Morgunblaðið - 02.01.2017, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.01.2017, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017 –– Meira fyrir lesendur Þorrinn SÉRBLAÐ Eitt og annað sem tengist þorranum verður til umfjöllunar í blaðinu s.s: Matur, menning, hefðir, söngur, bjór, sögur og viðtöl. Þann 20. janúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað þorranum PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. janúar. Nánari upplýsingar gefur: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fráfarandi forseti Hæstaréttar og sam- dómarar hans hafa brotið gegn lagaskyld- um sínum og misfarið með vald sitt. Þá þarf að kalla til ábyrgðar. Eignir í feluleik Fráfarandi forsetinn, Markús Sigurbjörns- son, virðist hafa verið sá dómaranna sem langmest hafði umleikis á fjármálamarkaðinum á ár- unum fyrir hrunið mikla. Hann var hluthafi í Glitni banka hf., án þess að vitneskja um það lægi fyrir. Í nóvember 2006 sat hann í þremur samkynja málum gegn bank- anum, sem var sýknaður í öllum til- vikum. Hann staðhæfir að hafa fengið skriflegt leyfi nefndar um dóm- arastörf til þess að mega eiga hluta- bréf sín. Enn hefur hann ekki fram- vísað samþykkisbréfinu. Óásættanleg vinnubrögð Viðkomandi dómara þarf að kalla til ábyrgðar. Þjóðin þarf ekki að una því að þeir gegni áfram embættum við æðsta dómstól hennar. Sem lögmaður og hæstarétt- ardómari hef ég á undanförnum ár- um orðið vitni að vinnubrögðum sem ég tel óásættanleg. Alvarlegt mál Við lesandann segi ég þetta: Lestu það sem hér fer á eftir og myndaðu þér þína eigin skoðun. Staðreynd- irnar tala sínu máli. Íslendingar geta að mínum dómi ekki setið þegjandi hjá þegar fram koma nýjar upplýs- ingar um tilvik á þann hátt sem nú hefur orðið. Brot gegn reglum Fráfarandi forsetinn segist hafa uppfyllt lagaskyldu sína með bréfi til nefndar um dómarastörf. Því var ekki svarað. Þáverandi formaður hennar, vinur Markúsar og náinn samstarfsmaður, hefur síðan upplýst að hjá nefndinni hafi þögn verið sama og samþykki! Slík vinnubrögð hafa auðvitað ekk- ert gildi við meðferð mála í stjórn- sýslu, auk þess sem þessi maður gat ekki átt þátt í að afgreiða þetta erindi frá vini sín- um. Ekki verður betur séð en frásögn af hinu skriflega svari sé ósönn. Auk þess hlýtur um- sækjandi leyfisins að hafa gert sér grein fyrir að ekkert gilt svar lá fyrir um heimild hans til að eiga bréfin, jafn- vel þó að vinur hans kunni að hafa sagt hon- um að það væri í lagi. Annað hvort bar honum að inna nefndina eftir gildu svari eða losa sig við þessi bréf. Hann gerði hvorugt og braut því gegn reglunum. Ofar lögum og rétti Verið getur að hann telji dómara við Hæstarétt mega brjóta gegn reglum, þó að hann sé sífellt í ýmsum tilvikum að dæma aðra menn fyrir sambærilega háttsemi. Vegna annarra dæma sem nefnd hafa verið um ætluð brot á þessum reglum tek ég fram að reglurnar eiga eðli málsins samkvæmt einungis við um eign í félögum sem ætlað er að standa til einhverrar frambúðar. Kaup á bréfum og sala svo gott sem um hæl er auðvitað ekki tilkynn- ingaskyld samkvæmt reglunum. Baugsmál Í ljós hefur nú verið leitt að fráfar- andi forseti Hæstaréttar hafði á árinu 2002 eignast gildan hlut í Glitni banka hf. sem þá hét reyndar Ís- landsbanki hf. Á sama tíma voru fyrirsvarsmenn verslunarrisans Baugs orðnir stórir hluthafar í bankanum og seildust þar til aukinna áhrifa. Á árunum 2005 til 2007 komu til kasta Hæstaréttar mál sem tengdust ákæru á hendur þess- um mönnum fyrir fjármálamisferli við rekstur fyrirtækisins. Viðskiptafélagi sakborninga Hæstiréttur komst að þeirri nið- urstöðu að vísa skyldi ætluðum sök- um hinna ákærðu í þessum málum frá dómi í stórum stíl. Allir sáu að hér voru á ferðinni úrlausnir sem engu vatni héldu. Er gerð grein fyrir þessu á bls. 378 til 384 í bók minni Í krafti sannfæringar, sem út kom á árinu 2014. Greinilegt var að þessir sakborn- ingar nutu óútskýrðrar velvildar réttarins. Nú hefur verið upplýst að áhrifamesti dómarinn var orðinn við- skiptafélagi hinna ákærðu á þessum tíma með eignaraðild sinni að banka þeirra. Þetta vissi samt enginn þá. Hann lét þetta ekki aftra sér frá að taka þátt í þessum ámælisverðu úr- lausnum réttarins. Hluthafinn dæmir Í nóvember 2006 sat fyrrverandi forseti réttarins, þá hluthafi í Glitni banka hf., í þremur samkynja málum þar sem kröfur voru gerðar á hendur bankanum sem hann var hluthafi í án þess að vitneskja um það lægi fyrir. Bankinn var sýknaður í öllum til- vikum. Þátttakendur í fjármálaumsvifum Eftir hrun íslensku bankanna á árinu 2008 hefur Hæstiréttur dæmt í mörgum málum þar sem fyrirsvars- menn banka voru sóttir til refsi- ábyrgðar fyrir athafnir sínar í að- draganda hrunsins. Byggðust þessar ákærur meðal annars á þeirri hugmynd að banka- mennirnir bæru með gjörðum sínum ábyrgð á hruni bankanna. Meðvirkni í réttarkerfinu Sumir dómaranna höfðu verið þátttakendur í fjármálaumsvifum á vettvangi bankanna fyrir hrunið, mismiklum þó. Þar virðist fráfarandi forseti réttarins hafa verið sýnu stór- tækari en aðrir. Þeir urðu svo fyrir umtalsverðu fjártjóni af völdum þess. Um þetta vissi enginn. Þetta aftraði þeim ekki frá að taka sæti í þessum málum og fella þunga dóma yfir hinum ákærðu. Það hefur vakið athygli að í mörgum þessara mála hafa hinir ákærðu verið sak- felldir fyrir umboðssvik án þess að fyrir hafi legið ásetningur þeirra til auðgunar á kostnað viðkomandi banka og án þess að sérstök hætta hafi einu sinni verið á slíku. Ótækar forsendur Sönnun á auðgunarásetningi er samkvæmt 243. gr. almennra hegn- ingarlaga skilyrði fyrir því að unnt sé að sakfella fyrir umboðssvik. Um þetta hef ég fjallað áður, sbr. til dæmis grein sem birtist í Morg- unblaðinu 23. október 2015. Það virð- ist því svo mikið hafa legið við að sak- fella að slakað hafi verið svo um munar á refsiskilyrðum laga. Engin heimild var til slíks að rétt- um lögum. Glatað traust Sá sem þetta skrifar hefur tekið þátt í umræðum um þessi alvarlegu mál og hvatt til þess að gripið verði til aðgerða sem til þess verði fallnar að auka tiltrú almennings til dómstól- anna. Ég hef heyrt því fleygt að var- hugavert sé að treysta skoðunum mínum í þessum efnum, þar sem mér sé í nöp við fráfarandi forsetann. Það má vissulega til sanns vegar færa að sá maður sé ekki í sérstöku uppá- haldi hjá mér. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að ég hef orðið vitni að vinnubrögðum hans og raunar einnig annarra dómara sem ég hef verið af- ar ósáttur við. Þetta rekur sig allt aftur til þess er ég var skipaður dómari við réttinn á árinu 2004. Nokkur orð skulu höfð um það. Ótrúleg íhlutun Á árinu 2004 var auglýst laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt. Markús Sigurbjörnsson gegndi þá embætti forseta réttarins. Þegar þetta var hafði ég starfað sem málflutningsmaður í meira en 35 ár og þar af í 24 ár við málflutning fyrir Hæstarétti og þá flutt mörg af þýðingarmestu dómsmálum þess tíma. Ég hafði kennt við lagadeildir Há- skóla Íslands og Háskólans í Reykja- vík og raunar gegnt stöðu prófessors við síðarnefnda skólann síðustu árin. Kennslugreinar mínar höfðu meðal annars verið á sviði stjórnskip- unarréttar og fjármunaréttar og í prófessorsstarfinu var aðal- kennslugrein mín réttarfar, það er að segja sú grein sem fjallar um máls- meðferðarreglur við dómstólana. Þá hafði ég skrifað bækur um lög- fræði auk fjölmargra greina í fræðirit og dagblöð. Kannski má segja að starf mitt um áratuga skeið hafi verið samfelldur undirbúningur fyrir dóm- arastarf við Hæstarétt. Ég ákvað því að sækja um. Út spurðist að forset- anum líkaði ekki þessi umsókn, þó að ég væri almennt talinn líklegur til að fá starfið. Þríþætt aðför Á þessum tíma var í lögum kveðið svo á að rétturinn skyldi gefa álit á hæfni umsækjenda til að gegna dóm- araembætti. Átta af níu dómurum við réttinn gengu þá til eftirtalinna verka: 1. Haft í heitingum Einn þeirra var látinn tala við um- sækjandann og hóta honum því að meirihluti réttarins myndi gefa hlut- dræga umsögn og skaða hann ef hann héldi fast við ákvörðun sína um að sækja um embættið. Umsækjand- inn lét sér ekki segjast. 2. Leitað að keppinautum Þá var tekið til við að leita að öðr- um umsækjendum sem talið var hugsanlegt að skákað gætu hinum óæskilega umsækjanda. Líklegt er að þeim hafi verið lofað hagstæðri umsögn. 3. Hlutdræg álitsgerð Hótunin um misbeitingu umsagn- arinnar var svo framkvæmd. Það var reyndar svo klaufalega gert að er- indreksturinn blasti við hverjum manni. Þessari atburðarás er lýst í 14. kafla fyrrgreindrar bókar Í krafti sannfæringar sem út kom haustið 2014. Þetta framferði var auðvitað með öllu ósæmilegt og ósamboðið æðstu stofnun ríkisins á sviði laga og réttar. Markús Sigurbjörnsson er eini þátttakandinn í þessu sem enn situr í embætti sínu. Grundvöllur dómskerfis Mér hefur alltaf verið annt um að helgasta stofnun okkar, Hæstiréttur, starfi af heiðarleika einungis eftir lögum og sé algerlega hlutlaus gagn- vart aðilum dómsmálanna. Slík vinnubrögð eru grundvallaratriði í réttarríki eins og við viljum viðhafa. Meðal annars hafði ég skrifað bókina Deilt á dómarana á árinu 1987, þar sem dómar Hæstaréttar í mannrétt- indamálum voru gagnrýndir og hvatt til endurbóta á starfsemi réttarins. Eftir það ritaði ég fjölmargar blaða- greinar um sama efni. Svo er að sjá sem þessi viðleitni hafi ekki aflað mér vinsælda í dómarahópnum. Getur rétturinn starfað óbreyttur? Framar beindi ég því til lesandans að draga sínar eigin ályktanir af þeim tilvikum sem nefnd hafa verið. Sjálf- ur dreg ég mínar og þá nokkurn veg- inn á eftirfarandi hátt: Dómarar við Hæstarétt hafa ekki hikað við að brjóta gegn lagaskyldum sínum og misfara með vald sitt til að koma fram niðurstöðum sem þeim hafa fundist æskilegar hvað sem rétt- um lagareglum líður. Þeir hafa þá að líkindum treyst því að þeir gætu farið fram í skjóli leyndar um atriði sem skipt hafa meginmáli fyrir dómsýslu þeirra. Hræðsla og undirokun Samfélag lögmanna og annarra lögfræðinga hefur að mestu leyti þagað þunnu hljóði um misgjörðir sem menn hafa orðið vitni að. Ástæða þagnarinnar hefur einfaldlega verið ótti við vald dómaranna við réttinn. Málflutningsmenn hafa óttast að þeir, eða öllu heldur skjólstæðingar þeirra, yrðu látnir líða fyrir gagnrýni á sýslan réttarins, auk þess sem eng- inn sem gagnrýnt hefur dómarana, hefur getað vænst frama innan dómskerfisins, svo valdamiklir sem þeir hafa illu heilli einnig verið á því sviði. Ætluð vinátta við kunna gagnrýn- endur hefur meira að segja staðið framavonum einstakra manna fyrir þrifum, þannig að þeir hafa þurft að binda enda þar á til að hljóta braut- argengi. Þetta er auðvitað alveg hrikalegt ástand og með öllu óásættanlegt. Hvað er til ráða? Alþingi verður að huga að aðgerð- um til að endurvekja traust til æðsta dómstóls þjóðarinnar. Réttast væri að hefja þær með því að afla upplýsinga um fjármála- umsvif þeirra í öllum bönkunum þremur fyrir hrun. Síðan þarf að skoða í hvaða dómsmálum einstakir dómarar hafa setið til að unnt verði að gera sér grein fyrir vanhæfi þeirra. Í grófustu tilvikunum á þjóðin alls ekki að þurfa að una því að viðkom- andi dómarar gegni áfram emb- ættum við æðsta dómstól þjóð- arinnar. Biðjist þeir ekki sjálfir lausnar ætti innanríkisráðherra að huga alvarlega að því að höfða mál á hendur þeim til embættismissis. Fordæmi Eitt dæmi er til um slíka máls- höfðun, þar sem er málið á hendur Magnúsi Thoroddsen fyrrverandi forseta Hæstaréttar, sem lyktaði með dómi Hæstaréttar 8. desember 1989 (H. 1989.1627). Þar var Magnús dæmdur úr emb- ætti fyrir að hafa keypt meira áfengi á sérkjörum en hóflegt taldist! Meintar sakir hans voru smávægileg- ar í samanburði við réttarbrot dóm- aranna sem hér eru til umræðu. Misgjörðir þeirra snúa, ólíkt því sem átti við í tilviki Magnúsar, að meðferð dómaravaldsins, þar sem þeir meðal annars hafa átt þátt í að dæma vanhæfir fjölda manna til langrar fangelsisvistar á forsendum sem engan veginn hafa staðist. Glataður orðstír Það er nauðsynlegur þáttur í að- gerðum til að endurvekja traust þjóð- arinnar til Hæstaréttar Íslands að dómarar við réttinn verði, þar sem það á við, látnir bera ábyrgð á afar ámælisverðu háttalagi sínu á und- anförnum árum. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Við lesandann segi ég þetta: Lestu það sem hér fer á eftir og myndaðu þér þína eigin skoðun. Staðreyndirnar tala sínu máli. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Hvað láta Íslendingar bjóða sér?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.