Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 04.03.2016, Síða 42

Fréttatíminn - 04.03.2016, Síða 42
Mynd | Rut Úr stefnu Reykja- víkurborgar í þjón- ustu við fatlað fólk á heimilum sínum 2013-2024 „Fatlað fólk hafi tækifæri til þess að velja sér búsetustað, hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að búa þar sem tiltekið bú- setuform ríkir.“ Þrátt fyrir að hafa tapað máli við Reykjavíkurborg fyrir héraðsdómi berst Sal- björg Atladóttir og fjölskylda hennar fyrir því að hún fái að búa heima hjá sér. Málið er á leið fyrir hæstarétt. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Salbjörg Atladóttir er fötluð og þarf þjónustu allan sólarhringinn. Aðra hverja viku býr hún heima hjá sér, í íbúð í húsi foreldra sinna, en hina á skammtímavistun fyrir mikið fötluð börn. Þar er hún vistuð með börnum sem eru miklu yngri en hún. Salbjörg verður tvítug í næsta mánuði og er fullorðin og á því rétt á að búa heima hjá sér, rétt eins og aðrir fullorðnir einstaklingar. Samkvæmt öllum sem þekkja til Salbjargar hentar fyrirkomulagið henni afar illa. „Allir þeir sem vinna með Sal- björgu, læknar sem starfsmenn borgarinnar, eru sammála um að það henti henni afar illa að búa á tveimur stöðum,“ segja Katrín Frið- riksdóttir og Atli Lýðsson, foreldrar Salbjargar. Salbjörg er einhverf og hefur það rask sem fylgir því að flytja í hverri viku mjög slæm áhrif á líðan hennar. „Bæði atferlisráð- gjafi og barnageðlæknir bentu á fyrir rétti að ef Salbjörg fengi að vera heima liði henni betur og þá yrði með tímanum einfaldara að þjónusta hana,“ segir Katrín. Þau áhrif sem rótið hefur á Sal- björgu eru meðal annars kvíði og streita, sem birtist í því að hún sef- ur illa, er óörugg og líður ekki vel. Töpuðu máli við Reykjavíkurborg Salbjörg hefur verið með samning við Reykjavíkurborg síðan 2013 um að hún fái beingreiðslur til að fá þjónustu heim aðra hverja viku, en búi á skammtímavistun hina vikuna. Þegar Salbjörg varð 18 ára reyndu foreldrar hennar að færa þá peninga sem lagðir eru í þjónustu við hana að heiman, í að fá þjón- ustu fyrir hana heim. Samkvæmt verklagsreglum Reykjavíkurborgar er ekki hægt að breyta þessu fyrirkomulagi og eftir ítrekaðar tilraunir foreldranna til að finna lausn til að Salbjörg fengi að vera heima sáu þau ekki annað í stöðunni en að stefna borginni vegna málsins. Þrátt fyrir að allir sem vitni báru í málinu væru sammála um að verra væri fyrir heilsu og líðan Sal- bjargar að þurfa að flytja í hverri viku, tapaði hún málinu. Í dómn- um segir að Reykjavíkurborg hafi farið að lögum og dómari geti ekki sagt borginni til um hvernig þjón- ustu við fatlaða sé háttað. Vellíðan og vanlíðan Salbjargar jafndýr „Þetta er í raun ekki spurning um peninga, heldur hvernig þeir peningar sem fara í þjónustu við Salbjörgu eru notaðir. Það kostar Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR 2. TIL 6. MARS APOTEKIÐ BÝÐUR SEAN REMBOLD VELKOMINN Sean er búinn að vera í bransanum í 20 ár. Hann hefur starfað sem yfirmatreiðslumaður á nokkrum af áhugaverðustu veitinga- húsum Brooklyn m.a. Diner, Marlow & Sons og Reynard. Einstök túlkun hans á klassískum bandarískum réttum með „local“ og árstíðarbundnum hráefnum, hefur ekki aðeins skilað Sean tveimur tilnefningum til James Beard verðlaunanna sem besti matreiðslumaður New York, heldur líka komið Williamsburg á kortið sem áfangastað sælkera. SEX RÉTTA FOOD&FUN VEISLA AÐ HÆTTI SEAN RÉTTUR 1 REYKT BLEIKJA með sýrðu lauk-kremi, “calcot” lauk og piparrót RÉTTUR 2 SMÁLÚÐA, bláskel, smjörbaunir og grænar jurtir RÉTTUR 3 ANDABRINGA með bökuðu sellerí og fennel-eplapurée RÉTTUR 4 LYNGHÆNA með „bulgur“, reyktum möndlum og jógúrt RÉTTUR 5 LAMBAKÓRÓNA með jarðskokka-purée, brúnuðum lauk og sýrðum sveppum EFTIRRÉTTUR OSTAKAKA með mangó og ástaraldin, súkkulaðisósa, karamellað poppkorn, saltkaramella, marengs 8.500 kr. Borðapantanir í síma 551 0011 Þegar maður er búinn að sitja í réttarsal og hlusta á alla sem vinna með barninu sínu segja að það séu slæm lífsskilyrði fyrir það að búa á tveimur stöðum, getur maður ekki bara hætt að berjast fyrir að það fái að búa á einum stað. Salbjörg fær ekki að búa heima hjá sér álíka mikið að láta henni líða illa og myndi kosta að láta henni líða vel. Þess vegna skiljum við ekki af hverju ekki er hægt að breyta þessum reglum,“ segir Atli. Svo virðist sem foreldrarnir gangi á vegg reglugerða hjá ráða- mönnum borgarinnar. Allir sem vinni með Salbjörgu frá degi til dags sjái kostina við að breyta þessum verklagsreglum borgarinn- ar. Samt gangi ráðamenn aldrei í að breyta þeim. „Það er dapurlegt að borgin virð- ist ekki vilja taka þátt í þróun úr- ræða fyrir fatlaða. Það virðist engu skipta hver situr í stjórn og hversu þeir virðast vera með hjartað á réttum stað, samt breytist ekkert í þessum málum,“ segir Atli. En ef dómari getur ekki dæmt borgina til að breyta verklags- reglum sínum, hver getur það? „Vonandi hæstiréttur,“ svarar Atli, og Katrín bætir við: „Þegar maður er búinn að sitja í réttarsal og hlusta á alla sem vinna með barninu sínu segja að það séu slæm lífsskilyrði fyrir það að búa á tveimur stöðum, getur maður ekki bara hætt að berjast fyrir að hún búi á einum stað. Við sömdum þessar reglur, við hljótum að geta breytt þeim.“ Salbjörg í íbúð sinni í Breiðholtinu þar sem hún vill fá að búa. Katrín Friðriksdóttir og Atli Lýðsson, foreldrar Salbjargar, segja það dapurlegt að borgin virðist ekki vilja taka þátt í þróun úrræða fyrir fatlaða. Mynd | Rut 42 | fréttatíminn | Helgin 4. mars–6. mars 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.