Morgunblaðið - 02.01.2017, Side 2

Morgunblaðið - 02.01.2017, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Óvissa með undanþágur í verkfalli  Loðnuleitin átti að hefjast í dag  HB Grandi vill ekki rugga bátnum  Grænlenskt skip er til taks Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Stjórnendur HB Granda hafa ákveðið að sækja ekki um undanþágu frá verkfalli sjómanna fyrir áhafnir upp- sjávarskipanna sem fara áttu í loðnu- leiðangur fyrir Hafrannsóknastofnun sem stendur fyrir dyrum. „Okkur fannst það frekar óþægileg staða í miðju verkfalli að fara á sjó með undanþágu. Við viljum ekki rugga bátnum,“ segir Ingimundur Ingi- mundarson útgerðarstjóri. „Það hefði líka verið talsverð fyrirhöfn að græja skipin fyrir loðnuna og aðeins örfáa daga á sjó.“ Nefnd sjó- mannafélaganna sem afgreiðir undanþágubeiðnir vegna verkfallsins ætlaði að funda í dag vegna loðnu- mælinganna sem farið er í á allra fyrstu dögum hvers árs. Fyrst áttu aflaskip að fara út og rannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og tvö uppsjávarskip til viðbótar, þeg- ar einhverjar vísbendingar væru komnar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ekki einhugur innan sjón- mannafélaganna um hvort gefa skuli undanþágur frá verkfallinu. Sé ein- hver einn á móti er ólíklegt að heim- ildin fáist. „Nei, ég get ekkert sagt um hver niðurstaðan í undanþágunefnd gæti orðið. Það er allur gangur á því hvernig svona mál hafa verð af- greidd,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasam- bands Íslands. Undanþága er mikilvæg Þótt loðnuskip HB Granda fari ekki á sjó er rætt um að fá önnur í verkefnið. Þá er til taks grænlenska skipið Polar Amaroq. Áhöfn þess er ekki í íslenskum stéttarfélögum og því geta þeir sjómenn siglt sinn sjó rétt eins og áhöfn rannsóknarskips- ins, en verkfallið nær ekki til hennar. Birkir Bárðarson fiskifræðingur stjórnar loðnuleit Hafrannsókna- stofnunar. Í janúarleiðangrinum seg- ir hann venjuna þá að fara djúpt norð- ur fyrir Vestfirði og svo norður og austur á bóginn, en loðnan haldi sig mikið á þeim slóðum í byrjun ársins. „Við höfum ekki á öðru að byggja nú en haustmælingu. Samkvæmt henni var hrygningarstofninn 137 þúsund tonn en hefði þurft að vera þrisvar til fjórum sinnum stærri þannig að hægt væri að gefa út heimildir til veiða. Því er nauðsynlegt að mæla nú, venju samkvæmt, hvert ástandið sé. Það er mikilvægt að undanþága frá verkfall- inu verði gefin,“ segir Birkir. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Venus Fer ekki til loðnuleitar nú. „Þeir ákveða sjálfir hvert þeir vilja fara og verða teknir fram fyrir á bið- listum,“ sagði Unnur Þormóðsdóttir, formaður færni- og heilsumatsnefnd- ar heilbrigðisumdæmis Suðurlands, í samtali við Morgunblaðið um flutn- ing íbúa frá hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi. „Á einhverjum stöðum er mögu- leiki á að fjölga rýmum vegna hús- næðispláss. Ég býst við að meirihlut- inn vilji vera áfram í Árnessýslu og Rangárvallasýslu,“ sagði Unnur en helsta aðstaða í nágrenninu er Ás í Hveragerði, Lundur á Hellu, Heil- brigðisstofnun Suðurlands og Sól- vellir á Eyrarbakka. Heilbrigðisráðherra ákvað fyrir helgi, í samræmi við tillögu Land- læknisembættisins, að loka hjúkrun- arheimilinu Kumbaravogi á Stokks- eyri. Starfseminni verður hætt að fullu 31. mars. Íbúarnir sem eru 29 talsins geta valið sér heimili hvar sem er á landinu en sumir koma frá eða eiga aðstandendur í öðrum landshlutum. Margir voru þegar í bið Unnur sagði Kumbaravog hafa hjálpað við fráflæði frá sjúkradeild- inni með því að útvega biðpláss. Því yrðu flutningarnir auðveldari en ella. „Það er fólk á Kumbaravogi í bið- plássum sem óskaði eftir að fara ann- að og hefur beðið þess að komast á önnur heimili, svo að það er ekki eins og það séu 29 manns sem óskuðu eft- ir að vera á Kumbaravogi og hvergi annars staðar og að við séum að fara að taka það frá þeim.“ tfh@mbl.is Íbúar á Kumbaravogi verða settir í forgang á biðlistum  Býst við að meirihlutinn vilji vera áfram á sama svæði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lokun Rekstur Kumbaravogs upp- fyllti ekki lágmarkskröfur. Vextir á Íslandi eru of háir að sögn Halldórs Benja- míns Þorbergs- sonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnu- lífsins, sem tekur undir orð forsætis- ráðherra um sama mál. „Við teljum að vextir séu of há- ir. Verðbólguspár Seðlabankans hafa ofmetið verðbólguna um eina prósentu og þá má færa rök fyrir að stýrivextir í dag séu hærri en lagt var upp með þegar þeir voru settir. Við höfum mið- að við að þeir séu einu prósentustigi of háir hið minnsta,“ sagði Halldór í sam- tali við Morgunblaðið. Sigurður Ingi Jóhannsson vakti máls á vaxtastefnu Seðlabankans í áramótaávarpi sínu og sagði bankann halda vöxtum of háum hvort sem væri í kreppu eða uppgangi. Í ávarpinu tal- aði Sigurður Ingi einnig um að leita þyrfti nýrra lausna í peningamálum, t.d. að beita aðhaldi í ríkisrekstri, en Halldór sagði að núverandi stjórnvöld hefðu getað gengið harðar fram á síð- ustu árum. „Fyrir síðustu uppsveiflu árin 2004 til 2008 var afgangur af ríkis- reikningi átta til tíu prósent af lands- framleiðslu. Síðustu fimm ár hefur hann verið 0,8 til 1,4 prósent. Við verð- um að sýna meira aðhald í rekstri hins opinbera.“ tfh@mbl.is SA telja stýrivexti of háa Halldór Benjamín Þorbergsson  Ríkið sýni aðhald Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi tólf Íslendinga heið- ursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær, nýársdag. Sex konur og sex karlar fengu orðu fyrir störf sín og fram- lög til fjölda málaflokka, allt frá björgunarstörfum til vísinda og velferð- armála. Eftirtaldir voru sæmdir riddarakrossi: Benóný Ásgrímsson, Björn G. Björnsson, Eiríkur Rögnvaldsson, Gerður Guðmundsdóttir Bjarklind, Gunnhildur Óskarsdóttir, Kolbrún Halldórs- dóttir, Peggy Oliver Helgason, Ragnar Kjartansson, Sigríður Sigþórs- dóttir, Sigurður Pálsson, Þorbjörg Arnórsdóttir og Þór Jakobsson. Forseti Íslands sæmdi tólf fálkaorðunni á nýársdag Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon Viðurkenning fyrir framlag til íslensks samfélags Birkir Bárðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.