Morgunblaðið - 02.01.2017, Page 36

Morgunblaðið - 02.01.2017, Page 36
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. „Barnið er í góðum höndum“ 2. Tólf voru sæmdir fálkaorðunni 3. Katrínu eða Óttari að kenna? 4. „Pabbi, af hverju ertu að … ?“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Á morgun, þriðjudag, kl. 16 verða fyrstu tónleikar Hannesarholts á árinu. Jane Ade Sutarjo, píanó- og fiðluleikari, og Hulda Jónsdóttir fiðluleikari leika verk eftir B. Bartók, E. Ysafe og J. Brahms. Hægt er að nálgast miða á midi.is. Vetrarljóð í Hannesarholti  Árlegir swing- og nýárstónleikar Stórsveitar Reykjavíkur verða í Silfurbergi, Hörpu, 4. janúar kl. 20. Fluttar verða perlur gull- aldar sveiflunnar eða swing-tíma- bilsins; 1930-50. Gestasöngvarar eru Sigríður Thorlacius og Jón Jónsson og verður Raggi Bjarna sérstakur heiðursgestur. Miðar eru á harpa.is. Gullöld sveifl- unnar í Hörpu  Fimmtudaginn 5. janúar eru þeir fyrstu af fernum Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hefj- ast þeir kl. 19.30 í Eldborgarsal Hörpu. Nokkur af djásnum Johanns Strauss prýða efnisskrá fyrstu tónleika ársins. Þóra Einarsdóttir og Bror Magnus Tødenes syngja einsöng. Miðar eru á harpa.is. Vínartónleikar Sinfóníunnar Á þriðjudag Norðvestan 10-15 m/s úti við A-ströndina, en annars mun hægari. Él NA-til, en annars bjart með köflum. Kólnandi veður og frost 0 til 8 stig seinni partinn, mildast við S-ströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 13-23 m/s og súld eða rigning, hvassast á annesjum N-til og úti við SA-ströndina, en þurrt að kalla A-til. Hægt hlýnandi veður og hiti 2 til 10 stig, hlýjast A-lands. VEÐUR Toppliðin í góðum gír nema City „Þótt mér líkaði vel í Danmörku lang- aði mig til þess að breyta til eftir að hafa leikið þar í sjö ár, eða allt frá því að ég lauk menntaskólanámi hér heima á Ís- landi,“ segir blak- maðurinn Haf- steinn Valdimars- son, sem spilar nú í Austurríki. »4 Með sjálfan forseta landsins, Xi Jin- ping, í fararbroddi ætla Kínverjar að verða stórveldi í knattspyrnunni sem innan tíðar geti bæði haldið HM og unnið sjálfan heimsmeistaratitilinn. Tíu ára áætlun Xi forseta, sem var hrundið af stað árið 2015, gengur út á að tvöfalda fjármagnið sem knatt- spyrnan í landinu hefur til umráða. » 2 Ætlar að gera landið að stórveldi í fótbolta ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Skírnin markar upphaf trúargöngu hvers manns og að athöfn þessi færi fram á nýársdag er í því samhengi um margt afar táknræn,“ segir Helgi Guðnason, prestur í Hvíta- sunnukirkjunni Fíladelfíu í Reykja- vík. „Að fólk skírist til trúar með nið- urdýfingu er velþekkt í starfi hvítasunnusafnaða og fleiri mótmæl- endakirkna víða um veröldina. Ég er sjálfur skírður með þessum hætti og hef oft annast svona athafnir. Þó aldrei úti í sjó og því var þetta nokk- uð skemmtilegt og hressilegt upphaf á nýju ári. Hins vegar kom mér á óvart þar sem ég stóð með sjóinn í mitti að hann væri ekki kaldari.“ Eins og hjá Jóhannesi skírara forðum Það var ósk Andra Sveins Hahl, sem býr í Þýskalandi og á íslenska móður, að játa trú sína með dýf- ingarskírn í Nauthólsvík. Fór sú at- höfn fram á tólfta tímanum í gær- morgun, á nýársdag. Andri Sveinn vildi vera skírður á svipaðan hátt og Jóhannes skírði Jesú forðum, eins og segir frá í Biblíunni. Helgi segir at- höfn þessa hafa vakið talsverða at- hygli meðal fólks sem statt var við Nauthólsvíkina í gær, svo sem sjó- sundkappa sem hafa þann sið að byrja árið með því að busla á þessum vinsæla baðstað borgarbúa. Þess má geta að í kirkju hvíta- sunnumanna við Hátún í Reykjavík er sérstök laug til skírna – og athafn- ir meðal annars baptista og aðvent- ista eru með líku lagi. Eins og ferming í lútherskum sið Andri Sveinn er þátttakandi í starfi safnaðar í Þýskalandi sem starfar eftir sama trúarinntaki og hvítasunnukirkjan á Íslandi. „Við bjóðum reglulega upp á skírnar- athafnir í Fíladelfíu hér heima. Áður fær fólk sem skírt er ákveðna fræðslu hjá okkur um þessa athöfn og inntak hennar, sem er í raun og veru mjög svipað og fermingin í lúth- erskum sið. Tvær athafnir í einni, ef svo mætti segja, og fólk verður líka að gera þann greinarmun að formleg skírn í kirkju, eins og við þekkjum hana, og nafngjafir eru alls ekki það sama,“ segir Helgi Guðnason, sem hefur verið þjónandi í hvítasunnu- kirkjunni í alls níu ár – nú síðast sem prestur safnaðarins. Frá æsku hefur hann tekið þátt í starfi safnaðarins, en margir Helga nákomnir eru þar virkir. Rösklega 2.000 manns eru í Hvítasunnukirkjunni á Íslandi. Niðurdýfing í Nauthólsvík  Hvítasunnu- prestur skírði í köldum sjónum Morgunblaðið/Freyja Gylfa Athöfn Helgi Guðnason, prestur Fíladelfíu, tók þéttingsfast og örugglega utan um skírnarbarnið Andra Svein Hahl. Hann hélt fyrir nefið, lét vaða og kom upp úr kafinu eftir örskotsstund og hafði þá staðfest trú sína. Niðurdýfingarskírn var iðkuð hér á landi fram á 16. öld, að því er fram kemur í helgisiðabók Þjóðkirkj- unnar. Fyrirmæli forðum voru þau að annaðhvort væri barninu dýft í vatnið eða vatni ausið með allri aðgát enda væri þetta gert því til velferðar. Að setja barn í kalt skírnarbað þótti þó orka tvímælis og um- hyggjusemin er talin ráða því að niðurdýfing hvarf smám saman úr skírnarvenju hér á landi. Við þetta má bæta að niðurdýfingarskírn var viðhöfð hér við kristnitökuna árið 1000. Hetjur þeirra daga vildu ekki fara í kalt Þingvallavatnið og voru því skírðar í Vígðulaug á Laugar- vatni og í Snorralaug í Borgarfirði, sem báðar eru heitar. Hætt var með kalt skírnarbað NIÐURDÝFING IÐKUÐ UM ALDIR Á ÍSLANDI Mig langaði til að breyta til Chelsea heldur enn sex stiga forskoti á Liverpool í toppsæti ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu. Chelsea hélt sigurgöngu sinni áfram, en liðið vann 13. deildarsigur sinn í röð með 4:2 sigri á móti Stoke. Liverpool hafði betur gegn Manchester City í stórleik umferðarinnar og Totten- ham, Arsenal og Manchest- er United fögnuðu öll sigr- um í leikjum sínum. »1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.