Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.10.2016, Blaðsíða 1

Fréttatíminn - 20.10.2016, Blaðsíða 1
frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 65. tölublað 7. árgangur Fimmtudagur 20.10.2016 Ótrúlega lág tilboð vekja grunsemdir Verktaka- fyrirtækið Prima fær risaverkefni 2 30 28 Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir var handvalin af Donald Trump í úrslit Miss Universe árið 2009. Bls. 6 Þessar kosningar verða algjört met Kosningar 2016 12 Þegar þingið hlustar ekki á þjóðina Fjögurra ára afmæli þjóðaratkvæðis 14 Mörg met í hættu Miðað við stöðu stjórnmála- flokkanna í skoðanakönnun- um má reikna með að mörg met muni fjúka í kosningun- um eftir níu daga. Píratar hafa möguleika á slá met í fylgis- aukningu, Viðreisn gæti orðið sá flokkur sem fengi mest fylgi í fyrstu kosningum sínum og það er enn möguleiki á að Framsókn slái út met Samfylkingarinnar frá 2013 í fylgishruni. Samfylkingin er líkleg til að fara undir sögulegt minnsta fylgi sitt, einnig Framsókn og sömuleiðis Sjálfstæðisflokkur. Samanlagt fylgi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, þessara burðargrinda íslenskra stjórn- mála hingað til, verður líklega minna en nokkru sinni. Þessi staða lýsir ágætlega þeirri deiglu sem íslensk stjórn- mál eru í þessi misserin. Þar er allt upp í loft. Næsta víst er að eftir kosningar muni sjö þing- flokkar setjast á þing, sem er met. Öruggt má telja að saman- lagt fylgi fjórflokksins svokall- aða, Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknar, Samfylkingar og VG, muni verða miklum mun minna en það hefur verið nokkru sinni verið. Það má síðan reikna með að eftir kosningar verði jafn- vel fleiri met slegin. Miðað við kannanir eru engar líkur á tveggja flokka stjórn. Fjögurra og jafnvel fimm flokka stjórn er hins vegar ágætlega líklegur kostur. -gse Fylgismet Alberts Guðmundssonar í flokki nýrra flokka, met í fylgisaukn- ingu Alþýðuflokksins á blómatíma Vilmundar Gylfasonar og metið sem Samfylking Árna Páls Árnasonar setti í fylgishrun eru öll í hættu í komandi kosningum. Í dag eru fjögur ár liðin síðan þjóðin samþykkti í þjóðar- atkvæðagreiðslu að drög Stjórnlagaráðs yrðu lögð til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Síðan hefur margt gerst en ekkert breyst. Stjórnarskráin er óbreytt. Halla Harðardóttir htalla@frettatiminn.is Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Viðbrögð stjórnvalda við niður- stöðum þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar fyrir fjórum árum eru einstök. Þrátt fyrir afgerandi niðurstöðu, 66,9 prósent gildra atkvæða, var ekki lagt fram frumvarp byggt á drögum Stjórnlagaráðs á Alþingi í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Og það var heldur ekki gert í ríkisstjórnartíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Stjórnarskrárnefnd þingsins bjó síðastliðinn vetur til frum- varp um takmarkaðar stjórnar- skrárbreytingar. Þær voru langt í frá nógsamlega umfangsmiklar til að uppfylla afgerandi niðurstöðu fyrstu spurningar í þjóðaratkvæða- greiðslunni og sum ákvæðin gengu mun skemur en drög Stjórnlaga- ráðs. Sigurður Ingi Jóhannesson for- sætisráðherra lagði fram þing- mannafrumvarp byggt á tillög- um nefndarinnar en það dagaði uppi. Þar með varð ljóst að þrátt fyrir að fjögur ár væru liðin frá skýrri niðurstöðu í þjóðarat- kvæðagreiðslu höfðu stjórnvöld og Alþingi staðið í vegi fyrir að vilji þjóðarinnar næði í gegn. Eftir kosningar um brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu, þjóðaratkvæði sem jafnframt var ráðgefandi, hvarflaði ekki að nein- um breskum stjórnmálamanni að hunsa niðurstöðuna. Ráðherrar, sem höfðu lýst sig fylgjandi áfram- haldandi veru Bretlands í ESB, tóku að sér að skipuleggja brotthvarfið. Stjórnarskrárfélagið hefur feng- ið yfirlýsingu frá núverandi stjórn- arandstöðuflokkum, Samfylkingu, VG, Pírötum og Bjartri framtíð, að þessir flokkar skuldbindi sig til að gera stjórnarskrárbreytingar á grunni tillagna Stjórnlagaráðs. Yf- irlýsingin hljóðar svo: „Við, Björt framtíð, Píratar, Samfylking og Vinstri græn skuldbindum okkur hér með til þess að gera stjórnar- skrárumbætur, sem grundvallast á drögum Stjórnlagaráðs, að for- gangsmáli á nýju þingi.“ Síðan yfirlýsingin var undirrituð hefur Dögun bæst við. Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðufylkingin neit- uðu að vera með í yfirlýsingunni en aðrir flokkar hafa ekki svarað enn. „Stjórnarskrárfélagið hitti for- Þjóðin hunsuð í fjögur ár menn flokkanna og það kom strax í ljós að það var mikill áhugi á að setja þetta í forgang, sama hvað gerist í kosningum,“ segir Katrín Oddsdóttir, Stjórnlagaráðskona og formaður Stjórnlagafélagsins. „ Það þýðir í raun að það skiptir ekki máli hver myndar ríkisstjórn því það er þingræði á Íslandi. Alþingi á að ráða, þó það hafi snúist við og ríkisstjórnin ræður. Yfirlýsingin er tilraun til þess að koma aftur að þingræði og segja; „alveg óháð því hvaða stjórn við myndum þá er þetta mál svo stórt að við ætlum að vinna að því saman í þinginu og koma því í gegn.““ Vinsælustu bragðarefirnir Hvað ætla mótmælendurnir svo að kjósa? Fólkið sem krafðist kosninga Ingibjörg Ragnheiður segir frá kynnum sínum af Trump Vingjarnlegur daðrari

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.