Morgunblaðið - 02.01.2017, Síða 12
Hildur Loftsdóttir
hildurl@mbl.is
U
pphaflega ætlaði ég að
verða kvikmynda-
tökukona,“ segir
Katrín Björk Sævars-
dóttir sem ólst upp á
Akureyri en býr núna í bænum Bea-
con í New York-ríki. „Ég vann í
danska kvikmyndabransanum í
mörg ár, en komst að því að hann
átti ekki við mig. Ég er rosalega
ráðrík og stjórnsöm og það hentar
mér afar vel að vinna ein eins og ég
hef gert með bloggsíðuna mína,“
segir Katrín Björk hlæjandi. Hún
ákvað því að klára ljósmyndanámið
sem hún hafði byrjað á í Kaup-
mannahöfn og fór í International
Center of Photography í New York.
Myndbönd eru málið á netinu
„Ég fór aftur til Danmerkur
eftir ljósmyndanámið, en listljós-
myndaraferillinn gekk ekki upp. Ég
hef alltaf eldað og puntað. Það er sú
sem ég er, en það tók mig langan
tíma að fatta að maður gæti unnið
við það sem maður er góður í án
þess að læra það í skóla og það var
ekki fyrr en maðurinn minn stakk
upp á því að ég bloggaði um allt sem
ég var að dunda mér við á heimilinu
og blandaði þannig saman ljós-
myndun og áhugamálunum mínum.
Fyrst fannst mér það brandari en
þar sem ég hafði lítið að gera, þá
byrjaði ég að blogga,“ segir Katrín
Björk sem opnaði Modern Wifest-
yle-síðuna árið 2011.
„Ég er mjög þakkát fyrir þessi
ár í kvikmyndunum því það gerir að
verkum að ég kann að gera mynd-
bönd og það hefur verið að koma
mér áfram hér í Bandaríkjunum.
Lífsstílsheimurinn á netinu snýst sí-
Nýtt andlit hjá
Mörthu Stewart
Katrín Björk Sævarsdóttir hafði haldið úti síðunni Modern Wifestyle í fimm ár
þegar hún vakti áhuga samstarfsfólks lífsstílsdrottningarinnar Mörthu Stewart
sem fékk þessa íslensku hæfileikakonu undir eins til liðs við sig.
Fjölskyldan Katrín Björk ásamt syninum Normann Prince og eiginmann-
inum Jens Søgaard í heimabænum Beacon í New York ríki.
Myndbönd Tökulið frá Mörthu Stewart tók upp heima hjá Katrínu Björk.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017
Samtök grænmetisætna á Íslandi
skora á landann að prófa vegan í jan-
úar – veganúar eins og það er kallað
á vefsíðunni www.veganuar.is. Fyrir
dýrin, heilsuna og umhverfið eins og
þar stendur, enda er markmiðið að
vekja fólk til umhugsunar um áhrif
neyslu dýraafurða og kynna kosti
veganfæðis fyrir heilsu, umhverfi og
dýravernd.
Vegan eða veganismi er lífsháttur
þar sem leitast er við að útiloka og
forðast — eftir fremsta megni — hag-
nýtingu og ofbeldi gagnvart dýrum,
hvort sem það á við um fæðu, fatnað,
skemmtun eða aðra neyslu.
Á vefsíðunni segir að veganismi sé
stærsta réttlætisbaráttuhreyfing í
heiminum. Ennfremur að margar og
fjölbreyttar ástæður séu fyrir því að
fólk gerist vegan. Fyrir flesta sé dýra-
vernd aðalhvatinn, suma langi til að
líða betur og hafa jákvæð áhrif á jörð-
ina, aðrir sæki í áskorunina en margir
noti veganúar sem áramótaheit og
líti á janúar sem heilsusamlega byrj-
un á árinu. Skorað er á fólk að gerast
vegan í mánuð og upplifa nýjar víddir
í matargerð og líkamlegri og andlegri
vellíðan.
Áhugasamir um vegan lífstíl geta
skoðað hugmyndir að spennandi mál-
tíðum, en á síðunni eru þrjú ólík mat-
arplön með uppskriftum að máltíðum
vikunnar. Einnig er þar listi yfir vegan
vörur og veitingar sem bjóðast hér á
landi.
Á Facebook er umræðuhópur um
veganisma á Íslandi, Vegan Ísland, og
eru allir sem áhuga hafa á að gerast
vegan velkomnir í hópinn.
Kl. 20 - 21, miðvikudaginn 4. jan-
úar, verður kynningarfundur Veg-
anúar 2017 í Bíó Paradís fyrir þá sem
vilja prófa vegan lífsstíl í janúar.
Vefsíðan www.veganuar.is
Lífsstíll Leitast er við að forðast ofbeldi gagnvart dýrum.
Veganúar – vegan lífstíll í janúar
Áramótahelgin er liðin. Viðkvöddum gamla árið von-andi með fólkinu okkar,
glamúr og góðum mat og svo
sprengdum við það auðvitað glæsi-
lega upp eins og alltaf og skáluðum
fyrir nýju ári. Ótrúlegt en satt þá
er janúar á árinu 2017 runninn upp
þó svo árið 2016 virðist einhvern
veginn nýgengið í garð og aftur
stöndum við hér. Við nýtt upphaf, á
nýju ári, með hugann fullan af góð-
um fyrirætlunum um það sem
koma skal.
Flestir leyfa sér meira yfir hátíð-
arnar. Meiri hvíld, gleði, mat og
drykk og hjá mörgum, ekki síst
þeim sem fá/taka sér meira frí, fer
svefnrútínan á hliðina þegar njóta
á meira og nýta tímann til þess
sem hugurinn girnist. Á endanum
kallar því eftirbragð veislunnar svo
auðveldlega á rútínu á ný. Jafnvel
smá samviskubit og þörf til að taka
sig á, gera betur, finna fókus og
vera meiri eða jafnvel minni.
Viðmið í heilsuhegðun
Á tíma sem við förum gjarnan
niður fyrir okkar venjulega viðmið í
heilsuhegðun og afköstum þá ger-
um við plön um að ekki bara ná
takti á ný, heldur fara upp fyrir
okkar venjulega viðmið og verða
meiri og betri en fyrr. Það er jú
hefð fyrir því að strengja almenni-
leg áramótaheit á þessum tíma.
Fyrir suma virkar þetta og þá
halda þeir auðvitað sínu striki, en
þetta virkar alls ekki fyrir alla.
Hvernig hefur það venjulega
virkað fyrir þig að strengja ára-
mótaheit? Er vaninn sá að á ára-
mótum standir þú stolt/ur undir
glitrandi flugeldum því þér tókst
það sem þú hafðir ákveðið árinu
fyrr? Sem er frábært og vel gert.
Eða ert þú ein/n af þeim sem end-
urvinna sömu heitin ár eftir ár og
svekkja sig á því í hljóði með skarð
í sjálfstraustinu að hafa ekki staðið
sig eins og þau vildu og ætluðust
til? Ef svo er þá langar mig að
biðja þig um að staldra við. Stoppa.
Þarf ekki að gera eitthvað öðruvísi
ef það sem ítrekað hefur verið gert
skilar ekki árangri? Það er ekkert
sem segir að áramót þurfi að vera
þessi risastóru tímamót. Það er
ekkert sem segir að einmitt þá
Eftirbragð
veislunnar
kallar á
rútínu
Morgunblaðið/Ómar
Heit Sú hefð að strengja áramótaheit eftir hátíðarhöldin virkar ekki fyrir alla.
Heilsupistill
Mjöll Jónsdóttir
sálfræðingur
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Á vef RÚV er hægt að taka þátt í vali
á orði ársins 2016 fram til 4. janúar.
Á listanum eru orð sem hafa einkennt
þjóðfélagsumræðuna eða verið áber-
andi með öðrum hætti og falla að rit-
hætti, beygingu og framburði máls-
ins. Áhugaverð orðmyndun getur líka
komið orði á lista
Ekki er leitað að fegursta orðinu og
það getur haft jafnt neikvæða sem
jákvæða merkingu og verið viðkunn-
anlegt eða óviðkunnanlegt. Á listan-
um eru orðin aflandsfélag, haturs-
orðræða, hrútskýring, hú!, kynsegin,
Panamaskjöl, skattaskjól, tjákn og
víkingaklapp, en þátttakendur geta
stungið upp á orði eða komið með at-
hugasemd. Rúv, Mímir og Stofnun
Árna Magnússonar í íslenskum fræð-
um standa að valinu á orði ársins.
Kosning stendur yfir til 4. janúar
Hvert verður orð ársins 2016?
Tækniþróunar-
sjóður
Styrkir til hagnýtra
rannsóknarverkefna
Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2017
Háskóli eða rannsóknastofnun skal
leiða verkefnið en hvatt er til
samstarfs við aðila úr atvinnulífinu.
Nánari upplýsingar eru á tths.is