Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Side 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Side 45
Listakonurnar JFDR og Gyða Val- týsdóttir halda tónleika í Gym & Tonic á Kex Hosteli í kvöld, laug- ardag. Jófríður Ákadóttir, úr Pascal Pinon, stendur að baki JFDR. Gyða hóf ung tónlistarferil sinn með múm og nam m.a. við Rimsky- Korsa- kov- tón- listarhá- skólann í St. Pétursborg. 18.12. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 Norse nefnist sýning Odee sem opnuð hefur verið á Egilsstaða- flugvelli. Verkin á sýningunni eru innblásin af austfirskri náttúru og norrænni goðafræði. Sýningin stendur til 14. febrúar. Litir vatns og jarðar nefnist mynd- listarsýning Olivier Manoury sem opnuð hefur verið í Hann- esarholti. Þar sýnir hann vatns- litamyndir af íslenskri náttúru. Sýn- ingin stendur til 20. janúar. Croon & Swoon kemur fram á Dillon Whiskey Bar í kvöld, á Gauknum á fimmtudag og í Gamla bíói á föstudag. Andrea Gylfadóttir syngur jólalög af gamla skólanum í djass- og blúsútsetningum. Breiðfirðingakórinn heldur jóla- tónleika í Fella- og Hólakirkju á morgun, sunnudag, kl. 20. Stjórn- andi er Julian M. Hevlett, meðleik- ari er Renata Iván og einsöng syng- ur Alexandra Chernyshova. „Sérstaða okkar er að bjóða upp á tónleika þar sem eingöngu eru kerta- ljós, það eru engin rafmagnsljós hjá okkur,“ segir Ármann Helgason, klarínettuleikari og einn sex meðlima kammerhópsins Cameractica sem heldur árlega kertaljósatónleika sína á næstu dögum. Fernir tónleikar verða haldnir næstu kvöld kl. 21, í Hafnarfjarðarkirkju 19. desember, Kópavogskirkju 20. desember, Garðakirkju 21. desember og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík 22. desem- ber. Að sögn Ármanns er efnisskráin mismunandi eftir árum. „Við sækjum í fjársjóð Mozarts og spilum þessi ljúfu og heiðklassísku verk. Sum frægustu verkanna spilum við kannski á nokkurra ára fresti en við bætum alltaf við nýjum verkum þannig að fólk heyrir stundum eitt- hvað kunnuglegt en kynnist jafn- framt nýjum verkum.“ Frá ólíkum æviskeiðum Í ár verða leikin verk frá ólíkum ævi- skeiðum tónskáldsins. „Elsta verkið er samið þegar hann er aðeins 16 ára gamall, létt og leikandi Divertimento fyrir strengi. Flautukvartettinn samdi hann um tvítugt en Klarín- ettukvartettinn er umritun á verki sem hann samdi þegar hann var þrí- tugur. Þá er sálmurinn „Í dag er glatt í döprum hjörtum“ úr Töfraflautunni saminn rétt fyrir andlátið en Mozart lést langt um aldur fram, aðeins 35 ára gamall. Camerarctica hefur frá upphafi haldið tónleikana í sömu þremur kirkjunum en árið 2008 bættist Garðakirkja við. „Okkur þykir vænt um allar þessar kirkjur, tengjumst þeim náið og þykir gott að koma í þær. Það er fallegur hljómur í þeim öllum og þetta er einstök stemning, bara kertaljós og falleg tónlist. Fólk kemur á tónleikana okkar ár eftir ár.“ Tónleikar Camerarctica eru ómiss- andi hluti af jólaundirbúningi margra. „Mozart á svo stóran aðdá- endahóp og stóran stað í hjörtum fólks og áheyrendur okkar eru bæði fólk sem kemur á þessa einu klass- ísku tónleika á ári og svo fólk sem stundar klassíska tónleika allt árið. Tónlistin er svo tær og svo mikil dýpt í henni. Fólk nýtur léttleikans og un- aðslegra laglínanna og getur látið hugann reika inn á við í myrkrinu og notið kertaljósanna.“ Auk Ármanns skipa hópinn þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleik- ari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. „Tónlistin er svo tær og svo mikil dýpt í henni. Fólk nýtur léttleikans og unaðs- legra laglínanna og getur látið hugann reika inn á við í myrkrinu og notið kerta- ljósanna,“ segir Ármann um tónleikana Mozart við kertaljós. „Sækjum í fjár- sjóð Mozarts“ Í 24 ár hefur kammersveitin Camerarctica boðið áheyrendum að hlýða á verk eftir Mozart við kertaljós. Margir koma ár eftir ár til að njóta. Erla Rún Guðmundsdóttir erlarun@mbl.is Meistari Wolfang Amadeus Mozart samdi rúmlega 600 verk á stuttri ævi. MÆLT MEÐ BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 NÝTT TIMEOUT DeLuxe MEĐ INNBYGĐUM FÓTSKEMLI kr. 358.400

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.