Morgunblaðið - 02.01.2017, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.01.2017, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017 Nýárssund Fólk svamlar ekki aðeins í sjó í útlöndum á nýársdag heldur er þá einnig margt um manninn í Nauthólsvík og mæta kapparnir að sjálfsögðu prúðbúnir í sjóinn í tilefni dagsins. Ómar Vikulegar fréttir bárust af hetjuskap Björns Pálssonar flug- manns þar sem hann flaug bráðveikum og slösuðum sjúklingum utan af landi til Reykjavíkurspít- alanna. Þetta gerði hann á eigin vegum í rúm tuttugu ár eftir miðja síðustu öld. Á þriðja áratug síð- ustu aldar eru til átakanlegar lýs- ingar lækna utan af landi um börn sem dóu af einföldum sjúkdómum eins og botnlangabólgu vegna þess að ekki var hægt að koma þeim á spítala í aðgerð (Jónas Sveinsson, Lífið er dásmlegt, bls. 52). Óöryggi þeirra sem bjuggu á afskekktum stöðum landsins var al- gert þegar þurfti á bráðri læknisþjónustu að halda. Samgöngur voru víða hvar erfiðar. Uppbygging héraðs- og fjórðungssjúkra- húsa landsins mætti mjög þessari brýnu þörf fyrir einfaldari bráðaþjónustu og með sjúkraflugi Björns Pálssonar gaf þetta fólki í strjálum byggð- um landsins öryggis- tilfinningu . Mikil sérhæfing í læknisfræði hef- ur átt sér stað s.l. 30 ár og kemur bæði til aukin þekking og ekki síður aukin og flókin tæknivæðing lækn- isfræðinnar sem helst í hendur við auknar kröfur sjúklinga og aðstand- enda þeirra um gæði og árangur. Þetta hefur komið fram í því að sér- hæfð sjúkrahúsþjónusta hefur að mestu flust á einn spítala í landinu Landspítalann sem eðlilegt er í svo fámennu landi og mjög hefur dregið úr allri spítalaþjónustu úti á lands- byggðinni. Búast má við að þessi þró- un muni halda enn áfram á næstu ár- um. Forsenda þessara breytinga í spítalaþjónustu sem veitt var úti á landi eru góðar og öruggar sam- göngur við Reykjavík. Sjúkraflug gegna hér lykilhlutverki enda voru 645 slík flug árið 2015 með sjúklinga og helmingur þeirra voru í lífshættu (F-1 og F-2 ). Það skýtur því skökku við að neyð- arbrautinni hafi verið lokað í sumar þrátt fyrir viðvaranir fagaðila. Flug- málafélag Íslands sendi frá sér til- kynningu nýlega vegna stöðunnar: „Ljóst er að varnaðarorð flugstjóra og sérfræðinga í flugmálum áttu við full rök að styðjast og að stjórn- málamenn hafa gert alvarleg mistök með því að loka neyðarbrautinni. Nú skiptir miklu máli að bregðast hratt við,“ segir í tilkynningunni. Nú hefur þegar komið til þess að ekki er hægt að lenda með sjúklinga í Reykjavík vegna veðurs, beinlínis vegna lok- unar neyðarbrautarinnar. Hér eru líf sett í hættu. Vinstri meirihluti Reykjavík- urborgar hefur farið fram með of- forsi í málefnum Reykjavík- urflugvallar hann gerir ekkert með undirskriftalista tugþúsunda til stuðnings vellinum og allar skoð- anakannanir sem staðfesta yfirgnæf- andi stuðning við flugvöllinn. Maður hefði haldið að borgarstjór- inn hefði lært af reynslunni hann var varaformaður Samfylkingarinnar þegar þjóðin kaghýddi ríkisstjórn Samfylkingarinnar í Icesave- þjóðaratkvæðagreiðslu í tvígang og hefur flokkur hans nær þurrkast út af þingi síðan. Verulegt óöryggi hef- ur skapast í bráða-sjúkrahúsþjón- ustu á landsbyggðinni vegan misráð- inna ákvarðanna embættis- og stjórnmálamanna. Nú ber Alþingi skylda til að grípa inn í stöðuna og opna neyðarbrautina strax þar sem almannahagsmunir liggja undir. Það væri afturhvarf til liðins tíma ef ekkert yrði að gert og sjúkraflugi stefnt í óþarfa hættu. Eftir Auðun Svavar Sigurðsson »Nú hefur þegar kom- ið til þess að ekki er hægt að lenda með sjúk- linga í Reykjavík vegna veðurs, beinlínis vegna lokunar neyðarbraut- arinnar. Auðun Svavar Sigurðsson Höfundur er skurðlæknir Neyðarbrautina verður að opna strax Morgunblaðið hefur í seinni tíð fjallað tals- vert um deilu þá, sem undirritaður hefur átt í við svonefnt endur- skoðendaráð, en ráðið hefur m.a. það hlutverk að hafa eftirlit með starfsemi endurskoð- enda. Deilan hefur fyrst og fremst snúist um gildi alþjóðlegra endurskoðunarstaðla á Íslandi en samkvæmt mínu áliti og fleiri hafa þeir ekki lagalegt gildi hér á landi þar sem þeir hafa hvorki verið formlega birtir né þýddir á íslenskt mál. Ráðið og aðrir, sem málið varðar, hafa æv- inlega komið sér undan að svara þessu efnislega. Hefur ráðið beitt þá ýtrustu hörku, sem ekki hafa viljað fallast á skoðun þess og keyrt gæða- eftirlit áfram á grundvelli hinna um- deildu staðla. Í Morgunblaðinu þann 19. desember sl. var frá því greint, að ráðherra hefði öðru sinni hafnað tillögu ráðsins um að svipta mig stjórnarskrár- vörðum réttindum mín- um til endurskoð- unarstarfa. Fyrri tillögu ráðsins í apríl 2014 var hafnað í maí 2015 þar sem ráðinu hafði yfirsést grund- vallarregla stjórnsýslulaganna sem fjallar um, að jafnan skuli gæta með- alhófs í stjórnsýsluathöfnum. Í heift sinni yfir þessari niðurstöðu lagði ráðið, átta dögum eftir úrskurðinn, upp í nýjan „leiðangur“ til höfuðs mér. Í maí sl. lagði ráðið svo að nýju til við ráðherrann, að svipta mig rétt- indum. Því ferli lauk síðan með ann- arri höfnun eins og fyrr sagði. Hver var ástæðan fyrir seinni höfnuninni? Jú, hið mikla ráð, með alla sína lög- fræðiþekkingu innanborðs, hafði aft- ur „gleymt“ grundvallarreglu stjórn- sýslulaganna um meðalhóf! Þessi útreið ráðsins verður enn neyðarlegri sé rifjuð upp málsgrein, sem fram kom í einu af mörgum bréf- um mínum til ráðsins, í þessu tilviki þann 25. mars 2014, en þar komst ég svo að orði: „Í lokamálsgrein bréfs yðar frá 18. febrúar sl. var vitnað í stjórnsýslulögin nr. 37/1993. Endur- skoðendaráðsmenn hafa ef til vill veitt því athygli, að í sömu lögum er einnig að finna svokallaða meðalhófs- reglu í 12. gr. laganna. Ef til vill væri hollt fyrir endurskoðendaráð að huga aðeins að þeirri lagagrein og því, hvort hún kunni ef til vill að eiga að einhverju leyti við í þessu máli.“ Auð- vitað lét ráðið þessa hógværu ábend- ingu sem vind um eyrun þjóta. Óhjákvæmilegt er að velta því fyrir sér hver staða ráðsins er eftir að hafa í tvígang orðið uppvíst að því að virð- ast ekki kunna skil á einni mikilvæg- ustu reglu stjórnsýslulaganna. Ekki má gleyma að í ráðinu sitja tveir lög- menn og þrír endurskoðendur. Er sjálfsagt eftir slík grundvallarmistök að halda áfram starfi sínu eins og ekkert hafi í skorist? Má ekki búast við að traust á mikilvægri stjórn- sýslustofnun sem slíkt hefur hent hafi beðið alvarlegan hnekki? Slíkar spurningar hljóta að verða áleitnar. En fleiri „lögfræðislys“ virðast vera í bígerð í boði endurskoð- endaráðs. Um þessar mundir á annar roskinn endurskoðandi, sem við skul- um nefna X, í vök að verjast gagnvart ráðinu. Svo vill til að X vann fyrir sér- stakan saksóknara að rannsókn á ákveðnum hrunmálum. Meðal annars vann X að máli, sem annar endur- skoðandi, sem við skulum nefna Y, átti aðild að. Nú vill ráðið taka vinnu- brögð endurskoðandans X til skoð- unar á grundvelli hinna umdeildu reglna. Og hvern skyldu þeir hafa ráðið til þess verks? Jú, einmitt. Auð- vitað liggur beint við að ráða endur- skoðandann Y til verksins og er þeirri fyrirætlan haldið stíft fram af hálfu ráðsins! X hefur að sjálfsögðu mót- mælt þessum ótrúlega framgangi en orðið lítið ágengt. Næst þegar endurskoðendaráðs- menn huga að viðeigandi fagfræðum sínum varðandi ráðið, ráðlegg ég þeim að byrja á orðinu „vanhæfi“ og að kynna sér vel merkingu þess orðs, áður en lengra er haldið. Eilítil upp- rifjun á margnefndum stjórn- sýslulögum í kjölfarið myndi vart skaða. Endurskoðendaráð með falleinkunn Eftir Guðmund Jóelsson » „Má ekki búast við að traust á mik- ilvægri stjórnsýslu- stofnun sem slíkt hefur hent hafi beðið alvar- legan hnekki?“ Guðmundur Jóelsson Höfundur er löggiltur endurskoðandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.