Morgunblaðið - 02.01.2017, Page 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017
Óskum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum farsældar
á nýju ári. Þökkum viðskiptin
á liðnum árum.
Starfsfólk Eignamiðlunar
S í ð u m ú l a 2 1 · S . 5 8 8 9 0 9 0 · w w w . e i g n a m i d l u n . i s
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Árás var gerð á skemmtistað í Istanbúl í Tyrk-
landi rétt eftir miðnætti á gamlárskvöld, klukk-
an 1.30 að staðartíma.
Þrjátíu og níu manns hið minnsta létu lífið,
þar af sextán erlendir ríkisborgarar. Þá eru hátt
í sjötíu manns særðir að sögn yfirvalda í Tyrk-
landi, en talið er að um 700 manns hafi verið inni
á skemmtistaðnum þegar árásin var gerð.
Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrk-
lands, segir að byssumaðurinn sem hóf skothríð
á næturklúbbinn hafi staðið einn að árásinni.
„Viðamikil leit er hafin að árásarmanninum.
Lögreglan hefur þegar hafið aðgerðir sínar og
við vonum að árásarmaðurinn náist sem fyrst,“
sagði ráðherrann í samtali við fjölmiðla í gær.
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan,
sagði í gær að hryðjuverki af þessu tagi væri
ætlað að skapa glundroða og hræðslu meðal íbúa
landsins. Hann sór þess eið að yfirvöld í Tyrk-
landi myndu halda áfram baráttunni við hryðju-
verk af fullri hörku. Þetta er fyrsta hryðjuverka-
árásin í Tyrklandi á nýju ári en á síðasta ári voru
sex hryðjuverkaárásir framdar í landinu, sem
kostuðu 215 manns lífið.
Hryðjuverkaárás í Tyrklandi
Árás á skemmtistað í Istanbúl Minnst 39 eru látnir og hátt í 70 manns eru slasaðir Meðal
látinna eru sextán erlendir ríkisborgarar Byssumaður talinn hafa staðið einn að voðaverkinu
AFP
Særðir Fjölmargir voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahús eftir hryðjuverk næturinnar.
Hryðjuverk
» Byssumaður hóf skot-
hríð á skemmtistað í Ist-
anbúl í Tyrklandi.
» 70 særðust og 39 lét-
ust í hryðjuverkaárásinni.
» Meðal þeirra látnu eru
16 erlendir ríkisborgarar.
» Hátt í 700 manns
voru saman komin til að
fagna nýju ári á skemmti-
staðnum.
» Forseti Tyrklands lofar
áframhaldandi baráttu við
hryðjuverkasamtök.
Nýju ári er fagnað með ólíkum hætti um allan heim og fögnuðu til dæmis
íbúar Barselóna á Spáni nýju ári léttklæddir á ströndinni þó aðeins væri
um 13 gráða hiti.
Skammdegið og kuldinn leyfir Íslendingum ekki slíkan lúxus þó ein-
hverjir láti sig hafa það og stingi sér til sunds í sjónum í byrjun janúar.
Aðrir láta sig bara dreyma um suðrænni höf, full af gleði og meira en það.
AFP
Fagna nýju ári léttklædd á ströndinni
Íbúar Barselóna flykkjast á ströndina
Elísabet Eng-
landsdrottning
mætti ekki til
messu á nýárs-
dag vegna veik-
inda. Drottn-
ingin hefur verið
kvefuð og missti
einnig af jóla-
dagsmessunni af
þeim sökum. Þá
fór hún ásamt eiginmanni sínum
með þyrlu til heimilis þeirra í Sand-
ringham þann 22. desember en þau
voru bæði slöpp og treystu sér ekki
að fara með lest eins og tíðkast hef-
ur.
Talsmaður Buckingham-hallar
segir að drottningin sé enn að ná
sér en sé öll að koma til.
Ekki er langt frá því að skyldum
drottningarinnar var fækkað tölu-
vert auk þess sem hún hvarf frá
hlutverki sínu sem verndari 25
breskra samtaka.
Elísabet verður 91 árs gömul á
þessu ári og eiginmaður hennar Fil-
ippus verður 96 ára.
Drottning-
in missir af
kirkjuferð
Hefur ekki enn að
náð sér af kvefi
Barack Obama flutti sitt síðasta ný-
ársávarp sem forseti Bandaríkjanna
en hann hverfur úr embætti þann
20. janúar þegar Donald Trump
verður svarinn í embætti.
Forsetinn fór yfir farinn veg og
þau verk sem hann og ríkisstjórn
hans hafa komið í framkvæmd.
Minntist hann m.a. á efnahags-
ástandið sem ríkti þegar hann tók
við völdum fyrir átta árum síðan.
„Fyrir átta árum stóðum við á
mörkum alvarlegrar efnahags-
kreppu. Hátt í 800 þúsund Banda-
ríkjamenn misstu vinnuna í hverj-
um mánuði. Á sumum stöðum var
einn af hverjum fimm án atvinnu og
180 þúsund bandarískir hermenn
voru í Írak og Afganistan,“ sagði
forsetinn og fór svo yfir þann við-
snúning sem hefur orðið í Banda-
ríkjunum síðan og hvatti jafnframt
bandarísku þjóðina til að horfa fram
á veginn.
„Verkefnið framundan er að
tryggja áframhaldandi framgang
Bandaríkjanna. Halda við og byggja
á þeim ávinningi sem unnist hefur.“
Að lokum sagði Obama það hafa
verið forréttindi að hafa þjónað
bandarísku þjóðini sem forseti og
minnti landsmenn á að allir menn
væru fæddir jafnir.
AFP
Kveður Í síðasta nýársávarpi Baracks Obama í embætti forseta Bandaríkj-
anna sagði hann heiður hafa fengið að þjóna bandarísku þjóðinni.
Síðasta ávarp Obama
Barack Obama flutti sitt síðasta nýársávarp Verkefnin
framundan að tryggja áfram framgang Bandaríkjanna