Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Side 17
Vikublað 5.–6. ágúst 2015 Lífsstíll 17
Er skipulagið í lagi...?
Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki
Brettarekkar
Gey
mslu
- og
dekk
jahi
llur
Mikil burðargeta
Einfalt í uppsetningu
KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
Við elskum umslög
- en prentum allt mögulegt
• Nafnspjöld
• Reikninga
• Veggspjöld
• Bréfsefni
• Einblöðunga
• Borðstanda
• Bæklinga
• Markpóst
• Ársskýrslur
Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is
Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is
Flippaðir Facebook-hópar
F
acebook, eða andlitsbókin eins
og gárungarnir segja stundum,
er löngu orðin hluti okkar dag-
lega lífs. Íslendingar eru þar í
hópi 1.44 milljarða jarðarbúa
sem tengjast gegnum samfélagsvef-
inn. Hann er líka ansi stór vinnu-
staður því hjá Facebook vinna yfir
tíu þúsund manns. Í dag eru yfir 620
milljónir hópa á Facebook. Hópar eru
notaðir í ýmsum tilgangi – fólk getur
sameinast um áhugamál, baráttumál,
átrúnaðargoð eða hvað sem er.
Hér eru nokkrir athyglisverðir
íslenskir hópar á Facebook. n
Ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is
n Pulsur, mangó og Ingvar E. Sama myndin af
Ingvari E. Sigurðs-
syni á hverjum degi
Þessi hópur er stórkostlega flippaður, en nafn hans gefur skýrt til
kynna hvað málið snýst um. Þegar þetta er ritað eru 4.911 meðlimir
í hópnum, sem bíða spenntir daglega eftir að geta „lækað“ hina
ljómandi fínu mynd af Ingvari sem stjórnendur birta ítrekað. Myndin,
sem er svart-hvít og sýnir magnaðan karakter þessa ástsæla leikara,
fær hér um bil 200 „læk“ í hvert sinn sem hún birtist.
Bull Þessi hópur er enn sem
komið er lítill, en markmiðið er skýrt,
þar birta meðlimir færslur sem eru
hreinræktað bull. Páll Ivan frá Eiðum
er stofnandi hópsins en samkvæmt
honum er lítið hægt að segja af
viti um hópinn. „Ogije00 j lgööö öö
kfg-naðn˜ √̈å∂ πƒ[[™]lfk llljge99g
æjg f9e8jga nmnmvmv nfngi040
mgfðjhððð, er líklega það gáfulegasta
sem hægt er að segja um hann.“
Landssamtök aðdáenda
Ránar Ísberg Ástarsagnahöfundurinn og karlhatarinn
Rán Ísberg er einn eftirminnilegasti karakterinn úr gömlu Fóstbræðraþáttunum.
Helga Braga lék þessa snarbiluðu og baneitruðu konu sem meðal annars gaf út bókina
101 leið til að fara illa með karlmenn. Á síðu hópsins er hægt að nálgast dýrmætar
heimildir, en auðvitað ætti heildarsafn Fóstbræðra að vera til á hverju menn-
ingarheimili.
Frægir fá
sér pulsu
Það er löngu orðið markmið margra
frægra Íslendinga að komast á þessa síðu.
Ákveðinn virðingarsess fylgir því að verða
viðfangsefni Árna Sveinssonar sem tekur
myndir út um gluggann sem gnæfir yfir
Bæjarins bestu í Tryggvagötu. „Við erum
með aðstöðu í húsinu fyrir aftan pulsuvagn-
inn og það lá beint við að byrja með þennan
fjölmiðil. Þetta er létt og skemmtileg leið
til að skemmta samlöndum okkar í amstri
hversdagsins. Sá frægasti hingað til er
eflaust Hermann Hreiðarsson.“ Vegna
vinsælda síðunnar hefur Árni oft lent í því að
frægir eða hálffrægir krefji hann um mynd.
„Ég hef þá yfirleitt svarað því að það sé ekki
hægt að panta mynd, sérstaklega ef fólk er
ekki nógu frægt. Ég fæ líka reglulega símtöl
þar sem fólk lætur mig vita af frægum
sem eru að fá sér pulsu, þá er ég kannski
bara heima sjálfur að sjóða pulsur. Það er
mikilvægt að vera með síðuna virka en ekki
tómar endurbirtingar eins og Stöð 2 árið
1989. Þetta kom bersýnilega í ljós í sumar-
fríinu okkar núna – þegar við drifum okkur
loksins á skrifstofuna og birtum nokkrar
nýjar myndir braust út mikill fögnuður hjá
meðlimum síðunnar.“
Mango/Avocado
Sælkerar hafa víst ekki farið varhluta af því að
einstaklega erfitt getur verið að finna rétt
þroskaða mangóávexti og lárperur í verslun-
um. Í hópnum deila meðlimir upplýsingum
um það hvar á landinu sé hægt að kaupa
góð og rétt þroskuð mangó og avókadó.
Helga Þórey Jónsdóttir er stofnandi hópsins,
var orðin leið á því að þurfa að skipuleggja
mangó- og avókadóát með margra daga fyrir-
vara. „Stundum vill kona fá guacamole samdæg-
urs,“ segir hún, en í hópnum sem Helga stofnaði eru núna
472 meðlimir.
S01E01
Í þessum hópi eru
sjónvarpsþættir
ræddir líkt og um æðri
bókmenntir væri að
ræða. Heiti hópsins
vísar til merkinga sem
notaðar eru fyrir sjón-
varpsþætti á netinu,
S01E01 = sería 1, þáttur
1. Þarna er að finna
alls konar fróðleik frá
helstu sjónvarpsnörd-
um landsins, meðmæli með þáttum, umræður, skoðanaskipti og einstaka
rifrildi. Rúmlega tvö þúsund Íslendingar eru í hópnum.