Morgunblaðið - 02.01.2017, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017
LIVERPOOL
VS SWANSEA
20. janúar í 2 nætur
Stutt og hnitmiðuð fótboltaferð
á frábæru verði!
Allur pakkinn frá kr.
114.900
m/morgunmat
Holiday Inn Express
Flug, hótel og
miði á leikinn
m/Beat Loung
aðgengi
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Grunnskólunum hafa á síðustu
árum verið falin mörg ný verk-
efni, jafnhliða breytingum á sam-
félaginu. Hugsanlega gefa nið-
urstöður könnunar Pisa okkur því
vísbendingu um að álagið í skól-
unum sé slíkt að þeir ráði ekki að
óbreyttu við hlutverk sitt og verk-
efni,“ segir Ólafur Loftsson, for-
maður Félags grunnskólakennara.
„Í dag eru skólarnir án aðgrein-
ingar og hóparnir fjölbreyttari en
áður. Nemendur eru af ýmsu þjóð-
erni og mæltir hver á sínu móð-
urmáli, sumir hafa greiningar og
aðrir ekki góð tök á námsefninu.
Kennarar í dag sinna svo miklu
víðtækara hlutverki en bara að
fræða nemendur.“
Færni íslenskra nemenda í
náttúrufræði, stærðfræði og lestri
hefur hrakað mikið á síðustu tíu
árum, samkvæmt því sem fram
kemur í nýrri könnun Pisa. Færni
íslenskra gunnskólanema er nú
undir meðaltali í OECD-ríkjunum.
Á þessari niðurstöðu er engin ein-
hlít skýring, segir Ólafur, sem
minnir á að árangur í skólastarfi
megi þó meta út frá mörgum
kvörðum.
Fengið málin í fangið
„Á Íslandi eru til dæmis allir
nemendur í hverjum árgangi sem
taka Pisa-prófin en í öðrum lönd-
um nær könnunin kannski aðeins
til ákveðinna nemendahópa. Hér á
landi hefur jafnframt komið fram
gagnrýni á framkvæmd prófanna
og efni þeirra, svo þetta er alls
ekki klippt og skorið. Hitt verður
að taka fram að niðurstöður rann-
sókna á undanförnum árum sýna
að íslenskum börnum líður vel í
skólanum sem er mikilvægt. Það
er vel hlúð að allri umgjörð,
krakkarnir fá stuðning hvert með
sínu móti og við skulum líka muna
að þrátt fyrir efnahagshrunið, nið-
urskurð og fækkun starfsfólks
gekk skólastarf að mestu áfalla-
laust, segir Ólafur og heldur
áfram:
„Kjarni málsins er samt þessi
að margt af því sem skólarnir
sinna í dag má flokka til dæmis
sem félags- eða heilbrigðismál og
að sinna þeim hefur einfaldlega
bæst við önnur störf kennara.
Hvort þetta eigi að vera svona
þarf nú að kryfja til mergjar eins
og samið var um að gera þegar
kjarasamningar kennara við sveit-
arfélögin voru undirritaðir í lok
nóvember. Oft er horft til þess
góða árangurs sem nemendur í
Finnlandi sýna skv. Pisa og raun-
ar er margt í skólastarfi þar í
landi til fyrirmyndar. Þar hafa
verið gerðar margar góðar breyt-
ingar en þá alfarið á forsendum
skólafólks og að frumkvæði þess.
Hér hafa grunnskólarnir hins veg-
ar fengið, án mikillar umræðu,
allskonar mál í fangið og þurft að
leysa, svo sem aðgerðir vegna
styttingar námstíma til stúdents-
prófs, skóla án aðgreiningar, inn-
leiðingu á nýrri aðalnámskrá, læs-
isátak og fleira.“
Gleymum ekki bráðgerum
Lengi býr að fyrstu gerð og
það getur komið niður á árangri
nemenda ef kennarar geta ekki
sinnt hverjum og einum eins og
vera skyldi. „Margir nemendur
sem eiga í námserfiðleikum geta
náð stórstígum framförum ef
þeim eru skapaðar réttar að-
stæður til þess. Vandinn er oft sá
að kennararnir komast ekki yfir
að sinna öllum þeim aðkallandi
verkefnum sem þeim er ætlað,“
segir Ólafur og heldur áfram:
„Svo má ekki gleyma bráð-
gerum nemendum sem eiga líka
rétt á kennslu við hæfi. Fyrir
suma krakka felst lítil áskorun í
almennu námsefni, þeir eru jafn-
vel langt á undan jafnöldrum í
getu. Kennararnir þurfa ekkert
síður að fá tækifæri til að mæta
þessum nemendum en öðrum.
Bráðgerir nemendur þjást stund-
um af skólaleiða og þurfa örvun til
að nýta hæfileika sína. Og við
þekkjum mörg að ef ráterinn á
heimilinu bilar, fjarstýringin eða
sjónvarpið virka ekki þá eru
krakkarnir kannski flinkust að
finna út úr hlutunum. Þetta verð-
um við að hafa í huga en þó alls
ekki taka niðurstöðum könnunar
PISA af léttúð.“
Ólafur Loftsson er formaður Félags grunnskólakennara
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skólamaður Hér hafa grunnskólarnir fengið, án mikillar umræðu, allskonar mál í fangið, segir Ólafur.
Hlutverk kennara er
víðtækara nú en var
Ólafur Loftsson er fæddur
árið 1966. Hann er menntaður
kennari og starfaði síðast við
kennslu í Foldaskóla.
Ólafur hefur lengi starfað
með björgunarsveitum, meðal
annars alþjóðasveit Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar
og í viðbragðsteymi á vegum
Sameinuðu þjóðanna.
Hver er hann?
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Helsta áskorun Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar
og Bjartrar framtíðar er að tryggja sátt með-
al þingmanna flokkanna um ríkisstjórnar-
samstarf milli flokkanna, segir Birgir Guð-
mundsson, stjórnmálafræðingur og dósent
við Háskólann á Akureyri.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð-
isflokks, freistar þess nú að mynda ríkis-
stjórn þessara flokka undir sínu forsæti.
Verði hún að veruleika mun hún hafa minnsta
mögulega þingmeirihluta, 32 þingmenn.
Birgir segir líkur til þess að stutt sé í land
hjá formönnunum þremur, í það minnsta
hvað varðar málefnasátt-
mála.
„Menn eru líklega búnir
að koma sér saman um
meginatriði málefnasamn-
ings en eiga kannski eftir
tæknileg atriði og skiptingu
ráðuneytanna,“ segir hann,
en Benedikt Jóhannesson,
formaður Viðreisnar, hefur
sagt að samkomulag um
Evrópumál og sjávarút-
vegsmál sé langt komið.
Birgir segir að ekki hefði verið ákveðið að
hefja formlegar viðræður nema samkomulag
væri langt komið.
„Vegna þess hvað þetta hefur tekið langan
tíma og misheppnast oft tilkynna menn svona
ekki opinberlega án þess að þetta sé nokkurn
veginn klárt,“ segir hann.
Birgir segir stjórnarsáttmála hafa aukið
vægi í fjölflokkastjórnum og stjórnum með
nauman meirihluta. Sáttmálinn sé þó aðeins
grundvöllur og upphaf að ríkisstjórnarsam-
starfi.
„Hitt er það hversu varanleg stjórn getur
orðið og það gæti verið að valda þeim áhyggj-
um hvað þeir eru með lítinn minnihluta. Að
ekki verði óvæntar uppákomur er kannski
hluti af því sem þeir eru með einhverjum
hætti að reyna að tryggja, en það er aldrei
hægt að tryggja það alveg,“ segir Birgir.
Kröfur BF og
Viðreisnar um ráðuneyti óljósar
Birgir telur líklegt að Sjálfstæðisflokkur
muni fá flesta ráðherrastóla en óljóst sé hvaða
kröfur Björt framtíð og Viðreisn geri í þessum
efnum.
Fyrir liggur að Bjarni Benediktsson verður
forsætisráðherra verði stjórnin að veruleika.
„Flokkarnir verða að raða þessu þannig að
baklandið eða einstakir þingmenn í þingflokk-
unum verði ekki ósáttir og geri uppreisn; að
sátt verði til lengri tíma,“ segir hann. Líklegt
sé að á næstunni ræði formenn flokkanna
þriggja við þingflokka sína til að tryggja sam-
hljóm um samstarfið.
Brýnt að ná sátt meðal þingmanna
Líklegt að málefnavinna við stjórnarmyndun sé langt komin Naumur meirihluti kallar á samhljóm
Birgir
Guðmundsson
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
tfh@mbl.is
„Sagt hefur verið að raunveruleg
hætta sé á því að íslenska verði
ekki til eftir 100 ár,“ sagði Sigurður
Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í
áramótaávarpi sínu. Hann gerði
stöðu íslenskunnar að umtalsefni og
kvaðst stundum velta fyrir sér
hvort raunveruleg hætta væri á því
að íslenskan myndi í fyrirsjáanlegri
framtíð láta svo á sjá að henni yrði
ekki bjargað.
Ari Páll Kristinsson, rannsókna-
prófessor hjá Árnastofnun, er afar
ánægður með að forsætisráðherra
hafi tekið málið upp á þessum vett-
vangi. „Það er auðvitað engin leið
til að fullyrða um það en ýmis
merki benda til þess að staða tung-
unnar fari hratt versnandi og sú
þróun gæti orðið svo hröð að við
ráðum hvorki við eitt né neitt,“
sagði Ari Páll í samtali við Morg-
unblaðið.
Foreldrar sinni máluppeldinu
Hann sagði að ein af ástæðunum
fyrir þróuninni væri að óformleg
málnotkun, talmál, væri sýnilegri á
ýmsum sviðum en áður. „Sletturnar
hafa verið notaðar í óformlegu sam-
hengi meðan menn hafa ekki komið
sér niður á bestu nýyrðin, þannig
að þetta er alltaf ákveðið grátt
svæði á milli. Það sem gæti verið að
breytast er að við heyrum óform-
lega málnotkun oftar opinberlega
en við heyrðum áður í fjölmiðlum
og á samskiptamiðlum.“
Spurður hvað væri til ráða svar-
aði Ari að veita þyrfti börnum og
unglingum góðan aðgang að eldra
ritmáli, hvetja þau til bóklestrar og
hvetja foreldra til að sinna málupp-
eldinu.
Staða íslensku
hratt versnandi
Fagnar ummælum forsætisráðherra
Úr áramótaávarpi
„Nefnt hefur verið að það þurfi
um einn milljarð króna á næstu
tíu árum til að þróa samvinnu
tungumáls og stafrænnar
tækni. Að öðrum kosti bíði ís-
lenskunnar hnignun í tækni-
samfélaginu. Þótt vissulega
megi segja að einn milljarður
sé há upphæð, þá hygg ég að
hún sé lág þegar haft er í huga
hvað í húfi er.“
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Ari Páll
Kristinsson