Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 04.03.2016, Page 46

Fréttatíminn - 04.03.2016, Page 46
Heil og sæl ævinlega, amma kær og það sem við, afar og ömmur, erum gott uppeldisafl nú um mundir þar sem ungir foreldrar eru oft önnum kafnir í vinnu, námi, tómstundum og öllu því sem umhverfið krefst af þeim – óháð því hvort börn eru í fartesk- inu eða ekki. Rannsóknir sýna að við, miðaldra fólkið með reynslu og þekkingu, erum bráðnauðsyn- leg í uppeldi barnabarna og einnig lykilfólkið í stuðningi við heimili uppkomnu barnanna okkar sem basla núna sjálf við tilveruna. Prinsessur og prinsar Þú nefnir þessa merku tilheigingu okkar tíma sem er að kenna börn- in okkar við prinsa og prinsessur – nokkuð sem hefði þótt fáheyrt fyrir fáum árum þegar ævintýri um konungborin börn voru fjar- læg okkur í tíma og rúmi. Síðan færðist áherslan frá Mjallhvíti og prinsinum á hvíta hestinum yfir í markaðsframleiðslu í myndefni, leikföngum, fatnaði og grímubún- ingum – og þá selur þessi konung- borna hugmynd grimmt. Upphafið má helst rekja til Disney-veldisins og svo rammt kveður að prinsa- og prinsessuhugmyndum þeirra að umrætt markaðsveldi hefur einkaleyfi á að framleiða barnaföt með prinsessu- og prinsamyndum í sjálfum Bandaríkjunum. Veldissprotinn í ríki hjartans Siðan er allt önnur hlið á málum þegar foreldrar velja barninu sínu öll þau fegurstu orð sem til greina koma til að lýsa gleði sinni og hamingju með litla krílið. Auðvit- að er ekkert í heiminum betra og fegurra en lítið barn og nýbakað- ir foreldrar eru flestir að skilja í fyrsta sinni hvílík gæfa og hví- lík ást kemur inn í líf þeirra með barninu. Þess vegna má segja að lítil börn ráða veldis- sprotanum í ríki hjartans og eru þannig séð konung- og drottn- ingarborin að sönnu. Hins vegar er ótrúlegt úrval af faguryrðum og kærleiksjátningum til á ís- lensku. „Þú ert yndið mitt yngsta og besta,“ – fangar frábærlega ást foreldris á litla barninu sínu og ástríkir foreldrar finna sínar fallegu tjáningarleiðir án aðstoðar Disneys. Sjálfsdýrkun Loks getur prinsa- og prinsessutal verið varasamt á tímum sem okk- ar þar sem sjálfsdýrkun ku hamla ungu fólki svo um munar. Þá er hreinlega varasamt að hamra á of miklu hrósi og skilaboðum um að barnið sé algjörlega einstakt. Það getur falið í sér að barnið þrói með sér hugmynd um að það sé „meira“ en önnur börn, með meiri rétt heldur en „hinir“ og sé betra heldur en „hinir“. Munum líka að prinsar og prinsessur eru í valdastöðum. Því munu ung börn vilja stjórna heimilinu sem miklu valdameiri einstaklingar heldur en foreldrar þeirra, auðmjúkir þegnarnir sem aldrei hafa borið kórónu. Þess vegna er ekki snjallt að ala börn upp sem prinsessur og prinsa sem hafa ekki einu sinni þurft að lúta konungs- og drottn- ingarvaldi hvað þá að bíða eftir að erfa ríkið á fullorðinsárum. Uppeldisáhöldin Magga Pála gefur foreldrum ráð um uppeldi stúlkna og drengja milli 0 og 10 ára. Sendið Möggu Pálu ykkar vandmál á netfangið. maggapala@frettatiminn.is Konungborin börn á Íslandi Sæl vertu, kæra Magga Pála. … Nú finnst mér svo mikið um að börn séu kölluð prinsessur og prinsar, flottust og snillingar. Úpps – ég burðaðist ekki með svona hrós, en hafði samt á tilfinningunni að ég ætti að vera svo klár án þess að vita af hverju eða hvernig. Er ekki nóg að segja bara Guðlaug Rós MÍN eða Halldór Logi MINN til að sýna umhyggju, kærleika og mikilvægi barnsins? En takk innilega fyrir pistlana og svörin við spurningum frá okk- ur fjölskyldum, ég held að það sé mjög gott að hafa svona prakt- íska umræðu um uppeldi „alla daga“. Kærar kveðjur og gangi þér allt í haginn. www.thor.is TÖLVUVERSLUN ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568-1581 ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR Tæknilegar upplýsingar: 3LCD Technology / Upplausn: WUXGA, 1920 x 1200, 16:10 / Skerpa: 15,000 : 1 Myndsvæði: frá 30” til 300” (76.2 - 762 cm) Birta: 3,200 Lumen-2,240 Lumen (eco) Litur/hvítt ljós - Ný pera aðeins 25.000 kr. Líftími peru: Normal: 5000 / Sparker (eco): 10000 tímar Tengi: Cinch audio in, MHL, Composite in, HDMI in (2x), VGA in, Wireless LAN IEEE 802.11b/g/n, USB 2.0 Type B, USB 2.0 Type A EB-U3 2 142.0 00,- EPSON EB-U32 Þráðlaus háskerpuvarpi Góður skjávarpi frá EPSON sem brúar bilið milli hefðbundins skrifstofu/skólavarpa og hágæða heimilis skjávarpa. Tæknilegar upplýsingar: 3LCD Technology / Upplausn: WXGA, 1280 x 800, 16:10 / Skerpa 15.000:1 Myndsvæði: frá 30” til 300” (76.2 - 762 cm) / Birta: 3,200 Lumen-2,240 Lumen (eco) Litur/hvítt ljós - Ný pera aðeins 25.000 kr. Líftími peru: Normal: 5000 / Sparker (eco): 10000 tímar / Tengi: USB 2.0 Type A, USB 2.0 Type B, VGA in, HDMI in, Composite in, S-Video in, MHL, Cinch audio in og hægt að gera þráðlausan með viðbótar USB kubb (Wireless LAN IEEE 802.11b/g/n) EPSON EB-W31 Einfaldur og þægilegur varpi Einfaldur og bjartur skjávarpi frá EPSON fyrir heimili, skrifstofur og skóla. EB-W 31 110.0 00,- Fréttaskýring fyrir barnið í okkur Dauði og upprisa bankakerfisins Einu sinni var stór og ljótur hundur sem át fót af húsbónda sínum. Fóturinn stóð í hundinum, svo hann náði ekki andanum. Eigandi batt þá fyrir stubbinn og fór með hundinn til dýralæknis. Þegar hundurinn hafði náð sér át hann hinn fótinn af húsbóndanum. 46 | fréttatíminn | Helgin 4. mars–6. mars 2016
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.