Morgunblaðið - 02.01.2017, Síða 13

Morgunblaðið - 02.01.2017, Síða 13
fellt meira um myndbönd. Ljós- myndir eru auðvitað ennþá góðar og gildar í tímaritum og mat- reiðslubókum en myndbönd eru lyk- illinn, og sem ljósmyndari í dag er það styrkur að kunna að gera myndbönd.“ Neikvætt að vera húsmóðir Katrín Björk segir að Modern Wifestyle hafi ekki endilega átt að vera matarblogg til að byrja með. „En þegar ég birti fyrstu uppskrift- ina mína, sem var ekki einu sinni neitt sérstaklega girnileg því að matarmyndataka er mjög sérhæfð, varð uppskriftin strax mjög vinsæl. Ég gerði mér grein fyrir að fólk vill lesa um mat og fá uppskriftir og ég hlustaði á það. Uppskriftirnar slógu í gegn og þar með ákvað ég að verða betri í að taka myndir af mat. Ég var og er enn mikið að velta fyrir mér hugtakinu húsmóðir og því að halda heimili, því ég hef alltaf verið týpan sem puntar og eldar, og veigra mér ekki við að halda mat- arveislu fyrir 25 manns, ég bara kann það og finnst það rosa gaman. En ég hef oft mætt neikvæðni frá fólki sem í staðinn fyrir að hvetja mig áfram gagnrýnir mig fyrir full- komnunaráráttu. Það er eins og það fari í taugarnar á fólki að maður gefi sér tíma til að leggja fallega á borð eða elda 10 sortir af meðlæti. Kannski er það af því að fólk tekur okkur nútímahúsmæðrum sem keppinautum og gleymir að þetta er val og áhugamál. Mér er mikið í mun að hvetja menn og konur sem njóta þess að vera gestgjafar, að elda og halda falleg heimili áfram og útrýma þessari gamaldags og nei- kvæðu hugsun sem oft er tengd við orðið húsmóðir. „We love it!“ Katrín Björk er með mörg myndbönd á síðunni sinni og segir að þau hafi verið vinsæl hjá les- endum sínum. „Þegar ég fór svo í atvinnuviðtalið sem ljósmyndari hjá Mörthu Stewart, vildu þau sjá myndböndin mín, og það eina sem ég hafði voru þessi matreiðslu- myndbönd með sjálfri mér í aðal- hlutverki. Þau horfðu á þau öll og ég sat bara hálfvandræðaleg og beið. Svo litu þau upp, horfðu á mig og spurðu: „Hvað er Modern Wife- style?“ Ég fór að útskýra að þetta væri blogg sem ég hefði verið með, og þau sögðu: „We love it!“ Málið er að Martha Stewart er 75 ára og fyrirtækið er að leita að einhverju nýju og fersku til að vera hluti af heimi Mörthu. Þau vilja líka reyna að ná til yngri lesenda, en þeir eru flestir 45 ára og eldri. Þannig að ég var ráðin til að gera nokkur prufumyndbönd til að sjá hvernig lesendur þeirra mundu bregðast við mér,“ segir Katrín Björk spennt. Margar reglur „Það eru margar reglur sem þarf að fylgja við gerð svona mynd- banda. Ég má t.d. ekki elda, því það er bara Martha sem eldar. Ég verð líka að nota gamlar hugmyndir frá henni og þarf að fara gætilega þeg- ar ég set þær í nýjan búning. Þetta er mjög stórt fyrirtæki sem er erfitt því þau vilja eitthvað nýtt, en um leið má ekki breyta of miklu. Ég valdi reyndar allt sjálf sem ég not- aði og sýndi, en það var ýmislegt sem ég hefði viljað gera öðruvísi,“ útskýrir Katrín Björk. „Martha verður sjálf að sam- þykkja allt sem er birt undir hennar nafni og ég veit að hún sá prufu- myndböndin mín og samþykkti að þau færu í loftið. Það verður líka spennandi að sjá hvernig hún bregst við því að það sé verið að kynna til sögunnar yngri konu,“ segir Katrín Björk sem er enn sem komið er eina nýja manneskjan á vefsíðu Mörthu. „Ég er eina andlitið sem hefur komið fram í myndbandi í nafni Mörthu Stewart og er ekki Martha Stewart sjálf. Það koma auðvitað gestir í heimsókn til hennar í sjón- varpsþáttunum og þegar hún er á Facebook live, en ég er fyrsta manneskjan sem er ein í mynd án hennar undir hennar nafni.“ Ameríski draumurinn? Katrín Björk er viss um að framhald verði á samvinnu hennar og Martha Stewart-lífsstílsveldisins. „Ég er ekki búin að skrifa undir neitt fast, en þau hafa mikinn áhuga á Modern Wifestyle. Ég er rosalega stolt af þessari samvinnu sem er mikill gæðastimpill fyrir mig. En ég er líka svolítið hissa, því ég var tilbúin að leggja bloggið niður og starfa einungis sem ljósmyndari. Ég hélt að þeim kafla í lífi mínu væri lokið, en það breyttist á þessum fundi.“ Katrín Björk segir að áfram- haldið snúist um hvort lesendur Mörthu séu tilbúnir fyrir nýtt and- lit. „Ég leyfi mér að efast um að þeir taki mér illa, en ef svo verður bíður mín alltaf starf hjá þeim sem ljósmyndari og höfundur efnis. Þessi góðu viðbrögð frá Mörthu gera það að verkum að ég hef mik- inn áhuga á að gera eitthvað meira með Modern Wifestyle. Það eru alls konar hugmyndir í gangi og reynd- ar hafa fleiri en Martha sýnt síðunni áhuga. Ég veit að það hefur tekið mig mörg ár að byggja síðuna upp, en mér líður eins og að þetta hafi allt gerst á einni nóttu og að amer- íski draumurinn sé til,“ segir Katrín Björk bjartsýn og brosandi að lok- um. Nútíma húsmóðir Katrín Björk hefur tekið mjög flottar matarmyndir fyrir síðuna sína Modern Wifestyle. http://www.mbl.is/matur/ http://www.marthastew- art.com/contributor/1510109/ katrin-bjork http://modernwifestyle.com/ Facebook http://facebook.com/ modernwifestyle pinterest https://www.pinte- rest.com/modernwifestyle/ Instagram instagram.com/ katrinbjork/ Hátíðarskreyting Brot úr myndbandinu þar sem Katrín Björk ǵerði smekklegar há- tíðarskreytingar. Hanastél Katrín Björk býður lesendum Mörthu Stewart upp á áramóta- hanastél með glans. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017 séum við tilbúin og með aðstæður með okkur til stórra verka. Áramótaheit um að strengja ekki áramótaheit Ef þetta hefur ekki virkað hing- að til þá kannski er ekkert að þér heldur virkar það bara ekki fyrir þig að setja þér markmið af því nú á að gera það. Kannski ættir þú að hlusta betur á þig, hvað þú raun- verulega vilt, getur og hefur þörf fyrir og framkvæma í takt við það en ekki dagatalið. Sýna þér jafnvel meiri skilning og mildi fyrir það sem ekki tókst og taka eftir öllu því sem þér tókst, þó ekki væri muldrað undir flugeldum í nafni áramótaheitis. Eða strengja ein- faldlega áramótaheit um að strengja ekki áramótaheit og njóta þess bara að vera þú og það sem þú ert.  Heilsustöðin, sálfræði- og ráðgjaf- arstofa, Skeifunni 11a, Reykjavík. www.heilsustodin.is Bókhveitivöfflur – Glúten-, sykur- og mjólkurlausar Hráefni: 2,5 dl bókhveiti 1,5 dl möndlumjöl 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk salt 1/2 tsk kanill 2 egg 1 msk kókospálmasykur 2,5 dl mjólk að eigin vali 50 g smjör eða kókosolía Aðferð: 1. Blandið þurrefnunum saman í skál og setjið til hliðar. 2. Í annarri skál, hrærið egg- in, bætið mjólk útí og síðan smjöri/olíu. 3. Hrærið þurrefnunum smám saman út í eggjablönd- una, þar til deigið er orðið jafnt. 4. Látið deigið standa í skál- inni í 10 mín. áður en þið notið það. Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek í 60 ár Ármúla 15, 108 Reykjavík Sími 515 0500 fasteignakaup@fasteignakaup.is fasteignakaup.is Fasteignasalinn þinn fylgir þér alla leið í söluferlinu, frá upphafi til enda Sirrý lögg. fasteignasali Erna Vals lögg. fasteignasali Íris Hall lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.