Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2015, Síða 20
Vikublað 5.–6. ágúst 201520 Menning Úr listheiminum Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar og þing-maður, hefur landað feitum samningi við bóka- forlagið Hodd- er. Bók John- sons um William Shakespeare mun koma út á næsta ári í tilefni 400 ára dánardægurs leikrita- höfundarins. Johnson er ekki nýgræðingur á ritvellinum því síðasta bók hans The Churchill Factor, þar sem umfjöllunarefnið var Winston Churchill, seldist afar vel og fékk góða dóma. Einn gagnrýnandi sagði hana vera skyldulesningu. Nú stendur yfir í Bandaríkjun-um réttarhald þar sem deilt er um höfundarrétt afmæl- issöngsins: „Happy Birthday to You,“ sem var upphaf- lega saminn af tveimur systr- um seint á 19. öld og hét þá „Good morning to all“. Út- gáfurisinn Warner/Chappell hef- ur talið sig eiga réttinn og rukk- að samviskulega um árabil fyrir hverja einustu notkun á laginu – upphæð sem talin er nema tveimur milljónum dollara á ári. Nú segja lögfræðingar kvik- myndagerðarkonunnar Jennifer Nelson, sem réðst í málsóknina, að samkvæmt nýfundnum gögn- um frá 1927 sannist að lagið hafi aldrei verið höfundarréttarvarið. Í síðustu viku fékk kínverski lista-maðurinn Ai Weiwei vegabréf-ið sitt aftur. Passinn var tekinn af Weiwei í apríl 2011 í rassíu kínverskra stjórn- valda gegn pólitísk- um aðgerðasinn- um og óþægilegum röddum í landinu. Á hverjum morgni á meðan ferða- frelsi hans var skert setti hann nýjan blómvönd í hjólakörfuna sína fyrir utan vinnustofuna sína. Á einkasýningu listamannsins sem fer nú fram í Peking, þeirri fyrstu sem er leyfð í borginni, sýnir hann slíka blómakörfu úr postulíni – talandi um lág- stemmda gagnrýni. Í leit að illum meistara Skósveinarnir er ágætis skemmtun fyrir börnin U pphaf Minions er stór- skemmtilegt. Skósveinarn- ir detta um hver annan í leit sinni að illmennum til að votta hollustu sína, dálítið eins og kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Leitin færir okkur í gegnum ver- aldarsöguna, frá einfrumungum yfir í risaeðlur og loks að innrás Napóle- ons í Rússland. En þá fer að hægjast um og nær myndin ekki aftur sömu hæðum. Við erum nú stödd á besta hugs- anlega stað og tíma til að vera uppi á sé kvikmyndunum trúað, New York og London í „Swingin Sixties“. Sveinarnir ganga framhjá plakati af Nixon og maður fær vatn í munn- inn, hér stefnir í dásamlega satíru á Watergate og Víetnam með klaufa- bárðunum gulu í aðalhlutverki. En illu heilli halda þeir áfram göngu sinni. Fyrr en varir eru þeir komnir til London þar sem Don Draper sjálfur Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Minions/ Skósveinarnir IMDb 6,7 RottenTomatoes 64% Metacritic 56 Leikstjórar: Kyle Balda og Pierre Coffin Handrit: Brian Lynch Raddir: Sandra Bullock, Jon Hamm og Michael Keaton 91 mínúta n Bragi Árnason leikur í breskum spennutrylli n Flytur einleik á Suðureyri B ragi Árnason býr í London þar sem hann fæst við ýmis spennandi verkefni. Hann er leikari, uppistandari og söngvari. Hann leikur að- alhlutverkið í breskum spennutrylli sem frumsýndur verður á næsta ári. Bragi er í heimsókn hér á landi og sýnir einleik sinn, Barry and his Guit- ar, á einleikjahátíðinni Act Alone á Suðureyri í kvöld, 5. ágúst. Verkið var á sínum tíma frumsýnt í London. Eft- ir einleikjahátíðina á Suðureyri held- ur Bragi til Skotlands en þar sýnir hann verkið á Edinborgarhátíðinni og áætlað er að sýningar verði nítján. Barry and his Guitar er stutt verk, tæplega sextíu mínútur. Átta lög eru í sýningunni, öll eftir Braga. Spurður um efni verksins segir Bragi: „Upphaflega hugmyndin var að búa til verk um sögu popptónlistar en svo áttaði ég mig á því að það verk yrði mjög langt, auk þess sem höf- undarréttarmál yrðu erfið. Ég ákvað þá að búa til litla ævintýralega gam- ansögu, lauslega byggða á reynslu minni í London. Verkið fjallar um ungan mann sem er í hlutastarfi á kaffihúsi í London en dreymir um að verða poppstjarna. Hann kemst fyr- ir slysni upp á kant við glæpagengi.“ Bragi segir sýninguna vera í stöðugri þróun. „Góðir vinir hafa verið ósparir við að gefa mér ráðleggingar og sýn- ingin tekur því stöðugum breyting- um. Andy James og Seth Jones, sem reka Moors-leikhúsbarinn í Norð- ur-London, hafa hjálpað mér einna mest við að leikstýra og þróa hana.“ Nokkurt brölt að vera listamaður Bragi lærði leiklist í KADA (Kogan Academy of Dramatic Art) í London og útskrifaðist þaðan sem leikari árið 2010. Jafnframt listsköpun hef- ur hann unnið önnur störf. „Það er nokkurt brölt að vera listamaður í London og ég hef jafnhliða listsköp- un unnið aðra vinnu,“ segir hann. „Ég hef til dæmis unnið við afgreiðslu- störf og starfað í sunnudagaskólan- um í Íslendingakirkjunni í London. Ég hef líka fengist við kennslustörf og starfað sem stuðningsfulltrúi og hef þá umsjón með börnum og ung- lingum, þar á meðal eru einhverf- Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bragi Árnason Í Bretlandi hefur hann komið fram í kvikmynd- um, leikið á sviði og í sjónvarpi. MyND SIGTRyGGuR ARI Í hlutverki morðingja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.