Morgunblaðið - 02.01.2017, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þegar horft ertil heims-mála var ár-
ið 2016 blendið,
eins og þau eru
flest. Það á ekki
síst við um öryggi almennra
borgara. Stundum heyrast
bjálfaleg sjónarmið um að fleiri
farist í bílslysum, og fleiri
drukkni í baðkerum sínum en
falli í hryðjuverkum á Vest-
urlöndum. Munurinn er þó sá
að baðkerin eru ekki á eftir
fórnarlömbum sínum svo vitað
sé.
Drepa má alvarlegri ógn á
dreif með slíku tali og sú er
meiningin. Viðbrögðin hjá þeim
sem gleypa fluguna eru vænt-
anlega hin sömu og mannsins
sem heyrði þá frétt í útvarpinu,
að flest fólk andaðist í rúminu
sínu. Sá ákvað að framvegis
myndi hann sofa á gólfinu til að
auka lífslíkur sínar.
Hryðjuverkamönnum hefur
tekist að skapa uppnám í vest-
rænum samfélögum. Þeir, sem
fögnuðu nýju ári í mannsöfnuði,
gerðu það í skjóli þungvopnaðs
lögregluliðs. Þessi ógn hefur
lamandi áhrif á á frjáls sam-
félög. Mannlífið er flóknara
fyrir vikið. Friðhelgi einkalífs
lætur jafnt og þétt undan nauð-
syn þess að tryggja almennt ör-
yggi. Lítið tilefni sem kallar á
grunsemdir sópar einkamálum
á bak og burt. Flestir vita að
slík þróun er hættuleg. Yfirvöld
hafa tilhneigingu til að misnota
slíkar heimildir, jafnvel um við-
kvæmustu þætti. Það þarf ekki
Tyrki til. (Gordon Brown notaði
hryðjuverkalöggjöf til að níðast
á Íslendingum.)
Merkel, kanslari Þýskalands,
sagði í nýársávarpi sínu að nú
væri svo komið að fáu væri að
treysta og hryðjuverk væru
helsta ógn sem Þjóðverjar
stæðu frammi fyrir. Sumum
þóttu þessi sannindi koma
nokkuð seint úr þessari átt.
Bretar samþykktu „brexit“ á
síðasta ári, útgöngu sína úr
ESB. Úrslitin voru afgerandi.
Munurinn var þó ekki mjög
mikill. Út vildu 52% en 48%
vildu fara hvergi. Eins og geng-
ur eru uppi ólíkar kenningar
um hvað réð mestu um úrsögn
Breta. En flestir segja, að ljóst
sé, að eigi ein setning mesta
sök, hafi Merkel átt hana: Þið
eruð öll hjartanlega velkomin
til Þýskalands. Í landamæra-
lausu Evrópusambandi vissu
allir hvað þetta þýddi fyrir þá
sem eru í Schengen-samstarf-
inu, sem Íslendingar hafa enn
ekki komið sér úr. Og jafnvel
þeir, sem eru utan þess eins og
Bretar, lentu undir nær óbæri-
legum þrýstingi. Þó voru það
aðallega óbein áhrif þessarar
vanhugsuðustu yfirlýsingar
ársins sem gerðu mestan skaða.
Breskur almenningur taldi að
nú hefðu allar flóðgáttir opnast.
Árinu lauk með óhugnaðinum
í Berlín og hermd-
arverkamaður
byrjaði það nýja
með því að skjóta
39 manns til bana á
skemmtistað í Ist-
anbúl og særa fjölmarga aðra.
Þegar þetta er skrifað gengur
ódæðismaðurinn enn laus.
Of seint var brugðist við
hættunni af „Íslamska ríkinu.“
Obama forseti sagði fyrir fáein-
um árum að hermdarverka-
menn væru hvarvetna á flótta.
Isis margfaldaði afl sitt eftir
það og hefur skotið rótum í
mörgum löndum. Á seinasta ári
fór loks að þrengjast að þeim
bæði í Írak og Sýrlandi. Það er
fagnaðarefni. En vitað var, að
þegar baráttan um yfirráða-
svæði í Írak og Sýrlandi harðn-
aði áttu hermdarverkamenn
ekki betri kosti en að fjölga
hryðjuverkum í ríkjum heið-
ingjanna.
Tyrkir hafa ásamt Rússum
sótt að Isis í Sýrlandi og
Bandaríkjamenn standa fyrir
lamandi loftárásum þar og í
Írak. Þar eru Rússar í banda-
lagi við Íran. Báðum löndum
stendur ógn af Isis en þau eiga
önnur sameiginleg markmið
sem snúast um framtíð Assads
forseta Sýrlands sem nú hefur
yfirhöndina í borgarastyrjöld-
inni þar. Staða Tyrkja er flók-
in, svo ekki sé meira sagt. Er-
dogan vildi Assad burt. En
hann vill líka knésetja Isis og
hefur ríkar ástæður til. Kúrdar
hafa reynst þróttmestu her-
menn allra gegn Isis. Erdogan
getur illa gert upp við sig hvort
honum er verr við Kúrda eða
Isis.
Innra öryggi Tyrklands
stendur illa. Það munaði hárs-
breidd að hernum tækist að
myrða Erdogan og steypa
stjórn hans. Fjöldi hermanna,
lögreglumanna og stjórn-
málalegra andstæðinga forset-
ans var fangelsaður í kjölfarið.
Dómarar og blaðamenn hlutu
margir sömu meðferð. Það fer
mikill þróttur í svo vafasöm
innri átök og fjölmennasti her
Nató í Evrópu er enn í uppnámi
þótt stjórnarbyltingin hafi ver-
ið kæfð í fæðingu.
Skrifræðið í Brusel er lagið
við að unga út tilskipunum í all-
ar áttir og hefur „feita þræla“
um allt til að hotta þeim áfram.
Brussel hefur þannig tekið af
festu á því hvernig Íslendingar
fagna áramótum. Fyrir fáein-
um árum ákvað Brussel hversu
lengi brennur mættu loga í
Reykjavík og nágrenni! Nú er
komið að rakettunum. Næst
sennilega að litum á grímum og
hæð og breidd hatta. Íslenskir
handlangarar fagna þessu og
þakka í bænum sínum. En það
er ekki endilega víst að tívolí-
bombur og rakettur á prikum
séu hættulegustu vopn sem
ESB þarf að fást við áður en
það liðast í sundur.
Ógnarverkin í Berlín
og fjöldamorð í
Istanbúl lita áramót}
Byrjunin ekki góð
R
étt áður en árinu 2016 lauk rak ég
augun í frétt þar sem greint var
frá því að íslensk stjórnvöld hefðu
gert samning við Lýðræðis- og
mannréttindaskrifstofu Öryggis-
og samvinnustofnunar Evrópu, ODIHR, um
þjálfun lögreglumanna og ákærenda hér á landi
vegna hatursglæpa. Í þessu samkomulagi felst
að ODIHR tekur að sér að halda námskeið á
árinu 2017 fyrir leiðbeinendur úr hópi íslenskra
lögreglumanna og ákærenda þar sem fræðsla
verði jafnframt fastur liður í menntun og sí-
mennt þessara hópa. Þetta eru svolítið sláandi
tíðindi. Ekki að maður dragi í efa að þess kunni
að vera þörf, sérstaklega sé litið til þess sem er
að gerast í Bandaríkjunum og Bretlandi, þar
sem hatursglæpir hafa aukist síðustu mánuði, en það er
bara eitthvað svo ógurlega stutt síðan manni fannst fas-
istalegar skoðanir vera hlægilegt heimskugaspur fárra. Ný-
nasistar í einhverjum göngum, sköllóttir með hakakross-
húðflúr, þetta voru næstum brandarafréttir, eitthvað sem
maður hefði aldrei trúað að þyrfti að hafa raunverulega
áhyggjur af. Allt á uppleið, framfarir í hugsun og siðferði
hlytu að vera samferða framförum í vísindarannsóknum.
Það er því ekki skrýtið að mörgum líði eins og þessi
breytta tilvera hafi komið aftan að manni. Afturgöngur sem
manni fannst ekki þurfa að hafa stórar áhyggjur af eru
komnar á kreik. Það þarf raunverulega að standa í því að út-
skýra muninn á réttu og röngu, góðu og illu, fyrir fólki sem
ætti í krafti upplýsingar að vita betur. Það þarf að eyða tíma
í eitthvað sem áður var bara sjálfsagt; við erum öll jafn-
rétthá.
Á fyrsta degi ársins 2017 var greint frá því í
breskum fjölmiðlum að helmingur bresku þjóð-
arinnar segist skynja það að fasistalegar skoðanir
séu á mikilli siglingu, ekki bara þar heldur líka í
Bandaríkjunum og allri Evrópu. Samkvæmt þess-
ari könnun, sem BMG Rannsóknarsetrið gerði
fyrir breska blaðið Independent, er raunveruleg-
ur ótti meðal almennings sem finnst fasistaleg við-
horf vera að ná útbreiðslu sem aldrei fyrr.
Það sem einkum vakti athygli var að eldra fólk
hafði meiri áhyggjur en yngra en stjórnandi rann-
sóknarinnar sagði að með aldri kæmi reynsla og
því væri líklegra að eldra fólk hefði meiri tilfinn-
ingu fyrir breytingum sem þessum meðan yngra
fólk hefði ekki jafnlangan samanburð.
Það er gott að hérlendis ætli menn að vera und-
irbúnir undir hatursglæpi og hafi vilja til að bregðast við
þeim. Á fyrsta degi nýs árs las ég líka fréttir sem gáfu
manni von. Independent greindi þannig frá kvöldverði í
Ráðhúsi Reykjavíkurborgar, þar sem Akkeri, samtök
áhugafólks um starf í þágu flóttamanna, bauð hælisleit-
endum til gamlársdagssamverustundar.Þetta mergjaða
framtak vekur athygli um allan heim. BBC News, The In-
dependent, Belfast Telegraph eru meðal þeirra fjölmiðla
sem hafa sagt frá þessum viðburði en um 300 hælisleitendur
mættu til að eiga saman notalega stund, þar af 80 börn, þar
sem fólk hlustaði á tónlist, gæddi sér á mat og góðgæti og
spjallaði. Eða eins og forsetinn orðaði það í gær þegar hann
ræddi um stofnun lýðveldisins.„Rétt eins og þá erum við
herlaus þjóð en við getum þó lagt okkar skerf til barátt-
unnar við þau öfl sem helst ógna friðsæld í okkar álfu, öfga-
og haturshreyfingar sem engu eira.“ julia@mbl.is
Pistill
Brandarafréttir verða að veruleika
Júlía Margrét
Alexandersdóttir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Það er mikilvægt að við semhöfum það hlutverk aðstuðla að lausn ágreinings ávinnumarkaði veltum fyrir
okkur hvort kerfið sem við höfum búið
til utan um það verkefni, sé nógu skil-
virkt. Ég tel að við getum gert betur
og myndi vilja að við gerðum árang-
ursmælingar og markvissan sam-
anburð við önnur lönd og settum okk-
ur skýr markmið til að ná bættum
árangri,“ segir Bryndís Hlöðvers-
dóttir, ríkissáttasemjari, en hún tók
við embættinu um mitt ár 2015 og hef-
ur síðan unnið að því að greina tæki-
færi til umbóta í starfsemi embættis-
ins.
„Það er til dæmis alltof sjaldgæft
að nýr kjarasamningur taki við af
kjarasamningi, áður en samningstím-
inn rennur út,“ bætir hún við en hið
eðlilega ástand sé að ekki komi til
átaka á vinnumarkaði. Of algengt sé
hér á landi að gripið sé til neyð-
arúrræða til að stöðva kjaradeilur,
hvort sem það er vinnustöðvun eða
lagasetning. „Þarna erum við komin út
á neyðarbraut kerfisins og það er ekki
gott að mál fari í auknum mæli þang-
að. Við eigum að leysa málin fyrr.“
Alls 26 mál til meðferðar
Árið 2016 einkenndist af ólgu á
vinnumarkaði, ekki síður en fyrri ár,
að mati Bryndísar. Málafjöldi hjá
embættinu var þó ekki hinn sami og
árin á undan enda fjölmargir kjara-
samningar gerðir árið 2015 með gild-
istíma út árið 2018 og inn á árið 2019.
Alls voru 26 mál til meðferðar emb-
ættisins á þessu ári en ekki tókst að
ljúka níu þeirra fyrir árslok og verður
unnið að þeim áfram hjá rík-
issáttasemjara á næsta ári. Til sam-
anburðar voru sáttamál 60 talsins árið
2015 og 55 árið 2014.
Auk fimm kjaradeilna félaga sjó-
manna og Samtaka fyrirtækja í sjáv-
arútvegi (SFS) eru þetta mál Félags
kennara og stjórnenda í tónlist-
arskólum og Samninganefndar sveit-
arfélaga, mál Flugfreyjufélags Íslands
og SA vegna Flugfélags Íslands, deila
Félags skipstjórnarmanna og Félags
vélstjóra og málmtæknimanna(VM) á
hvalaskoðunarbátum við SA og deila
Sjómannafélags Íslands við Eimskip
vegna Faroe Ship.
Þá kom til vinnustöðvana í
nokkrum málum á árinu og í einu
þeirra, deilu verkalýðsfélaganna í
Straumsvík og Rio Tinto Alcan lagði
ríkissáttasemjari fram miðl-
unartillögu til lausnar málinu en því
úrræði hafði ekki verið beitt frá árinu
2008. Einnig voru vinnustöðvanir í
deilu Félags flugumferðastjóra við
ríkið ásamt yfirstandandi allsherj-
arverkfalli sjómanna. „Sjómenn hafa
tvífellt kjarasamning og staðan því
snúin þar, en sama á við í deilu Flug-
freyjufélags Íslands og SA vegna
Flugfélags Íslands, sem er á mínu
borði í dag,“ segir Bryndís. Þá hafi
mikill tími embættisins farið í Salek-
samstarfið um bætt vinnubrögð við
gerð kjarasamninga á árinu en koma
verði í ljós hvort framhald verði á því
á næsta ári
Taki höndum saman
Reynt hefur mjög á þanþol kerf-
isins hin síðustu ár og það end-
urspegli ólguna á vinnumarkaði. Það
sé því sameiginlegt verkefni aðila á
vinnumarkaði, stjórnvalda og rík-
issáttasemjara að gera það skilvirk-
ara.
„Verkfallsprósentan og hlutfall
sáttamála þar sem boðað er til vinnu-
stöðvana er hátt og má nefna sem
dæmi að boðuð voru verkföll í 72%
þeirra deilumála sem komu til með-
ferðar sáttasemjara á árinu 2015 og
til vinnustöðvana kom í um 30%
þeirra,“ segir Bryndís en þá hafi
málafjöldi fyrir Félagsdómi einnig
verið í sögulegu hámarki árið 2015
eða yfir 20 úrlausnir.
Árið einkenndist af
ólgu á vinnumarkaði
Morgunblaðið/Eggert
Vöfflur Alls voru 26 mál til meðferðar hjá embættinu á þessu ári en þegar
tekst að semja eru iðulega bakaðar vöfflur til að fagna lokum viðræðna.
„Á árinu
2017 renna
út samn-
ingar ríkisins
og Lækna-
félags Ís-
lands í apríl,
gerðardómur
í máli BHM
félaga og rík-
isins rennur
út í lok ágúst
og síðar á árinu rennur m.a. út
samningur Félags grunnskóla-
kennara og SNS sem gerður var
nýlega. Gera má ráð fyrir að und-
irbúningur vegna þessara mála
hefjist strax í upphafi árs og tím-
inn verður síðan að leiða í ljós
hvernig gengur að vinna að
þeim.
En auk hefðbundinna starfa
hjá embættinu munum við halda
áfram á umbótavegferðinni okk-
ar og árið leggst bara vel í mig,“
segir Bryndís en fyrir lok febrúar
skýrist svo hvort samnings-
forsendur kjarasamninga hafi
staðist eða hvort forsendu-
ákvæði þeirra verði virkjuð með
tilheyrandi afleiðingum.
Áfram á um-
bótavegferð
ANNASAMT NÝTT ÁR
Bryndís
Hlöðversdóttir