Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Blaðsíða 45
Listakonurnar JFDR og Gyða Val- týsdóttir halda tónleika í Gym & Tonic á Kex Hosteli í kvöld, laug- ardag. Jófríður Ákadóttir, úr Pascal Pinon, stendur að baki JFDR. Gyða hóf ung tónlistarferil sinn með múm og nam m.a. við Rimsky- Korsa- kov- tón- listarhá- skólann í St. Pétursborg. 18.12. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 Norse nefnist sýning Odee sem opnuð hefur verið á Egilsstaða- flugvelli. Verkin á sýningunni eru innblásin af austfirskri náttúru og norrænni goðafræði. Sýningin stendur til 14. febrúar. Litir vatns og jarðar nefnist mynd- listarsýning Olivier Manoury sem opnuð hefur verið í Hann- esarholti. Þar sýnir hann vatns- litamyndir af íslenskri náttúru. Sýn- ingin stendur til 20. janúar. Croon & Swoon kemur fram á Dillon Whiskey Bar í kvöld, á Gauknum á fimmtudag og í Gamla bíói á föstudag. Andrea Gylfadóttir syngur jólalög af gamla skólanum í djass- og blúsútsetningum. Breiðfirðingakórinn heldur jóla- tónleika í Fella- og Hólakirkju á morgun, sunnudag, kl. 20. Stjórn- andi er Julian M. Hevlett, meðleik- ari er Renata Iván og einsöng syng- ur Alexandra Chernyshova. „Sérstaða okkar er að bjóða upp á tónleika þar sem eingöngu eru kerta- ljós, það eru engin rafmagnsljós hjá okkur,“ segir Ármann Helgason, klarínettuleikari og einn sex meðlima kammerhópsins Cameractica sem heldur árlega kertaljósatónleika sína á næstu dögum. Fernir tónleikar verða haldnir næstu kvöld kl. 21, í Hafnarfjarðarkirkju 19. desember, Kópavogskirkju 20. desember, Garðakirkju 21. desember og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík 22. desem- ber. Að sögn Ármanns er efnisskráin mismunandi eftir árum. „Við sækjum í fjársjóð Mozarts og spilum þessi ljúfu og heiðklassísku verk. Sum frægustu verkanna spilum við kannski á nokkurra ára fresti en við bætum alltaf við nýjum verkum þannig að fólk heyrir stundum eitt- hvað kunnuglegt en kynnist jafn- framt nýjum verkum.“ Frá ólíkum æviskeiðum Í ár verða leikin verk frá ólíkum ævi- skeiðum tónskáldsins. „Elsta verkið er samið þegar hann er aðeins 16 ára gamall, létt og leikandi Divertimento fyrir strengi. Flautukvartettinn samdi hann um tvítugt en Klarín- ettukvartettinn er umritun á verki sem hann samdi þegar hann var þrí- tugur. Þá er sálmurinn „Í dag er glatt í döprum hjörtum“ úr Töfraflautunni saminn rétt fyrir andlátið en Mozart lést langt um aldur fram, aðeins 35 ára gamall. Camerarctica hefur frá upphafi haldið tónleikana í sömu þremur kirkjunum en árið 2008 bættist Garðakirkja við. „Okkur þykir vænt um allar þessar kirkjur, tengjumst þeim náið og þykir gott að koma í þær. Það er fallegur hljómur í þeim öllum og þetta er einstök stemning, bara kertaljós og falleg tónlist. Fólk kemur á tónleikana okkar ár eftir ár.“ Tónleikar Camerarctica eru ómiss- andi hluti af jólaundirbúningi margra. „Mozart á svo stóran aðdá- endahóp og stóran stað í hjörtum fólks og áheyrendur okkar eru bæði fólk sem kemur á þessa einu klass- ísku tónleika á ári og svo fólk sem stundar klassíska tónleika allt árið. Tónlistin er svo tær og svo mikil dýpt í henni. Fólk nýtur léttleikans og un- aðslegra laglínanna og getur látið hugann reika inn á við í myrkrinu og notið kertaljósanna.“ Auk Ármanns skipa hópinn þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleik- ari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. „Tónlistin er svo tær og svo mikil dýpt í henni. Fólk nýtur léttleikans og unaðs- legra laglínanna og getur látið hugann reika inn á við í myrkrinu og notið kerta- ljósanna,“ segir Ármann um tónleikana Mozart við kertaljós. „Sækjum í fjár- sjóð Mozarts“ Í 24 ár hefur kammersveitin Camerarctica boðið áheyrendum að hlýða á verk eftir Mozart við kertaljós. Margir koma ár eftir ár til að njóta. Erla Rún Guðmundsdóttir erlarun@mbl.is Meistari Wolfang Amadeus Mozart samdi rúmlega 600 verk á stuttri ævi. MÆLT MEÐ BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 NÝTT TIMEOUT DeLuxe MEĐ INNBYGĐUM FÓTSKEMLI kr. 358.400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.