnun
eru tvær stöður sálfræðinga
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, í pistli sínum um takmörkuð úrræði kerfisins fyrir nauðgara. - Stundin