Morgunblaðið - 02.01.2017, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.01.2017, Qupperneq 27
Árið 1997 færði Jón sig yfir á Stöð 2 sem einn í grínhópnum Fóst- bræðrum en þeir gerðu alls fimm þáttaraðir til ársins 2001. Fóst- bræður náðu fljótt miklum vinsæld- um og þykja nú einhverjir bestu gamanþættir sem gerðir hafa verið hér á landi. Eftir ýmsar tilraunir bæði í útvarpi og sjónvarpi sló Jón aftur í gegn með Næturvaktinni haustið 2007. Í kjölfarið fylgdu hinir vinsælu þættir Dagvaktin og Fanga- vaktin, og einnig kvikmyndin Bjarn- freðarson. Fyrir túlkun sína á Georg Bjarnfreðarsyni fékk Jón Edduverð- laun árið 2010 en alls hefur Jón fengið á annan tug Edduverðlauna á sínum ferli sem handritshöfundur, framleiðandi og leikari. Jón hefur auk þess fengist við auglýsingagerð, bókaskrif, sviðsleik og uppistand, s.s. sýninguna: „Ég var einu sinni nörd“, sem var sýnd í Loftkastalanum veturinn 1999-2000. Jón hóf dæmalaus afskipti sín af íslenskum stjórnmálum er hann stofnaði Besta flokkinn árið 2009, bauð fram í sveitarstjórnarkosn- ingum í Reykjavík 2010, fékk sex manns kjörna í borgarstjórn og tók við starfi borgarstjóra í júnímánuði sama ár. Hann var síðan borg- arstjóri til 2014 er hann hætti af- skiptum af stjórnmálum, jafn skyndilega og hann hafði hafið þau. Jón hefur síðan haldið sínu striki sem grínisti, uppistandari og leikari á Stöð 2, m.a. með þáttunum Borg- arstjórinn sem þar hafa verið í sýn- ingu að undanförnu. Jón er meðlimur í Félagi íslenskra leikara og Félagi leikskálda og hand- ritshöfunda. Fjölskylda Eiginkona Jóns er Jóhanna Gnarr Jóhannsdóttir, f. 11.7. 1961, nuddari. Foreldrar hennar: Jóhann Gíslason, f. 17.6.1937, d. 6.4. 2010, vélstjóri í Kópavogi, og Guðlaug Svala Ingi- bergsdóttir, f. 29.5. 1939, húsfreyja. Börn Jóns frá fyrra hjónabandi eru Dagur Kári Gnarr, f. 28.5. 1987, nemi í Reykjavík; Margrét Edda Gnarr, f. 16.2. 1989, einkaþjálfari í Reykjavík, en maður hennar er Ás- geir Trausti Einarsson tónlist- armaður, og Kamilla María Gnarr, f. 14.2. 1992, nemi í Reykjavík. Synir Jóns og Jóhönnu eru Frosti Gnarr, f. 29.12. 1986, grafískur hönn- uður í Reykjavík, en kona hans er Erla Hlín Hilmarsdóttir versl- unarmaður og er sonur þeirra Fálki Gnarr, f. 2.1. 2016 (sama dag og afi), og Jón Gnarr, f. 31.5. 2005. Systkini Jóns eru Óskar Krist- insson, f. 15.12. 1942, leigubifreiðar- stjóri í Reykjavík; Anna Kristín Kristinsdóttir Östmark, f. 14.11. 1946, húsfreyja í Noregi, og Eyrún Kristinsdóttir, f. 10.1. 1955, hjúkr- unarfræðingur á Akureyri. Foreldrar Jóns voru Kristinn Ósk- arsson, f. 30.7. 1918, d. 30.11. 2008, lögregluþjónn í Reykjavík, og Bjarn- ey Ágústa Jónsdóttir, f. 1.9. 1922, d. 26.12. 2010, húsfreyja. Úr frændgarði Jóns Gnarr Jón Gnarr Alexía Margrét Guðmundsdóttir húsfr. í Mjóasundi Jón Jónsson b. í Mjóasundi Anna Jónsdóttir húsfr. Í Rvík Jón Einarsson múrari í Rvík Bjarney Ágústa Jónsdóttir húsfr. í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Ferjunesi og ekkja í Rvík Guðný Hannes- dóttir húsfr. í Stokkseyrarseli. Guðrún Gísladóttir hús- fr. á Eyrarbakka Gísli Ólafsson bakarameist. í Rvík Erlingur Gíslason leikari Benedikt Erlingsson, leikari, leikstj. og leikskáld Sigurþóra S Þorbjörns- dóttir húsfr. í Rvík Þórunn Jónsdóttir húsfr. í Mjósundi. Bergur Felixson frkvstj. Leikskóla Rvk. Felix Bergsson leikari. Páll Einarsson b. á Loftsstöðum og söðlasmiður í Rvík Ingibjörg Páls- dóttir húsfr. í Melbæ í Rvík Páll Sigurðsson læknir og fv. ráðun.stj Dögg Pálsdóttir lögfr. Guðbjörg Magnúsdóttir húsfr. í Arnkötludal Guðmundur Sæmundsson b. í Arnkötludal, af Tröllatunguætt Guðrún J. Guðmundsdóttir húsfr. á Eyri Sumarliði Óskar Arinbjörnsson b. á Eyri í Gufudalshr. Kristinn Óskarsson lögreglum. í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Munaðstungu Arinbjörn Jónsson b. í Munaðstungu Guðrún Pálsdóttir húsfr. í Rvík Jón Sig- urðsson fv. forstj.Járn- blendiverk- smiðjunnar Kjartan Bjargmunds- son húsasm. og leikari í Rvík Lilja Sigrún Jónsdóttir læknir. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari Kristín Hannes- dóttir húsfr. í Eystri-Meðalholtum. Kristín Jóns- dóttir húsfr. á Haugi Gísli Gíslason verslunarm. í Rvík Ingibjörg Sólrún Gísla— dóttir svæðisstjóri UN WOMEN og fv. borgarstj. Einar Hannesson b. í Ferjunesi í Árnessýslu, sonur Hannesar Einarssonar ættföður Kaldaðarnesættar ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017 Þorbjörg Jónsdóttir fæddist áSauðárkróki 2. janúar 1917.Foreldrar hennar voru Jón Þ. Björnsson, kennari og skólastjóri á Sauðárkróki, f. í Háagerði, A-Hún. 1882, d. í Reykjavík 1964, og k.h. Geirlaug Jóhannesdóttir, f. á Jökli í Eyjafirði 1892, d. á Sauðárkróki 1932. Jón kvæntist aftur Rósu Stef- ánsdóttur húsmæðrakennara. Þorbjörg ólst upp á Sauðárkróki, lauk gagnfræðaprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1937, lauk námi við Hjúkrunarkvennaskóla Ís- lands 1944. Hún stundaði verklegt framhaldsnám í skurðlækningum við Landspítalann 1944-45 og bók- legt og verklegt nám í barnahjúkrun og öðrum sérgreinum hjúkrunar í Chicago 1946-47, bóklegt og verk- legt nám við barnahjúkrun og deild- arstjórn við háskóla í St. Louis 1947- 48, tók hluta af kennaranámi við New York University School of Education en lauk hjúkrunarkenn- aranámi við Battersea Polytechnic Department of Hygiene and Public Health í London í júlí 1953. Þorbjörg var hjúkrunarkona við Landspítalann á röntgendeild og lyf- lækningadeild haustið 1945-46 og deildarhjúkrunarkona við sjúkra- húsið á Akureyri hluta árs 1945. Hún var kennari við Hjúkrunarskóla Íslands 1948-1953 og skólastjóri Hjúkrunarskóla Íslands frá 1.1. 1954 til 31.3. 1983, þar af í starfsleyfi 1977-78. Þorbjörg brautskráði alls 54 sinnum, alls 1.477 hjúkrunar- fræðinga. Þorbjörg var gerð að heiðurs- félaga í Hjúkrunarfélagi Íslands 1981. Hún átti sæti í stjórn félagsins 1948-52 og ritari í stjórninni í tvö ár. Hún var formaður nefndar sem menntamálaráðherra skipaði 1970, sem kanna skyldi möguleika á há- skólanámi í hjúkrunarfræði, var í ritnefnd Sögu Hjúkrunarskóla Ís- lands sem út kom 1990. Þorbjörg var formaður Minningarsjóðs Kristínar Thoroddsen frá stofnun hans. Þorbjörg var ókvænt og barnlaus og lést 14.12. 2005. Merkir Íslendingar Þorbjörg Jónsdóttir 90 ára Kristveig Björnsdóttir Sveinbjörg Karlsdóttir 85 ára Erla B. Bessadóttir Gunnlaugur Sigurðsson Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir Ragnheiður Jónsdóttir Sævar Guðmundsson Unnur Baldvinsdóttir 80 ára Erna Margrét Jóhannesdóttir Hlín Kristinsdóttir 75 ára Árný Herborg Oddsdóttir Ásdís Guðmundsdóttir Bergur Jóhann Sverrisson Hrafnhildur Jónsdóttir Hrafnhildur Karlsdóttir Stefanía Erla Gunnlaugsdóttir 70 ára Ágústa Waage Guðleif Sigbjörnsdóttir Guðmundur Diðriksson Jón Hilmar Jónsson Ólafur Sigurðsson Reynir Bragason Sigríður Fjóla Matthíasdóttir Sigurður Ævar Harðarson Valgerður Ása Magnúsdóttir 60 ára Danuta Wilkowska Elsa Björk Pétursdóttir Ingveldur Kr. Friðriksdóttir Jón Ingi Guðmundsson Miroslaw Józef Goliniewski Óli Ragnar Gunnarsson Sigurbjartur Ágúst Þorvaldsson Vilhjálmur Kjartansson 50 ára Gylfi Magnús Jónasson Jón Gnarr Kolbeinn Sverrisson Miroslawa Bober Sigurður Snæbjörnsson Steinar Trausti Kristjánsson Unnur Rán Halldórsdóttir Þórunn Sveinsdóttir Ægir Þór Gíslason 40 ára Ása Gróa Jónsdóttir Davíð Samúelsson Jóhanna Bjarnadóttir Jóhanna Kristín Claessen Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson 30 ára Einar Jónsson Eydís Stefanía Kristjánsdóttir Íris Mist Magnúsdóttir Janus Arn Guðmundsson Jón Ingi Einarsson Kim Maria Viola Andersson Kristján Flygenring Albertsson Linnet Ríkharðsson Lúðvík Freyr Sverrisson Maria C. Ribeiro Morato Lourenco Marta Katarzyna Grabowska Mattías Arnar Þorgrímsson Pálína María Gunnlaugsdóttir Rebekka Bjarnadóttir Sigurður Ragnar Arnarsson Stefan Pawel Koryczan Þröstur Ingason Til hamingju með daginn 30 ára Eydís er uppalin í Njarðvík en býr á Akur- eyri. Hún er leikskóla- kennari á Krógabóli. Maki: Pétur Ingi Kolbeins, f. 1984, verkstjóri hjá Mjólkursamlaginu á Akureyri. Börn: Aron Emil, f. 2009, Elvar Breki, f. 2012, og Emma Karen, f. 2016. Foreldrar: Kristján Örn Kristjánsson, f. 1952, d. 2010, og Ólöf Ásta Þor- steinsdóttir, f. 1963. Eydís Stefanía Kristjánsdóttir 30 ára Mattías er Hólm- ari og hefur búið í Stykkishólmi mestalla tíð. Hann er stýrimaður á ferjunni Baldri. Maki: Ágústa S. Jóns- dóttir, f. 1988, sjúkraliði og nemi í sálfræði við HA. Foreldrar: Þorgrímur Vil- bergsson, f. 1964, gagna- grunnssérfr. hjá Norður- áli, og Ingveldur Eyþórs- dóttir, f. 1967, félagsráðgj. hjá Félags- og skólaþjón- ustu Snæfellinga. Mattías Arnar Þorgrímsson 30 ára Sigurður er úr Kópavogi en býr í Reykja- vík. Hann er viðskiptafr. og sölustjóri hjá Borgar- bílasölu. Maki: Guðrún Björk Magn- úsdóttir, f. 1990, leiðbein- andi á Ásum í Garðabæ. Börn: Berglind María, f. 2015. Foreldrar: Arnar Krist- jánsson, f. 1964, bús. í Noregi, og Berglind Sig- urðardóttir, f. 1963, bús. í Rvík. Sigurður Ragn- ar Arnarsson þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.