Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 04.03.2016, Side 14

Fréttatíminn - 04.03.2016, Side 14
Mynd | Hari aldeilis þessi nótt hjá okkur.“ Þannig var mér sagt að ég ætti átta ára son, sem væri vistaður á barnaheimilinu á Kumbaravogi.“ Magnús sagðist vilja hitta drenginn og nokkrum dögum seinna óku þau austur á Kumb- aravog. „Mér brá mikið þegar ég sá hann, hann var í fyrsta lagi lif- andi eftirmynd mín og í öðru lagi var hann með skurði í andliti og á höndum.“ Magnús segist hafa komist í mikið uppnám og þegar hann var aftur orðinn einn með móður- inni fór hann að ganga á hana, hvað hefði eiginlega gerst. Hann hafði þá séð fjallað um atvikið í Bjarnaborg, nokkrum árum áður, en skiljanlega, ekki talið að það tengdist sér sjálfum á nokkurn hátt. „Hún fór að gráta og sagði mér nöturlega sögu, um að hann hefði verið beittur ofbeldi. Hún gerði lítið úr sínum þætti í ofbeld- inu, sem hún var þó dæmd fyrir, en þeim mun meira úr þætti eigin- manns síns, föður lítillar dóttur sinnar. Hún sagði að hann hefði orðið kolvitlaus og hafi ekki þolað drenginn og tekið þessa afbrýði- semi út á honum, hreinlega setið um að misþyrma honum.“ Hræðileg tilhugsun „Drengurinn var mjög rólegur og fátalaður meðan við stóðum við. Ég reyndi að taka utan um hann og kyssa hann, en hann var á varðbergi gagnvart okkur báð- um. Honum var ekki sagt frá fað- erninu en ég fór samt nokkrum sinnum með henni að heimsækja hann. Ég tengdist honum ekki, því miður, þótt ég reyndi á minn TRAUSTIR, NOTAÐIR GÆÐABÍLAR Á HAGSTÆÐU VERÐI VW Polo 1.4 Comf.line 85 hö Árgerð 2012, bensín Ekinn 66.500 km, sjálfskiptur Chevrolet Captiva Árgerð 2011, bensín/metan Ekinn 67.000 km, sjálfskiptur VW Tiguan Sport&Style 140 hö. Árgerð 2014, dísil Ekinn 39.000 km, sjálfskiptur Skoda Octavia Ambiente 1.6 TDI. Árgerð 2012, dísil Ekinn 59.000 km, beinskiptur Toyota Yaris Sol Árgerð 2012, bensín Ekinn 68.000 km, beinskiptur Ásett verð: 2.190.000 Ásett verð: 3.590.000 Ásett verð: 5.590.000 Ásett verð: 2.890.000 Ásett verð: 2.190.000 Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 heklanotadirbilar.is Komdu og skoðaðu úrvalið! Audi Q7 3.0 TDI 233 hö. Árgerð 2008, dísil Ekinn 130.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 4.990.000 VW Passat Highl. Ecofuel Árgerð 2011, bensín/metan Ekinn 45.000 km, sjálfskiptur Audi A4 2.0 TDI AT Árgerð 2012, dísil Ekinn 49.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 3.290.000Ásett verð: 4.890.000 MM Pajero 3.2 Intense Árgerð 2012, dísil Ekinn 68.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 6.990.000 Fanginn Sigurður Hólm í klefa sínum á Litla-Hrauni. hátt. Ég hugsa að hann hafi verið orðinn mjög skemmdur þegar þetta var. Það hefði þurft mikið meira til að hjálpa honum. Að- stæður á þessu barnaheimili voru ekki það sem þurfti. Mér finnst auðvitað hræðilegt að hugsa til þess að drengurinn þyrfti að þola alla þessa grimmd. Það er eigin- lega ekki hægt að hugsa um það.“ Magnús segir að móðir Sigurðar Hólm hafi virkað mjög meinlaus, róleg og nánast bæld. Það hafi verið erfitt að átta sig á henni. Hann hafi fljótlega misst allt sam- band við hana enda hafi honum þótt málið allt svo ógeðslegt, að hann hafi ekki getað lifað með því. „Þetta var skrítið, hún hafði áður verið gift kona, átt ágætis mann og mannvænleg börn, og svo lenti hún hreinlega í slagtogi við glæpa- og ofbeldismenn. Ég áttaði mig þó ekki á hvað þetta var svakalegt og hvað raunveru- lega hefði átt sér stað, fyrr en löngu seinna þegar náinn ættingi hans kom til mín og sagði mér frá öllum misþyrmingunum sem drengurinn hefði orðið að þola og hann hefði orðið vitni að. Mér finnst ekki að það eigi að þegja um svona hluti, og það má ekki þegja um svona hluti.“ Heimsækir leiðið hans Magnús segir að hann hafi vitað af syni sinum gegnum árin, ýmist á götunni eða í fangelsi. Það hafi verið sárt að hugsa til þess en það hafi ekki verið neitt sem hann gat gert. „Ég tengdist honum ekki, enda var honum ekki sagt að ég væri pabbi hans og sjálfur vissi ég ekki af honum fyrr en þessi hryll- ingur í Bjarnaborg var um garð genginn.“ Hann segist ekki hafa verið við- staddur jarðarförina. Enginn hafi látið hann vita en hún fór fram í kyrrþey. „Ég hefði farið ef ég hefði verið látinn vita. Ég hef farið og fundið leiðið hans í staðinn og heimsótt það og sett þar engla. Þótt við höfum ekki haft mikið saman að sælda í lifanda lífi, þá er það kannski mín leið til að biðja hann fyrirgefningar. Mér líður ákaflega illa yfir því að þessi sonur minn hafi þurft að þola svona mikla grimmd í lifanda lífi án þess að ég hafi getað komið honum til hjálpar.“ Magnús segir að hann hafi vitað af syni sinum gegnum árin, ýmist á götunni eða í fang- elsi. Það hafi verið sárt að hugsa til þess en það hafi ekki verið neitt sem hann gat gert. Slíkir hlutir eru enn að gerast „Saga Sigurðar Hólm er hræðileg saga sem á vissulega brýnt erindi við okkur,“ segir Lára Björnsdóttir, fyrrverandi félags- málastjóri. „Þarna var lítill drengur sem varð fyrir hræðilegri reynslu en fékk enga hjálp til að vinna úr því. Ég held samt að við ættum líka að líta okkur nær og að hugsa með hvaða augum, börnin okkar og barnabörnin munu horfa á okkur. Það er mikið gert af því að rifja upp allskyns syndir í fortíð- inni en þessir hlutir eru enn að gerast, allt í kringum okkur. Við þurfum að læra af fortíðinni og breyta hugsunarhætti okkar.“ Lára bendir á að enn séu ríkjandi þröngsýn og harkaleg viðhorf til fátæktarinnar og erfiðleika fólks, þótt mikið hafi verið gert til að opna kerfið. „Staðreyndin er sú að það er enn til fólk í gríðarlegum hrakningum á húsnæðismarkaði, það sýna langir biðlistar og það er enn verið að senda börn í burtu, á heimili, af því foreldrarnir ráða ekki við hlutverk sitt. Þá er þessi ölmusu- og matarpokamenning á Íslandi algerlega skammarleg.“ Hún segir að yfirvöld barnaverndar hafi örugglega talið að þau væru að gera rétt þegar þau sendu Sigurð Hólm á Kumb- aravog eftir það sem hann hafði orðið að þola. „Það voru fá betri úrræði í boði. Við vitum hinsvegar í dag að þetta var ekki góður staður fyrir lítið barn, enda meira stofnun en heimili. Slíkar stofnanir, þar sem börnum eða fólki í erfiðleikum er safnað saman, eru af hinu illa. Líka fátæktarhverfi eða sérstakar íbúðablokkir fyrir fólk í erfiðleikum. Hvorugt er hinsvegar úr sögunni.“ Lára Björnsdóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri. 14 | fréttatíminn | Helgin 4. mars–6. mars 2016
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.