Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 04.03.2016, Page 82

Fréttatíminn - 04.03.2016, Page 82
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS AMSTERDAM f rá 9.999 kr. apr í l - maí * DUBLIN f rá 9.999 kr. mars - maí * PARÍS f rá 9.999 kr. mars - maí * STOKKHÓLMUR f rá 9.999 kr. maí - september * BERLÍN f rá 9.999 kr. mars - maí * ÞAÐ ER FLUG Á ÞÉR! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. 82 | fréttatíminn | Helgin 4. mars–6. mars 2016 Fyrsti Tógóbúinn á Íslandi Tógóbúinn Balema Alou hafði aldrei upplifað kulda á ævinni þegar hann lenti í -29 gráðum í Moskvu. Balema kom til Evrópu að stunda nám en ástin dró hann Íslands. Balema Alou ólst upp í fjölmennri fjölskyldu í Tógó, en faðir hans átti nokkrar eiginkonur og 24 börn. Hugsunin þar er að fjölkvæni virki sem ákveðið velferðarkerfi. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Balema Alou ólst upp í Tógó í Vestur-Afríku ásamt 23 systkinum. Vegna afburða náms-hæfileika fékk hann pláss á heimavistar- skóla í Norður Tógó og yfirgaf Afríku í fyrsta skiptið árið 1994 að sækja háskólanám í Þýskalandi. „Það var draumur allra að fá góða menntun og ég var einn af þeim heppnu sem fékk styrk til náms,“ segir Balema. Beint flug til Þýska- lands var dýrt og ákvað Balema að spara sér aurana með rúss- neska flugfélaginu Aeroflot. Í því fólst tveggja sólarhringa ferðalag. Fyrstu millilendinguna man Balema ljóslifandi en það var í Moskvu 19. janúar, um hávetur. „Ég hafði aldrei upplifað kulda áður, ég þekkti ekki tilfinninguna að vera kalt. Mamma hafði reynt að undirbúa mig fyrir kuldann með því að stinga hendinni minni inn í ísskáp. Í Moskvu voru hinsvegar -29 gráður og ég var klæddur gallabuxum og jakka. Ég varð að gista á flugvellinum og á þessum tíma var peningum ekki eytt í upphitun í Rússlandi. Ég reyndi að sofa í frostinu en það lá við að mig langaði aftur heim.“ Eftir 48 klukkustunda flugleið með allskyns krókaleiðum lenti Balema í Þýskalandi og segir það mikil viðbrigði. „Þetta var allt annar heimur, svo margt sem ég hafði aldrei séð. Mér var til dæmis rétt ryksuga á heimavist- inni, ég skildi ekkert hvaða furðu- legi hlutur þetta var. Ég hafði aldrei séð ryksugu á ævi minni enda ekki notast við slíkt á mínu heimili.“ Balema ólst upp í fjölmennri fjölskyldu en faðir hans átti nokkrar eiginkonur og 24 börn. Balema segir flókið að útskýra sína menningu og uppeldisár, það liggi margt að baki. „Tógó er gjörólíkt samfélagi Íslendinga, fjölskyldurnar eru stórar og venjan að eiga nokkrar eigin- konur. Í grunninn er hugsun- in góð og virkar fjölkvæni sem ákveðið velferðar- kerfi. Það er álitin eigin- girni að karlmaður haldi sínum auðæfum fyrir sig. Á bak við öll samfélög liggur hugmyndafræði um hvernig hægt sé að þrífast best saman. Það er pressa á karl- menn að sjá fyrir konum og börnum, að leyfa sem flestum að lifa af þeirra velferð. Þú ert álitinn egóisti að eiga eina konu og tvo bíla. Þetta er vissu- lega að breytast með nýrri kyn- slóð, það er mikill hagvöxtur og uppbygging í Tógó í dag.“ Á námsárunum í Þýskalandi kynntist Balema íslenskri konu, Krístinu Hrund Whitehead, og bjuggu þau saman á stúdenta- görðum. Eftir námið hugðust þau flytja til Íslands og fór Balema að læra íslensku sjálfur. „Ég er þannig gerður að ég vil ekki láta fólk tala fyrir mig. Ég verð að vita hvað er í gangi í umhverfi mínu og geta fylgst með fréttum og samfélagsmálum. Ég keypti mér málfræðibækur og tók rúma 6 mánuði í að læra tungumálið og aðlagast umhverfinu þegar við fluttum hingað árið 2005.“ Stuttu síðar fékk Balema starf á fjármálasviði Íslandsbanka og hefur starfað þar síðan. Þau Kristín eiga saman tvo drengi og eiga von á stelpu. „Við erum hæstánægð að fá stelpu í fjöl- skylduna. Það er mikil eftirvænt- ing á meðal strákanna.“ Balema segir lítil viðbrigði að flytjast frá Þýskalandi til Íslands fyrir utan langan veturinn og bjart sumarið. Hann var lengi vel eini Tó- góbúinn á Íslandi en hann hefur aðstoðað við ættleiðingarferli fjögurra barna frá Tógó til Íslands. „Ég held við séum orðin sex talsins – Tógóbú- ar á Íslandi.“ Mynd | Hari Ljónslöpp er fimmtán ára gömul sala mandra. Þó salamöndrum sé hollast að borða lifandi fæðu byrjaði hún fyrst að veiða sér til matar fyrir ári síðan. Áður hafði hún aðeins borða fiskamat. Nú borðar hún orma úr hendi eig- anda síns eins og ekkert sé. Rétt fyrir jól flutti inn til Ljónslappar froskurinn Lækjaleppur. Við komu frosksins vissi Ljónslöpp varla hvaðan á hana stóð veðrið, enda vön því að allt sem hreyfðist inni í búri væri fæða. Ljónslöpp áttaði sig þó fljótt á því að Lækja- leppur var nýr vinur en ekki hádegisverður og nú sést Lækjaleppur oft sitjandi á bakinu á salamöndrunni, í litla hellinum í búrinu sem þau kalla heimili sitt. | sgþ Líf okkar skriðdýranna Perluvinirnir Ljónslöpp og Lækjaleppur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.