Morgunblaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017 Ármúli 8, 2. hæð - 108 Reykjavík Sími: 414-4466 - www.draumahus.is Föst söluþóknun - Allt innifalið * 399.900 Föst söluþók - Allt innifalið AnnaTeitsdóttir Nemi til löggildingar 787-7800 Lárus Óskarsson Fasteignasali 823-5050 Ólafur Sævarsson Nemi til löggildingar 820-0303 * * gildir fyrir eignir undir 60.000.000 kr. í einkasölu. Um áramót tóku gildi ný lög í Frakklandi sem eiga að tryggja rétt launþega til að hundsa vinnu- tengdan tölvupóst sem þeim berst utan hefðbundins skrifstofutíma. Guardian segir lögunum ætlað að sporna gegn þeirri röskun sem tæknin hefur valdið á jafnvægi vinnu og einkalífs. Með vinnupóst- inn aðgengilegan í símanum og á fartölvunni öllum stundum geta skeyti frá vinnufélögum og við- skiptavinum á öllum tímum dags valdið hættu á kulnun í starfi, svefnvandamálum og jafnvel sam- bandserfiðleikum. Að vera alltaf í sambandi við vinnustaðinn hefur gefið mörgum meiri sveigjanleika til að vinna utan skrifstofunnar en hefur líka, að sögn Guardian, leitt til þess að vax- andi hópur fólks á frönskum vinnu- markaði er í reynd að vinna mikið af yfirvinnu launalaust. Könnun sem gerð var í október sýndi að um þriðjungur franskra launþega notar tölvur og farsíma daglega til að sinna vinnunni utan reglulegs vinnutíma. Nýju lögin skikka fyrirtæki með 50 starfsmenn eða fleiri til að skil- greina nákvæmlega og semja við starfsfólkið um réttindi þess til að fá að vera í friði þegar vinnudeg- inum er lokið. Frönsk stéttarfélög hafa gagn- rýnt lögin fyrir að gera fyrir- tækjum enga refsingu ef þau hundsa fyrirmæli laganna. ai@mbl.is AFP Ónæði Fólk á ferð fyrir utan Gare du Nord. Eflaust öfunda margir franska launþega af nýju lögunum enda getur verið lýjandi að vera alltaf við. Nú geta Frakkar haft slökkt á tölvupóstinum Á þessu ári mun gamla kringlótta eins punds myntin víkja fyrir nýrri mynt með tólfhyrndri brún. Fer nýja myntin í umferð 28. mars næstkomandi og verður gamla myntin ekki lengur gild eftir 15. október. Nýja myntin á að vera „sú örugg- asta í heimi“ að sögn Konunglegu myntsláttunnar, en í dag er talið að ein af hverjum þrjátíu eins punds myntum sé fölsuð. Hornin tólf gefa myntinni óvenjulega lögun og áferð sem erf- itt er að falsa. Þá er myntin gerð úr tvenns konar málmblöndum, sem mynda silfurlitaðan innri hring inni í gylltum ytri hring. Á peningnum er líka eins konar heilmynd sem breytist úr pundsmerki í tölustaf- inn „1“ eftir því hvernig myntinni er hallað. Samhliða breytingunni á eins punds myntinni mun breska mynt- sláttan gefa út eldri myntir með nýju útliti. Að sögn BBC koma út tvær útgáfur af tveggja punda myntinni; önnur tileinkuð því að 200 ár eru liðin frá andláti Jane Austen, og hin tileinkuð afrekum breska flughersins í fyrri heims- styrjöldinni. Útlit nýrrar 50 pensa myntar mun vísa til afreka Isaacs Newton. ai@mbl.is Öruggara pund í umferð í mars Erlendir bankar hafa þurft að grípa til ráðstafana vegna þess að reikn- ingsyfirlit viðskiptavina verða æ lengri. FT segir helstu skýringuna vera að snertilausar greiðslur hafa rutt sér til rúms, sem þýðir að margar milljónir smáupphæða, sem áður hefðu verið greiddar með reiðufé, birtast núna á bankayfirlitum. Einn- ig eiga ýmsar smágreiðslur á netinu, s.s. fyrir tónlist og snjallforrit, að hafa fjölgað kortafærslum þar sem lág upphæð skiptir um hendur. Á aðeins tveimur árum hefur meðalyfirlitið hjá HSBC lengst úr 2,55 síðum í 2,65 síður. Greip bank- inn því til þess ráðs að láta prenta á báðar hliðar reikningsyfirlitanna og sparaði með því nærri 24 milljónir blaðsíðna á ársgrundvelli. Hjá Lloyds eru yfirlitin einnig prentuð á báðar hliðar og var hönnun þeirra breytt svo að koma mætti fleiri færslum fyrir á hverri síðu. ai@mbl.is Snertilausar greiðslur lengja bankayfirlitin Ráða má af samantekt Bloomberg yfir þróun helstu eignaflokka lið- ins árs að íslenska krónan hafi verið einn af betri fjárfestingar- kostum ársins 2016. Mest hækkaði rússneska rúblan, eða um 21,31% og skrifaðist að- allega á styrkingu olíuverðs. Bras- ilíski realinn kemur í öðru sæti með 20,96% styrkingu á síðasta ári eftir að hafa verið í frjálsu falli frá sumrinu 2011. Í þriðja sæti lendir málmurinn palladíum, sem hækkað hefur um 20,08% og loks íslenska krónan sem varð 14,42% verðmætari á árinu. Aðrir hástökkvarar síðasta árs voru silfur (14,41%) og sambíska kwachan (11,96%). Suður-afríska randið, lesótóski lotinn, namibíski dollarinn og svasílenska lilangeníið hækkuðu öll um 11%. Á móti lækkuðu margir gjald- miðlar hressilega. Egypska pundið varð verst úti með 58,84% lækkun, þá súrínamskur dollar sem rýrnaði um 45,68% og venesúelskur bólív- ari sem missti 37%. Gjaldmiðlar Nígeríu, Mósambík, Síerra Leóne, Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, Mongólíu, Angóla, Gíneu og Tyrk- lands veiktust allir um rúmlega 37% til 17%. Af helstu alþjóðlegu viðskipta- gjaldmiðlum lækkaði breska pund- ið mest, eða um 17,08% og mexí- kóski pesóinn litlu minna eða 17,05%. ai@mbl.is Morgunblaðið/Golli Uppsveifla Íslenska krónan var í fjórða sæti yfir þá gjaldmiðla og málma sem hækkuðu mest 2016. Krónan í félagsskap rúblu og reals Innkaupastjóravísitala kínverskra framleiðslufyrirtækja lækkaði lítillega í desember en er þó enn jákvæð. Sam- kvæmt opinberum tölum sem birtar voru á sunnudag mældist vísitalan 51,4 stig í síðasta mánuði en var 51,7 stig í nóvember. Gildi yfir 50 gefur til kynna aukningu í innkaupum en gildi undir 50 sýnir samdrátt. Wall Street Journal segir þetta fimmta mánuðinn í röð sem vísitalan er fyrir ofan 50 stiga markið. Þá virðast hinir ýmsu þættir innkaupastjóravísitölunnar benda til að eftirspurn sé stöðug. Kínversk stjórnvöld hafa verið að vinda ofan af örv- unaraðgerðum sem fólust einkum í því að auðvelda að- gengi fyrirtækja að ódýru lánsfé. Hafa ráðamenn nú áhyggjur af vaxandi skuldsetningu í atvinnulífinu en eru þó enn bjartsýnir á að tekist hafi að ná 6,5 til 7% hagvexti á liðnu ári eins og að var stefnt. Verða hagvaxtartölur birtar síðar í mánuðinum. ai@mbl.is AFP Greinar Önnum kafinn starfsmaður jólaskrautsverkmiðju í Zhejiang-héraði. Nýjustu tölur benda til stöðugleika. Kínverskir innkaupastjórar brattir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.