Morgunblaðið - 02.01.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017
alvöru grillaður kjúklingur
Grensásvegi 5 I Reykjavík I Sími 588 8585
Opið alla daga kl. 11-22
Vonandi kemur að því að óþarftverður að fagna því að kona
hafi sest í þennan eða hinn
virðingarstólinn.
Bæði þar sem oft-ast skiptir ann-
að máli en kynferðið
eitt en einkum þó
vegna þess að þá sé
svo komið að rétt-
mætar ástæður
fréttamatsins verði
ekki lengur til stað-
ar.
Tveir helstu virð-ingarmenn
Breta eru kvenkyns.
Önnur hefur ríkt í
áratugi en hin skem-
ur.
En þessar valdakonur eiga fleirasameiginlegt en það að vera
konur. Til dæmis heita eiginmenn
beggja Philip.
Í umræðum um útfærslu á „Brex-it“ í þinginu nýverið sótti Cor-
byn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar,
að Theresu May forsætisráðherra
og gagnrýndi framgöngu hennar.
Sagðist hann vilja minna forsætis-ráðherrann á að hún væri eng-
inn Hinrik VIII. Ýmsir urðu til þess
að taka þessum athugasemdum illa.
En aðrir töldu að tvær mann-eskjur myndu fagna mjög yf-
irlýsingunni um að May ráðherra
væri ekki Hinrik VIII.
Það gilti augljóslega um Elísabetuenda hefði slík staða þrengt
mjög að drottningunni. En ekki síð-
ur um Philip May. Honum hafði
runnið kalt vatn á milli skinns og
hörunds, þegar hann hugsaði um
Hinrik og höggstokkinn hans.
Philip May
Það var eins gott
STAKSTEINAR
Elísabet II
Veður víða um heim 1.1., kl. 18.00
Reykjavík 4 skýjað
Akureyri 3 skýjað
Nuuk 2 rigning
Þórshöfn 2 léttskýjað
Ósló -2 léttskýjað
Kaupmannahöfn 5 skýjað
Stokkhólmur 0 léttskýjað
Helsinki -2 snjókoma
Lúxemborg -4 þoka
Brussel -1 snjóél
Dublin 5 skýjað
Glasgow 5 léttskýjað
London 5 skúrir
París 0 þoka
Amsterdam 1 súld
Hamborg 3 þoka
Berlín 2 skýjað
Vín -4 þoka
Moskva 1 súld
Algarve 15 léttskýjað
Madríd 3 léttskýjað
Barcelona 11 heiðskírt
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 6 léttskýjað
Aþena 6 léttskýjað
Winnipeg -11 snjókoma
Montreal -3 snjókoma
New York 7 léttskýjað
Chicago -6 þoka
Orlando 21 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
2. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:18 15:47
ÍSAFJÖRÐUR 11:59 15:15
SIGLUFJÖRÐUR 11:44 14:56
DJÚPIVOGUR 10:56 15:08
Jólavenjur Íslendinga hafa tekið breytingum á
síðustu árum, samkvæmt könnun Gallup sem var
framkvæmd í síðari hluta desembermánaðar þar
sem um 1400 einstaklingar voru spurðir hvort
þeir tækju þátt í hinu og þessu yfir jólin.
Gallup birti tölfræði yfir jólavenjur síðustu sex
ára og gætir ýmissa breytinga. Jólatrjám í heima-
húsum fer fækkandi, bæði lifandi og gervitrjám.
Árið 2010 sögðust 88 prósent svarenda vera með
jólatré en aðeins 82 prósent í ár. Örasta breyt-
ingin á tímabilinu er í jólakortasendingum en rétt
rúmlega helmingur sagðist hafa sent jólakort með
hefðbundnum pósti fyrir jól í samanburði við 74
prósent árið 2010. Aðventuljós með sjö ljósum
eiga einnig undir högg að sækja en þeim fækkar
með nánast hverju ári. Athygli vekur að fjöldi
styrkja til góðgerðamálefna eykst talsvert frá síð-
asta ári eða úr 80 prósentum í 88.
Sumt stendur þó í stað. Á tímabilinu var ávallt
sama hlutfall sem sagðist gefa jólagjafir eða 98
prósent. Kirkjusókn hefur verið nokkuð jöfn, að
síðasta ári undanskildu, en um þriðjungur svar-
enda sagðist hafa farið í kirkju fyrir eða um jólin.
tfh@mbl.is
Jólatrjám í heimahúsum fækkar
Sumar venjur standa í
stað en aðrar breytast ört
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þróun Í tæknisamfélaginu finna færri tíma fyrir
hátíðarnar til að setjast niður við jólakortaskrif.
„Verðið á markaði nú er gott og því
sækja menn á sjó þegar gefst, segir
Heiðar Magnússon útgerðarmaður
Brynju SH í Ólafsvík.
Smábátamenn á Snæfellsnesi
komust á sjó daginn fyrir gaml-
ársdag eftir ótíðarkafla. Skv. veð-
urspá blæs ekki byrlega í dag en
betur á morgun og má þá gera ráð
fyrir að sótt verði á sjó. Það sem
ræður háu fiskverði nú er verkfall
sjómanna á fiskiskipum, sem nær
þó ekki til báta sem eru undir tólf
lengdarmetrum. Af þessum sökum
er lítið framboð af fiski nú, en eft-
irspurn er mikil um áramót
Þann 30. desember var meðal-
verð kílós á þorski á Fiskmarkaði
Snæfellsnesbæjar 428 kr. og þorsk-
ur sem er stærri en 8 kíló fór á 600
kr/kg. Verð á ýsu var einnig gott,
436 kr/kg. sbs@mbl.is
Þorskurinn
selst nú dýrt
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Sjósókn Kjartan Haraldsson á
Brynju SH hampar golþorski.